Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.12.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1976 Arnór Kristj ánsson, TT ' ' 1 Fœddur 2. júlí 1900 — 11 UödVJ.JV Dáinn 3. desember 1976 Útför Arnórs Kristjánssonar, Húsavik var gerð laugardaginn 11. desember s.l. Þann dag birti Þjóðviljinn nokkrar minningar- greinar um Arnór, en hér bætum við tveim við, sem ekki höfðu bor- ist blaðinu fyrir 11. des. Það h'verfur okkur nú óðum af sjónarsvíðinu fólkið, sem mest og best barðist fyrir bættum kjörum verkalýðsins á Islandi á kreppu- árunum og allt fram að miðri öld. Baráttusögu þess á ekki að rekja hér. Hún verður aldrei fullþökkuð af okkur.feem hennar höfum notið og njótum i dag. Einn af þessum ágætu verkalýðsleiðtogum er nú hniginn i valinn;; hér á Husavik. Hann Arnór vinur okkar er látinn. Arnór fæddist 2 júni 1900 2. i röð 7 ;systkina og tviburi. Foreldrar hans voru hjónin Þuriður Björns dóttir og Kristján Sigurgeirsson, er þá bjuggu i Holti, Húsavik. Snemma mun Arnór hafa þurft að vinna fyrir sér fyrst sem vika- drengur i sveit á sumrum, og siðan strax eftir fermingu i vinnumennsku á sveitaheimilum. Ekki átti fyrir Arnóri að liggja að verða bóndi i sveit. Til Húsavikur liggur leiðin aftur og brátt verður sjómennskan hans aðalstarf. Árið 1925 giftist hann eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Elisabetu Magnús- dóttur, mestu myndarkonu, sem studdi hann dyggilega i erfiðri lifsbaráttu. Ungu hjónin hófu búskap á Jörfa á Húsavik áreiðanlega við litil1 efni, eins og alltof oft vildi verða á þeim árum. Börnin urðu Sigriður Matthild- ur húsfrú, Húsavik Benoný, bóndi Hömrum, Her.dis Þuriður húsfrú Húsavik, Kári skólastjóri i Kópa- vogi og Hörður, sjómaður á Húsa- vik. ! Eins og áður segir varð sjómennskan aðalstarf Arnórs lengi fram eftir árum. Liggur i augum uppi, að fáar hafa fri- stundir orðið til að sinna félags- málum. Þrátt fyrir það urðu það verkalýðsmálin og baráttan fyrir bættum kjörumörsnauðrar alþýðu þeirra tima, sém tóku hug hans allan með eldmóði þeirrar stefnu, sem hreif margan góðan dreng á þeim árum. 1 Verkamannafélagi Húsavikur var hann formaður i allmörg ár og falin mörg trúnaðarstörf þar eins og sliku starfi fylgir. Siðan alla tið i trúnaðarráði félagsins, einnig eftir sameiningu félaganna beggja þar til nú fyrir örfáum ár- um að hann dró sig i hlé. Svo langur hvildarlaus starfstimi mun fátiður og sýnir best hinn óþreytandi áhuga Arnórs fyrir þessum málum. Eftir að Arnór hætti á sjónum hóf hann störf hjá Fiskiðjusam- lagi Húsavikur. Þar var hann siðan til æviloka. Siðastliðið sumar og þá mánuði sem af eru þessum vetri var vinnuþrekið þrotið, en áhuginn samur og jafn að koma ,,og standa með körlun- um mínum i aðgerðinni” hálfan daginn, að geta tekið einhvern þátt i önn dagsins var honum ómissandi. Jafn ómissandi var það okkur, gömlu vinnufélögun- um hans, að hafa hann hjá okkur. Ég tel hiklaust að Arnór hafi verið mikill gæfumaður. Hans góða lyndiseinkunn var orsök þess að hann, sem auðvitað stóð oft i mjög hörðum átökum I baráttumálum verkafólks og i baráttu við fordóma, atvinnukúg- un og annað pólitiskt' ofstæki þröngsýnnar samtiðar. eignaðist aldrei til langframa neina óvildarmenn. Lét hann orð um þetta falla við mig eitt sinn, að það þætti sér sin mesta gæfa i lif- inu