Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Hvaö gerir Auðunn í af- mælisleik sínum meö FH? hann leikur í kvöld gegn pólsku meisturunum úr Slask í evrópu- keppni meistaraliða Leynivopn FH-inga, ^uðunn óskarsson/ sem í kvöld leikur með hafnfirð- ingum á ný eftir langa fjarveru/ verður svo sannarlega í sviðsljósinu. Menn binda við Auðun miklar vonir í leiknum gegn WSK „Slask" Wro- claw frá Póllandi/ en fyrri leikur liðanna í Evrópu- keppni meistaraliða fer fram í Laugardalshöliinni f kvöld o'g hefst klukkan hálf níu. FH-ingar komust i aðra umferð Evrópukeppninnar eftir sigur yfir færeysku meistárunum Vest- manna.ti fyrstu umferð. Ekki kostaði’ það mikil átök að sigra færeyingana og var áhugi fyrir leiknum enda litill. Enda þótt ekki sé möguleiki að komast neð- ar i feröakosmaði heldur en á milli islands og Færeyja töpuðu FH- ingar 400.000 krónum á fyrstu umferðinni og nægðu tekjurnar af leiknum í Hafnarfirði ekki einu sinni fyrir kostnaði við ferðir og uppihald dómaranna! En það má búast við þvi, að i kvöld verði annað uppi á teningn- um. Pólverjarnir senda hingað þekkt nöfn i handboltaheiminum og verði leikurinn i kvöld eitthvað svipaður þvi, sem Valur og MAI Moskva sýndu hér fyrir skömmu, verða áhorfendur aldeilis ekki sviknir af þvi að mæta i Laugar- dalshöllinni. —gsp Guðmundur Arni verður fyrirliði FH I kvöld og fær nú i hópinn Auðun Óskarsson sér og félögum sinum til aðstoðar. segir Nelli Kim frá Sovétríkjunum, sem æfir nú ný sýningaratriði af miklu kappi //Nadia Comaneci er einstæð fimleikakona, hún er ein þeirra sem koma fram, kannski einu sinni á öld eða svo. Engu að síður held ég, að keppni okkar, sem hófst á olympiuleik- unum i Montreal, sé enn ekki lokið," segir Nelli Kim, foringi kvennalands- liðs Sovétrikjanna i fim- leikum. Við ræddumst við i iþróttahöll- inni á Ynamoleikvanginum i Moskvu, þar sem sovéska úrvals- liðið hélt siðustu æfingu sina fyrir sýningarför til London. Spaðinn mölbrotnar þegar Pri .smashar’ ef boltinn lendir í rammanum {stað netsins! Svend Pri, sem er á meðal þátttakenda á Norðurlandamót- inu i badminton, er vanur að taka duglega á þegar hann „smashar” yfir til andstæðings- ins. Segja kunnugir að þegar Pri hitti ekki fulikomlega og kúlan lendi i ramma spaðans i stað netsins, heyrist ntikill brestur og tréflisarnar fjúki i allar áttir. Takk fyrir... spaðinn I mask á einu einasta „smashi” og er ekki verið að súta það, þegar badmintonmenn á heimsmæli- kvarða eiga I hlut. Og þegar þessir kappar hafa náð einu „smashi” er ekki verið að lita á kúluna frekar. Henni er hent hið snarasta I ruslafötuna og önnur dregin fram og i venju- legum úrslitaleik tveggja góðra badmintonmanna er ekki óal- gengt að notaðir séu um þrjár tylftir af boltum, en ein tylft kostar fjörutiu þúsund krónur. Eitt hundrað og tuttugu þúsund kostar þvl boltarnir i einn slikan leik. Já, það verður gaman að sjá þessa kappa' i Laugardalshöll- inni um helgina næstu. —gsp „Fimleikastúlkurnar okkar hafa mikla ánægju af slikum ferðum vegna þess, að þær gefa okkur tækifæri til að sýna hinn margþætta glæsileik fimleikanna i löndum, þar sem þeir hafa enn ekki unnið sér traustan sess sem iþrótt,” sagði olympiusigurveg- arinn. Ervið fylgdumst með æfingum hennar veittum við þvi eftirtekt, að hún var að æfa ný atriði gólf- æfinga við tónlist sem við þekkt- um ekki. „Þjálfarinn minn, Vladimir Baidin, og ég höfum ákveðið að breyta sýningaratriðum min- um I Montreal algerlega og við byrjuðum á gólfæfingunum,” segir Nelli Kim. „Við erum að undirbúa hröð sýningaratriöi og við þau höfumvið valið tónlist úr nútima griskum söngleik, Santa Maria. Við heyrðum hana af til- viljun á kaffihúsi i Tsjimkent, heimaborg okkar leikna af hljóm- sveit heimamanna.” „Hvers vegna ætliö þið að breyta sýningaratriðunum sem færðu þér þrjú olympiugullverð- laun i Montreal?” „Hreinskilnislega sagt, þá verð ég fljótt leið á aö endurtaka aftur og aftur sömu æfingarnar, sem ég hef þegar náð fullkomnu valdi á. Það er líka önnur og mikilvægari ástæða. Ég hyggst alls ekki hætta að stunda fimleika á næstunni og vona jafnvel aö taka þátt i olym- piuleikunum i Moskvu 1980. Til þess að halda forustunni þarf ég ekki ateins að endurnýja sýningaratriði min stöðugt, heldur og að gera þau æ erfiðari. Nútima fimleikar eru iþrótt æskufólks. 12-13 ára stúlkur geta sýnt svo erfið atriði, að mig hefði ekki einu sinni dreymt um það á þeim aldri. Þetta þýðir, aö ég þarf ekki aðeins aö keppa við á- kveðna keppinauta heldur og við timann.” Nelli er 19 ára, en hún litur sjálf á sig sem „öldung” i fimleikun- um. Hún er nú á þriðja námsári við likamsræktarstofnunina i Alma-Ata. Það væri þvi eðlilegt að ætla, að hún hygðist gerast leiðbeinandi, þjálfari. „Ég er alls ekki viss um það,” segir hún. „Ég hef mikinn áhuga á námi minu i enskri tungu, og málfræðin heillar mig meira en þjálfun. En þetta er enn ekki ákveðið.” Þar sem við erum farin að ræöa um framtiðina, spyr ég Framhald á bls. 14. ítalir sigruðu englendinga í gær í heims- meistara- keppninni í knattspyrnu með tveimur mörkum gegn engu! Englendingar eru þar með úr leik i HM- keppninni. Nánar um leikinn á íþróttasíðu á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.