Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1976 1 x 2 — 1 x 2. 12. leikvika — leikir 13. nóv. 1976. Vinningsröð: 222 — 112 — 21X — 12X 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 189.000.00 40439+ 40439+ 2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 4.600.00 1827 3158+ 30028 31234 32216 40439+ 40439 + 2262 3688 31007+ 31310+ 32225 40439+ 40592 2357 5807 31007+ 31401 32326 40439+ 40721 2820 6632 31074 31623+ 32331 40439+ 40721 3151+ 7671 31216 32068+ 40118+ 40439+ + nafnlaus Kærufrestur er tii 6. des. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar, Kærueyðublöb fást hjá umboösmönnum og aöalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta iækkaö, ef kær- ur veröa teknar til greina. Vinningar fyrir 12. leikviku veröa póstlagöir eftir 7. des. Handhafar nafnlausra seöla veröa aö framvisa stofni eöa senda stofninn og fullar uppiýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. GETRAUNIR — iþróttamiöstööin — REYKJAVIK Kópavogsbúar Leitið ekki langt yfir skammt Allar nýlenduvörur með 10% lægri álagningu en heimilt er. Mjög ódýr egg, kr. 400,- kg. Strásykur í 25 kg sekkjum á 110 kr. kg Strásykur í 10 kg sekkjum á 112 kr. kg Við erum í leiðinni að heiman og heim Verslunin Kópavogur Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640 LAUSAR STÖÐUR Lausar eru til umsóknar tvær stöður lækna og ein staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina i Árbæ, Reykjavik. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrr 20. desember n.k. Stöðurnar veitast frá 1. janúar 1977. Heilbrigðis- ogm tryggingamálaráðuneytið 16. nóv. 1976. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Kvisthaga, Melhaga, Fossvog innan Oslands Hólahverfi Brúnir Miklubraut, Kópavogur: Holtagerði, Skjólbraut Kársnesbraut 53-135 Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 ÞJÓÐVILJINN Björgvin Guömundsson, ieiddi Aifreö Þorsteinsson, skilnings- Sigurjón Pétursson. enn eina snemmbæruna fram til vana svo sem vant er. siátrunar f borgarstjórn. Rétt ein snemmbœran Björgvin Guðmundsson (A) leiddi á siðasta borgarstjórnar- fundi fram enn eina snemmbær- una. Orðalag hennar var i þetta skiptið þannig að einn borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, Adda Bára Sigfúsdóttir, lét orð um hana falla svofelld: „Kannski er það sýndarmennska að byrja orðalag tillögu á þennan hátt, en samt get ég ekki annað en sam- þykkt slika tillögu.” Tillaga Björgvins hófst á þess- um orðum: „Borgarstjórn Reykjavikur leggur áherslu á nauðsyn þess að aöbúnaður verkafólks i fiskvinnslustöðum i borginni sé sem bestur.” Þvi er þessi tillaga heitin snemmbæra að samþykkt var i útgerðarráði BOR fyrir tveimur misserum eða svo að láta gera heildarúttekt á allri starfsemi Fiskiðjuvers þess. Samkomulag hefur verið með stjórnarmönn- um BÚR, þar með talinn Björgvin Guðmundsson, að láta kyrran iiggja tillöguflutning meðan út- tekt er gerð á fyrirtækinu svo og þvi hvað þar er hægt að gera og hverju hægt er að breyta. Sá maður, er unnið hefur að þessari allsherjarúttekt á húsa- kynnum BÚR mun skila áliti á næstu dögum, og fyrr en það álit liggur fyrir er vart hægt að gera sér grein fyrir hvað gera skal. Formaður útgerðarráðs BÚR, Ragnar Júiiusson, varð fyrstur til að stiga i pontuna eftir að Björgvin hafði fylgt snemmbæru sinni úr hlaði. Minnti Ragnar Björgvin á, að útgerðarráðsmenn j hefðu verið sammála um að gera engar umtalsverðar breytingar á húsakynnum BÚR fyrr en yfir- standandi úttekt á fyrirtækinu væri lokið utan það, sem heil- brigðisyfirvöld færu fram á svo og verkafólk. Þetta hefði verið gert og hefði i öllu vérið farið eftir kröfum aðilja varðandi aðbúnað og þvi ýmislegt gert til þess að bæta vinnuaðstöðu og aðbúnað allan. Páil Gislason (D) sagði Björg- vin Guðmundsson mjög gjarnan á að rjúka til og flytja tillögur um eitt og annað, sem