Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
* *
A m GS K\ RÁ:
Verkalýöshreyfingin
ce menntamennirnir
Ég les Þjóðviljann hvern dag
ársins, sem hann kemur út. Ég
las þar siðastliðinn laugardag
grein Arna Björnssonar, sem
bar yfirskriftina: „Manni getur
nú sárnað”.
Ég las einnig viðtöl þau í af-
mælisblaði Þjóðviljans, sem
Ami vitnar til við formann
Sóknar og Félags járniðnaðar-
manna. Ég held að ummæli
Aðalheiðar og Guðjóns,sem ég
þekki bæði sem trausta forustu-
menii i Verkalýðshreyfingunni,
beri ekki að skilja sem andstöðu
við skrif menntamanna i Þjóð-
viljann, heldur miklu fremur
sem hvatningu til verkafólks að
gera hlut sinn stærri á siðum
blaðsins, samanber ummæli
Aðalheiðar i áðurnefndu viðtali
um minnst eina opnu á dag i
Þjóðviljanum um verkalýðs-
mál, þar sem sameiginlega
gætu haft orðið verkafólk og
menntamenn.
Ég er einn i hópi hins óskóla-
gengna láglaunafólks, sem er
fyllilega ijós sú staðreynd, er
réttilega kemur fram hjá Arna,
að mjög er á þvi alið t.d. i mál-
gögnum auðvalds og atvinnu-
rekenda að menntamenn séu að
yfirtaka Þjóðviljann, á kostnað
verkafólks og að menntamenn
eigi enga samleið með verka-
lýðshreyfingunni. Sjáanlega eru
slik skrif sett fram til að spilla
ágætri samvinnu sem i gegnum
ár og sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar hefur verið
milli verkafólks og vinstri sinn-
aðra menntamanna..
Það er ofureðlilegur hlutur að
mörgum manni úr alþýðustétt,
sem aflað hefur sér menntunar,
oft af litlum efnum og að námi
loknu helgar málstað verka-
lýðshreyfingarinnar menntun
sina og starfshæfni, sárni, er
þeir finna að málflutningur
þeirra i ræðu og riti mætir tóm-
læti, að ég ekki tali um hreinu
vanþakklæti þeirra, sem unnið
er fyrir og sem þvi miður finn-
ast dæmi um.
Ihalds- og afturhaldsöfl þjóð-
félagsins hafa ávallt haft rika
tilh'neigingu til að torvelda al-
þýðu landsins alla menntun.
Þeirra vilji var : menntunar-
snauð og þekkingarlitil alþýða
landsins, er gegridi fyrst og
fremst þvi hlutverki, að vera
ódýrt og viðráðanlegt vinnuafi,
sem væri þvi viðráðanlegra,
sem þekkingin og menntunin
væri minni. Þvi berskjaldaðri
væri hún fyrir falsrökum þeim
sem atvinnurekendur og rikis-
stjórn þeirra beita gegn sókn
verkalýðshreyfingarinnar . til
bættra lifskjara.
Þeir voru timar i okkar þjóð-
félagi og ekki margir áratugir
siðan, að menntun og skóla-
ganga voru forréttindi efna-
stétta þjóðfélagsins. Margt var
það æskufólk i alþýðustéttum
þessa lands, sem gáfur og
námshæfni átti i rikum mæli en
varð af skólagöngu að vera
vegna fátæktar og erfiðrar lifs-
aðstöðu á ýmsum sviðum.
Atvinnurekendur og ihaldsöfl
hnýta ekki ósjaldan i námsfólk
og menntamenn, sem málstað
verkalýðshreyfingarinnar
túlka. Skemmst er að minnast
ummæla forustu Ll.C. i garð
námsmanna á aðalfundi L.I.tJ.
er haldinn var á Akureyri svo og
ummæla Sigurpáls Einarssonar
útgerðarmanns i Grindavik i
Dagblaðinu 12. okt. sl., þar sem
hann talar i nibrandi tón um
„kennara einn suður með sjó”,
eins og hann orðar það, sem
hugsanlegan formann i sjó-
mannasamtökunum.
Kennarar hafa þó siður en svo
Eftir Björgvin
Sigurðsson,
Stokkseyri
verið verkalýðshreyfingunni
litilsvirði. Þau eru ekki fá
verkalýðsfélögin i landinu, þar
sem barnakennarinn var for-
maðurinn árum saman. I mörg-
um sjávarþorpum var kennar-
inn kærkominn flytjandi fróð-
leiks og þekkingar inn i verka-
lýðsfélögin. Maður, sem hafði i
mörgum tilfellum betri aðstöðu
til að beita sér, — kannske ekki
sist vegna þess að hann var ekki
atvinnulega háður atvinnurek-
andanum, sem oft drottnaði
einn yfir allri vinnu i litlu sjá-
varþorpi.
An brautryðjendastarfs og
framlags menntamanna með
sósialistiskar lifsskoðanir væri
islensk verkalýðshreyfing ris
minni i dag. Þar væru mörg
dæmiumtil vitnisburðar. Ég læt
nægja að vitna til þess sögulega
atburðar, er menntamaðurinn
— kennarinn — Hannibal Valde-
marsson bjargaði verkalýðs-
félaginu i Súðavik, árið 1930 frá
þvi að vera drepið i fæðingu,
þegar verkamenn þeir, er til
forustu höfðu verið verið valdir
fyrir félagið voru af atvinnurek-
endavaldi staðarins beinlinis
sveltir til uppgjafar. Þá tók
menntamaðurinn Hannibal
Valdemarsson við forustu
félagsins með þeim glæsibrag,
sem landsfrægt er.
