Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1976
Þórir Steingrimsson og Heimii Ingimarsson i hlutverkum sinum i Sabinu.
SABÍNA HJÁ L.A.
A morgun verður nýtt leikrit
frumsýnt hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, — Sabina eftir Hafliða
Magnússon frá Bildudal. Hafliði
er nýr maður i flokki islenzkra
leikritahöfunda og leikrit hans
dæmigert afsprengi islenzkrar
samtiðar bæði að efni og formi.
Sabina er meinfyndið ádeilu-
verk i dæmisögubúningi, prýtt
fjölda söngva sem höfundurinn
hefur einnig samið lögin við á-
samt fleirum, en Ingimar Eydal
útsetur fyrir litla hljómsveit og
kór sem hann stjórnar sjálfur.
Tónlistin er i stil sem teljast má
blanda af nútima poppmúsfk,
slögurum og þjóðlögum. Sabina
er nafn litillar, fagurrar eyju
sem liggur einhversstaðar úti i
bláu hafi. Eyjuna byggir litil
þjóð, ekkialltof gáfuð, en sæmi-
lega ánægð með sig engu að sið-
ur. Þjóðin á sér kindur og fiski-
mið til þess að tapa á — og lifa
af. 1 sjónum búa stór skrfmsli.
Þeim þykir lika fiskurinn góður
og þau langar uppá land. Leik-
urinn segir frá viðskiptum
Sabinubúa við þessi skrimsli og
náunga sinn. Landhelgismál,
varnarmál, landgræðslumál
verkalýðsmál og velferðarmál
ber á góma, að ógleymdum alls-
kyns lygimálum sem tiska er að
trúa á, hjá fátækum en metnað-
arfullum þjóðum. Um allt þetta
er fjallað meö gáksafullum
hætti, i söng og dansi. Saga
Jónsdóttirer leikstjóri þessarar
sýningar og er það fyrsta verk-
efni hennar, af þvi tagi, á leik-
sviði L. A. Leikmyndina hefur
Hallmundur Kristinsson unnið
eftir hugmyndum leikstjórans
og leikendanna. Ljósameistari
er Arni Valur Viggósson. Leik-
endureru: Þórir Steingrimsson,
Heimir Ingimarsson, Aðalsteinn
Bergdal, Asa Jóhannesdóttir,
Gestur E. Jónasson, Sigurveig
Jónsdóttir, Kristjana Jónsdótt-
ir, Hermann Arason, Magnhild-
ur Gisladóttir, Kristin Ardal, og
Aslaug Asgeirsdóttir. Karlinn i
kassanum á eftir að ganga
nokkrar sýningar enn, en sýn-
ingar geta ekki orðið margar,
hvorki á honum né Sabinu þar
eð óöum dregur að jólum. önnui
sýning Sabinu verður miðviku-
daginn 24. nóv. Miðasala L. A.
eropin kl. 5-7 daginn fyrir hvern
sýningardag og kl. 5-8.30 sýn-
ingardagana.
Frá bemsku til
brauðleysis
Annað bindi œviminninga séra
Gunnars Benedihtssonar
Bókaútgáfan örn og örlygur
hefur gefið út annað bindi endur-
minninga séra Gunnars
Benediktssonar. Hefur bókin
heitið Stiklaö á stóru — frá
bernsku til brauðleysis. í frétta-
tilkynningu segir meðal annars:
,,I bók sinni lætur séra Gunnar
gamminn geisa og bregður upp
leiftrandi myndum frá örlagariku
umbrotaskeiði og er bókin hvort-
tveggja i senn, einkamál og sam-
tiðarsaga.... 1 bók þessari greinir
þessi byltingarsinnaði klerkur,
sem nú er sestur á friðarstól
nærri hálfniræður að aldri, frá
mótun sinni og uppeldi frá æsku-
árum,fyrstu kynnum sinum af fé-
lagsmálum, ritstörfum og skóla-
göngu og andlegri og efnahags-
legri baráttu. Hann bregður upp
skýrum og lifandi myndum af
minnisstæðum atvikum og merk-
um samtiðarmönnum. Frásögnin
er yljuð hlýju og gamansemi, en
djúp alvara, glöggur skilningur
og fjölbreytileg lifsreynsla er
hvarvetna að baki frásögninni.
