Þjóðviljinn - 16.01.1977, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Síða 2
2 — SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977 Stjórnarbygging Háskóians I Iowa Viðtal við Sigurð A. Magnússon um tíðindi úr Ameríkureisu Siguröur A. Magnússon. Sigurður A. Magnús- son, formaður Rit- höfundasambandsins, er nýkominn heim úr fjög- urra mánaða Banda- rikjadvöl. Hann dvaldi i Iova City, en þangað er stefnt á ári hverju drjúgum hópi rithöfunda hvaðanæva úr heimin- um. Heitir þetta tiltæki International Writing Program, sem við leyf- um okkur að kalla Al- þjóðlega ritstarfaáætl- un, sem er starfrækt i sambandi við háskólann i Iowa. En ferð Sigurðar sætir sérstökum tiðind- um vegna þess, að hann notaði timann til að þýða á ensku 340 ljóð eft- ir 28 skáld eftirstriðsár- anna, og mun þetta safn koma út i syrpu Ijóða- safna frá hinum ýmsu þjóðlöndum. 1 viðtali segir Sigurður frá þvi, að veg og vanda af fyrrnefndu rit- höfundaprógrammi eigi h jón sem heita Paul og Hualing Eagle. Paul hafði fyrir 30-40 árum fram- kvæði um að koma á fót svonefnd- um rithöfundaverkstæðum, og hafa margir ágætustu höfundar Bandarikjanna haft viðdvöl á þeim. Meðal annars hefur orðið til heill skóli i bandariskri ljóðlist sem kenndur er við Iowa. Hvað gera gestirnir? Þýddi 340 íslensk nútímaljóð á ensku A seinni árum hefur hann meir gefið sig að alþjóðlega pró- gramminu, og hefur verið ein- staklega slyngur við að slá dráttarvélaframleiðendur, trygg- ingafélög, tölvukompani ogönnur fyrirtæki þar i Iowa og reyndar viðar um fé til að standa undir starfseminni. 1 stuttu máli sagt er rúmlega tuttugu rithöfundum frá ýmsum löndum boðið að dvelja i fjóra mánuðisaman i þessum há- skólabæ, Iowa City. Dvölin er í raun án allra skuldbindinga. Sumir af þeim sem voru þarna i haust. sagði Siguröur, gerðu svo- sem ekki neitt, þeir voru að hvila jig og lesa sér til um eitt og annað. Sumir voru aö ljúka við skáldsögur, til dæmis mexi- kani einn, kolumblumaður og grikki. En ef menn eru sæmilega vel að sér i ensku getur þaö komið fyrir að þeir séu beðnir um verk- efni eins og það sem ég fékkst við. Að velja í safn Sigurður veifar allmikium doðrant og eru þar komin Is- lensku nútimaljóðin 340. Þess er getið að þýðingarnar séu unnar i samvinnu við Mick Fedullo, en hann er skáld og háskólakennari italskrar ættar, sem hefur drjúga reynslu af sliku ábendingastarfi. Sigurður skrifar formála með yfirliti um islenska ljóölist frá upphafi vega, en aö sjálfsögöu er þar öðru fremur fjallað um ljóð- list okkar daga. Stutt æviágrip fylgir hverjum höfundi. Að meðaltali munu þá 10-11 ljóð eftir hvern höfund. Einna stærstur er hluti Steins Steinarrs, Hannesar Péturssonar og Jóns úr Vör. Ég játa að þetta val var erfitt og niöurstaöan er mjög persónu- leg, segir Sigurður Allir munu meö góðum rétti geta bent á skáld sem hefðu átt að vera meö i þessu safni en eru þar ekki. Eöa deilt á hlutföll áherslur ogkvæðaval. Ég skal játa, að val mitthlaut m.a. að taka mjög mið afþvi hvernig kvæði lágu við þýð- ingu. Hvað var unnt að ráða