Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1976 Alþýðubandalaginu og öðr Megi um gagnast þetta framlag Kaflar úr framsöguræöu Hjörleif Guttormssonar um orkumál á flokksráösfundi Alþýöubandalagsins A fyrsta degi fiokksráðsfundar AÍþýðubandalagsins i siöustu viku flutti Hjörleifur Guttorms- son, formaður orkunefndar flokksins, langa og itarlega fram- söguræðu, þar sem hann mælti fyrir defndaráliti, sem lá fyrir fundinum i bókarformi, eins og greint hefur verið frá hér f blaðinu. Engin tök eru á þvi að birta hér i heild erindi Hjörleifs, enda byggöi hann mikið á töflum og til- vitnunum úr nefndarálitinu og sýndi myndir til skýringar. Hér verður á eftir birtur inn- gangskafli úr ræðu hans og brot af sföari hluta erindisins þar sem hann fjallaði um orkufrekan iðnaö. Alit orkunefndarinnar mun hins vegar verða til sölu á almennum markaði innan tiðar með sam- þykktum flokksráðsfundarins um stefnu Alþýöubandalagsins I orkumálum, og hvetur Þjóövilj- inn alla áhugamenn um þessi mál eindregið til aö eignast þá bók sem fyrst eftir útkomu, en hún ber heitið tslensk orkustefna. Góðir félagar. Orkumál hafa verið afar fyrir- ferðarmikil i opinberri umræðu hérlendis siðustu misseri, bæði i þingsölum, I fjölmiðlum af öllu tagi og manna á meðal. Astæðan fyrir þvi er ekki sú, aö stjórnvöld hafi lagt fram nýja valkosti eða stefnu i orkumálum handa þjóðinni flokkum og fulltrúavaldi til meðferðar, og orkumálin séu af ,þvi tilefni hitamál, sem siðan falli i farveg eftir frjóa umræöu. Þvi miður er þessu ekki þannig varið. Ólgan og umræðan er til- komin fyrir stefnuleysi og auð- sæja óstjórn þeirra, sem fyrir málum eiga að ráða og hún hefur mest snúist um einstaka af- markaða þætti en ekki heildar- stefnu, þótt eftir henni sé kaliað úr ýmsum áttum. Inn i þessa umræöu blandast svo fregnir um undirbúning að stóriðjufyrirtækjum með þátt- töku eða alfarið á vegum erlendra aðila, flest i véfréttastil þannig að likast er sem enginn aöili sé þar ábyrgur né bær um að veita áreiðanlegar upplýsingar. Jafn óljóst er, hvernig stjóriðjufyrir- tæki af þessu tagi ættu slðan aö tengjast orkukerfi landsmanna. Þannig er flestu sem varðar með- ferð orkumála og orkunýtingu haldið i glórulausri þoku, vitandi vits eða af getuleysi þeirra, sem ábyrgir eiga að teljast fyrir orkupólitik I landinu, nema hvort tveggja sé. Er þar um afdrifarlka breytingu aö ræða frá þvi sem var i tið vinstri stjórnarinnar, þar sem stefnumarkandi var tekið á málum af Magnúsi Kjartanssyni sem iðnaðarráðherra, þótt margt af tillögum Aiþýðubandalagsins þá næði ekki fram að ganga vegna andstöðu og tregðu sam- starfsflokka i rikisstjórn. stefnumótun Ástæðan fyrir þvi að orkumál eru komin á dagskrá þessa fund- ar er ekki tengd þeirri dægurum- ræðu sem i gangi er um af- markaða þætti orkumála og sem ég gat um áöur, heldur skipulögð 'viðleitni af hálfu flokks okkar til að marka skýra stefnu til frambúöar, þar sem frá var horfiö i vinstri stjórn inni og með samþykkt á almennri stefnuskrá flokksins haustið 1974, þar sem vikið er að orkumálum og meðferð auðlinda. Þetta er þeim mun brýnna sem hér er um að ræða þær auðlindir