Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: Ctgáfnfélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Umsjón meö sunnudágsblaöi: Arni Bergmann (Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- ieifsson Auglýsingastjóri: ÍJlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333 Prentun: Biaöaprent h.f. 90 ÞÚSUND TONNUM MINNI ÞORSKAFLI NÆSTU TVO ÁR Hafrannsóknastofnunin hefur nú gert nýja úttekt á ástandi þorskstofnsins og veiðihorfum á næstu árum. Þessi úttekt liggur nú á borði rikisstjórnarinnar, en hefur enn ekki verið birt opinberlega i heild. Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar hefur þó látið hafa eftir sér i blöðum, að samkvæmt þessari skýrslu stofnunarinn- ar megi þorskaflinn á næsta og þar næsta ári ekki fara fram yfir 275.000 tonn, hvort ár um sig, en það þýðir 550.000 tonn bæði árin til samans. Þetta er mun minna aflamagn en gert var ráð fyrir i skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar i desember, fyrir tæpu ári, að veiða mætti 1977 og 1978, en samkvæmt þeirri skýrslu mátti þorskaflinn verða samtals 640.000 tonn þessi tvö ár. Hér blasir þvi við, að vegna óhóflegrar veiði á árinu sem nú er að liða, þá verður að skera þorskveiðarnar niður um 90.000 tonn næstu tvö ár, frá þvi aflahámarki, sem gert var ráð fyrir um siðustu áramót, eða ganga ella i berhögg við ströngustu aðvaranir visindamanna um yfirvofandi hættu á hruni þorskstofnsins. Nú er sem kunnugt er gert ráð fyrir þvi, að i ár verði þorskaflinn á íslandsmiðum i allt um 340.000 tonn. Þetta er um 50% meiri afli en gert var ráð fyrir i „svörtu” skýrslunni á sinum tima að skynsamlegt væri að veiða, og þetta er 60.000 tonnum meira aflamagn, en það algera hámark, sem forstjóri Hafrannsóknastofnunarinn- ar gaf upp i desember i fyrra að alls ekki mætti fara fram úr. Hér er sérstök ástæða til að undirstrika mjög alvarlega einu sinni enn, að þessi 60.000 tonn af þorski, sem hér verða veidd i ár i blóra við ströngustu aðvaranir Haf- rannsóknastofnunarinnar, þau verða öll veidd af erlendum veiðiskipum. Okkar eigin afli mun væntanlega verða rétt um 280.000 tonn, samkvæmt þeim upplýsing- um, sem nú liggja fyrir. Það er þvi vegna veiða hinna erlendu togara á árinu 1976, að sú krafa kemur nú upp frá visindamönnum að minnka verði þorskaflann hér við land á næstu tveimur árum um 90.000 tonn frá þvi sem reiknað var með fyrir tæpu ári. Morgunblaðið flytur i gær þær fréttir frá James Johnson, þingmanni i Hull á Bret- landi, að liklegt sé að breska rikisstjórnin muni nú fara fram á sérstakar viðræður við rikisstjórn íslands um áframhald fisk- veiða Breta hér eftir 1. des. n.k., þar sem ekki verði gengið frá samningum islend- inga og Efnáhagsbandalagins fyrir þann tima. Morgunblaðið hefur það jafnframt eftir hinum breska þingmanni, að hann voni ,,og það ekki að ástæðulausu” að samkomulag takist, enda séu Bretar og íslendin^ár” eins konar gamlir veiðifé- lagar”, eins og svo smekklega er komist að orði. I Frá isjensku rikisstjórninni hefur þvi miður ekkert heyrst marktækt i þá veru, að veiði^m breskra togara hér við land ljúki endanlega þann 1. des., er núverandi samkorrAilag rennur út. Þvert á móti hef- ur t.d. íslenski sjávarútvegsráðherrann látið séi* þau ummæli um munn fara á opinberúm vettvangi, að við islendingar „þurfum” að^ná samkomulagi við Efna- hagsbandalagið og þar með Breta um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Sú hættá vofir yfir, að fyrst verði samið við Bretá um einhvers konar framleng- ingu á yeiðiréttindum þeirra hér, og siðan verði -gert langtimasamkomulag við Efnahagsbandalagið. Það sem nú riður á er að öll alþýða á Is- landi taki höndum saman áður en i óefni er komið og stöðvi alla frekari samninga við erlendar þjóðir um fiskveiðar hér við land. Það dugar ekki að biða átekta uns menn standa frammi fyrir