Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1976 Fimmtudagur 23. desember 1976 þjóÐVILJINN — SIÐA 9 Rætt við vegfarendur í innkaupahugleiðingum fyrir jólin Sovéskir skákmenn: Vilja einingu innan FIDE — segir APN Eftir Alexei Srebnitski, í þrótta f rétta skýra nda APN. Reuter skýrir frá þvi, að Max Euwe, forseti alþjóðaskáksam- bandsins (Fide) hafi visað á bug mótmælum sovéskra skákmanna .vegna samþykkta Fideþingsins i Haifa i lok október. I yfirlýsingu Skáksambands Sovétrikjanna, sem birt var 30. nóvember, eru þessar ákvarðanir kallaðar ,,ólýðræðislegar og sundrandi” og sagt að þær hafi ásamt Olymp- iuþinginu 1976 skapað hættu á ; klofningi alþjóðlegu skákhreyf- | ingarinnar. I þessu sambandi er i yfirlýsingunni lögð áhersla á brýna nauðsyn þess að kveðja saman aukaþing Fide i byrjun árs : 1977. Dr. Euwe, sem veit að auka- þing má kalla' saman samkvæmt reglum Fide, annað hvort af hon- um sjálfum eða að kröfu þriðjungs skáksambandanna i Fide, lýsir yfir i þessu sambandi: ,,Ég kysi heldur i þessu tilfelli, að Sovétrikin hefðu frumkvæðið.” Það vekur ekki athygli, þótt Max Euwe hafi ekki löngun til að hafa frumkvæði að lausn þessa mikilsverða máls fyrir alla skák- menn heims. Að úndanförnu hafa nokkrir framámenn Fide með forsetann i fararbroddi oftar en einu sinni tekið ákvarðanir, sem skapað hafa óeðlilegt ástand inn- an þessara stóru samtaka. Þrátt fyrir fjölmargar viðvaranir al- menningsálitsins i heiminum gerðu þeir ekkert til þess að flytja Olympiuskákmótið 1976 og Fide- þingið frá Israel til annars lands. Afleiðingin varð sú, að þessi stærsti viðburður i heimi skák- listarinnar varð i reynd að annars flokks keppni án þátttöku sterk- ustu liða og stórmeistara heims, og mörg þjóðasamböndin gátu ekki tekið þátt i störfum þingsins. Sovéskir skákmenn sáu með réttu fólgna undanlátssemi gagn- vart kynþátta mismunum i þeirri ákvörðun þingsins i Haifa að endurnýja aöildarrétt Skáksam- bands Suður-Afriku, sem hafði verið visað úr alþjóða skáksam- tökunum vegna kvnþáttaaðskiln- aðarstefnu rikisstjórnar S-Afriku og kynþátta mismunar, sem við- gengst á öllum sviðum iþrótta þar i landi. Hinn nýi úrskurður þings- ins, sem er niðurlægjandi bæði fyrir Fide og forseta þess, er i beinni mótsögn við ályktun Ails herjarþi.igs SÞ um alger slit samskipta við Suður-Afriku. Þingið sinnti engu áliti sovéskra skákmanna, sem studdu eindregið ákvörðun sovéska skáksambandsins um að svipta Viktor Kortsjnoj titlum sinum. 1 bréfi sem dagblaðið Sovietský Sport birti og undirritað var af 31 stórmeistara, er bent á, að Kortsjnoj „leikur nú leiki i sóða- legu pólitisku tafli” og hefur lagt út á „braut óhróðurs.” Heims- meistarinn Anatoli Karpov, ritaði einnig i blaðið um „óheiðarleik og smán” Kortsjnojs og lýsti yfir að hann væri fyllilega samdóma reiði sovéska almennings vegna ósæmilegs athæfis mannsins. En Fide setti ekki aðeins þennan titl- umsvipta skákmann á lista kepp- enda um meistaratitilinn, heldur framkvæmdi og i Haifa drátt um röðun keppenda að þeim og full- trúum þeirra fjarstöddum. Sovéskir skákmenn telja nauð- synlegt að kveðja saman auka- þing Fide i þvi skyni að koma i veg fyrir klofning þessara alþjóð- legu skáksamtaka, en hin háleitu einkunnarorð þeirra: „Við erum öll ein þjóð” eru ekki i samræmi við það andrúmsloft, sem viss öfl innan þeirra hafa skapað þar aö undanförnu. Jólamatur og jólaföt stærsti kostnaöurinn Nhei, nhei, nhei!! Námsmenn kaupa sko ekki jólagjafir fyrir námslánin sin, sagði Guölaug. Bjarni Bragi kominn úr gamla afsláttarfrakkanum I tilefni jólanna. Vikukaupið fer i jólamatinn sem er miklu dýrari en nokkru sinni áður, sögðu ólafur