lands- manna, sem næstar ganga hinum lifrænu auðlindum hafs og lands, og fyrir löngu er ljós hættan á að borgarastéttin i landinu með Sjálfstæðisflokkinn i fararbroddi ráöstafi orkulindum okkar i stór- um stil i þágu útlendinga. A þvi var byrjað opinskátt á viö- reisnarárunum, og nú skriður sama liðið aö undir væng hægri stjórnarinnar, bæði leynt og ljóst. Þjóð okkar er það mikil nauðsyn að mörkuð verði af- dráttarlaus og ákveðin stefna um meðferð þeirra auðlinda, sem eru undirstaða tilveru hennar og nú- timalifs I landinu, og enginn á þar meira undir en alþýða manna, verkalýöur og aðrir launamenn þessa lands, þótt allir séu hér á sama báti með vissum hætti. Verkalýðsstéttin verður hér að hafa forystu um framsýna og þjóðholla Stefnu um nýtingu orku- lindanna sem i senn tryggi sæmi- legan hag og sjálfstæði lands- manna I bráð og lengd, efnahags- lega og pólitiskt. Þar er auðstétt- inni I engu treystandi, eðli hennar samkvæmt svo sem dæmin sanna. Hófsamleg nýting auðlinda, efnahagslegur jöfnuður og félagslegt öryggi með viðtæk- um lýðréttindum, og samábyrgð fjöldans eru þeir hornsteinar, sem koma þarf undir islenskt þjóðfélag sem fyrst. Stefnumótun i þá átt eru verkefni sem flokkur okkar hlýtur að hafa á dagskrá, hún þarf að vera viðfangsefni margra og skjóta rótum sem viðast í þjóðfélagsgrunninum. Verkefni orkunefndar Við sem kosnir vorum i orku- nefnd á fyrsta fundi nýkjörinnar miðstjórnar i desember 1974 fengum það verkefni: ,,að safna sem viðtækustum upplýsingum um orkumál og hugsanlega orku- nýtingu á íslandi með hliðsjón af æskilegri atvinnuþróun. Veröi niðurstöður nefndarinnar notaðar sem þáttur i undirbúningi við- tækrar stefnumótunar um þessi efni,” eins og það var orðaö i samþykkt miðstjórnarinnar. Gert var ráö fyrir að nefndin skilaði áliti á árinu 1975 en svo varð ekki og kom margt til, allt frá náttúru- hamförum til venjulegrar sein- virkni I sliku tómstundastarfi. Gagnaöfiun og úrvinnsla tók sinn tima, þar sem m.a. var aflað all- margra nýlegra rita erlendis frá, eins og heimildaskrá með nefndarálitinu sýnir. tengsl viö Alþingi og rikisstofn- anir, er vinna að iðnaðarverkefn- um, starfi til langframa., þótt finna megi rök fyrir skipan henn- ar á sinum tima. Ljóst er að nefndin hefur mikið en litt skil- greint vald, sem eðlilegar væri komiö i fastanefnd Alþingis i tengslum við ráðuneyti og rikis- stofnanir. Sú hula sem hvilir yfir störfum nefndarinnar og mögu- leikar hennar og viðkomandi stjórnvalda (iðnaðarráðuneytis) á að haida stórmálum utan við opinbera umræðu að geðþótta (m.a. i skjóli kröfu viðræðuaðila um leynd) kemur I veg fyrir eðli- lega umræðu og samræmd vinnu- brögð.” Ásókn Alusisse Vakin er sérstök athygli á vax- andi ásókn Alusuisse nú i skjóli hægri stjórnarinnar með óskum um að koma upp risavaxinni súr- álverksmiðju við Trölladyngju á Reykjanesi til að vinna þar við jarðvarma úr innfluttu báxiti, svo og viðleitni Alusuisse til að ná tökum á sjálfum orkulindum landsmanna. Þar hafa islensk stjórnvöld þegar rétt litla fingur- inn með þvi að leyfa sérfræðing- um auðhringsins frumúttekt á vatnsafli á Austurlandi á siðasta ári. Nú siðast i dag (12. nóv;. ) má lesa i Morgunblaðinu áskorun frá alþingismanni Sjálfstæðisflokks- ins á Austurlandi um að opna auðhringnum leið að stærstu virkjunarkostum landsins. 