Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Erlendar fréttir í stuttu máli CARRILLO HANDTEKINN MADRID 22/12 — Samkvæmt fréttastofufregnum frá Spáni var Santiago Carrillo, leiðtogi Kommúnistaflokks Spánar, handtek- inn i dag i Madrid ásamt Gregorio Lopez Raimundo, leiðtoga Kommúnistaflokks Katalóniu. Carrillo, sem verið hefur i útlegð frá lokum spænska borgarastriðsins 1939, sagði blaðamönnum fyrir skömmu aðhann hefði verið á laun i Madrid siðan i febrúar og fyrirskipaði Rodolfo Martin Villa innanrikisráðherra þá handtöku hans. 1 umræddu viðtali við fréttamenn sagði Carrillo að búast mætti við mikilli ókyrrð á vinnumarkaðnum ef Kommúnistaflokkurinn yrði ekki leyfður fyrir þingkosningarn- ar, sem eiga að fara fram á næsta ári. Spænska stjórnin neitar enn að leyfa Kommúnistaflokknum að starfa opinberlega, enda þótt nú eigi svo að heita að þingræði skuli endurreist i landinu. 13 BÖRN FARAST LYON, Frakklandi 21/12 Reuter — Þrettán þroskaheft born og ung kona drukknuðu i kvöld er skólavagn fór út af vegi i dimmri þoku og steyptist niður i Rhone-fljótið. Niu manns sluppu lifs af úr slysinu, þar af sjö börn, en sum þeirra eru alvarlega meidd. LISTAVERKASALI ÁKÆRÐUR FYRIR STRÍÐSGLÆPI HAAG 22/12 — Forrikur hollenskur listaverkakaupmaður, Pieter Menten, kom i dag til Hollands eftir aö honum hafði verið visað úr landi i Sviss. Hann var handtekinn við komuna tii Hol- lands.en þar hefur hann verið ákærður um að hafa tekið þátt i fjöldamorðum á gyðingum i Galisiu (landsvæði sem nú er skipt á milli Póllands og úkraniu) árið 1941, en þá mun Menten hafa þjónað i SS-sveitum þjóðverja. Nokkur, vitni hafa gefið sig fram á móti Menten, sem flýði land er umræddar ásakanir voru born- ar fram. TIMES HVETUR TIL HÖRKU í FISKVEIÐIMÁLUM LUNDÚNUM 22/12 Reuter — Lundúnablaðið Times hvetur i dag bresku stjórina til að vera eins harðsnúin ,,og nauðsynlegt sé” gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu i i fiskveiðimálum banda- lagsrikja innbyrðis. Segir blaðið að ef bretar missi einhvers af sinum hlut á þessu stigi málsins, muni reynast erfitt að ná þvi aftur. Svo sé raunar að sjá,að Bretland ætli að fara verst allra bandalagsrikja út úr skiptingu þeirra sin á milli á þeim fiskafla, sem veiddur verður innan hinnar nýju 200 milna lögsögu banda- lagsins, sem gengur i gildi um áramótin. Heyra má á þessari frétt og öðrum að kröfuharka breta, sem farið hafa fram á 50 milna sérlögsögu, muni aukast gagnvart öðrum EBE-rikjum við það að ekki hefur tekist samkomulag við Island um fiskveiðiréttindi til handa bretum á Islandsmiðum. NÝR UMBOÐSSTJÓRI NAMIBÍU SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM 22/12 Reuter — Martti Ahtisaari, ambassador Finnlands i Tansaniu, var i dag skipaður eftir- maður irans Seáns McBride sem umboðsstjóri S.þ. fyrir Nami- biu. Hafði SWAPO, frelsishreyfing Namibiu, sem nýtur viður- kenningar Sameinuðu þjóðanna mælt með Ahtisaari i embættið. Suður-Afrika stjórnaði Namibiu áður i umboði Þjóðabandalags- ins og siöan S.þ., en hefur ekki sleppt yfirráðum sinum þar enda þótt alþjóðadómstóllinn i Haag lýsti þau ólögleg 1969. McBride var forseti mannréttindasamtakanna Amnesty International áður en hann tók við umboösstjórnfyrir Namibiu, og er búist við að hann hefji á ný störf fyrir samtökin er em- bættistimabil hans i þjónustu S.