örn og Hafdis, sem hafa dregið verulega úr innkaupum fyrir hátíðarnar. Þrátt fyrir allt tal um kaupæði i kringum jólin, bullandi verðbólgu og óheyrilega dýrtíð verður þvi vart neitað að fyrir hátiðarnar skapast svo- litið skemmtileg stemn- ing á götum borgarinnar og þá e.t.v. ekki sist i gamla góða miðbænum, sem hefur siðustu dag- ana verið troðfullur af fólki i innkaupahugleið- ingum fyrir jólin. Menn eru i hátiðarskapi vel- flestir þegar rápað er búð úr búð, dröslast með pinkla og poka úr einum strætisvagninum i ann- an,þvi allt tilheyrir þetta jú jólunum og er óhjá- kvæmilegt upphaf að sjálfri hátiðinni og öllum þeim friði og ró sem henni fylgir. Þjóðviljamenn brugðu sér niður i göngugötuna i Austurstræti nú i vik- unni og tóku nokkra veg- farendur tali. Einkum fannst okkur forvitnilegt að fá vitneskju um hvernig aurarnir dyggðu i dýrtiðinni og hvort það væri e.t.v. erfiðara núna heldur en oft áður að gera stórfelld jólainnkaup. Einfaldlega alls engin jólainnkaup Viö fengum ekki beinlinis óska- byrjun f þessum viðtölum okkar þvi fyrsta tókum við tali Guö- laugu Pálsdóttur og hún gerir ein- faldlega ekki nein innkaup fyrir jólin að þessu sinni: — Málið er einfalt fyrir okkur sem erum að læra og þurfum að lifa á námslán- unum eingöngu, sagði Guðlaug. — Það er með herkjum að maður tóri á lánunum og þjáist ekki af næringarskorti,og á meðan þann- ig er I pottinn búið er óþarfi að hugleiða innkaup fyrir jólin. Ég gef að þessu sinni engar jólagjafir og er i bænum til þess eins að skoða fólkið og athuga hvaö er i búöargluggunum. Maður lætur sér nægja að horfa á aö þessu sinni .... svo halda allir að við kaupum ekkert annað en btla fyr- ir námslánin okkar! Átján ára gamli afsláttarfrakk- inn loks á haugana Bjarni Bragi Jónsson hagfræð- ingur Seðlabankans vildi ekkert kannast við það að hann bæri á- byrgð á allri dýrtiðinni sem svo mikið er kvartað yfir. — Ég neita þvi hins vegar ekki að verðlagið er tilfinnanlega hátt um þessar mundir og ég varð illilega var við það i morgun þegar ég loksins dreif mig f að kaupa jólanautið. Það fór drjúgur peningur i það góða kjöt og maturinn fyrir jólin verður ansi dýr. Annars hef ég einkum keypt mér föt og bækur fyrir þessi jól. Ég hef sfðustu árin dregist alltof langt aftur úr i menningunni og bókakaupin eru nauðsynleg til þess að ná sér á strik aftur. Og fötin mega ekki gleymast. Það var t.d. fyrst núna fyrir þessi jól að ég kastaði af mér átján ára gömlum afsláttarfrakka sem ég keypti á útsölu þegar ég var viö nám erlendis og festi kaup á nýrri skjólgóðri flík. Jú, auðvitaðer þetta allt saman dýrt. En ég hef aldrei upplifað jól þar sem ekki var hægt aö bera sig aumlega yfir verðlaginu þótt það verði að viðurkennast að maöur finni meira fyrir þvl núna en oft áður. Alveg blankur í kollinum... og aurasál í þokkabót Einar Gunnar Einarsson nem- lbúðarhús vitavarðarins I Svalvogum „Við unum okkur hér með ágætu m — Við reynum nú að fara þessar troðnu slóðir í undirbúningi jólanna, sagði Ólafur Jónsson fyrr- verandi auglýsingastjóri Þjóðviljans og nú vitavörð- ur í Svalvogum yst við Dýraf jörð vestanverðan er blaðið átti spjall við hann nú nýlega, en Ólafur gerð- ist vitavörður í Svalvogum á sl. vori. Tröllavegur Við erum nú ekki beinlinis i al- faraleið og hingað er hálfgerður tröllavegur. Jeppafær að visu, þegar snjólaust er,en er nú lokað- ur allri umferð. Að sjálfsögðu megum við, sem búum utan við hliðið, nota veginn, enda höfum við undir höndum viðeigandi lykla. Við skiljum nú ekki sem best þýðingu þessarar lokunar þvi yfir sumarið er vegurinn op- inn allri umferð, en svo lokað þegar komið er fram á vetur og