1 þess- um áformum birtist likiega al- varlegasta ógnun við efnahags- legt sjálfstæði okkar og forræði yfir auðlindum landsins sem sést hefur siðan snemma á öldinni, þegar fossafélagið Titan hafði sölsað undir sig vatnsréttindi i stærstu fallvötnum á Suðurlandi. Þá brást hins vegar sjálfstæðis- maður til varnar islenskum rétt- indum, þar sem var Gisli Sveins- son, en nú er öldin önnur. Q Hugmyndir iðnþró- unarnefndar Tafla 18 - Stóriöjuhugmyndir iðnþróunarnefndar Framleiðs la Staður Hugsanl. bygg.ár Afköst i' t/ári Orkunotkun f GWh/ári Kostnaður f milljörðum isl. kr. Málmblendi I Hvalfjörður ' 1976 47 000 550 20 Alver I Straumsvi'k 1980 11 000 200 16 Alver II •• 1980 44 000 700 Málmblendi Eyjafjörður 1981 43 000 500 19 Máimbiendi II Hvalfjörður 1983 47 000 550 19 Magnesfum Reykjanes 1984 27 000 500 13 Alver I Reyðarfj. 1986 50 000 800 14 Álver II *» 1990 50 000 800 13 Alls 115 milljarðar fsl. kr. Tafla 19 — Hugsanleg stóriðjuverkefni, sem byggja á innlendri orku og hráefnum að meiginhluta Framleiðsia Grundvöllur . Magn t/ári ( dæmi ) Aætlaður stofnkostn. M.kr. 1975 Orkuþörf rafafl varmi MW Starfs- lið Söiu- verðmæti M.kr/ári Hluti orku f söluv. Áburðarvinnsla ^ vatn, loft, orka innanl. þörf 2 500 35 Sjóefnavinnsla: 2' Matarsalt NaCl jarðsjór, jarðhiti 250 000 2 400 1 250 t/std 130 1 064 8% Kalsiumklórfð, kalf 85 000 Magnesfumklóríð salt, sjór, skeljasandur 110 000 3 660 3 150 t/std 150 1 600 9% Sódi Na^ CO3 jarðhiti, innl. tækniþekk. 120 000 Natrfumklórat salt, orka 20 000 1 300 15 20t/std 85 530 15% Klór3) salt, orka 90 000 4 200 40t/std 20% Klórkoivetni4)(PVC) klór, orka, innfl. efni 200 000 6 000 . 90 400 4 700 7% Magnesfum-máimur magnesfumklóríð, raforka 27 000 5 200 60 480 4 254 11% Natrium-málmur salt, orka 20 000 3 220 30 20t/std 250 1 290 13% Gosefnavinnsla: perlusteinn, basalt 1 800 4 390 1 580 3% Ylræktarver iand, orka, áburður 33.5 ha 3 400 14 280 1/sek 260 1 510 9% Gras kögglaver ks mið ja iand, afgangsorka, áburður 20 000 5) 1 100 30 ? 800 20% Heyþurrkuiy'fiskimjöl Þungt vatn 6) vatn, orka 400 13 000 40 ? 370 t/std 130 3 200 16% Vetni7) jarðvarmi?, rafgreining Alls : 47 780 + 8) 322+ 850t/std 2275+ 20 528+ Meginheimild: Efling iðnaðar á fslandi 1975-1985. Skýrsia Iðnþrounarnefndar. Júnf 1975. 1) Miðað við innanlandsþarfir. Ga2tu orðið til muna meiri vegna graskögglaverksmiðja o.fi. Sjá aths. neðar. 2) Getur þróast f þrepum, að hluta á tfmabilinu 1980-85. 3) Klór feliur auk þess til við vinnslu magnesfum- og natrium-málms (86 000 t/ári). Ýmis vandamál. 4) Einkum notað i'plastframleiðslu. Auk klórs þarf olfu sem hráefni. Viðsjárverð i' framleiðslu (heilsutjón ). 5) Heimild: Heykögglanefnd 1973. Landþörf 6000 ha/20þús.t. Innanlandsmarkaður nú 60 000 t/ári. 6) Notað sem kælivökvi á þungavatns-kjarnaofna. Framleiðsla hugsanleg með millirfkjasamningi til langs tfma. 7) M.a. sem fíjótandi eldsneyti á efnaorkugeyma (fuelcells), farartæki o. fl. Ovissa um hagkvæmni o. m. fl. 8) 322 MW = ca. 322 x 8.5 = 2.700 GWh/ári. Ath.: Áþurðarvinnsla tU útflutnings ( köfnunarefnisáburður byggður á rafgreiningu til ammónfakvinnslu ) vart samkeppnishæf fyrst um sinn; talið að raforka mætti i'ha^sta lagi kosta 2. 