önnur en lifsförunauturinn, en sú væri stærst. Hann sá mörg af baráttumálum ,sinum komast I höfn. Hann fékk að njóta ævikvölds- ins á fallegu, friðsælu heimili •þeirra hjóna. Og að síðustu að hljóta þá gæfu að þurfa ekki að berjast við veikindi að leiðarlok- um. Við vinnufélagarnir hans i Fiskiðjusamlagi Húsavikur þökk- um honum „Nóra” vini okkar all- ar samverustundirnar, alla glað- værðina sem hann sáði i kringum sig á vinnustaðnum og smitaði okkur af, þökkum allar minning- arnar og alla baráttuna i verka- lýðsmálunum. Ég sendi konunni hans, börnum þeirra, systkinum og öðr- um vandamönnum innilegar sam úðarkVeðjur' Hákon Jónsson. • Hvarvetna kvað við hið sama þegar fréttist um hið skjóta andlát þitt, „Þá er nú Nori okkar, farinn, blessaður karlinn.” Þetta var sagt meö einlægri hlýju, þvi öllum sem kynntust honum þótti vænt um hann. Enginn skoðanamunur gat haggað þvi. — Unglingarnir, sem með honum unnu i gegnum árin dáðu hann, sem glaðværan og hlýjan vinnufélaga, Þegar Nóri ungur, var á sildarskipum. Vár um hann sagt „Það þyrfti að vera Nóri á hverju skipi”.Þetta segir sitt. — Það var heldur engin tilviljun þegar fyrst var farið að nota svo- kallaða „dráttarkarla” á linu- báta hér á Húsavik, að þeir voru kallaðir „Nóri”, þvi enn er . til þess vitnað hvilikt þol hann hafði við að draga linu, tengsli eftir tengsli, án þess að kvarta. Vissi hann einhVern slæman I baki var ^jálfsagt’gð taka á sig hans hlut, rkannske'allan. Slikur var Nóri, hann munaði ekki um það. Hann var eftir sem áður hress og glaður. Já það reyndist bæði seigla og þróttur i litla tvi- buranum, sem úr móðurlifi var lagður i hveiti og bómull. Þá yar engin fóstra til að hafa börn I sem fæddust fyrir timann. Þú sýndir strax þina lifseigju. — Afram þurftirþúsvo eins og aðrir aldamótamenn að spyrna fast við fótum i lifsbaráttunni, vinnandi hörðum höndum til lands og sjávar, Þrátt fyrir allt varstu auðugur i lifinu. Eignaðist gjörfulega og trausta konu, sem þú nú skilur eftir ásamt fimm velgerðum börnum, bæði i sjón og raun. Hæst ber sá timi lifs þins er þú gegndir forystustarfi i Verkamannafélagi' Húsavikur. Þar gegndir þú formannsstarfi i niu ár. — Eftir að Verkakvenna- félagið Von og Verkamannafélag Húsavikur, voru sameinuð yarst bú áfram i trúnaðarráði og samninganefnd. Það þýddi heldur ekki fyrir neinn að ætla að koma aftanað þér með vinnulöggjöfina. Þú varst manna minnugastur um gildi hennar og innihald og lést heldur ekki kjöldraga þig við samningaborðið. Þú varst bæði ötull og sannur á verðinum. Þess erum við minnug, bæði þeir sem nutu og með þér unnu, heima og heiman. Þökk fyrir samfylgdina og ; samstarfið gamli vinur. Megi þér liða vel handan við móðuna miklu. Eiginkonu þinni og börnum vottá ég innilega samúð mina. Þorgerður Þórðardóttir. Lóðaúthlutun — Reykjavík Reykjavikurborg mun á næsta ári, 1977, úthluta lóðum til ibúðabygginga aðallega i Seljahverfi og Hólahverfi. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar svo og skipulags- og úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20-16.15. Umsóknarfrestur er til og með mánudegi 10. jan. 1977. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Borgarstjórinn i Reykjavik. ..