litilla eða engra mannaferða von nema þá af þeim, sem hér búa. Það eru þrir bæir hér utan við hliðið, sem er svona miðja vegu á milli Svalvoga og Þingeyrar, tvö býli i Lokinhamradalnum á Arnarfirði og svo Svalvogar. Eft- ir þessum vegi reynir maður svo að draga að sér nauðsynjar, bæði til jóláhaldsins og hversciagslegra þarfa. Að öðru leyti er svo reynt að halda upp á jólin með tilheyr- andi andagt. Kunnum vel fásinninu Við erum hérna fjögur, við hjónin og tvö börn. Við kunnum afskaplega vel við okkur hérna, enda væri ekki hægt að vera hér að öðrum kosti. Vandamálin eru náttúrlega helst i sambandi við krakkana. Það er auðvitað ekki um skólagöngu hjá þeim að ræða. Við hjónin vorum nú við kennslu austur á landi s.l. vetur og þegar ég ræddi við menntamálaráðu- neytið um þetta þá gat ég þess, að úr þvi að okkur hefði verið trúað fyrir kennslu barna austur á Borgarfirði eystra þá hlyti að vera hægt að treysta okkur til þess að segja eitthvað til okkar eigin krökkum. Jú, mikil ósköp, það var svo sem allt i ágætu lagi og meira að segja fáið þið greitt fyrir kennsluna, sögðu þeir i menntamálaráðuneytinu. Þú færð 45% kennaralaun fyrir vikið en það hafði mér nú ekki dottið i hug, enda þótt sumir skólar séu nú ansi smáir i sniðum, eins og t.d. austur á Mjóafirði,en þar gæti ég nú samt trúað að væri heill skólastjóri. Auövitað slær maður ekki hendinni á móti svona glaðn- ingi þegar hann birtist, en ég er nú ekki farinn að sjá svo mikið sem 5 aura af honum ennþá. Og nú er málið i höndum námsstjóra. Mér skilst, að hver visi á annan. Kannski kemur aldrei nokkur eyrir, a.m.k. býst ég við að þessi hýra verði látin mæta afgangi. Allur gangur á póstferðum Þú mátt segja þeim það þarna syðra, að hér sé allt i ágætu lagi. Og ekki er veðurlagið amalegt þessa dagana, alauð jörð, 8-10 stiga hiti og aðeins grátt i hæstu fjöllum. Jú, póst fáum við nú stundum og önnumst þá sjálfir póstferðirn- ar, bóndinn hér á næsta bæ og ég. Hann fer hálfa leiðina og ég kem svo á móti honum. Það er hins- vegar allur gangur á þvi hvað oft pósturinn berst hingað úteftir. Við högum þessu svona eftir hentugleikum. Ef við höfum grun um að pósturinn sé aðallega reikningar þá erum við ekkert að flýta okkur. Erum heimakær Maður reynir yfirleitt að fara héðan sem allra sjaldnast enda eigum við ekki með góðu móti heimangengt. Hér eru vélar stöð- ugt i gangi sem sifellt þarf að fylgjast með og þess utan engin ástæða til að yfirgefa oftar en nauðsyn ber til þann stað, þar sem manni liður vel og kann vel við sig. segir Ólafur Jónsson, vitavörður í Svalvogum Lágmarksviðstaða 20 ár Nei, það er nú ekki beint fast- ákveðinn ráðningartiminn hér, en mér skilst að hann sé minnst 20 ár. Vitaverðirnir hér hafa a.m.k. allir gegnt störfum það lengi. Jó- hapn á Horni, ég held hann sé kominn yfir 20 ár. Óskar Aðal- steinn er kominn langt yfir 20, og sá, sem ég tók við athann var að ég hygg 21 ár. Svo mér skilst, að ég sé kominn hér i a.m.k. 20 ára starf. Það sé bara lágmarks skammtur. Þetta er svo sem ágætt. Úr þvi að i þetta starf er komið á annað borð er engin ástæða til þess að hlaupa frá þvi á , meðan maður getur gegnt þvi forsvaranlega og unir sér vel. Veturinn er skemmtilegasti tim- inn hér. Náttúrlega er einangrun- in miki^en það vissum við nú fyr- irfram og vorum alveg við henni búin. Karvel kemur með sjónvarpið Viö höfum hér að sjálfsögðu út- varp.en hinsvegar ekki sjónvarp. Karvel ætlar nú að laga það fyrir okkur. Ég geri ráð fyrir að við ná- um i eitthvert horn af þvi, sem hann ætlar að senda flotanum. Sjónvarpið er eiginlega það eina, sem okkur finnst vanta, það gerir vaninn. Og sú vöntun er nú