1 mills (36 aura)/kWh. QUm orkufrekan ^iðnaö Þeir þættir sem einkum henta orkufrekum iðnaði hérlendis eru taldir vera orka, landrými og hafnaraðstaða, en takmarkandi eru hráefni i landinu sjálfu.tækni- þekking, mengun, markaðsað- staöa ásamt sölukerfi og siðast en ekki sist fjármagn. Bent er á að vegna smæðar islensks þjóð- félags þurfi ekki mörg stóriðju- fyrirtæki til að' þau verði yfir- gnæfandi á efnahagssviðinu. Er bent á þá staöreynd að álverið i Straumsvik nýtir um helming þeirrar raforku, sem framleidd er I landinu og útflutningstekjur þess vógu tæp 15% af útflutningi árið 1974 ttarlegur samanburður er geröur á samningum fyrr og siðar um álverið I Straumsvik annars vegar og málmblendiverksmiðju i Hvalfirði hins vegar og þýðingu þeirra grundvallarsjónarmiða sem ráöherra Alþýðubandaiags- ins setti i tið vinstristjórnarinnar sem skilyrði fyrir viðræðum við útlendinga um hugsanlega aðild þeirra sem minnihlutaaðila að is- lenskum stóriðjufyrirtækjum. Hulan yfir v Viðræðunefnd Gagnrýnt er það fyrirkomulag, sem er á málsmeðferð viö undir- búning að hugsanlegum orku- frekum iðnfyrirtækjum undir handarjaðri Stóriðjunefndar og siöar Viðræðunefndar um orku- frekan iðnað. Segir um það atriði m.a. á bls. 90: „Eölileg er að spurt sé, hvort rétt teljist að slik nefnd með óljós Þá er i kaflanum um orkufrekan iðnað gerð nokkuð itarleg úttekt á tillögum Iðnþróunarnefndar, sem skilaði áliti á siðasta ári um „Eflingu iðnaðar á íslandi 1975- 1985”, og er sá hluti þess sem fjallar um nýiðnað, að stóriðju meðtalinni, birtur i heild i viðauka VI með nefndaráliti okk- ar. Þar kemur fram hugmynd um að nýta hluta af vatnsafli landsins sem nemur 4,1 teravattstund i orkufrekan iðnað fram til ársins 1990, og eru þar einkum málm- bræöslur, ál og málmblendi á ferö. 1 töflu 18 á bls. 94 er reynt að meta, hvað þessar hugmyndir þýði i krónum talið og giskað á aö stofnkostnaður umræddra verk- smiðja nemi ekki undir 115 miljörðum isl. kr., eða meira en tvöfaldri útflutningsframleiðslu islendinga á árinu 1975. Er þá miðað við dollaragengið 178 kr., sem siðan hefur hækkaö. Kostnaður við orkuver, sem knýja ættu þessar nýju Tinar- smiðjur er áætlaður um 130 miljarðar króna, þannig að i heild sýnist kostnaður við þessa hug- mynd Iðnþróunarnefndar o.fl. aöila nema nálægt 250 miljörðum króna eöa 16-17 miljörðum á ári næstu 15 árin. Er það álika upp- hæð árlega dg. kosta myndi að reisa eina álbræöslu á borð við þá sem nú er i Straumsvik. Alyktun- in sem nefnd okkar dregur af þessum kollsteypuhugmyndum er lika sú, að forsendurnar að baki þeirra séu greinilega þær: „...aö erlend auðfélög reisi iöju- verin að miklu leyti á sinn kostnaö og komi jafnvel einnig inn i dæmið sem eignaraðili aö sjálfum orkuverunum, eins og nú er sótt á um af Alusuisse.” Fimmtudagur 18. