Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1976 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúia 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. ÞAÐ ER BEÐIÐ OG LEITAÐ LAGS Þann 26. nóvember s.l. lauk i Reykjavik viðræðum sendinefndar Efnahagsbanda- lagsins við islenska ráðherra og embættis- menn um fiskveiðimál. Þar var rætt um fyrirhugaða samninga milli Islands og Efnahagsbandalagsins um svokölluð gagnkvæm fiskveiðiréttindi og fleira. 1 lok þeirra viðræðna gaf formaður sendinefndar Efnahagsbandalagsins, Finn Olav Gundelach. sem er einn af fram kvæmdastjórum EBE út yfirlýsingu á fundi með fréttamönnum. Morgunblaðið greindi frá yfirlýsingunni á þessa leið næsta dag: ,,1 yfirlýsingunni sagði Finn Olav Gundelach, að hann væri sannfærður um, að þegar formlegar viðræður hæfust i des- ember mundu báðir aðilar gefa út yfirlýs- ingu um það, hvernig þeir mundu haga stjórn fiskveiða, hvor á sinu svæði, og á grundvelli þeirra yrði unnt að hefja árangursrikar samningaviðræður, sem markvisst stefndu að lausn. Þá sagðist Gundelach jafnviss um það að aðilar myndu sjá til þess, að aflaminnkun hvors aðila á svæði hins yrði ekki of skyndileg.” Þannig lýsti sem sagt Gundelach sann- færingu sinni að loknum viðræðum seint i nóvember við Einar Ágústsson, Matthias Bjarnason og Geir Hallgrimsson. Enginn þarf að láta sér detta i hug, að Gundelach hafi séð ástæðu til að lýsa þess- ari sannfæringu sinni um stöðu samninga- málanna án þess, að hafa i þeim efnum við sterk rök að styðjast, byggð á viðræðunum við islenska ráðherra. Og sérstök ástæða er til að undirstrika, að ráðherrarnir Einar Ágústsson og Matt- hias Bjarnason, sátu hnipnir undir lestri Gundelachs á yfirlýsingu sinni og hreyfðu engum mótmælum. Nú er hins vegar sýnt, að ekki verður af samningum i desember svo sem til stóð. Og á blaðamannafundi i Briissel nú þann 20. des. gaf Gundelach nýja yfirlýs- ingu. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins sagði hann þá m.a: „að íslendingar virt- ust hafa skipt um skoðun varðandi veiði- heimildir til handa EBE á þessu stigi, vegna stjórnmálaástands heima fyrir.” Það er mjög fróðlegt að bera þessar tvær yfirlýsingar saman. Þær segja svo ljóst sem verða má, að i Reykjavikurvið- ræðunum seint i nóvember hafa islensku ráðherrarnir gefið mjog mikið undir fót- inn með samninga strax i desember. Seinna, þegar i ljós kom hversu alger and- staðan gegn þvi að hleypa Bretum inn i landhelgina á ný reyndist vera, —þá hefur sem betur fer komið hik á þá Einar, Matt- hias og Geir, og þeir látið Gundelach vita, að þeir bara treystu sér ekki ,,á þessu stigi” — „vegna stjórnmálaástands heima fyrir”. Þetta er gott svo langt sem það nær, og sýnir hvaða áhrif sterkt og vakandi al- menningsálit getur haft. En sist af öllu skulu menn þó gleyma þvi nú, að hættan á samningum er f jarri þvi að vera liðin hjá. Það er beðið og leitað lags. Efnahags- bandalagið hefur sent rikisstjórn Islands tilboð um bráðabirgðasamkomulag. Ekki hefur fengist gefið upp, hvað i þessu til- boði felst. Þá hefur EBE einnig lagt fram uppkast að rammasamkomulagi til hvorki meira né minna en 10 ára. 1 janúar má búast við að Efnahags- bandalaginu takist að jafna sin innri ágreiningsmál varðandi rétt einstakra rikja i hinni nýju fiskveiðilögsögu, og að þá muni að utan verða þrýst á islenska ráðherra af vaxandi þunga.—Þá reynir á, að ráðherrar og þingmenn stjórnarflokk- anna verði látnir hafa hitann i haldinu hér heima. Bresku togararnir fóru úr landhelginni 1. des. Undir engum kringumstæðum má hleypa þeim innfyrir aftur meðan ástand fiskistofna er eitthvað i likingu við það sem nú er. Hér er ekki eitt tonn, ekki einn fiskur aflögu. Fiskverndarmálum i islenskri landhelgi verðum við Islendingar að stjórna einir og sjálfir af skynsamlegu viti. Við eða okkar hagsmunir munu hins vegar alls engu ráða um það, hvernig rikjasamsteypa Efnahagsbandalagsins hagar fiskveiðum og fiskivernd i sinni 200 milna lögsögu. Þar ráða hagsmunir EBE-rikjanna, en ekki okkar. Allt tal um það, að ef við gerum þetta eða hitt fyrir Efnahagsbandalagið, þá muni það innan sinnar landhelgi vernda fiskveiðihagsmuni okkar, — slikt tal er hugarfóstur eitt án tengsla við veruleik- ann. Þar munu hagsmunir EBE rikjanna einir ráða i bráð og lengd. Það er t.d. ljóst, að Efnahagsbandalagið mun ekki gera ráðstafanir til að vernda þorskinn við Grænland af umhyggju fyrir okkur, eða