Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Xe>ag§krá Bráöum koma blessuð jólin A morgun gengur jólahátið i garö. Trúaðir sem trúleysingjar halda sameiginlega hátiö, þó að þeir kunni að finna sér ólikar ástæöur til jólahaldsins. Flestir eru trúlega að fagna fæðingu frelsarans i Betlehem, aðrir telja nauðsynlegt að stytta skammdegið og enn aðrir halda fjölskylduhátið. Við sitjum fram á siðasta dag við að skrifa jóla- kveðjur til allra þeirra sem við vanræktum allt árið og káupum jólagjafir til þeirra sem næst okkur standa og við sinntum ekki heldur i erli dagsins. Og til þess að láta einnig eitthvað af hendi rakna til þeirra samborg- ara, sem við vitum að eiga i erfiðleikum, hlaupum viö með gömlu fötin okkar .eða jafnvel peninga til Mæðrastyrksnefnd- ar. Að öllu þessu loknu getum við sest að hlaðborði jólanna með góöa samvisku. Það er betra en ekki að vera góður einu sinni á ári. Þess vegna eru jólin góð og falleg há- tið, sem vekja i brjóstum okkar skástu tilfinningar okkar. Þeir sem lesið hafa bækur Eric Maria Remarque um fyrri heimsstyrjöldina, minnast kannski frásagnar hans af þvi, þegar herirnir hættu að brytja hvor annan niður á jólakvöldið og sátu sinn hvoru megin viglin- unnar og sungu saman jóla- sálma. Þessi frásögn kann sum- um að þykja hugljúf, en endan- lega er, hún einungis fáránleg. Fyrst og fremst er hún fárán- leg, af þvi að hún segir frá blekkingu. Og blekking leiðir aldrei til neins. Hermennirnir stóðu upp aftur og héldu áfram að drepa hver annan næsta dag. A sama hátt gleymum við að jólahaldi loknu fljótlega öllum þeim, sem við ættum að sinna og þeim, sem skarðastan hlut bera frá hinu islenska alls- nægtaborði. Okkur hættir til að blekkja sjálf okkur, flýja frá óþægilegum staðreyndum. Við hlýðum mörg á fagnaðarerindið i kirkjum landsins á jólunum, heyrum söguna um manninn, sem eyddi ævinni i að boða frið á jörðu, mannkærleik og bræðra- lag og jafnrétti allra manna, en gleymum að hinn sannkristni vestræni heimur hefur gengið svo langt fram I að brjóta niður þessar kenningar, að öllu lifi á jörðu hér er nú ógnað. Það þarf nokkra burði til að horfast i augu við þá staðreynd. Menn hafa fæstir þá burði, og flýja frá þessari staðreynd með ýmsu móti. Þeir sem ákafast hafa barist gegn jafnrétti og bræðralagi allra manna, hafa þess i stað arörænt og kúgað, leggja niöur það litla vitsmuna- lif sem þeir kunna að hafa og halla sér að guði i von um fyrir- gefningu og eilift lif. Aðrir finna sér veraldlegri leiðir út úr vand- anum, hengja sig i pólitiska stefnu og gera sér hana að trúarbrögðum án allrar þátt- töku vitsmunalifsins, og er það sist betra. Kenningar Jesúsar frá Nasaret hafa jafnt orðið fyrir þessu og kenningar sósialismans enda er margt likt með þeim. En trúarvissa án ihugunar gerir engum gott. Engin mann- anna verk eru fullkomin, hvorki Jesúsar Krists né hugmynda- fræðinga sósialismans, þó aö báðum gengi gott eitt til. Það hlýtur að vera okkar að velja og hafna þeim fjölmörgu þver- sögnum, sem er að finna i kenningum beggja. „Sælir eru þeir sem ekki sáu, en trúðu þó”, sagði frelsarinn, en hann sagöi einnig „Leitið og þér munuö finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða,” og mörg kjós- um við heldur hið siðara ráðið. Vera má, að ónákvæmni guð- spjallamannanna, sem voru að- eins jarðneskar verur, sé um að kenna en hugmyndafræðingar sósialismans verða sjálfir að standa undir sinum þversögn- um. Til þeirra getum við náð beint, þó að marga misvitra guðspjallamenn séþar einnig að finna. Við eigum sjálf eftir að leysa