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 0 Innlend . aöföng Þetta þýðir þó ekki að skýrsla Iðnþróunarnefndar eigi að öllu leyti skilið slæma einkunn, þvi að auk margháttaðra upplýsinga hefur hún að geyma ábendingar um iðnþróunarverkefni, sem vel gætu verið á færi islendinga að glima við fjárhagslega og með til- liti til annarra þátta. Á þetta einkum viö um stóriðju sem bygg ir á innlendum aðföngum, ekki aðeins um orku, heldur einnig um hráefni. Þannig höfum við til glöggvunar flokkað stóriðjuverk- efni út frá hráefnagrundvelli i töflum 19 og 20, teljum að fyrst og fremst i þeirri fyrrnefndu sé að finna kosti, sem hentað gætu þjóðarbúskap okkar á áratugum og er hér þó aðeins um dæmi að ræöa, serruugglaust má auka við. Um þetta segir i nefndarálitinu á bls. 95: Það er ljóst að þessi innlendu iðnþróunarverkefni krefjast i senn meiri hagkvæmni, lang- særrar skipulagningar og hagsýni en hin, sem hingaö berast ein- vörðungu vegna orku og aðstöðu, en gætu að öðru jöfnu verið stað- sett hvar sem er á fjörrum ströndum. Ekki ætti að leika vafi á, aö hvoru verkefninu við eigum fremur að beita okkur. Þaö er ekki aðeins að i innlendum fyrir- tækjum, sem byggja á heima- fengnum auðlindum, jafnt orku og hráefnum, sé arður sem áhætta okkar megin, heidur munu tengsl þeirra við annan iðnaö. i landinu verða náin og sú þekking sem af glimunni við þau sprettur koma öðrum atvinnu- greinum til góða. Þar með er ekki sagt að útiloka beri með öllu að reisa hér fyrir- tæki sem flytja inn hráefni, en þau hljóta að veröa fá og þurfa að skoðast vandlega hverju sinni, ef við ætlum að halda efnahagslegu sjálfstæði.” © Víðtækt mat t sérstökum þætti nefndarálits- ins er siðan fjallað um stóriðju með tilliti til byggöaþróunar og áhrifa á annað atvinnulif i land- inu. Þar eru slegnir margir varnaglar svo sem þessi á bls. 98 og 99 : „Fjármögnun orku- og stór- iðjumannvirkja yrði að verulegu leyti að byggjast á erlendu lánsfé, þar sem geta þjóðarbúsins er tak- mörkuö. Slikar lántökur þrengja að sjálfsögðu möguleika á lán- töku til annarrar fjárfestingar, og þvi verður að koma til viötækt mat á æskilegri atvinnuuppbygg- ingu i landinu, áður en kveðið er upp úr um þjóðhagslegt gildi ein- stakra stóriðjufyrirtækja eða ákvarðanir teknar um byggingu þeirra. Þvi verður ekki neitað, að orku- frekt iðnfyrirtæki geti sem stór- notandi raforku gert byggingu orkuvers hagkvæmari en ella, einkum i tengslum viö stóran virkjunaráfanga, enda fáist viðunandi verð fyrir orkuna. Sé að slikum stórvirkjunum stefnt, er nauðsynlegt aö vita um fyrir- hugaöan iðnrekstur, liklegan markaö og verð fyrirfram, þvi að ella kann að reynast hag- kvæmara að virkja smærra við hæfi orkumarkaðar án stóriðju Framhald á bis. 14. Barbapapa og Grísabær Bókaútgáfan Iðunn hefur sent á markað bókina Breytingar i Grisabæ.