vegna samninga við okkur. Hins vegar kann EBE að gera slikar ráðstafanir vegna hagsmuna sinna aðildarrikja, hvað sem okkur liður. Um þessar meginstaðreyndir breytir það engu, þótt þorskar eigi það til, svo sem al- kunnugt er, að takast ferð á hendur yfir sundið milli Islands og Grænlands. k. Vafasöm ákvörðun Visir heldur áfram að gagnrýna refskákina, sem stjórnarflokkarnir höfðu i frammi i sambandi við kjör á Alþingi i bankaráðin. I forystu- grein blaðsins i gær kemur enn fram fullyrðing um að Framsóknarmenn hafi gert kjör Kristins ' Finnbogasonar i bankaráð Landsbankans aö úrslitaatriði fyrir framhaldi stjórnarsamvinnunnar: „Sjálfstæðismenn og framóknarmenn á Alþingi komu sér saman um að endurnýja siðferðisgrundvöll stjórnar- samstarfsins með kosningu i bankaráð Landsbankans. Framsóknarmenn gerðu það að úrslitaatriði fyrir áframhaldandi stjórnar- samvinnu að oddviti hús- byggingarsjóðs flokksins yrði endurkjörinn i bankaráð stærsta viðskiptabankans. Eins og á stendur verður að telja þessa sameiginlegu ákvörðun þingflokka stjórnarinnar vafa- sama. Við kjör i bankaráðin vakti það einnig athygli, að þing- flokkar rikisstjórnarinnar veittu Alþýðuflokknum ekki stuðning til þess að tryggja kjör fulltrúa hans, þó að Alþýðu- flokkurinn hafi ekki þingstyrk til þess að fá fulltrúa i nefndir eða ráð, sem skipuð eru fimm fulltrúum, hefði fyrir margra hluta sakir verið eðlilegt að veita honum aðild að stjórnum a.m.k. sumra mikilvægra stofnana. I þessu sambandi er einnig rétt að vekja athygli á nauðsyn þess að setja bankaráðs- mönnum ákveðnar starfsreglur. Sumir þeirra hafa starfað árum saman sem eins konar tösku- bankastjórar. Þeir eru úgefendur á vixlum eða selja þá eigin bönkum. Það liggur i augun uppi, að erfitt er fyrir þessa aðila að rækja lög- bundið eftirlitshlutverk sitt með rekstri bankanna. En rétt er að leggja áherslu á, að banka- ráðsmenn eru ekki allir undir sömu sök seldir i þessum efnum, þeir eru ekki tösku- bankastjórar upp til hópa”. Afstaða fyrr- verandi verka- lýðsleiðtoga Ein af þeim breytingum sem fékkst fram við 3. umræðu um Sverrir fjárlögin var tillaga Eðvarðs Sigurðssonar, Guðmundar H. Garðarssonar, Gylfa Þ. Gisla- sonar og Karvels Pálmasonar um 2ja miljóna framlag i stofn- kostnað Listasafns ASt. Enginn þurfti að vera hissa á þvi að þingmenn eins og Ellert Schram, Guðlaugur Gislason, Jón G. Sólnes, Pálmi Jónsson og Steinþór Gestsson væru reiðu- búnir til þess að opinbera fjandskap sinn við verkalýðs- hreyfinguna með þvi að vera á móti þessu menningarframlagi. Hinsvegar segir það sina sögu, að fyrsti formaður Lands- sambands isl. verslunarmanna, fyrrv. verkalýðsforinginn Sverrir Hermannsson, skyldi vera andvigur þessu framlagi til verkalýðshreyfingarinnar. Hann var jú aldrei annað en flokkspólitiskur útsendari i verkalýðshreyfingunni. Þróumst með hraða snigils Manilla-ræða fjármála- ráðherra var rikissjóði dýrari en búist var við. Það var ekki einvörðungu um kostnaðinn við stóra sendinefnd á fund Alþjóðabankans að ræða. Hún hefur dregið lengri slóða. Svo brýndi Matthias aðrar þjóðir að standa sig i framlögum til þró- unarlanda að hann var að lokum brýndur til dáða á eigin orðum. Tillaga Gils Guðmundssonar um hækkum á framlagi Islands i þróunarsjóð sameinuðu þjóðanna úr 13 i 50 miljónir var að visu felld. En svo brýndi Gils Matthias i Þjóðviljabréfum sin- um til nafna hans ritstjórans, að honum lærðist loksins að blygð- ast sin. Milli annarrar og þriðju umræðu féllst ráðherrann á að leggja til að framlagið yrði 25 miljónir króna. Og við það sat. Þetta er að visu dropi ,i hafiö miðað við það markmið Sam- éinuðu þjóðanna, sem þær hafa sett sér og islendingar samþykkt að rikar þjóðir einsog við, skuli verja 1% af þjóðar- tekjum sinum til þróunarað- stoðar. En við höfum aðeins rétt úr kútnum, og það er mest um vert. Sérstaklega vegna þess að sendimenn okkar i New York höfnuðu nýlega fjárveitingu frá Þróunarstofnun S.Þ. til næstu fimm ára, en hún gerði ráð fyrir 38 •miljón 'krónu þróunarfram- lagi til Islands á ári. Tilboðinu Gils var að visu ekki hafnað að frumkvæöi islendinga, heldur munu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa kvartað við utanrikisráðuneytið og bent þar á að það jaðraði við að vera óviðurkvæmilegt, ef Islendingar héldu áfram að þiggja þessa þróunarhjálp. Með hraða snigilsins þokumst við þó áfram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.