margan vanda hinna sósialisku kenninga,og nægir þar að nefna hinn frjálsa lýðræðislega sósíal- isma. Þann vanda hljótum viö aö leysa með þeim vitsmunum, sem okkur eru gefnir. Viða er sósialismi notaður til aö kúga fólk i stað þess að frelsa þaö, og á sama hátt hafa boðberar kristindómsins hagnýtt sér kenningar Krists i sama skyni. Sli'kt er vitanlega ranghverfan á kenningum beggja. Vera má að hvorum tveggja hafi orðið á sömu mistökin. Ef til vill hafa báðir ætlað mann- kyninu meira en það er menn til. Okkur aumum er fyrirgef- andi að trúa blint á þann guð sem refsar okkur á himnum uppi. En það er ástæðulaust að óttast löngu dauða hagfræðinga suður I Þýskalandi svo mjög að trúa blint á kenningar þeirra, sem einungis voru tilraunir hugsandi manna til að finna lausn á sameiginlegum vanda mannkynsins. Fyrir það mundu þeir enda refsa okkur ef þeir hefðu valdið til. En við leiðum þá refsingu yfir okkur sjálf. Og hana hafa menn fulla ástæðu til að óttast. Eina haldbæra ráðið gegn óttanum er að horfast i augu við það sem ógnar tilveru okkar. Það dugar okkur skammt að flýja hann með þvi að kaupa okkur aflát á himnum. Það er átakanlegt að heyra þá menn taka sér guðsorð i munn, sem ekki vita hvað mannkær- leikur er og breyta samkvæmt þvi. En það er ekki siður sorg- eftir Guörúnu Helgadóttur, deildarstjóra legt að horfa upp á gáfaða menn, sem hafa áhyggjur af velferð mannkynsins, mæna blint til Kina eða Kúbu sem ein- hverrar allsherjar lausnar á vandamálum hins vestræna heims, sem býr við allt önnur skilyröi og þarfnast nýrra og annarra lausna. Það er sama villutrúin og óhugsuð, blind guðstrú. Það er ámóta van- hugsað og þegar þeir, sem orðið hafa fyrir vonbrigðum með framkvæmd sósialismans i Sovétrikjunum, telja þar með kenningar sósialismans hafa af- sannað gildi sitt. Slikar niður- stöður eru flótti frá raunveru- legum vandamálum, sem við stöndum öll frammi fyrir og verðum að leysa i sameiningu, ef við viljum byggja þessa jörð áfram. Og þann vanda leysir ekkert eitt okkar. Hann verðum við aö leysa saman. Þess vegna er hugsjón sóaialismans okkar eina von. Hugsjónin um jafnan rétt allra manna til gæða jarðarinnar, um frelsi hins kúgaða og arðrænda og um bræðralag allra manna, stendur bein, hvaða vindar sem um hana leika. Allar okkar verstu gjörðir koma niður á okkur sjálfum, hvað sem kann að verða á himnum uppi. Það getur endanlega enginn hagnast á að kúga og arðræna aðrar manneskjur eins og þegar hefur sannast með óhugnanlegum hætti. Þær þjóðir sem svivirði- legast hafa mergsogið aðrar þjóðir i græðgi sinni eftir innan- tómum lifsgæðum, standa nú á heljarþrömeigin tortimingar og okkar allra. Ef til vill gerði kenningasmiðurinn frá Nasaret sér þetta ljóst, þegar hann sagði: „Það sem þér gerið ein- um af minum minnstu bræðrum, það gerið þér mér.” Jólin eru hátið ljóss og birtu, segja prestarnir. Sú birta hefur i þau tvö þúsund ár, sem liðin eru frá fæðingu frelsarans, náð skammt út i myrkrið. Ennþá stunda menn bræðravig og um- gangast þá jörð sem þeim var gefin af miskunnarleysi, sem nú ógnar öllu mannkyni. Sú stund erupp runnin að við erum knúin til að endurskoða þau markmið sem við keppum að. Þó að við séum fá og smá hér norður á veraldarhjara, eins og sálma- skáldið sagði, getum við notað þessa daga til að endurskoða hug okkar um, hvernig lifi við viljum lifa i samfélagi við aðra menn eða draga til okkar það sem við komum höndum yfir i fáranlegu kapphlaupi okkar eftir fánýtu skrani. Með réttri niðurstöðu hygg ég að við eigum betri og rikari jól að ári og þess gerist