þ. rennur út um áramótin. ALÞJÓÐABANKINN HJÁLPAR PINOCHET WASHINGTON 21/12 — Alþjóðabankinn samþykkti i dag að veita Pinochet-stjórninni i Chile tvö lán, samtals aö upphæð 61 miljón dollara, enda þótt Norðurlöndin fimm, sem sameiginlega ráða yfir einu atkvæði af tuttugu i stjórn bankans, andmæltu þvi ákaft vegna brota Pinochet-stjórnarinnar á mannréttindum. Bandarikin studdu hinsvegar lánaumsókn Pinochets, sem sam- þykkt var með 14 atkv . en fimm sátu hjá. Atta bandariskir þingmenn höfðu einnig mælt á móti lánveitingunni á þeim for- sendum, aö Bandarikin ættu að hætta aðstoð við þau riki, sem stöðugt brjóta mannréttindalög á þegnum sinum. REYKINGAR BANVÆNAR LUNDÚNUM 22/12 Reuter — Tuttugu ára rannsóknir á reyking- um breskra lækna hafa leitt i ljós likur á þvi, að á milli þriðjungs og helmings allra þeirra, er reykja sigarettur, deyi af völdum ýmissa sjúkdóma, sem reykinganar örva. Þar á meðal eru hjartasjúkdómar, lungnakrabbi og ýmsir aðrir lungnasjúkdóm- ar. Chiliskir kommúnistar þakka frelsun Corvalans MEXIKÓBORG 22/12 APN — Stjórn Kommúnistaflokks Chile hefur sent frá sér orðsendingu af tilefni lausnar Luis Corvalan, leiðtoga flokksins, og segir þar meðal annars, að frelsun Cor- valans sé mikill sigur fyrir al- menning i heiminum, sem sýnt hafi hinni langþjáöu þjóð Chile mikla samstöðu. Ennfremur segir i yfirlýsingunni: „Vegna þrýstings frá and- fasiskum, lýðræðissinnuðum öflum um allan heim neyddist herforingjastjórnin til að hætta refsiaðgerðum sinum gegn aðal- ritara chiliska kommunista- flokksins. Það var þeirra virka og linnulausa barátta, sem fékk Pinochet til að láta Corvalan og aðra syni þjóðarinnar lausa úr fangelsum og fangabúðum. En baráttunni er ekki lokið. Frelsun Luis Corvalan er hvati áfram- haldandi baráttu verkalýðs og allrar alþýðu Chile gegn ein- ræðinu. Hugrekki Luis Corvalan er tákn um að chiliska þjóðin verður ékki beygð i duftið. Um leið og leiðtogar chiliskra kommúnista lýsa yfir þakklæti sinu beina þeir tilmælum til allra rikisstjórna, flokka og samtaka, allra stjórnmálamanna og þjóðarleiðtoga, allra . framfara- sinnaðra manna, að þeir haldi BANGKOK 22/12 Reuter — Vara- landstjóri fylkisins Súrat Tani i suðurhluta Tailands beið bana i dag er skæruliðar, sem i fréttinni eru taldir til kommúnista, skutu á þyrlu sem hánn var á ferð i. Talið er aö um 1500 skæruliðar séu i frumskógum i fylki þessu, sem áfram þrýstinghum þar til allir pólitiskir fangar i Chile hafa verið látnir lausir. Nauðsynlegt er að bjarga lifum þeirra föðurlands- vina, sem gripnir hafa verið af leynilögreglumönnum Pinochets. Það er skylda allra lýðræöissinna i heiminum að berjast fyrir endurreisn mannréttinda i Chile. liggur að Tailandsflóa. Þeir eru sagðir heyra til Kommúnista- flokki Tailands, sem er bannaður af þarlendum yfirvöldum. Þeir hafa færst allmjög i aukana i þessum mánuði og að sögn fellt tiu stjórnarhermenn og sært yfir tuttugú. Thaílenskir skæru liðar magnast Áríöandi fundur SINE SÍNE félagar og aðrir námsmenn á íslandi.-Áríðandi fundur í Félagsstofnun stúdenta klukkan 6 í dag< Þorláksmessu. Mikilvægt að allir mæti. Aðgerðir á döf inni. Ath. Félagsstofnun kl. 6 í dag. SíNE marka&storg jólaviðskiptanna Verzlunin KJÖT & FISKUR er einn af frumherjum baráttunnar fyrir lægra vöruverði til neytandans. Hagkvæm innkaup, skynsamlegur rekstur og vaxandi velta gera okkur mögulegt að bjóða lægra vöruverð. Við riðum á vaðið með „sértilboðin" síðan komu „kostaboð á kjarapöllum" og nú kynnum við það nýjasta í þjónustu okkar við fólkið I hverfinu. „markaðstorg jólaviðskiptanna" Á markaðstorginu er alltaf að finna eitthvað sem heimilið þarfnast til undirbúnings jólanna, og þar eru kjarapallarnir og sértilboðin. Fað gerist alltaf eitthvað spennandi á markaðstorginu! sértilboð: Kaaber kaffi , 275 strásykur 25 kg 2625 flórsykur 1/2 kg 95 Akra smjörliki 140 egg 420 rúsinur 1/2 kg 254 Libbýs tómatsósa 147 Égils appelsinusafi 2 1 645 Hveiti Pilsbury Best 5 pund 231 10 pund 432 hálfrar aldar þjónusta kjöt&fiskurhf seljabraut 54-74200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.