Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1976 Skrifiö eða hringið Hofsós Leikfélag að rísa á legg í Hofsósi — Héðan er nú lltið gott að frétta eins og sakir standa, sagði Gisli Kristjánsson, oddviti I Hofsósi i viðtali við blaðið fyrir nokkrum dögum. Snjór og aftur snjór BUið er að snjóa hér i viku og ófært orðið i allar áttir. Það hef- ur að visu verið opnaður veg- urinn til Sauðárkróks, en hann helst aðeins opinn á meðan mokað er svo fyllist sljóðin óð- ara á ný. Núna er bara mikil snjókoma og skafrenningur. Kennsla fellur t.d. niöur hér i dag. Skólabillinn kemst ekkert. Vantar ýtu Engin atvinna hefur verið hér i frystihúsinu i rúma viku. Hing- aö hefur enginn fiskur borist. Togararnir eru hinsvegar væntanlegir inn núna um helg- ina. Það hafa hinsvegar veriö ógæftir og má búast viö að þær segi til sin i afla togaranna. Atvinnuástand hefur hins- vegar verið hér ágætt allt þetta ár þar til nú. Viö kviðum þvi, eins og færið er, að ekki reynist unnt að aka hingaö fiski þótt hann berist til Sauöárkróks. Bunaðarsambandið er nú vist ekki með neina ýtu i gangi, eins og verið hefur undanfarna vet- ur, hvaðsem veldur, og veghefl- ar ráða ekki við snjómokstur þegar veruleg fönn er komin. Við höfum venjulega haft ýtu staðsetta hér hjá okkur yfir veturinn þar til nú og hefur það verið nauðsynlegt, bæði vegna fiskflutninganna, flutning á oliu og skólabörnunum. Þessi ófærð kemur lika niður á saumastofunni. Hún hefur ekki fengið neitt hráefni frá ' Akureyri og mun nú komið á aðra viku siðan það þraut. Félagslif Félagslifið er nú að fara af stað, þrátt fyrir snjóinn. Söng- félagið Harpa er byrjaö æfing- ar, undir stjórn Ingimars Páls- sonar og við erum einnig að byrja hér tónlistarkennslu og fer hún fram á vegum Tónlist- arfélag Skagafjarðar. Þátttaka i tónlistarnáminu er mikil hjá skólakrökkunum. Svo má gjarnan geta þess, aö veriö erað undirbúa hér stofnun leikfélags og er það þá liklega þriðja leikfélagið i heraðinu. Það var nú raunar starfandi hér leikfélag á árum áður, á meðan við höfðum Skjaldborg gömlu sem samkomuhús, en svo lagð- ist það niður. Hinsvegar hefur verið leikið hér einu sinni siðan félagsheimilið Höfðaborg komst upp og var það verkalýðsfélag- ið, er fyrir þvi stóð. Ég hygg að félagið verði formlega stofnað nú upp úr helginni. Svo erum viö hér með Lions- klúbb, sem nær yfir svæðið béð- an frá Hofsósi og út i Fljót. Það er góður félagsskapur. Menn sem annars hittast ekki of oft, mætast þarna, kynnast, skiptast á skoðunum og ræöa ýmis mál. Slik aukin kynni geta naumast leitt nema til góðs. Kennaraibúðir Sveinn Auðunsson, sem hér hefur verið iþróttakennari við skólann, hvarf nú frá þvi starfi, svo okkur vantar hér Iþrótta- kennara. Vera kann að úr þvi rætist upp úr áramótum. Hér voru f jórar kennaraibúðir i byggingu og er nú búið að taka eina þeirra i notkun. önnur er að veröa tilbúin eða verður það nú fyrir áramótin og hinar tvær eru fokheldar. Telja má vist, að auðveldara verði að fá kennara ef hægt er að sjá þeim fyrir I- búðum. Við höfum nú sennilega misstSvein vegna þess, að hann var á hrakhólum með húsnæði. Fékk inni þar i ár og annars- staðar næsta ár. Finnst jarðhiti? Við biöum nú eftir að fá endanlegan úrskurö um árang- ur jarðhitarannsókna þeirra, sem fram fóru hér i sumar. Er þess að vænta, aö tilkynning um niðurstöðu rannsóknarinnar berist frá jarðborunardeild Orkustofnunar nú fyrir áramót- in. Leiguíbúðunum ráðstafað Leiguibúðirnr fjórar, sem við erum að byggja, eru nú fokheld- ar orðnar og verður unniö inni i þeim i vetur. Þeim hefur öllum verið ráöstafað. A að skila þeim fullbúnum um áramótin 1977- 1978. Félagsheimilið Ketilás i Fijdtum. Fréttir úr Fljótum Gisli Kristjánsson, Bilaverkstæði i bygg- ingu NU er búið að gera hér -fokhelt nýtt bílaverkstæði. Eru eigend- ur þess Páll Magnússon og Björn Nielsson. Björn er ættað- urhéðan að noröan en er búsett- ur I Reykjavik og hefur nú verið hér við að koma upp verkstæð- inu. Þeir félagar munu vinna að innréttingu þess i vetur. Ætti það að geta tekiö til starfa með vorinu. Tilkoma verkstæðisins breytir miklu til bóta þvi hér hefur verið slæm aðstaða tii bila- og vélaviðgerða en vélar ýmisskonar og bilar orðnir á hverju heimili Fjólmundur Karlsson rekur sitt verkstæöi af miklum myndarbrag og hefur verið að fjölga hjá sér