ekki sama þörf að kaupa sér aflát fyrir vanrækslusyndir á siðustu stundu. Félögum öllum og öörum óska ég slikrar jólahátiðar. Öryrkjum ætlað að lifa langt fyrir neðan himdalíf segir Þormóður Guðlaugsson sem er 100% öryrki Isl. kartöflur fram í mars FLESTAR TEGUNDIR GRÆNMETIS TIL HJÁ GRÆNMETISVERSLUNINNI Þormóður Guðlaugsson kom allreiður á Þjóðviljann fyrir helgi. Hann er 100% öryrki og sagöi að það væri langt fyrir neöan hundalif sem þeim væri ætlað að lifa. Taldi hann af og frá aö 100% öryrkjar eða gamalmenni gætu unnið og ættu ekki heldur að gera það. Mikill fjöldi þessa fólks hefur aðeins 41.584 krónur i lifeyri á mánuði og er þá tekju- trygging þar innifalin. Þó aö tekjur fólks geti náð 56.084 kr. án þess aö tekjutryggingin falli niður, eins og fram kom i ræðu Eðvarðs Sigurðssonar á ASl- þingi, þá er það miklu hærri upphæö en fjöldinn hefur. Þormóöur sagði að ef fólk léti sérnægja að borða eina máltíð á dag, en auðvitað hlyti það aö drepast á þvi fyrr eða siðar, mætti gera ráð fyrir aö lægsta kjötmáltið kostaði á mat- sölustað 990 krónur en fisk- máltið 790 krónur. Fimmtán kjötmáltiðir gera þá 14.850 kr. en 15 fiskmáltiðir 11850 kr. Ef gert væri ráð fyrir fjórðung úr mjólkurlitra á dag á matsölu- stað væru það 1.444 krónur. Með 10.000 króna húsaleigu verða þetta samtals 38.144 kr. og eru þá eftirstöðvarnar af ellilif- eyrimum 3.440 krónur. Þá er eftir að borga alla þjónustu t.d. strætisvagna, klæöi og skó. Þetta væri ekkert á við hundalif þvi að hundar fengju amk. tvisvar að borða á dag. Það má segja að öryrkjar sliti litið Þormóður Guðlaugsson. fötum ef þeir sitja i hjólastól en þeir þurfa þó altént nærföt eins og annað fólk. Þjóðfélagið ætlast til þess að þetta fólk lifi á betli, sagði Þormóður. Ég tel mig ekki eiga bömin, þó aö ég hafi getið þau, þvi að þau eru ekki þrælar minir. Þau hafa nóg að berjast fyrir sinu eigin lifi. Að lokum sagöist Þormóður hafa unnið alla sina ævi bæði til sjós og lands og ekki eiga rétt á neinum lifeyrissjóði. —GFr Þrátt fyrir rýra uppskeru kartaflna á siðastliðnu hausti á Suðurlandi, eru horfur á að þær muni endast út febrúarmánuð. A Norðurlandi var uppskera viðast hvar góð og þar munu innlendar kartöflur verða á markaðnum fram i april. Hingað til hefur verið mjög góð nýting á kartöflum á Suðurlandi, litið um skemmdir, en töluvert smælki. Fram að þessu hafa nær eingöngu verið seldar kartöflur i II. verðflokki, sem eru fremur smáar. En frá og með þessari viku verða á markaðnum kartöflur i I. verðflokki sem eru jafnari að stærð, og litið um smáar kartöflur i þeim flokki. Það eru felstir sammála um að bragðgæði kartaflanna hafi verið með besta móti i haust og vetur. Grær.metisverslun land- búnaðarins mun fá um 500 tonn af pólskum kartöflum eftir áramót og i vor hafa verið tryggðar kartöflur erlendis frá sem ættu að duga þar til nýjar italskar kartöflur koma á markaðinn. Þrátt fyrir lélega uppskeru kartaflna viðast hvar i Evrópu, hefur ekki verið sett á útflutningsbann, en frá Banda- rikjunum og Kandada hafa verið seldar kartöflur viða á meginlandi Evrópu. þannig að verðið hefur haldist nokkurn veginn óbreytt siðustu vikur. Flestar tegundir grænmetis eru nú til hjá Grænmetisversluninni og allt sem bendir til þess að nægilegt framboð verði á grænmeti i vetur. BÆKURNAR ÚR LJÓÐHÚSUM Ölíkar persónur eftir Þórberg Þórðarson Verð: kr. 3000 + sölusk. Sigur í Víetnam eftir Richard West Verð: kr. 1600 + sölusk. LJÓÐHÚS Laufásvegi 22 Reykjavik Pósthólf 629 Simi 17095, 35724.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.