Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StDA 11 BÓKA- SPJALL Á ÞORLÁKS- MESSU Þær fréttir sem dagblöðin hafa verið að segja af metsölu á bókum minna rækilega á það, hve mikinn þátt minningabækur hverskonar eiga i islenskri bókaútgáfu, og þessi vertið er ekki undantekning, nema síður væri. Þær þrjár bækur sem einna fyrst eru nefndar i sam- bandi við mikla sölu eru allar af þessum flokki: úngur eg var eftir Halldór Laxness, sjálfs- mynd séra Jóns Auðuns og Ólafs saga á Oddhóli sem Dagur Þorleifsson skráði. Mikil eftirspurn eftir bók Halldórs þarf að sjálfsögðu engra skýringa við. Ahugi manna á spiritisma færist yfir á bók séra Jóns Auðuns. Að þvi er varðar samtalsbók þeirra Ólafs og Dags, þá munu margir láta sér til hugar koma, að þar sé um árangur hnitmiðaðrar aug- lýsingaherferðar að ræða. En auglýsingaherferð er i sjálfu sér ekki næg skýring, hún veröur að byggja á einhverjum raun- verulegum forsendum. Kannski getum við kallað þær forsendur blátt áfram áhuga á grannan- um, á þvi sem gerist i næsta húsi. Ekki endilega hjá frægðarfólki og foringjum, heldur hjá mönnum sem menn kannast vel við, hafa algeng viðhorf til hinna helstu fyrir- bæra — en um leið þarf þessi ná- granni, sem athyglin hefur beinst að, að hafa lent i fleiri til- dragelsum en þú sjálfur og vera ófeimnari við aö segja frá þeim. Mörg eru dæmin, gömul og ný, af þvi,að bókagerð sem þessi hefur sina galla. Það er sjaldan að frásögnin er fylgin sér, að fyllt er út i eyður, duttlungar minnisins ráða miklu meiru en umhugsun, yfirvegun, viðleitni til að ná utan um ákveðin fyrir- bæri i samfélagi og mannlifi sem viökomandi glimir við. A hinn bóginn geta þessar bækur verið skemmtilegt myndasafn, með sérstæðum uppákomum, tilsvörum, furðúfuglum, athugasemdum - sem hver og einn getur notað á sinn hátt eftir lestur. Af þessum hlutum er mikið i bók Ólafs og Dags, hún verður ekki daufleg og lang- dregin eins og margar minningabækur, og skrásetjari lætur sögumann stiga fram um- búðalaust eins og hann er klæddur, innrættur og máli far- inn. Ólafur á Oddhóli er sérstæð persóna, en um leið dæmigerður fyrir allstóra hópa manna. Aldamótamaður sem hefur viða flækst og við margt fengist. Hann er einkum og sér i lagi dæmigerður fyrir ævintýralega afstöðu til fjármála, sem hér er útbreidd og mætti lýsa með for- múlunni „hvenærhefur ekki allt reddast?” Að visu gæti Ólafur sagt sem svo, ekki aðéins vegna þess að hann er reyndar vinnu- þjarkur og ófeiminn i bönkum — hann á jafnan að einhverja peningamenn sem skrifa upp á hans vafstur þegar þörf krefur. En einnig það sýnist furðu algengt hér um slóðir. Hér verður ekki um þessa bók fjallað nánar að sinni, en það væri freistandi að nota hana betur i úttekt i ævisagnasmið á tslandi — hvað i henni kemur fram og hvað ekki. Þvi allir — eða svo gott sem — eru i þeirri smiði miskunnsamir við sjálfa sig, þótt stundum takist að láta það dult fara — og hvað sem liö- ur allri „hrinskilni” um kvennafar og annað þessháttar. Æviminningar eru sem fyrr segir einna mest áberandi þátt- ur bókaútgáfu i ár, og skulum við hér minna á tvo bolsa