kannski leiðinlegust fyrir krakk- ana. En fyrir vikið er lika meira og betur hlustað á útvarpið. Auð- vitað mundi maður nú ekki alltaf vera glápandi á sjónvarp þótt það væri fyrir hendi. En það eru svona ýmsir viðræðuþættir, sem við söknum. Mér þótti t.d. slæmt að missa af þeim sr. Emil og Brynjólfi á dögunum. Þeir segja mér það karlarnir hér i sveitinni að það hafi verið alveg frábært. Vertu svo blessaður og skilaðu kveðju til þeirra á blaðinu. ój/mhg Vitinn I Svalvogum andi sagðist hafa sloppið vel út úr jólainnkaupunum hvaö snertir fjárhagslegu hliðina. — Það hefur margt hjálpast að viö að gera inn- kaup ódýr, sagði Einar. — I einni versluninni fékk ég t.d. vitlaust til baka og svo er ég með svokallaða „frimiða” frá áiverinu sem allir starfsmenn fá ef þeir lenda ekki i vinnuslysum. Ég hef getaö versl- að drjúgt fyrir þá peninga. Annars blöskrar manni verð- lagið eins og venjulega. Ég er líka svo mikill aurapúki. Það versta við jólainnkaupin er þó að vera jafn blankur i kollinum og ég þeg- ar ég er að velja jólagjafirnar. Áberandi hve allt er miklu dýrara en áður — Við erum búin að versla fyrir jólin og voru sammála um að allir hlutir væru óhóflega dýrir um bessar mundir nema þá e.t.v. stöðumælagjöldin, sem væru langt frá þvi að vera i samræmi við verðlag i landinu. Fékk þessi málflutningur lögreglumannanna dauflegar undirtektir þeirra sem á hlýddu og spunnust af þvi tilefni langar umræður. — Annars höfum við engar á- hyggjur af stöðumælunum núna I jólaösinni, sögðu löggurnar. — Það er ærið erfiði að stjórna um- ferðinni hérna um þessar mundir og þótt bilstjórarnir séu sumir slæmir eru gangandi vegfarend- ur, að börnunum undanskildum, langerfiðustu aðilarnir I umferö- inni. Fólk æðir þvers og kruss yfir allar götur og skeytir engu um náunga sina, gangandi eða ak- andi, og er það svo sannarlega mikill höfuðverkur fyrir vakthaf- andi lögregluþjóna i jólaösinni. —gsp Einar Gunnar er aurasál og tómur I kollinum þegar hann þarf aö velja jólagjafir. Eins gott að hann skuli hafa „frímiCa” frá álverinu til aC nota I jólainnkaupin! RagnheiCur og Bergsteinn sögCu aC allt væri dýrt nema stöCumæla gjaldiC!! mikið og eigum samt mikið eftir enda þótt viö höldum að okkur höndum eins mikið og frekast er unnt, sögðu þau Ólafur örn Jóns- son og Hafdis Jónsteinsdóttir, sem röltu i búðir með Halldóru dóttur sina. — Það er áberandi hvað allir hlutir, eða að minnsta kosti langflestir, eru miklu dýrari núna heldur en áður, ef tekið er mið af tekjunum okkar og kaup- mætti þeirra. Maturinn er sér- staklega dýr og lika fötin. Við fá- um t.d. ekki jólakjól á dótturina fyrir minna en þrjú til fjögur þús- und krónur. Ólafur og Hafdis sögðust fara með a.m.k. tuttugu og fimm þús- und krónur i mat fyrir jól og ára- mót og eru þau þó aðeins þrjú i heimili. 1 barnslegri einfeldni okkar blaðamannanna þóttu okk- ur matarinnkaupin rausnarleg úr hófi fram og bárum töluna undir fleiri vegfarendur, sem voru öllu reyndari i verslunarmálum, og þótti þeim upphæðin ótrúlega lág og luku lofsyrði á ungu hjónin fyr- ir markviss innkaup og mikinn sparnað. Þannig getur dómgreind manna ruglast i óðaveröbólgunni sem hér geysar. Löggurnar gefa líka jólagjafir Tveir forsjálir lögregluþjónar voru á vakt i Austurstrætinu og höfðu gert nánast öll jólainnkaup i siðustu viku, enda standa þeir dagvaktiralveg fram að jólum og komast þvi ekki i verslanir. Lög- reglumennirnir, þau Ragnheiður Daviðsdóttir, sem er vikugömul i starfinu, og Bergsteinn Arnason, sem virtist öllu reyndari lög- reglumaður, sögðust láta maka sina að mestu um matarinnkaup

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.