Frásagnargáfa séra Gunnars,
hispursleysi og ritleikni er þjóð-
kunn. Aldrei hefur hann verið
hreinskilnari og opinskárri um
einkamál sin og ævikjör en i þess-
ari bók, en margþætt reynsla
hans og félagsleg skyggni gera
minningar hans að samtiðar-
skuggsjá...”
Bókin er sett i Prentstofu G.
Benediktssonar, prentuð i Viðey
og bundin hjá Arnarfelli h.f.
Káputeikningu gerði Hilmar Þ.
Helgason.
Úr kynningarbæklingnum sem fjórmenningarnir sendu til islands.
Islenskir stúdentar i Norður-Noregi
Mæla með „fiskeri-
fagi” úti í Tromsö
Fjórir fslenskir stúdentar, sem
dveljast við háskólanám I Tromsö
i Norður-Noregi, hafa sent til ís-
lands kynningarbækling um
námsgreinina „fiskerifag” sem
þeir segja að falli einstaklega vel
að islenskum aðstæðum.
Námsmennirnir fjórir, þeir
Einar Hreinsson, Jón Þórðarson,
Sigfús Kristmannsson og Pétur
Bjarnason, leggja allir stund á
þessa grein, sem skiptist i þrjú
meginsvið, liffræðilegt, félagslegt
og tæknilegt. Segja þeir rika
ástæðu til að kynna þessa náms-
braut nánar á Islandi, meðal ann-
ars vegna útbreidds misskilnings
á hvað þarna er um að ræða.
Sendu þeir bæklingana til fram-
haldsskóla og stofnana sem
tengjast sjávarútvegi.
—gsp
Norrœnafélagið á Akureyri:
Björn Th. segir frá íslend
ingaslóðum í Höfn
Keltnesk tónlist í
F élagsstofnun
I kvöld, fimmtudagskvöld,
verða all sérstæðir tónleikar i Fé-
lagsstofnun stúdenta. Þar verður
flutt keltnesk tónlist frá þrem
landsvæðum kelta, Ronnie
Wathen leikur á „Villeann pipes”
og „Tinwhistle”, en þessi hljóð-
færi eru megin uppistaðan i irskri
þjóðlaga og alþýðutónlist. Hafa
þau tekið við hlutverki hörpunnar
ogstriðspipunnar frá fyrri öldum.
Mun meginþungi kvöldsins hvila
á Ronnie, en auk hans koma fram
Conrad Ksich, sem leikur á
„Scottish pipes”, og Jacques
Brunel sem leikur á „Breton
flutes”. Hér gefst þvi gott tæki-
færi til að kynnast keltneskri tón-
list i flutningi heimamanna. Tón-
leikarnir hefjast kl. 8.30 i aðalsal
Félagsstofnunar og eru allir vel-
komnir. Aðgangseyrir er kr. 300.
A morgun gengst Nor-
rænafélagið á Akranesi fyrir
kvöldvöku, sem haldin verður i
félagsheimilinu Rein og hefst
hún kl. 9 um kvöldið.
Meðal skemmtiatriða er það,
að Björn Th. Björnsson, list-
fræðingur sýnir litskuggamynd-
ir frá íslendingaslóðum i Kaup-
mannahöfn og skýrir þær. Er
þetta um klukkutima sýning,
mjög fróðleg og skemmtileg.
Einnig segir formaður félags-
ins, Þorvaldur Þorvaldss.
fræðslufulltrúi fréttir af menn-
ingarhátið, sem honum var ný-
lega boðin þátttaka i, sem full-
trúa Akraness, en hátið þessi
var haldin i Bamlekommunu i
Noregi, en vinabær Akraness,
Langesund tilheyrir henni.
Björn Th. Björnsson.
RAKARASTOFAN
KLAPRARSTÍG
SlMI 12725
VEL SNYRT HÁR
ER HAGVÖXTUR MANNSINS
SlTT HAR þARFNAST
MEIRl UMHIRÐU
SNYRTIVORUDEILD
EITT FJÖLBREYTTASTA HERRA-
SNYRTIVÖRUÚRVAL LANDSINS