ágæta, æskusögu séra Gunnars Bene- diktssonar, sem lauk á þvi hann kastaði hempu, og fyrsta bindi Tryggva sögu Emilssonar. Ef einhver ný bók fellur undir hug- takið öreigabókmenntir þá er það þessi — hún segir frá þvi Fátæka fólki, sem ekki átti neina þá aö, sem skrifuðu upp á vixla. Þegar þessi saga lengist, verður fróðlegt að bera hana saman við sögu Theódórs Friðrikssonar sem er sá fyrir- rennari Tryggva sem fyrst kemur upp i hugann. Fjölmiðlun og þá sérstaklega sú auglýsingatækni, sem bundin er við sjónvarp, hlýtur að hafa þau áhrif að sæmilega mikil salá'verður á heldur færri bók- um en áður. Þaö er augljóst, að útgefendur veðja beinlinis á eina til fjórar bækur hver, mis- muna sjálfir eigin afurðum, segja við landsfólkið: þessar skulu verða okkar metsölubæk- ur. Maður gæti ætlað að þetta hefði þau áhrif, að bókum á markaði fækkaði, en það hefur enn ekki gerst. En vera kann að eitt af þvi sem látið er virka til mótvægis við happdrætti og streitu jólamarkaðarins sé auk- in áhersla sem útgefendur leggja á að koma sér upp ritröð- um. Það hafa fleiri ritsöfn verið i gangi en oft áður og endurút- gáfur, stundum mjög nýlegra verka. Jóhannes úr Kötlum, Guömundur Böðarsson, Davið Stefánsson og Þórbergur eru nú aðgengilegir i slikum ritröðum, og þar að auki gátum við kynnst rithöfundnum Þórbergi i fæð- ingu i elstu ritgerðum hans sem komu nú út i bókinni Ólikar per- sónur. Og Jón frá Ljárskógum kemur út i úrvali og Guttormur vesturislendingur, ágætt þátta- safn Jónasar Arnasonar, Vetur- nóttakyrrur, er endurútgefið, og métsölubók Björn Th. frá þvi i fyrra og að sjálfsögðu ljóðabæk- ur Ólafs Jóhanns, sem unnu til frægra verðlauna. Mér sýnist að islenskar skáld- sögur nýjar séu heldur færri á markaði en venjulega. Þar undir falla mjög hefðbundin tilbrigði við islenska skemmtisögu. En þar fyrir ut- an er úr tölverðu að moða: Guð- bergur heldur áfram sinum bálki af Önnu-Katrinu og þvi fólki, Þorgeir Þorgeirsson skyggnist á bak við glansmynd, Thor Vilhjálmsson ferðast áfram um heim sem er hverfull og óáreiðanlegur, Pétur Gunnarsson þjappar saman reynslu sinnar kynslóðar, Liney Jóhannesdóttir spyr um sam- hjálp frá vinum til handa þeim sem standa mjög höllum fæti i tilverunni. Sem fyrr er mikiö gefið út af ljóðum, og er sjálfs- útgáfa nýliða mikiíl þátt- ur af þeirri útgáfu. Það sætir kannski einna mestum tiðindum að stórmeistarar ljóðaþýðinga eru báðir á ferð og fara ekki alfaraleiðir i verk- efnavali : Jón Helgason sækir aftur i aldir kveðskap um upp- haf og dauða og holdsins fall- valtleika, Helgi Hálfdanarson glimir við hin knöppu ljóðform japana, tönku og hæku. ‘Hannes Pétursson lætur öðru fremur uppi afstööu sina til bókmennta i safni ljóða og lausmálsþátta. Baldur Óskarsson og Hrafn Gunnlaugsson eru mættir til leiks, Ási i Bæ yrkir sögulegan og pólitiskan bálk um Græn land, Jóhann Hjálmarsson skrifar borgaralega ljóðadag bók og Birgir Svan andborgara lega. Bækur um sögu, pólitisk húmanisk fræði eru reyndar «i margar. Það var þarft verk af gefa út ritgerðir Kristins E. Andréssonar, en fyrra bindið er frá hinu sögulega og áfenga