Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 1
UOWIUINNI Fimmtudagur 23. desember 1976 — 41. árg. —289. tbl. MENGUN FRÁ ÁLVERI KOMIN LANGT YFIR HÆTTUMÖRK SJÁ BAKSÍÐU Haraldur Þór Jónsson afgreiöslumaöur á Vlöimel 35hampar hér kæstri skötu og býr sig undir miklar annir á morgun viö söluna. Mynd:-gsp Kæst skata á borðum — Jú, hún er óneitanlega ansi sterk ýldufýlan af skötunni þegar maöur hefur látið hana standa i hálfan mánuð til þess eins að úldna duglega áður en hún fer i saltið, sagði fisksalinn að Viðimel 35 1 gær, þegar við fengum að kikja á skötuna, sem i dag verður svo viða á borðum. Hann mun kominn frá Vest- fjörðum sá ágæti siður að hafa ævinlega kæasta skötu til matar á Þorláksmessunni og eru þeir fjölmargir sem hafa þá venju i heiðri. Að sögn félaganna á Viöimel hefur a.m.k. mikið verið spurt um kæsta skötu siðustu dagana og hefur salan i dag verið i undirbúningi i heilan mánuð. Og það verður seint sagt að hann sé sérstaklega snyrtilegur þessi undirbúningur. Skatan er tokin beint úr bátunum og látin standa i.stampi i hálfan mánuð. Þar úldnar hún meira og meira með hverjum deginum sem liður og þykir mönnum ekki nóg um fyrr en að tveimur vikum liðnum. Þá er skatan þrifin og lagfærö og siðan sett i salt iaðrar tvær vikur. Að þvi loknu stendur hún i hreinu rennandi vatni i tvo sólarhringa og ferð þaðan beint á boröið hjá neytandanum, sem borðar af bestu lyst,.. án þess að hafa nokkrar áhyggjur af þvi sem á undan er gengið. —gsp Rannsókn handtökumálsins keyrö af hörku: „Þetta eru ánægjuleg réttarhöld og koma mér alls ekki á óvart” — sagði Haukur Guðmundssson rannsóknarlögreglumaður í viðtali við Þjóðviljann — Ég get ekki sagt að það hafi komiö mér verulega á óvart að handtaka Guðbjarts eða bilstjóra hans skyldi hafa ,einhver eftir- köst, enda þótt ég ætti e.t.v. ekki von á þvi að þau yrðu jafn hastar- leg og raun ber vitni, sagði Hauk- ur Guðmundsson rannsóknarlög- reglumaður i Keflavik I samtali við Þjóöviljann i gærkvöldi en hann gekkst I fyrradag undir 6 klst. langar og strangar yfir- heyrslur hjá skipuðum, umboðs- dómara vegna meintrar ólög- legrar handtöku á bílstjóra Guðbjarts Pálssonar. — Rannsóknarlögreglum aður getur alltaf átt von á þvi að starf hans sé illa þokkað af ráðandi mönnum og þegar glimt er við ákveðin öfl i þjóöfélaginu kemur manni ekkert á óvart þótt gripiö sé svona i taumana. Hins vegar verð ég að játa að ég undrast það hversu hratt þessi rannsókn er keyrð áfram miðað við hvernig tekiö hefur veriö á svona málum hingað til. Viö Kristján Pétursson höfum t.d. reynt mikið til þess að flýta rannsókn á meintri ólöglegri handtöku tveggja bandaríkja- manna I nóvember árið 1975 en, þrátt fyrir tilmæli okkar margi- trekuö hefur enginn.skriður verið á þeirri rannsókn og er ekki að búast viö þvi að henni ljúki á þessu ári. Seinna málið, þ.e.a.s. þetta Guðbjartsmál, hefur hins vegar verið keyrt áfram af ómældri vinnugleöi og mér sýnist þvi augljóst, að i islenska réttar- farinu sé ekki sama hvort Jón eða Sr. Jón eigi I hlut. Þarfyrir utanfinnst mér dálitið undarlegt að fulltrúi saksóknara rikisins, Hallvarður Einvarðsson varasaksóknari.skulihafa hlýtt á alla yfirheyrsluna yfir mér og mér hefur raunar skilist að hann hafi verið viöstaddur allar yfir- heyrslur i málinu, en mér vitan- lega er það mjög óvenjulegt ef ekki einstakt i tilfellum sem þess- um. En mér finnst þessar yfir- heyrslur á margan hátt ánægju- legar, hélt Haukur áfram. — Steingrimur Gautur Kristjánsson Framhald á 14. siðu Haukur Guðmundsson „Maður getur alltaf átt von á þessu þegar glímt er við ákveðin sterk öfl í þjóðfélaginu” Loðnuver- tíðin varð glæsileg Loðnuvertiðinni, sem hófst um miðjan júlimánuð, lauk 20. desember og mun heildaraflinn hafa orðið um 110 þúsund tonn. Siðasta daginn fengu fjögur skip afla,.eða öll sem voru við veiðar, og voru það Arsæll KE með 250 lestir, Sæbjörg VE með 280 lestir, Grind- vikingur GK með 600 lestir og Súla EA með 650 lestir. öll sóttu þau loðnuna um 10-15 milr.r inn fyrir miðlinuna á milli Islarlds og Grænlands. Loðnuvertiðin fór fram úr vonum þeirra bjartsýnustu og voru það um 25 bátar sem fiskuðu þau 110 þúsund tonn sem veiddust. Heildarverð- mæti aflans er mikið og voru gjaldeyristekjurnar af hon- um um tveir miljarðar króna. Aflahæstu skip voru Sigurður frá Reykjavik og Súlan frá Akureyri. Ekkert bendir til þess að ekki hefði verið unnt að halda loðnuveiðum áfram al- veg til vorsins, en hér verður þó látið staðar numið i bili. —gsp HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Opið fram á kvöid á eftirtöldum stöðum: Gömlu afgreiðslu Þjóðviljans, Skóla- vörðustig 19, sími 17500. Skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, simi 28655. Afgreiðslu Þjóðviljans Siðumúla 6, sími 81333. Hjá umboðsmönnum Þjóðviljans um land allt. Siá baksíðu í dag veröur dregiö í Happ- drættinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.