Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1976 Skrifiö eöa hringið. Sími: 81333 Þeim má blæða. Það glymur í eyrum Það glymur i eyrum svo að segja daglega, að það sé ná- kvæmlega sama hver stjórn- málaflokkurinn sé. öll vinnu- brögð þeirra séu nákvæmlega eins. Nú langar mig til að taka eitt litið dæmi, sem sýnir þann hyldýpismun sem erá hernáms- og VL-flokkunum annarsvegar og Alþýðubandalaginu hinsveg- ar. Vinstri stjórnin afnam sjúkrasamlagsgjöld — og stór- lækkaði verð á meðölum að frumkvæði Alþýðubandalags- ins. Aldrað fólk, öryrkjar og heilsuli'tið fólk fagnaði þessu innilega. Siðan skeður það, að hernáms- og VL-flokkarnir komast til valda. Og til að bjarga efnahag þjóðarinnar, skella þeir á sjúkrasamlags- gjaldi og stórhækka verð á meðulum. Hvaða hvatirstjórna nú svona vinnubrögðum? Er það fúl- mennska eða einhver ódóshátt- ur? Þeim datt að minnsta kosti ekki i hug að afnema t.d. fjöl- skyldubætur til þeirra sem hafa þreföld til sexföld verkamanna- laun. Ég vil meina, að Alþýðu- bandalagið og Þjóöviljinn þurfi að útskýra mál sem þessi fyrir fólki, halda þeim lifandi. Til að menn eigi betra með að vara sig á þessum þrjótum. H.M. Framlegð á kú og kind — en því ekki manneskju? Kæri Þjóðvilji. Til hamingju með afmælið Ég gerðist áskrifandi að blað- inu i sumar og sé ekki eftir þvi. Mér finnst „Landshorniö” og „Bæjarpósturinn” mjög at- hyglisverðar siður. Maður fræðist um svo margt frá fyrstu hendi þegar birt er beint, án þess að blaðamennirnir færi fréttirnar i sinn búning. Auk þess er ýmislegt lestrar- efni i blaðinu mjög umhugsun- arvert. Til dæmis las ég grein eftir Árna Bergmann, sem bar yfirskriftina: „Kommúnismi án hagvaxtar”. Ég hugsaði tals- vert im hana og velti þá fyrir mér ýmsu viðvikjandi hugsjón- um kommúnismans. Hvert er takmarkið? Er það bundið við kapphlaupið eftir efnislegum verðmætum? Hvað með kommúnismann og kærleikann? Að hver styðji annan og nýti sina hæfileika meðbræörunum til góðs og finni hamingjuna innra með sér yfir vel unnum störfum. Mér likar illa beiskjan og heimtufrekjan i hagsmuna- málunum, sem miðast nær ein- göngu við eigin hag, stundum á takmörkuðu æviskeiði, án sam- hengis við fortiðog framtið. Það er skritið hvað námsfólk er vinstri sinnað á meöan þaö er i skólum en virðist svo ekki hugsa um annað en selja sig hæstbjóð- anda að námi loknu, — margt af þvi. Mjög miklu hefði það fólk getað fengið áorkað ef það hefði verið hugsjónum sinum trútt þegar það kom út i lífið og emb- ættin. Ég tek undir ummæli Stefaníu i Garði og hinna tveggja, sem skrifað hafa um það sama. Ég skil ekki þetta dekur Þjóðvilj- ans á allra handanna figúrskap sem birt er i blaðinu og kallað „list”. Mér finnst hreint engin ástæða til að hossa mönnum fyrir það þótt þeir vilji leika sér við að teikna, mála, móta, smiða, sjóða eða skrifa. Þetta er orðinn svo mikill fjöldi, sem starfar við svona lagað, að þaö er útilokað annað en að þetta fólk vinni aðallega fyrir sér með öðrum hætti. Það er hægt að sinna listinni sem aukavinnu. Ég hef trú á þvi að þá yrðu lista- verkin heilbrigöari. Ég vil lika taka undir orð Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur varðandi barnaverndarmál. Ekkert er jafn illa leikið eftir kapphlaupið um efnisleg gæði undanfarna áratugi eins og um- önnun og uppeldi barna og ung- linga. Það vantar fyrst og fremst kærleika. Eiga unglingar i 8 og 9 bekk grunnskóla möguleika á að fá námslán? Eða styrki? Ef svo er ekki þá er til litils aö tala um jafnrétti til náms. Þeir, sem koma út i atvinnulifið 15-17 ára eru búnir að vinna þjóðfélaginu miklu meira af undirstöðuverð- mætum um fertugt heldur en langskólamenn á sama aldri. Skattgreiðslur þeirra fyrr- töldu hafa farið, m.a., til skóla- halds og námslána handa lang- skólafólkinu. Það er talað um framlegð á kú og kind. Væri ekki hægt að huga eitthvað að framlegð á mann- eskju, — miðað við tilkostnað? Kæmi sér ekki betur fyrir