gerðum hlut. Byrgja verður brunninn i tima. Nú standa mál þannig, að við Islending- ar höfum það að einu og öllu leyti i hendi okkar, hvort við leyfum Bretum hér áframhaldandi veiðar. Ekkert her- skipaofbeldi getur lengur verið á dagskrá, þvi að sjálfir munu Bretar taka sér 200 milna efnahagslögsögu nú um áramótin, eftir rúman mánuð. Þvi aðeins getum við islendingar haldið nokkurn veginn óbreyttu aflamagni næstu tvö ár, að þorskveiðum breskra togara ljúki nú hér við land. Hver togarafarmur, sem Bretar flytja héðan er tekinn beint frá okkur sjálfum, — beint frá fólkinu á Bildudal og i ólafsvik, þar sem neyðarástand ýmist rikir, eða er á næsta leyti, m.a. af þvi rikisstjórnin neitar fólkinu á þessum stöðum um heim- ild til togarakaupa. Og samdráttur i okkar eigin þorskveið- um mun sannarlega ekki bitna eingöngu á ibúum sjávarþorpanna, heldur með full- um þunga á þjóðinni allri. Svo háð erum við þeirri undirstöðu, sem fiskveiðarnar eru. Tökum þvi höndum saman strax i dag, og stöðvum áform ráðherranna um á- framhald veiða Breta. Það er hægt. Vilji og virk barátta er allt sem þarf. k. Hvar er kopp- urinn? ' Firöurfé, timburmenn og emaleraðir koppar geta orðið skáldum efni i forystugrein. Vanstillingarskrif ber að leiöa hjá sér, enda verða þau höfund- um til meiri skapraunar heldur en þeim sem geirinn beinist að. Viðbrögðin við skrifum Þor- björns Broddasonar og útlegg-. ingu á þeim i Klippt og skorið ( eru þó á þann veg að helst er við | hæfi að hafa yfir orð sálma- j skáldsins: Sárlega samviskan sekan áklagar innvortis auman mann angrár og nagar. Annars vakna nokkrar spurn- ingar i framhaldi af leiðara sálmaritstjórans I gær: Hvenær eru menn alþýðumenn og hve- nær ekki? Við hvaða prófstig hættir verkamanns- eöa bónda- sonur að vera alþýðumaöur? Hvaða trúnaðarstörfum þarf maður að gegna i verkalýðs- hreyfingunni til þess að verð- skulda ekki lengur heitið al- þýðumaður? Það væri gaman að ræða hugtakið alþýðumaöur frekar viö Matthias, en þá verð- ur hann að skilgreina afstöðu sina til þess betur. Gróðafyrirtœki ? Dagblaðiö gumar af þvi á Hver hellir út koppnum? Fym skommu sagði Þor- b|orn Broddason. borgar- fultlrúi Alþýfiubandalágsins og leklor I félagsfræði vifi'Háskóla Islands. (vesalings nem enduimr!). afi Reyk|avikurbiéf Morgunblaösins um afmaeli Þ|óðvil|ans væn skrifafi i ..gobbelskum anda' Einar Karl Haralds^on fréllasijón hins ,.ný|a og endurfaedda Þjóð vilja er svo lálinn draga jafn- afiarmerki milli ritsijóra Mbl og Gobbels gamla Frumleiki þeirra Þjófiviljamanna rlður ekki vifi einteyming Blað þeirra varfi feriugi um dagmn Emhver sagfii af þvi tilefni (það var ekki alþýfiumaflur þvi þeir skrifa ekki lcngur i Þjóðviljann ems og kunnugf er) Alli er fertugum færl En nú baf.i þeir kommúruslar við Þ|úðviljann jafnvcl af- sannað þolla Þeim cr ekki einu smni fært að halda smá vei/lu án þess að vcrða sér raekilega til skamrnar Samt e' okkur sagt. að i þjóðviljnvci/l unni hafi menn einungis fengifi kaffi og mefi þvi En þeu eru á vifisloðulausu fyllerli á slðum blafisms hver um annan þveran — og ekkert lái á þvi ef marka má andlega reisn blafisms um þessar mundir Leklorinn og nýi frélla sljórmn eru þó farnir afi sýna merki um timburmcnn En Þjóðvilpnn er samur við sig þar er aldrei neill nýit allt gamalt og útþvælt. afsiaðan viguiðin — jafnvel limburmenmrnir Og húmorleysifl ' Stemn Stemarr minntist eitt smn á hænsni í sambandi vifi Þjóðviljann Og harm mmnti á að framkvæmd kommúmsm ans i Sovéfríkjunum vaeri ..eins og Hornstrendingur fengi scndari cmelcraðan kopp og siillti hoinini upþ á siofuborfii Þjóðviljinn er slikur kopp. Og það scm vena er ckki tómur baksiðu i gær að hagnaöur þess á fyrri helmingi þessa árs sé um hálf miljón króna. Ekki dettur okkur i hug að Dagblaðsmenn fari rangt með tölur eða hafi ekki talið allt með. En hvernig stendur þá á