við. Sum skáld eru svo staðbundin, svo bundin óþýöanlegum leik að málinu, þaö er vonlaust að reyna að þýöa þau. Til dæmis fékk ég ekki ráöið við þaö að koma Jónasi Svafár yfir á ensku. Ég skal líka játa það, að ég kaus heldur aö fást við frjálst form en bundið. En ég vona samt aö allir þeir höfundar sem mestu skipta séu mættir i þessu safni. Ég áttireyndar i sér- stökum samviskukvölum út af Jóhannesi úr Kötlum. Hann kveð- ur sér hljóðs miklu fyrr en þau skáld sem eru i safninu, en á hinn bóginn eru ljóð hans mjög sterkur þáttur i þvi sem hér gerist á eftir- striðsárunum. Berserksgangur — Hvernig fórstu að þvi að vera svona skratti duglegur? — Ég veit það ekki, satt að segja. Kannski skipti mestu ein- veran og næðið, það að hafa skipt svo rækilega um umhverfi. Að- stoðarmaður minn kom vikulega til að lita yfir það sem ég hafðí gert, og þegar ég sá góðar undir- tektir hans eftir fyrstu atrennu þá var sem rynni á mig berserks- gangur. Og þetta var ekki eintóm einvera. Samskipti viö starfs- bræður og svo sjálfur þessi bær, Iowa City, voru mjög örvandi. 1 bænum eru um 40 þúsundir Ibúa og um helmingur stúdentar. Þarna var skipt um ágætar kvik- myndir i háskólanum á hverju kvöldi, leiksýningar voru svo til daglega, 2-3 svar I viku var efnt til ljóöalestrar. Og allsstaöar fullt af fólki. Ég kom tvisvar fram I forn- bókabúð, þar var fullt. Þetta var furðulegt — þessi bær var eins og vin i stórri eyðimörk. Ég fór bæöi til Wisconsinhá- skóla og háskólans i Minnesota að flytja fyrirlestra um islenska ljóölist og fleira, og þar var allt miklu dauflegra. Og bók kemur út — Hvað verður svo um þetta þýðingasafn? — Það kemur út næsta haust hjá forlagi Iowaháskóla sem bindi i stórum flokki ljóöaþýð- inga. Það eru þegar komin út bindi með þýðingum frá Kóreu, Japan og Kina og það er verið aö prenta söfn frá Júgóslaviu og Sovétrikjunum. íslenska bindið verður hið sjötta i röðinni. Norskt bindi hefur verið alllengi i undir- búningi, og Rúmenia og Pólland eru einnig á leiðinni. Daniel Weisbrot, rússneskur gyöingur I London sem gefur út „Nútimaljóðlist i þýðingum”, mun og velja úr þessi safni heilt hefti islenskt. Þá velur Frederick Will og i eitt hefti af timariti sinu Micromegas, sem kemur úr þrisvar á ári. Aö þýða Ijóð — Komstu ekki að neinum nýj- um sannindum fyrir sjálfan þig um eiginleika tungumála og sjálfs þýöingarstarfsins? — Þaö er reyndar ýmislegt undarlegt sem maður kemst að á þessari leið. Til dæmis getur það komið fyrir að kvæði, sem manni finnast djúp, merkileg á islensku, grynnka að mun þegar þarf að þýða þau á annað mál — og öfugt: sum kvæði sem maður bjóst ekki við miklu af. sækja i sig veörið þegar verið er aö þýða. Þannig fór t.d. fyrir sumu úr eldri bókum Matthiasar Johannessens og það brá einnig svo við, að þeim, sem iitu á min eigin kvæði, sýndist það best, sem féll alveg i þögn hér . heima (kvæði úr Hafið og klett- urinn). Enska er vist orðflesta tungumál i heimi, en á vissum sviðum reynist máiið i snauðara lagi miðað við islensku. Hér á ég fyrst og fremst við orð sem