—.. ' . .... .11.. .wmmmmmm... i Flugfreyjur/Flugþjónar Flugleiðir h.f./ v/Loftleiða h.f. ætla frá og með maimánuði 1977 að ráða allmargar nýiar flugfreyjur og flugþjóna til starfa. I sambandi við væntanlegar umsóknir skal eftirfarandi tekið fram< 1. Umsækjendur séu á aldrinum 20-26 ára, Þeir hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helst þýsku, frönsku eða Norðurlandamáli. 2. Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnámskeið i febrúar/marz n.k. (3-4) vikur og ganga undir hæfnispróf að þvi loknu. 3. Á umsóknareyðublööum sé þess greinilega getið hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tima. 4. Umsóknir um enduráðningu flugfreyja, sem áður hafa starfað hjá Loftíeiðum h.f., skulu hafa borist starfs- mannahaldi fyrir 31. þ.m. 5. Umsóknareyðublöð fást I starfsmannahaldi félagsins á Reykjavikurflugvelli og Lækjargötu 2, og skulu um- sóknir hafa borist starfsmannahaldi félagsins fyrir 31. þ.m. FLUGLEIÐIR HF. Kjarabar- átta náms- manna Sunnudaginn 12. des. sl. var haldin ráðstefna á veg- um Kjarabaráttunefndar námsmanna. Ráðstefnan jvar haldin i húsakynnum Kennaraháskólans, og efni hennar var hinar miklu kjaraskerðingar, sem dunið hafa yfir námsfólk siðustu misseri, fyrst i formi okur- lánalaga frá i vor siðan reglugerðar og loks hinna al- ræmdu úthlutunarreglna Lánasjóðs islenskra náms- manna. Ráðstefnan hófst kl. 10.00 f.h. með þvi að nokkrir starfshópar fóru i gang um tvö efni: „Hlutverk mennt- unar i þjóðfélaginu” og „Stefnu og'baráttuaðferðir i lánamálum”. Hóparnir störfuðu fram eftir degi en siðan var haldinn almennur fundur. A ráðstefnunni voru mjög frjóar umræður, og voru allir á eitt sáttir um, að þær árásir á kjör náms- jmanna, sem að ofan eru taldar, vjeru beijjt tilræðl viþ menntun', i lan'dinu og við jafnréttí til náms á Islandi. Lögð var áhersla á að tengja baráttu námsfólks við hina almennu kjara-og stéttabar- áttu i þjóðfélaginu. í þvi sambandi var m.a. rætt um, að hagsmunir verkalýðs væru ótvirætt jafnrétti til náms og launajöfnuður, og þvi væru námslaun i einhverri mynd, byggð á launajöfnuði eftir nám, 'tvimælalaust markmið ’námsmannahreyfingarinn- ar. Ráðstefnugestir voru á einu máli um, að baráttan fyrir afnámi visitölubind- ingar námslána, sem gera þau að óhagstæðustu lánum i landinu, og fyrir afnámi hinna svivirðilegu úthlut- unarreglna frá i haust væru meginverkefni islenskrar námsmannahréyfingar I nánustu framtið, auk mótun- ar nýrrar heildarstefnu varð andi skipan námsaðstoðar og eflingar heildarsamtaka námsipanna. í beinu framhaldi af þess- ari ráðstefnu verða funda- höld i öllum framhaldsskól- um á vegum Kjarabaráttu- nefndar. Þá verða settir á stofn starfshópar i öllum skólunum um meginverkefni hreyfingarinnar, og má vænta þess að upp úr þvi starfi risi öflug og heildstæð nemendahreyfing. Ráðstefnan vildi hvetja allt námsfólk til aukinnar þátttöku i kjarabaráttunni og leggja áherslu á, að sem flestir tækju þátt i mótun nýrrar stefnu hreyfingarinn- ar og f undirbúningi aðgerða gegn taumlausum árásum rikisvaldsins. Jafnframt vildi ráðstefnan skora á islenskan verkalýð og allt vinnandi fólk að veita bar- áttu námsmanna athygli og stuðning, þar senj; hér væri um sameiginlega hagsmuni að ræða. BÍLALEIGAN FALIIRHf 22*0*22- Iraudarárstíg 31 InnUmsTlðsfecipti leið til lánsTÍðsbipla BltoARBANKI ISLANDS Pípulagnir : Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.