Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 — Þarsem allir aftrir litlir hundar f sjónvarpinu eru vitlausir I þennan hundamat, þá getur þú gjört svo vel aftéta þetta... — Ætlarftu að hætta efta hvaft, ástin min — auglýsingarnar eru búnar.... 9 y €~~lzk — Eftir tvær minútur koma augiýsingar, og þá eruft þér vinsamlegast beftnir aft vera til staðar á ný.... — Oj.bara, ég hélteitt andartak aft þetta væriauglýsing fyrir bjór., bækur Ingimar Eriendur Sigurftsson. Ný Ijóðabók eftir Ingimar Erlend Út er komin ný ljóftabók eftir Ingimar Erlend Sigurftsson og hefur hún heitiö Veruleiki draumsins. Bókin er 120 bls. og í henni 45 ljóð, sem skiptast i niu flokka, sem svo eru nefndir: Draumur veruleikans, Vegir, Vegleysur, Skammdægur,' t í gróandanum, Ast i meinum, Skáld og menn, Skáld og Veru- leiki draumsins. Otgefandi er (Letur, kápumynd gerði Sigriöur Freyja Sigurðárdóttir. Þetta er niunda bók Ingimars Erlendar, sem út kemur á islensku, og fimmta ljóðabók hans. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Sunnanhólmar, kom út 1959. Auk ljóðanna hefur hann sent frá sér eina smásagnabók, Hveitibrauðs- daga, sem kom út 1961, og þrjár skáldsögur, Borgarlif, Islands- visu og Undirheim. tslandsvisa kom út á norsku 1975, þýdd af As- björn Hildremyr. Tvœr barna- bœkur frá Iðunni Bókaútgáfan Iðunn hefur gef- ið út tvær nýjar bækur i bóka- flokknum um Kalla og Kötu eft- irMargret Rettich, en þetta eru litmyndabækur ætlaðar ungum börnum. Nýju bækurnar heita Kalii og Kata eiga afmæli og Kalli og Kata eignast gæludýr.Höfundur bókanna er þýskur, en þær eru prentaðar i Englandi i sam- vinnu við útgefendur i mörgum löndum. — Anna Valdimars- dóttir þýddi báðar bækurnar. Aður eru komnar út bækurnar Kalli og Kata i leikskólá og Kalli og Kata á ferðalagi. Önnur bókin um Morgan Kane önnur bókin i bókaflokknum vinsæla um MORGAN KANE er nú komin út. Hún ber heitið ,,I klóm drekans” og fjallar um viðureign Kanes við glæpamann, eins og þeir gerðust verstir i Villta Vestrinu. Fyrstu bókinni „ENGINN MISKUNN”, sem kom út fyrir skömmu, var vel tekiö. Opnir gluggar - Ijóðabók eftir Guðrúnu Guðjónsdóttur Opnir gluggar nefnist ljóðabók eftir Guðrúnu Guðjónsdóttur, sem nýkomin er út hjá bókaútgáf- unniLetri h.f. I bókinni eru mörg frumort ljóð, auk nokkurra þýð- inga á ljóðum ýmissa erlendra skálda. Bókin er 123 blaðsiður. A kápú er mynd af ofnu teppi sem unnið er upp úr hluta af ögmundarbrik i Þjóðminjasafni. Nokkrar myndir eru i bókinni, m.a. Lúsiu-mynd eftir Guðrúnu Hreggviösdóttur og myndir af hringum eftir Hafdisi óskars- dóttur. Aður hefur Guðrún Guð- jónsdóttir gefið út barnasögur: Dúfan og galdraskatan 1972, Mæja páfagaukur 1976 og Gunna og kisa, 1976. Kaupfé lagssaga Norður- Þingeyinga Ot er komin saga Kaupfélags Norftur-Þingeyinga, sem Björn Haraldsson hefur skrifað og er bókin gefin út i tilefni þess, að 1974 voru áttatiu ár frá stofnun þessa félags, sem svo mjög hefur komið við sögu samvinnu- hreyfingar á Islandi. Höfundur segir i formála að önnur saga hafi komiö út á fimmtungsafmæli félagsins, en sé hún löngu ófáanleg. Hann segir og „kveikja þessarar bókar eru þau fornu Sannindi, að saga liðins tima er undirstaða þeirrar mann- félagsbyggingar, sem