þvi að gróðafyrir- tæki getur ekki borgað starfs- mönnum sinum kaup skilvis- lega á siöari helmingi ársins? Annaðhvort hefur sigið á ógæfu- hliðina eða féð er notað til ann- ars. 11-12 þúsund Fréttin unT hagnaöinn af rekstri Dagblaðsins er athyglis- verð fyrir fleiri hluta sakir. Þar kemur meðal annars fram að af tekjum blaðsins fyrstu sex mán- Dagblaðii með hálfa milljón í hagnað fyrri helming árs Rekslur Dagblaðsins skilaði hálfri mrlljón í hagnað fyrri helming þessa árs. Fyrri hlutinn er jafnan erfiðari hluti ársins i rekstri dagblaðanna. Uppkast að rekstraryfirliti Dagblaðsíns fyrir timabilið 1. janúar til 30. jún: þessa árs var nýlega lagt fram frá endur- , skoðanda. Niðurstöðutölur voru uði ársins hafi 68 milljónir kr. komið inn fyrir blaðsölu. Sé gert ráð fyrir þvi að út- gáfudagar séu 150 á þessu tima- bili og blaðið hafi að jafnaði veríð selt á kr. 40 fæst út úr þvi dæmi að Dagblaðið hafi verið selt i 11-12 þúsund eintökum að jafnaði fyrstu sex mán. ársins. Meira getur það ekki verið, jafnvel þó reiknaö sé með að áskriftartekjur séu mun minni en kr. 40 á blað og afsláttars. eigi sér stað á götum úti. Ná- kvæm útkoma úr dæminu sé reiknað með kr. 40 er rétt innan við 11 þúsund. eintök. Óvissu- þættirnir i dæminu hlaupa ekki á þúsundum eintaka, þannig að raunhæft virðist að ætla að Dag- blaðið sé selt i 11-12 þúsund ein- tökum.Nýting á prentuðum ein- tökum miðað við það sem dag- blaðsmenn gefa upp er þvi ekki nema 60%. Við tökum þvi að heilum hug undir kröfu Jónasar Kristjáns- sonar, ritstjóra, um upplags- eftirlit með blöðunum, og að það verði ekki bara yfirlit um prent- aðan eintakafjölda hefur einnig um nýtingu upplags. rúmar 109 milljónir króna. Af gjöldum fór 21 milljón 1 prentun, 21 milljón I pappirs- notkun, 45 milljónir til launa- greiðslna og 22 milljónir f aðra rekstrarliði. Af tekjum komu <J§._niiHjónir inn fyrir b!aðasöiu~ og 41,3 milljónir fyrir auglýsingar. HM. Pappir er dýrmætt hráefni. Er það virkilega nauðsynlegt að prenta þúsundir umframein- taka á dag bara til þess að ganga i augun á auglýsendum? Forsendur brostnar A. sýnir fram á I þriðjudags- grein sinni að forsendur núver- andi kjarasamninga séu brostn- ar. Astæða er til þess að minna á röksemdafærslu hans. „Sú breyting á gengi islensku krónunnar sem jafnt og þétt hefur orðið á undanförnum mánuðum jafngildir i reynd verulegri gengisfellingu og skapar þannig fullgildan grund- völl fyrir uppsögn samning- anna. Það skiptir engu máli þótt stjórnvöld hafi af klókindum látið þá gengisfellingu gerast i smáum skömmtum með gengis- sigi. Launþegahreyfingin mun ekki láta slik brögð blekkja sig. Þegar samningarnir voru gerðir var gengi krónunnar gagnvart bandariskum dollar um 170 krónur. I lok aprilmánaðar hafði það fallið i 179 krónur, i júlimánuði i 184 krónur og hefur um þessar mundir náð um 190 krónum. Þegar samningarnir voru gerðir þurfti 170 krónur til að kaupa einn bandariskan dollar. Nú þarf 190 krónur til þess. A aðeins þremur ársfjórðungum hefur munurinn orðið 20 krónur. Þetta jafngiidir 12% gengisfellingu. Og gengisfallið mun tvimæla- laust halda áfram á næstu mán- uðum. Sú 12% gengisfelling sem þegar er orðin er meira en full- gildur grundvöllur til að segja nú þegar upp samningum verkalýðsfélaganna. Slik upp- sögn gæti orðið upphaf að sam- tengdri sókn allrar launþega- hreyfingarinnar, bæði félaga ASÍ, opinberra starfsmanna og námsfólks. Taki þessir armar launþegahreyfingarinnar hönd- um saman munu ummæli for- manns Verkamannasambands tslands um siðustu helgi reynast orð að sönnu. A flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins mælti Guð- mundur J. Guömundsson að yrði þeirri öldu sem nú væri að risa fylgt eftir með réttum að- gerðum og samstilltum kröfum gætu orðið pólitisk straumhvörf landinu” ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.