Þetta er þroskandi leik- bók, prentuð i litum, eftir Annette Tison og Talus Taylor, höfunda hinna vinsælu bóka um Barbapana. Þýðandi er Njörður P. Njarðvik. Þá eru komnar út hjá Iðunni Myndasögur af Barbapapa. t bókinni eru 17 myndasögur af Barbafjölskyldunni og ævintýr- um hennar. Þýðandi er Anna Valdimarsdóttir. Aöur eru komn- ar út fjórar bækur um furðuver- una Barbapapa, en bækurnar og sjónvarpskvikmyndirnar um þessa óvenjulegu fjölskyldu hafa nú birst I 17 löndum. Upp á líf og dauöa Ilörpuútgáfan á Akranesi hefur gefið út bókina Upp á lif og dauða eftir Francis Clifford en þetta mun vera niunda bók höfundar sem út kemur á islensku. A bókarkápu segir að þetta sé „æsispennandi bók um einstæöa karlmennsku og fórnarlund fall- hlifarhermanna” sem sendir eru inn i myrkvið frumskóga Burma til aö sprengja upp þýðingar- mikla brú og þar með gera japönskum hermönnum sem þar eru erfiðara fyrir. Bókin telur 173 blaðsiður og er unnin i Prentverki Akraness. Þýðandi er Skúli Jensson en káputeikning er verk Hilmars Þ. Helgasonar. Ljós mér skein Bókaútgáfan örn og örlygui hefur gefið út endurminningar fril Sabinu Wurmbrand, eiginkonu neðanjarðarprestsins. I bók sinni greinir frú Wurmbrand frá þvi hvcrnig bjargföst trú á guðlega handlciðslu veitti henni styrk til þess að lifa af ómannúðlega meðferð i falgelsum kommúnista i Rúmeniu. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Prent- smiöjunni Viðey og bundin i Arn arfelli. Bókarkápu gerði Hilmar Þ. Helgason. Bókina þýddi Sigur- laug Arnadóttir. Gytf i t> Gístason Bókfœrsta Tvær kennslu bækur í bókfærslu eftir Gylfa Bókaútgáfan Iðunn hefur gefiö út tvær kennslubækur eftir Gylfa Þ. Gislason prófessor og þing- tnann. Nefnast þær Bókfærsla og Bókfærsla og reikningsskil. Fyrrnefnda bókin er ætluð til notkunar við kennslu i mennta- skólum og öðrum framhaldsskól- um þótt vafalaust geti fleiri hag- nýtt sér hana. Bókfærsla og reikningsskil er þegar notuð sem námsbók i við- skiptafræði við Háskóla Islands ener jafnframt hugsuð sem hand bók fyrir alla þá sem annast bók- hald, uppgjör og endurskoðun. Á næstunni eru ennfremur væntanlega tvær bækur til viðbót- ar eftir Gylfa og gefur Iðunn þær einnig út. Þær eru ætlaðar menntaskólum og fjalla um viö- skiptarétt og rekstrarhagfræði. Bækur þessar eru prentaðar i prentsmiðjunni Eddu. bækur Ný bók eftir Bodil Forsberg Hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi er komin út ný ástarsaga eftir Bodil Forsberg, og hefur bókin heitið örlög og ástarþrá. Aður hefur Hörpuútgáfan gefið út sjö bækur eftir þennan höfund, og eru fjórar þær fyrstu algerlega upp- seldar. Segir i fréttatilkynningu aö hér sé um að ræða heillandi og spennandi bók um dularfull örlög og heitar ástriður. Skúli Jensson þýddi bókina, prentun og bókband er unnið i Prentverki Akraness h.f. og káputeikningu gerði Hilm- ar Þ. Helgason. Emma veröur ástfangin Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið Ut fjórðu bókina um Emmu eftir enska rithöfundinn Noel Streattfield og heitir bókin Emma vcrður ástfangin. Emma er ung leikkona, sem ákveðin er i að ná langt á listabrautinni og leggur mikið á sig til þess að draumarnir rætist. Svo gripur ástin inn i atburðarásina og þá fer nU ekki alltaf eftjr þvi sem upp- haflega var ráðgert. Aður hafa komið út þrjár bækur i þessum flokki. Fyrsta bókin hét Emma, þá komu Emmusystur og i fyrra kom bókin Emma spjarar sig. — Bókin Emma verður ástfangin er þýdd af Iðunni Reykdal. r Noel Sfreatfeild > tmmn 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.