til umræðu væri og til athugunar eða i úr- vinnslu hjá hinum ýmsu nefndum borgarinnar, sem Björgvin sæti mörgum hverjum i, og þá án þess að fullnægjandi niðurstöður lægju fyrir. Þannig væri tillaga hans endurómun af þvi, sem sagt hefði verið á fundi heil- brigðisnefndar tiu dögum frá borgarstjórnarfundi. Sigurjón Pétursson (G) sagöi að markvisst hefði verið unnið að uppbyggingu BÚR. Nefndi hann þar fyrst til athugan- ir á svartoliubrennslu i BÚR- tog- urum, en ákvörðun i þeim efnum verður tekin á næstu dögum. Þá nefndi hann úttekt á Fiskiðjuveri BÚR og hvað gert hefði verið til þess aö BÚR gæti fengið aðstöðu í Bakkaskemmu, athugun á notkun fiskikassa um borð i BÚR-togurum i þvi sam- bandi og loks aukningu togara- flota BÚR og endurnýjun hans. Sagðist Sigurjón hafa farið i fiskiöjuverið i vikunni vegna fram kominnar tillögu Björgvins og innt fólk eftir þvi hvort það hefði kvartanir fram að færa ■ vegna aðbúnaðarins. Sagöi hann eftir fólkinu að úr kvörtunaratrið- um hefði verið bætt þegar þau hefðu komiö fram. Sfðan sagði Sigurjón: „Ég hefði hins vegar ekki sætt mig við það umhverfi, sem sér dagsins Ijós í borgarstjórn verkafólki þarna var boðiö upp á og það sætti sig við, ég mun beita mér fyrir þvi að umhverfi þess og hægindi td. á kaffistofu þar sem voru baklausir trébekkir, verði bætt. Þó er nú unnið að þvi að koma upp betri aðstöðu á einu og öðru sviði”. Sagði Sigurjón að hann teldi ekki óeðlilegt að tillögunni yrði visaij tii útgerðarráðs, þar sem þar væri verið að vinna að þeim málum, sem i henni væri drepið á og mörgum öðrum, sem jafnvel enn brýnna væri að hrinda i fram- kvæmd. I lok máls sins sagði Sigurjón og itrekaði það, að hann tæki und- ir fyrstu málsgrein tillögunnar þar sem farið væri fram á bætta aðstöðu verkafólks i fiskiðnaði. Ragnar Júliusson tók aftur til máls og bauð Björgvin Guð- mundssyni að koma i fiskiðjuver- ið þvi þangað hefði hann ekki komiðamk. siöan 1975erhann tók sæti i útgerðarráði BÚR Adda Bára Sigfúsdóttir (G) sagði, eins og að framan greinir, að hún gæti ekki verið á móti til- lögu, sem hæfist á þeim orðum, sem tillaga Björgvins gerði, jafn- vel þótt um sýndarmennsku væri að ræða. Sigurjón Pétursson tók aftur til máls og benti.á að þótt svo að hann vildi láta visa tillögu Björg- vins til nefnda fælist ekki i þvi frávisun á tillögunni, „þvi áður en framkvæmd er hafin þarf að gera sér grein fyrir þvi hvað fram- kvæma á”, sagði hann. Sigurjón margtók fram, að þó svo hann greiddi tillögu Björgvins ekki atkvæði, mætti ekki túlka það svo að hann væri andvigur bættri vinnuaðstöðu verkafólks sem i frystihúsum vinnur. Málinu væri þveröfugt farið, hann ætlaöi sér einmitt að vinna að þessum ■nálum og hefði verið að þvi undanfarið. Ekki hefur Sigurjón hamrað nógsamlega á þessu atriði (amk. fjórum sinnum tók hann þetta fram) þvi annar borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Alfreð Þorsteinsson, skildi ekki mál Sig- urjóns, og veður fram á viðavang sorpmennskunnar i Timanum sl. laugardag, skrifar að þessu sinni undir eigin fangamarki en ekki annars manns, sem hann svo lengi og oft hefur leikið, — og túlkaði af viðáttu heimskunnar mál Sigurjóns þveröfugt við það, sem flytjandi þess itrekað sagði að bæri að skilja það. Tillögu Björgvins var siðan vis- að til útgerðarráðs og heilbrigðis- ráðs. —úþ ^/2 foíaldaskrokkar, 390 kr. kg., tilbúnir í frystinn Eigum ennþá allt lambakjöt á gamla veröinu: Góð matarkaup Heilir skrokkar 549 kr. kg, lsti verðflokkur. Nýreykt hangikjötsiæri 889 kr. kg. Nýreyktir hangikjötsframpartar 637 kr. kg. Hálfir hangikjötsskrokkar 731 kr. kg. KS^(®TTM]a{I)@Tr®[S)DRíl Laugalœk 2 - Reykjavík - Sími 3 50 20 Deutche Lektoratsbucherei Reykjavík Þýska bókasafniö Mávahlíð 23 Bókasýningin stendur í dag og á morgun frá kl. 16:00 til kl. 20:00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.