Islensk verkalýbshreyfing
stendur i þakkarskuld við
vinstri sinnaða menntamenn, er
lagt hafa henni lið i bliðu og
striðu fyrr og siðar og hafa
reynst traustir málsvarar lág-
launafólksins og ekki sibri ýms-
um þeim, er fólkið hefur valið til
forustu mála sinna og minni ég
þar á afskiptaleysi forustu
verkalýðshreyfingarinnar af
deilu verkakvenna á Akranesi á
sl. vetri i þvi þýðingarmikla
hagsmunamáli láglaunafólks í
fiskvinnu, er þar var barist fyr-
ir.
Ég vona að Arni Björnsson og
aðrir ágætir menntamenn, sem
hugsjónir sósialistiskra lifsvið-
horfa eiga i hug sinum og hjarta
miðli okkur áfram á siðum
Þjóðviljans af þekkingu sinni og
lifsreynslu, verkalýðshreyfing
unni til ómetanlegs ávinnings.
Stokkseyri, 10. nóv. 1976.
Björgvin Sigurðsson.
Árnað heilla:
Jóhann
Bergmann
sjötugur
Sjötugur er i dag Jóhann
Bergmann, Suðurgötu 10 Kefla-
vik.Hann er sonur hjónanna Guð-
laugar Bergsteinsdóttur og
Stefáns Bergmanns Magnússonar
frá Fuglavik. Jóhann er fæddur i
Keflavik og hefur alið þar aldur
sinn allan.
Jóhann hóf ungur sjóróðra og
stundaði ýmist sjómennsku eða
vörubilaakstur lengi fram eftir
ævi. 1 meira en tuttugu ár hefur
hann unnið við bifreiðaviðgerðir,
lengst af hjá Sérleyfisbilum
Keflavikur.
Fyrri kona Jóhanns var
Sigriður Arnadóttir sem lést eftir
skamma sambúð þeirra. Þau áttu
einn son, Sigurð.sem léstláára að
aldri. Seinni kona Jóhanns er
Halldóra Arnadóttir. Synir þeirra
eru fjórir, Hörður námsstjóri,
Arni blaðamaður, Stefán liffrasð-
ingur og Jóhann verkfræðingur.
Jóhann er að heiman i dag.
Frá fundi ÁTVR:
Afengis- og tóbaks
neyslan vex
1 fyrradag efndi Jtin Kjartans-
son forstjóri Afengis- og tóbas-
verslunar rikisins til árlegs
blaðamannafundar þar sem hann
gerði grein fyrir rekstri fyrir-
tækisins og fleiri hlutum sem
snerta neyslu landsmanna á þess-
um fikniefnum.
Jón tók fram i upphafi að fund-
urinn væri ekki haldinn að frum-
kvæði Halldórs Halldórssonar
sem undanfarna daga hefur haft
uppi stór orð i Dagblaðinu um lé-
lega þjónustu Jóns við upplýs-
ingamiðlun um álagningu á á-
fengi.
En á fundinum með Jóni kom
fram að landsmenn hafa eytt
meiri upphæð i áfengiskaup á
fyrstu tiu mánuðum þessa árs en
á öllu árinu i fyrra og sama gildir
um tóbak. Fram til októberloka
drukku landsmenn fyrir 4
miljarða og 870 miljónir króna og
reyktu fyrir 3,3 miljarða. A sama
tima i fyrra námu útgjöld til á-
fengiskaupa 3,7 miljörðum og 2,5
miljörðum til tóbakskaupa.
Þróunin i tóbaksneyslu er nokk-
uð forvitnileg. I fyrra dróst sala á
vindlingum saman um sjö miljón
stykki en sala á reyktóbaki jókst
um sjö tonn. Fyrstu tiu mánuði
þessa árs jókst hins vegar sala á
vindlingum um 3 miljón stykki
miðað við sama tima i fyrra en
sala á reyktóbaki dróst saman
um 3 tonn. Hér kann það að hafa
haft sin áhrif að i fyrra var ein-
mitt farin mikil herferð gegn
sigarettureykingum með miklu
auglýsingaflóði i fjölmiðlum.
Annað athyglisvert atriði sem
fram kom á fundinum er að vin-
neysla mæld i litrum af hreinum
vinanda á mann minnkaðiá árinu
1975 frá árinu áður. I fyrra lét
hvert mannsbarn ofan i sig ab
meðaltali 2,88 litra af hreinum
vinanda en 3,04 litra árið 1074.
Reyndar verður sömu þróunar
vart árin 1960-61 og 1968-69 og
geta mennsettþaði samhengi við
ástand kjaramála ef þeir vilja.
Loks má geta þess að ATVR
skilaði árið 1974rúmlega 4,1 mill-
jarði til rikissjóðs, árið 1975 lið-
lega 6,2 miljörðum og á fyrstu tiu
mánuðum þessa árs liðlega 6 mil-
jörðum.
Ýmislegt fleira kom fram á
fundinum með Jóni og gefst von-
andi tóm til að gera þvi skil siðar.
—ÞH
Jón Kjartansson
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Húsavikur óskar að ráða nú
þegar hjúkrunarfræðinga. Húsnæði i boði.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og
forstöðukona i simum 96-41333 og 96-41433.
fijúkwahóstd \ Hússvíb s.f.
Blikkiðjan Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu —ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
i