nútiminn er að reisa hverju sinni”. Þetta er allmikið rit, um 200 bls. i stóru broti og fylgir mynda- kostur mikill. Þar er rakin saga félagsins, hlutverk þess á hinum ýmsu sviðum viöskipta og fram- leiðslu, umsvif þess i einstöku byggðarlögum. Þorláksmessa 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Jón Bjarman les þýöingu sina á sögunni „Marjun og þau hin” eftir Maud Heinesen (11). Tilkynningar kl. 9.15. Létt lög á milli atriða. Vift sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson jtalar við sjómannskonu.' A frivakt- inni kl. 10.40: Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.30 Brautin rudd, — fimmti þáttur Umsjón: Björg Einarsdóttir. 15.00 Jólakveftjur Almennar kveðjur, óstaðsettar kveðjur og kveðjur til fólks, sem ekki býr i sama umdæmi. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 „Helg eru jól” Jólalög i útsetningu Arna Björns- sonar. Sinfóniuhljómsveit tslands leikur, Páll P. Páls- son stjórnar. 19.55Jólakveftjur Kveðjur til fólks i sýslum landsins og kaupstöðum (þó byrjað á almennum kveðjum er ólok- ið verður). — Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Jólakveftjur — framhald — Tónleikar. (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Auglýsing um lausar stöður við Fiskmat ríkisins 1 samræmi við ákvæði laga nr. 94/1976 um skráningu og mat fasteigna eru eftirtaldar stöður við Fasteignamat rikisins hér með auglýstar lausar til umsóknar. 1) Tvær stöður tæknifræðinga. Launafl. A-17 2) Staða húsaskoðunarmanns. Iðn- menntun áskilin. Launafl. B-10 3) Staða viðskiptafræðings. Launafl. A-19 4) Staða skrifstofumanns. Launafl. B-10 5) Fjórar stöður tæknifræðinga með bú- setu utan höfuðborgarsvæðisins, hver i sinu umdæmi, en þau eru: Vesturland og Vestfirðir i(umdæmi I); Norðurland (umdæmi II); Austurland (umdæmi III) og Suðurland (umdæmi IV). Launafl. A-17. Nánari upplýsingar um framangreind störf gefur forstjóri Fasteignamats rikis- ins. Umsóknir sendist fjármála- ráðuneytinu, eignadeild, fyrir 7. janúar n.k. Fjármálaráðuneytið, 17. desember 1976 YINNINGSNtMER í LANDSHAPPDRÆTTI UMFI 1976 1. 2970 Litasjónvarp..................... 280.000,-kr. 2. 10218 Litasjónvarp................ 240.000,- kr. 3. 10106 Stereo-hljómflt.m/útv........... 138.000.-kr. 4. 10603 Sólarlandaf. m/Ferðamiöst hf... 60.000,-kr. 5. 5692 Sólarlandaf m/Ferðamiðsthf..... 60.000.-kr. 6. 2950 Sólarlandafm/Ferðamiösthf...... 60.000.-kr. 7. 6677 Ferðaútvarp m/Segulbandi........35.000.-kr. 8. 7136 Ferðaritvél.................... 21.000,-kr. 9. 2202 Ferðaritvél..................... 21.000,-kr. 10. 14704 Ferðaútvarp......................19.000.-kr 11. 8634 Ferðaútvarp.......................8.000,-kr 12. 19622 Vasatölva........................8.000,- kr 13. 12886 VaSatölva.........................8.000,-kr 14. 1826 Iþróttabúningur..................6.000,- kr 15. 8471 íþróttabúningur...................6.000.-kr 16. 5018 íþróttabúningur...................6.000.-kr 17. 19057 Iþróttabúningur...................6.000,-kr 18. 2888 Bækureftireiginvali...............6.000.- kr 19. 7475 Bækur eftireigin vali .............6.000.-kr 20. 9391 Bækur eftir eigin vali ...........6.000,-kr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.