þjóð- félagið að borga langskólafólki verkamannakaup á meðan það er að læra og hafa þá eftirlit með ástundin og árangri? En þurfa ekki að kaupa þekkingu þess eins dýrt eftir á. Með bestu kveðju og þökk fyr- ir birtinguna, Ruth Konráösdóttir, Fiögu, Hörgárdal, Eyjafiröi. Engin furða þótt illa gangi að upplýsa smyglmálin Þaö er nú einu sinni svo, aö maður viröist stundum fá köllun til þess að skrifa nokkur orð til fjölmiöla og lætur þá veröa af þvi, enda þótt enginn timi sé afiögu til sikra hluta. Er þá eng- inn friður fyrr en búiö er að koma þvi á pappirinn, sem knýr á hugann, vegna samfélagsins. Ég vil minnast hér með nokkrum orðum á hina óhugn- anlegu glæpastarfsemi i samfé- lagi okkar. Siðasta glæpamálið, sem nú er barist við, eru ávis anafalsanir, og hafa nöfn þeirra, sem þar eiga hlut að máli, verið birt, sem betur fer. Ég verð að skjóta þvi hérna inn i greinarstúf þennan, að ég skrifa þetta að kvöldi þess dags er ég heyrði klerk njarðvikinga leyfa sér að taka upp hanskann fyrir ávisanafalsarana i út- varpsmessu. Hann aumkvaðist mikið yfir þvi, að nöfn þessara manna hefðu verið birt. Vitnaði hann i þvi sambandi i orð Krists „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum”. En það stendur nú margt fleira i Bibli- unni. Mér duttu i hug önnur orð: „Hlustið ekki á fræðimennina þvi þeir taia annað en þeir hugsa.” Hvað segja menn um þá, sem vinna rangan eið fyrir rétti? Hvað segja klerkar um það? Þessi glæpastarfsemi hefur verið að þróast til fjölda ára, það veit ég vel, smygl og annað þaðanaf verra. Fyrir einum 17 árum kærði ég einn þeirra, sem nú hefur verið nefndur i sam- bandi við ávisanamálið, fyrir á- fengissmygl. Sú ákæra var „af- sönnuð” með brögðum, enda var nefndur maður þýðingar mikið vitni flokkspólitikur og dómsvalds. Ég tel og sannað að nefndur maður hafi svarið rangan eið fyrir sakadómi og lagði dómurinn blessun sina yfir það. Hvað getur slikur maður haft á samviskunni? Skyldi hann enn gegna fyrra starfi? Og skyldu reykvikingar sætta sig við slika menn i þjónustu sinni? Smygl á áfengi hefur verið stundað I áratugi en i si auknum mæli og varð ég þess visari eftir að ég tók að stunda sjósókn. Það hefur verið mikið gert af þvi að beina augum fólks að fiskimönnum, Sem sigla með afla til sölu erlendis en ég spyr: Hvers vegna? Fískímenn hafa nefnilega afar litla mögu- leika til slikrar starsemi, þvi þeim er skammtaður gjaldeyr- ir, sem skorinn er við nögl og hrekkur skammt. Samt er reynt að eltast við að leita uppi eina umframflösku af brennivini, ef einhver fiskimaður hefur þorað að kaupa hana. Það eru aðrir, sem leika sér með gjaldeyrinn, sem við fiskimenn öflum fyrir þjóðarbúið. Það er nefnilega staðreynd að þú verður að eiga gjaldeyri til þess að kaupa magn af vini erlendis og vil ég þvi segja hér eina sögu, sem rennir stoðum undir það, hvar helst er að leita að stórsmyglur- um og glæpahyski, þvi miður. Eitt sinn fékk ungur starfs- maður úr banka i Reykjavik að fara með i söluferð til Þýska- lands, sem farþegi. Mikið á sig iagt til þess að skoða hafnar- borg i hálfan annan sólarhring. En það er nú aldeilis ekki það sem þessi maður var að gera. Hann fékk sinn toll eins og við, 3 flöskur vin og bjór. En hann gerði bara meira. Hann keypti sér 100 kassa af áfengi, sem allir fóru i land i Reykjavik. Það er góður peningur i dag, 4 milljónir, lesandi góður og þú skalt ekkert furða þig á þvi þó að illa gangi að upplýsa smygl- málin og önnur viðlika stórmál. Þakka birtinguna, Magnús Guömundsson, sjómaður, Patreksfirði. AÐ NORÐAN Stefania i Garði og Hjalti Kristgeirsson hafa deilt af litilli vinsemd um ljóðagerð Dags Sigurðarsonar.Um það var þetta kveðið: Fjarlægðin er oft til ama, ýmsra breytir hag, svo er öðrum alveg sama einkanlega um Dag. Vinabönd meö kossi knýttust og kæmist flcst i lag, ef Stefania og Hjalti hittust, helst þó ekki um Dag. Skima Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.