Þjóðviljinn - 16.01.1977, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Qupperneq 5
Sunnudagur 16. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 5 Þegar Mad formaöur lést fóru menn I Moskvu að gera sér vonir um afturhvarf til fyrri tiöar. Þessi mynd er tekin i Kreml áriö 1960. Frá vinstri: Mikojan, LIu Sjaó-sji forseti Kina (hraktist frá I menningar- byltingunni), Krúsjof (rekinn frá völdum 1964), Teng Hsiao-ping (einn hinna „hógværu”; viröist enn á leiö til æöstu embætta), Froi Kozlof, Súsiof og Peng Sjén. Peking, Moskva og Washington Ein þeirra spurninga sem menn oftast rekast á i utanrikispólitisk- um vangaveitum áramótanna er um sambúö Kina og Sovétrikj- anna. Þaö er ljóst aö ráðamenn i Moskvu hafa undanfarna mán- uöi gert sér allsterkar vonir um bætta sambúö viö nýja ráðamenn i Kina. Ráðamenn i Peking hafa mjög nýlega Itrekaö fyrri for- dæmingar á Sovétrikjunum, en menn vita ekki glöggt hve mikil alvara fylgir þeim. Allavega sýn- ast sovétmenn hafa tekiö þaö ráö aö bregðast ekki viö meö svipuöu oröbragöi, heldur telja þeir ráö- legast aö biöa átekta án ytri merkja um geöshræringar. Nýlegar skammahrinur um Moskvumenn i Pekjng geta vakið upp undarlegustu spurning- ar. Til dæmis þá, hvort Húa Kúo- feng beinlinis viljieins og nú er ástatt fá nokkur beiskleg orö i eyra frá Sovétrikjunum til að styrkja stööu sina heima fyrir. Kinafræðingar i Moskvu eru nú sagðir velta þessum möguleika fyrir sér, og spurningin er i sjálfu sér merki um það að sambúðin við Sovétrikin er jafnvel enn stærriáhrifavaldur um kinverska innanrikisstefnu en fyrr hefur verið. Um þessa hluti fjallar Moskvu- fréttaritari danska blaðsins Information i spánnýrri grein, sem hér verður stuðst við að mestu. Velti fyrir sér hláku Það er ljóst að Mao formaður var sovéskum leiötogum enginn harmdauöi, og þegar „klika hinna fjögurra”, sem ekkja for- mannsins hafði helst haft forystu fyrir, var handtekin, þá hafa menn i Moskvu varpað öndinni léttar og talið að nú væri að byr ja þróun, sem lokið gæti með þvi aö maóisminn yrði af lagður — og þar með sú kenning að ekkert sé hættulegra kinversku byltingar- þjóðfélagi en Sovétrikin. Ýmislegtbentitil þess að þeir i Peking hefðu hug á að hefja hlákuskeið i samskiptum rikj- anna. Var þá einkum til þess tek- ið, hve hlýjar óskir bárust frá Peking til Moskvu á afmæli sovésku byltingarinnar 7nda nóvember. En brátt kólnaði aftur i veðri, fyrst og fremst vegna þeirrar stefnu sem hin pólitiska þróun i Peking tók. Við áramót viröast likur á sátt- um milli Moskvu og Peking engu sterkarien áður, enda þóttað rök taflstöðunnar mæli meö því að sættir gætu veriö báöum i hag. Aftur vaxandi kuldi i samskiptum rikjanna hefuraö sjálfsögðu orðið til þess, að kinaloftungur á Vest- urlöndum hafa kumrað af ánægju og lofaö visku Húas formanns, eins og þeir áöur lofuðu visku Mós og konu hans. En skilningur þess- ara manna á aöstæðum I Kina hefur ávallt verið yfirborðs- kenndur, og kinverjar hafa ekki mikil not fyrir þá, nema sem áróðurstæki ööru hvoru. Fjórmenningarnir vanmetnir Skýringar sérfræöinga i Moskvu á sveiflunum fram og aftur i ummælum sem ráðamenn i Peking viðhafa um sambúðina við Sovétrikin sýnast miklu raun- hæfari. Þegar Húa formaður og Li Hsien-nén varaforsætisráö- herra taka nú undir aukinn flaum skammaryrða um Sovétrikin, þá lita menn I Moskvu á þetta fyrst og fremst sem vitnisburð um