lúta að náttúrufyrirbærum: dögun, hestur, haf, is, fjail — islensk skáld hafa úr miklu að spila þegar þessir hlutir eru á döfinni, án þess að þurfa endilega að gripa tilfyrndra skáldamálsorða, en enskan býður kannski ekki upp á nema eittorð eða svo. Annað er, að þegar þú situr inn i miðjum Bandarikjum, þá skilur þú aö margt af þvi sem er snar þáttur af okkar tilveru — bátur, haf, fjall, ég tala nú ekki um eldfjall, hefur enga tilfinningalega hleöslu fyrir sléttufólk. En þarna er reyndar komið að vandamáli, sem ekki er hægt að leysa. Samvistarmenn — Hvað um samskiptin við hinaútlendu höfundana sem voru undireins og þú i bænum? — Þau voru hin ánægjulegustu, Við hittumst alltaf einu sinni i viku til óformlegra samræðna. Tiltölulega margirvoru frá þriðja heiminum og það gat verið áhrifamikið að heyra frá fyrstu hendi frásagnir frá ástandi i löndum sem maður þekkir ekki mikið. Ég tek til dæmis ungan höfund og blaðamann þeldökkan frá Suöur-Afriku, einmitt frá Soweto sem var svo mjög i fréttum i fyrra. Rétt áður en hann fór var brotist inn i ibúð hans og öllum farangri hans stolið, öllum bókum og minnisblöðum, sem hann ætlaði að hafa með sér vestur. Og hann þurfti ekki að vera i neinum vafa um að þaö var lögreglan sem hafði framið inn- brotið — og sagði frá þvi eins og sjálfsögðum hlut, að liklega yröi hann settur i fangelsi um leið og hann kæmi heim. Indónesi var þarna, sem gerði sér far um að vera ópólitiskur og þó helst með- mæltur Vesturveldum. En þegar betur var að gáð hafði einnig hann setið inni tvisvar i hálft ár — vegna þess, eins og hann sagði i einrúmi, að við stjórnarfar eins og I Indónesiu verða rithöfundar sjálfkrafa tortryggilegir. Þarna voru og nokkrir höfundar frá Austur-Evrópu, enginn hefur þó fengist til að koma frá Sovétrikjunum. Ungverjinn og pólverjinn voru gagnrýnir á ástandið hver heima hjá sér, en svo brá við aö tvéir júgóslavar, sem þarna voru, gengu mjög hnarreistir og spönuðu hvorn annan upp i þvi, að Júgóslavia væri frjálsust landa. Ég lenti i að striða þeim, rifast við þá um þessa sjálfumgleði. Einhvernveginn fór það svo bæði i þvi tilfelli og ýmsum öðrum að ég tók að mér hlutverk ,,mál- flutningsmanns andskotans”..... Þess má að lokum geta, að Sigurður lauk einnig meö aðstoð Mick Fedullos (sem skrifar for- mála) við úrval ljóðaþýðinga úr eigin verkum, nánar tiltekið úr þrem siöustu bókum sinum. Þá er rétt i þessu að koma á markaö rit eftir Sigurð sem kemur út i London og Montreal og heitir „Sfinxinn i norðri” — ísland og íslendingar frá landnámsöld til vorra daga... _AB Auglýsingaplakat um fyrirlestur um islenska ljóðlist fyrir Háskólann I Wisconsin. THE COMMITTEE 0N UNIVERSITYLECTURES .... A*/NOL/fi/CE£ A LECTL/ae sy. , , , SIGURDUR A.MAGNUSSON IfOVBNALfST, Poer, anc/ LITERARY Cfí/T/C fíEYKJAVIK, /CELAND MODERhT ICELANDIC ■p©ETRy MONDAYt8 OOptn DECEMBER 6,1976 W/SCONS/N CENTER. OPEN TO THE PU BLIC ===== (UNDEP THEAU&P/CES Of THEDEPARTMENr OFSCANO/NAV/AN STUD/E^ ' //c Unive.hsity oP Wisconsin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.