baráttuskeiði Rauðra penna eins og menn mega vita Matthias Jónasson fjallar um umdeilda hluti og merkilega ; riti sinu „Frumleg sköpunar gáfa”. Andrúmsloft galdra aldar reynist furöu nærtækt við- fangsefni eins og fram kemur i galdrabók Siglaugs Brynleifs- sonar. Sigurður Ragnarsson fræðir menn um sögu Rómönsku Ameriku, sem er fróðlegust álfa, ef menn vilja reyna að gera sér grein fyrir svokallaöri framvindu heims mála á næstu árum. Og það var búin til bók um 30.marz 1949 — sem minnir meðal annars á það. hve mikið er af merkilegum við- fangsefnum ’ir islenskri sögu okkar tima fyrir sagnfræöinga að spreyta sig á, og sem betur fer eru þeir byrjaðir að láta undan þeim freistingum. — A.B EFTIR ÁRNA BERGMANN The InternationaI Thesaurus of Quotations complied by Rhoda Thomas Tripp. Penguin Books 1976. Tilvitnanasöfn eru ágæt fyrir letingja, sem ekki nenna að lesa klassikina eða merkari bækur sem út hafa komið undanfarin fimm hundruðár. En þar sem svo mikið hefur komið út af merkum bókum aö það er ofviða sérhverjum að pæla i gegn um þá hlaða bóka, þá eru slikar uppflettibækur bráðnauðsyn- legar. f þessari bók eru 16.000 til- vitnanir i rit sem hafa verið sam- sett undanfarin 2.500 ár i sex álfum raðað eftir merkingu. Þetta er nokkurs konar systur- bók Roget’s Thesaurus, er fjalíár um þýðingu oröa og setninga. Bókin skiptist i höfuökafla. Fyrsti er tilvitnanirnar, annar skra yfir höfunda og heimildir og tilvisanir er tilvitnanirnar, annar skrá yfir lykilorö og loks skrá yfir þau hug- tök, sem tilvitnunum er raðað undir Leiöarvisir fylgir um notkun bókarinnar og skránna sem fylgja. Höfundurinn frú Tripp vann þessa bók að ósk bandarisks útgáfufyrirtækis T.Y. Crowell og ber bókin þess nokkur merki, aö talsverður hluti tilvitn- ananna er hafður eftir lands- mönnum frú Tripps. Bók þessi kom út i Bandarikjunum 1970 og er nú endurprentuð hjá Penguin. Frú Tripp hlaut mikið lof fyrir bókina i fööurlandi sinu og vissu- lega hlýtur hún að gagnast vel bandarikjamönnum og gæti vissulega gagnast fleiri þjóðum. Bókin er alls 1088 blaösiður. þéttprentaðar. The Historical Novel. Georg Lukács. Translated from the German by Hannah and Stanley Mitchell. Penguin Books 1976. Höfundurinn segir i formála að þessi bók sé tilhlaup eða tilraun til útskýringar á vixlverkunum efnahagslegra og félagslegra þátta borgaralegra samfélaga og listrænnar tjáningar þessara þátta i vissri tegund bókmennta. Bókin var rituð veturinn 1936-37 og kom fyrst út á rússnesku. Höfundurinn leitast við að skýra eðli hinnar sögulegu skáldsögu fremur en aö lýsa þeirri tegund bókmennta. Hann telur að bókmenntagreinin hafi mótast af verkum Walters Scotts og rekur forsendurnar að þróun greinar- innar allt frá þvi á siðari hluta 18. aldar og fram á daga Roman Rol- land, Heinrichs Mann ofl. Þetta er ein þeirra bóka sem kryfja bókmenntaþróun 19. og 20 aldar hvað dýpst og er eitt lykilverka gagnrýninnar. Höfundurinn byggir á marxiskum útlistunum og aðferðum og tekst með þvi að skýra ýms atriði viðfangsefnisins á sannari hátt en ella hefði orðiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.