al- varlegan óstöðugleika hinnar pólitisku forystu i Peking. Fyrst eftir að „Sjagnhæ-klikan” var handtekin sýndist Húa öruggur sigurvegari yfir andstæðingum sinum — en á nokkrum vikum hefur þaö svo komið fram, að Sjan Sjing, ekkja Maós, og aðrir helstu andstæðingar Húa, eiga sér miklu fleiri hauka i horni en búist hafði verið við. Stuöningur meðal almennings við hina róttæku „kliku fjögurra” hefur verið vanmetinn. Þetta hef- ur komiö fram af fréttum sem borist hafa um óeirðir I Fúkien, Paoting og viðar. Þaö er haft fyr- ir satt, að Húa Kúo-feng sjálfur hafi látiö það koma sér mjög á óvart hve mikið hefur borið á mótmælum og andstöðu af hálfu stuðningsmanna Sjang Sjing Húa í klemmu En það skiptir enn meira máli, að það virðist alls ekki auðvelt verk fyrir Húa að sigrast á þess- ari andstöðu. Það er rétt aö her- inn styður hann, en stuöningur hershöfðingjanna gerir Húa háð- an þeim, en ekki öfugt. Auk þess er ekki vitaö i hvaða mæli herinn styður við bakið á formanninum nýja, þvi vitanlega er allmikið af róttæklingum meðal yngri for- ingja hans, sem komnir eru I her- inn með menningarbyltingunni. A hinum pólitiska vettvangi er Húa kúó-feng svo háður „hæg- fara” mönnum eins og Teng Hsiao-ping sem er enn kominn upp á yfirborðið eftir að hafa tvisvar verið hrakinn frá valda- stöðu. Og svo Li Hsien-nén vara- forsætisráðherra og fleirum. En hinir „hægfara” og herstjórarnir eru ekki á einu máli um ýmislegt það i pólitik sem miklu skiptir, og til þessa er það rakið, að Húa hafi ekki getað útnefnt Lí Hsien-nén eða einhvern hans manna i embætti forsætisráöherra. Þvi er það, að meðan enn streymir frá almenningi, óbreytt- um liðsmönnum, stuðningur við hina róttæku, þá hefur Húa mikla þörf fyrir hershöfðingjana og get- ur ekki lagt i aö móöga þá meö þvi að styrkja hina „hægfara” i stjórninni. Hann mun heldur ekki áræða að hvika frá hinum al- þekktu fánum maóismans, en einn þeirra er andstaðan við Sovét- rikin. Vegna þess að hann er i reynd i klemmu milli hersins og hinna hægfara leiðtoga annars- vegar og hinsvegar þess stuðn- ings hjá hluta alþýöu, sem hinir róttæku enn njóta. Hagnýtar rússaskammir Þvi er það, að Húa á i raun ekki um annað að velja nú en að halda áfram fjandskap við Moskvu. Hinir hægfara vilja heldur ekki láta tefla sér úr leik, og það má vera skýringin á þvi að Lí Hsien- nén hefur gengið enn lengra en formaöurinn nýi i gagnrýni á Sovétrikin. Það hefur löngum reynst heppilegt inn á við að hampa ytri óvinum, ekki sistþeg- ar hinir ýmsu valdahópar togast á. Það má vera að vandi sá sem Húa mætir sé sá, hvernig hann geti grafið þá parta af stefnu Maós sem honum eru til trafala án þess að sýnast gera það. Þvi getur veriö að Húa reikni dæmið sem svo að þeir i Moskvu geti kingt nokkrum móðgunum i viðbót frá Peking, þaö muni ekki breyta miklu úr þvi sem komiö er.' Stjórn Carters Við þessar aðstæður eiga leið- togar i Moskvu sjálfsagt ýmsa möguleika á bættri sambúð viö Kina að nokkrum tima liðnum — ef þeir halda rétt á spilum sinum. En hvorki þeir né aðrir gleyma þvi, að fleiri eru með I spilinu. Þetta er ekki marias heldur a.m.k. manni. Þaö skiptir miklu að ýmislegt bendir til þess að hin nýja stjórn Carters muni sýna Kina meiri vinsemd en stjórn Fords. Það er afar mikilvægt fyrir Húa aö kom- ast að þvl, hvort Carter verður fús ari til málamiðlunar um stöðu Tævans en fyrirrennari hans. Ein leiðin