fólki og stækka húsnæði, aðallega lagerhús- næöi. Hann er að miklu lcyti við hljóðkútaframleiðlu gk/mhg Rétt eftir að blaðamaður tal- aðiviðGIsla Kristjánsson brá til þiðviðris um allt land og er nú viðast auð jörð. Atvinnulifið i Hofsósi er þvi vonandi nú komið i eðlilegt horf. Hinsvegar undir- strika þeir erfiðleikar, sem snjókoman olli Hofsósingum, hvað mannlifið i þessu landi er háð samgöngunum og er ástæöa til þess að minna á það nú á þessum hraðbrautatimum. Nú er vetur genginn i garð hér i Fljótunum en haustið var mjög gott, sagði Valberg Hannesson, skólastjóri á Sólgöröum i Fljót- um i viðtali viö blaðið á dögun- Byrjaði að snjóa með desemberkomu , Þaö byrjaöi aö snjóa hér 4.-5. des. Er nú kominn töluverður snjór og vegir litt eða ekki færir. A þessari stundu er verið að moka veginn til Siglufjaröar. Snjórinn var orðinn það mikill og fastur aö vegahefill vann ekki á honum og varð þvi að gripa til ýtunnar. Mjögþungfært er fyrir mjólkurbila á aðalleiö- inni en útvegir eru alveg ófærir. Okkur finnst talsvert á skorta, að snjómokstur á vegum hér sé i þvilagi, sem vera þyrfti. Þaö er opnað til Siglufjarðar á þriðju- dögum og föstudögum en aldrei þess á milli. Þetta er að þvi leyti óheppilegt, að unglingar, héðan, sem eru i skóla i Varmahlið, koma heim um helgar. Þeir veröa aö mæta aftur I skóla á mánudag og hittist svo á, aö ófært sé þá, veröa þeir að biða eftir mokstri til þriðjudags. Þarna virðist skorta nokkuð á samræmingu. Breyting á skólahaldi Sú breyting hefur nú oröið á skólahaldi hér á Sólgörðum að Heimavist er engin en börnun- um ekið að heiman og heim. Er það þó stundum erfiðleikum bundiö vegna ófærðar á vegum. Það eru um 30 krakkar, sem hér njóta kennslu. Hér eru aðeins yngri krakkarnir i skóla, sjö- undi bekkur og þau, sem eldri eru, stunda nám i Varmahlið. Rikir ánægja með það fyrir- komulag. Félagsmálanámskeið Félagsmálanámskeið hefur nú staðið hér yfir á vegum Ung- mennasambandsins. Heitir sá Guðmundur Gunnarsson, sem fyrir þvi stóð, utanhéraðsmað- ur. Var námskeiðið vel sótt og hið ánægjulegasta. Vinnu er nú lokið við Skeiðs- fossvirkjun og vélarnar farnar að snúast þar i óða önn. Furðuleg ráðstöfun Sláturhúsinu i Haganesvik, Þurfiun fjölbreytt- ara atvinniilíf sem þar hefur lengi veriö rekiö, var nú lokað i haust, fyrir fullt og allt, að þvi er manni skilst. Nú þurfum við að aka öllu okkar sláturfé upp á Saupárkrók. Við erum nú ekkert sérlega hressir yfir þessari ráðstöfun, Fljóta- menn og eigum þeim mun erfið- ara meö að skilja hana þegar annaö sláturhús er svo tekið i notkun á Sauðárkróki, við hlið- ina á fullkomnu sláturhúsi, sem þar er fyrir. Auðvitað svar- aði okkar hús ekki ýtrustu kröf- um um búnað sllkra húsa og var þvirekið með undanþágu frá ári til árs, en svo skilst manni að einnig sé með þetta nýja hús þarna á Sauðárkróki. Sýnist þvi nær, aö húsið hér hefði fengið aö starfa eitthvað áfram en eitt látið nægja á Sauðárkróki. Eðli- lega er að þvi unnið, að fækka undanþáguhúsunum smátt og smátt.en um það er nú ekki aö ræða i þessu tilviki heldur er sláturhús lagt niður þar, sem þess var fremur þörf, en nýtt tekiö i notkun þar sem þess var engin þörf. Þær eru stundum torskildar venjulegu fólki ráð- stafanir hinna æðri máttar- valda, enda hafa i raun engar haldkvæmar skýringar fengist á þessari ráðabreyttni. Fer heldur fækkandi Heldur sigur i þá attina, að fólki fækkihér i Fljótunum. Stór fjölskylda flutti burtuí vor en aö visu kom önnur i staðinn, bara miklu minni. Þó má þakka fyrir að jarðir fara ekki i eyði. Ég er hræddur um að þessi þróun haldi áfram verði ekki eitthvað aö gert. Venjulegur búskapur einn sér, við nokkuð erfið skil- yrði, nægir varla. Okkur finnst, að gjarnan mætti að þvi huga, að koma hér upp ferðamannaþjónustu yfir sumarmánuðina. Hér á Sólgörð- um er t.d. gnægð af heitu vatni. Hér er sundlaug. Staðurinn er vel Isveit settur. Þegar verslun- in legst niður i Haganesvik, sem hlýtur aö verða nú, þegar hún er úr alfaraleið, ætti að setja upp verslun hér, útibú frá Kaupfélagi Skagfiröinga, likt og er I Hofsósi. Hér þyrftu einnig að koma upp verkstæöi og myndu þá iðnaðarmenn setjast hér aö, i tengslum við þaí. Ef fjölbreytni ykist hér i atvinnu- rekstri myndu Fljótin eflast á nýjan leik. vh/mhg Hll Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.