til að hvetja áhrifamenn i Washington — sem sumir eru enn vinsamlegri Peking og enn fjand- samlegri Moskvu en fyrirrennar- ar þeirra —er sú, að fá þá til að trúa þvi aö Húa ætli að fylgja áfram sovétfjandsamlegristefnu. Ef að stjórn Carters vérður hins- vegartreg til að koma tilmóts við kinversku stjórnina, getur Húa alltaf valið þann kost að bæta i staðinn sambúðina við Sovétrik- in. Enda þótt Carterstjórninni tæk- ist þaö kraftaverk að finna lausn á stöðu Tævan sem Húa gæti sætt sig við, þá getur Húa engu aö sið- ur snúið sér siöar til Moskvu til þess aö halda risaveldunum báð- um i jafnvægi og hæfilegri fjar- lægð. Þvierþaö, að eins og stend- ur hefur Húa ekki miklu aö tapa, þótt hann haldi sovésk-kinversk- um samskiptum við frostmark. Vandi sovéskra Allt þetta felur i sér nokkurn vanda fyrir sovétmenn. 1 fyrsta lagi geta þeir ekki veriö vissir um að endurvakinn sovétf jandskapur iPeking sé bráðabirgðafyrirbæri, enda þóttmargt bendi til þess. í öðru lagi — þótt Moskvumenn væru tilbúnir til að hjálpa Húa og hinum hægfara að festa sig i sessi — þá hljóta þeir um leið að hafa áhyggjur af þvi, að Húa hefur gengið svo langt að ásaka „kliku fjórmenninganna” um uppgjafarhneigöir gagnvart Sovétrlkjunum. Þetta ér sérlega alvarleg ásökun, þvi vissulega hafa menn í Moskvu ekki minnstu samúð með hinum róttæku og þeirra stefnu, sem sovétmenn hafa jafnan kallaö „ævintýra- mennsku”. Og i þriðja lagi: Enda þótt Moskva vildihjálpa Húa á heima- velli, þá vilja menn þar ekki stuðla um leið að auknum vinskap Kina og Bandarikjanna, sem yröi á kostnaö Sovétrikjanna. Ef aö Húa gengur of langt i sovétf jand- skap, munu sovéskir sjá sig neydda tilaðkoma I ve^ fyrir aö Washington geti fært sér þetta i nyt. Ein leiðin er sú að láta kin- verska heift sem vind um eyrun þjóta, til þess að auka á efasemd- ir i Washington um það að fjand- skapur Kina og Sovétrikjanna muni endast til langframa. Sovéskir sérfræðingar eru á þvi, að það sé eðlilegt í þrihymingn um Peking — Moskva — Washington, að hver aðili spili við hina tvo, en það gæti orðið stór- hættulegt ef einhver spilamanna neitaði að spila nema við annan hinna. Biötími Við neyðumst þvi miður i þess- ari samantekt að gripa til orða- forða spilamennskunnar fremur en skilgreininga stéttabaráttu eða þesslegra hugtaka — þau draga okkurbláttáfram skammt. Og alla vega er mörgu ósvarað. Það er ekki hægt að slá þvi föstu, að aukin harka Húa formanns i garð Moskvu sé taktisk brella til heimabrúks. Hitt er ljóst, að sovétmenn kjósa fyrst og fremst að biða átekta. Þeir svara nú ekki skeytum kinverja nema sjaldan og þá með mikilli varúð. Enda hafaþeir ekkertað vinna lengur á orðaskaki, en gætu með þolinmæði átt von á einhverskonar spennu- slökun við lengstu landamæri heims. i Blikkiðjan £££* önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö. 1 SÍMI 53468 áb tók saman. Fyrirlestur í Norræna húsinu ANTERO KARE, listfræðingur: „Handelser och manniskor i finlandsk konst” (m/kvikmynd). Mánudaginn 17. janúar kl. 20:30 Dr. OLOFISAKSSON: „Bilderfrán Kina” (m/litskyggnum). Fimmtudaginn 20. janúar kl. 20:30 Dr.OLOF ISAKSSON: „Frán Olaus Magnus till Hasse Alfredsson” (um sænskar íslandsbækur) Finnska iistsýningin er opin daglega kl. 14:00- 19:00 i sýningarsölunum i kjallara. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIO

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.