Þjóðviljinn - 16.01.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Page 8
8 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977 PUNKTAR UM Tarsan eftir B. Hogarth TEIKNIMYNDASOGUR Struwwelpeter eftir H. Hoffmann (1809—1894) Ólafur Kvaran skrifar um myndlist: Teiknimyndasögur af ýmsum toga njóta mikilla og almennra vinsælda. Áætlað er að um 300.000 000 manna eða tí- undi hluti mannkynsins fylgist reglulega með ýms- um myndasögum i dag- blöðum, vikublöðum og tímaritum. Um margra áratuga skeið hefur amerísk framleiðsla verið ráðandi á þessum markaði og frá aldamótum hafa þar í landi verið gerðar um 2000 seríur. Sú sería sem í dag nýtur mestra vinsælda er ,,Blondie'', eftir Chic Young, sem birtist í u.þ.b. 1600 dagblöðum, en fast á eftir fylgja „Beetle Bailey" eftir Mort Walker og,,Peanuts" eftir Charles Schulz, sem birtast í u.þ.b. 1000 blöðum. Uppruni Teiknimyndasögur (seriur) komu fyrst fram i dagblööum i lok siöustu aldar. Þaö var áriö 1897, sem „The Katsenjammer Kids” (Knold og Tot) eftir Rudolph Dirks birtist i einu stór- blaöanna i New York og naut þeg- ar frá upphafi gifurlegra vin- sælda. Myndfrásagnir eöa myndasög- ur geröar fyrir alþýöu manna eru þó ekki uppgötvun 19. aldar, held ur má rekja uppruna þeirra, allt til siömiöalda. A 15. öldinni kom fram sú nýjung aö gera fleiri en eitt eintak bæöi I oröi og mynd, en þegar á 13. og 14. öld höföu veriö geröar tilraunir til aö gera mynd- ir i fleiri en einu eintaki meö þvi aö klippa eöa skera út stokka. Myndir trúarlegs efnis voru eink- um framleiddar á þennan hátt og tóku klaustrin tréristuaöferöina i sina þjónustu I ríkum mæli. Prentuö blöö meö myndum úr llfi Jesú Krists og kristinna dýrlinga voru einnig heft saman i smábæk- ur og má þar nefna „fátækrabibl- Iuna” (Biblia Pauperum). þar sem texti og mynd voru skorin i sama stokk og myndefniö sótt jöfnum höndum I gamla og nýja testamenntiö. A 16. öld fékk tré - ristan keppinaut: lausa málm bókstafi og aörargrafiskar aöferö- ir eins og koparstungu og ætingu, en sökum þess hve dýrar þessar myndir voru átti öll alþýöa manna engan aögang aö þeim. Bændur og verkamenn uröu aö láta sér nægja sinar ódýru tré - rist.ur. En aftur á móti er i þess um tréristum alþýöunnar oft aö finna eftirlikingar og einfaldan ir á þeim grafisku myndarööum, sem meistarar eins og Dúrer og Holbein geröu og siöar Callot og Goya. Nokkrir þessara meistara komu lika auga á þann mögu- leika aö koma boöskap sinum til alþýöunnar meö myndarööum sem auöveldlega mátti yfirfæra i stil alþýölegra frásagna, eins og t.d. William Hogarth, sem geröi margar „siöbætandi” frásagnir sem einungis voru ætlaöar til aö skera i tré. Þótt myndefni þess- ara tréristna væri i upphafi fyrst og fremst trúarlegs eölis þá uröu þau brátt margbreytilegri. Striðshetjur, ævintýramenn, sjó ræningjar og byltingarmenn bættust fljótlega viö sem mynd efni á 16. og 17 öld. Góöhjartaðir og göfugir ræningjar allt frá Hróa hetti til Cartouche fengu lifsferil sinn skráðan i þessum myndum alþýöunnar. Og öll formgeröin er i þessum myndum mjög á sömu lund. Hver persóna er skorin meö ákveðnum linum, sem aðgreina skýrt hvern flöt, sem liturinn er siöan lagöur á. Það sem um er fjallaö skal vera augljóst og greinilegt, forðast er allt sem lýt- ur aö flóknum rýmisverkunum og allt látbragö persónanna skal tjá á einhlitan hátt, reiöi, hræöslu eöa gleði. Einstaka sinnum, tala persónurnar i þessum myndum, en það varð siöar algilt i nútima teikniserium. I list miöalda, t.d. i bókalýsingum, er oft til staöar „talband”, sem persónurnar héldu á eöa aðrir héldu á fyrir framan munn þeirra. T.d. er i handriti frá 15 öld mynd er sýnir samtal Jóstefs og konu Pótifars. „Dormi mecum” (Sofðu hjá mér) hljóðar textinn i talbandi hennar, en Jósef svarar um hæl með sinu talbandi: „Það get ég ekki gert og syndgaö þannig á móti minum herra”. Samt virtist það svo aö talbönd hafi fyrst og fremst verið bundjn viö ádeilur, pólitiskar karikatúr- myndir og aörar skemmtimyndir eins og i karikatúrmyndum Gill- roys og Rowelandsson á 19. öld- inni, sem um margt eru beinar fyrirmyndir nútima teikniseria. Nýr lesendahópur Um miðja 19. öldina var litó grafian (steinprentiö) notuö til aö gera þrykk fyrir alþýöu manna og haföi þaö ma. i för meö sér aö litlu fjölskyldufyrirtækin sem áð- ur höföu framleitt tréristuna lögöust niöur eða uröu aö stóriön- aöi, þar sem hin flókna og dýra aöferð litógrafiunnar kraföist stórra upplaga og jafnframt aö útbreiöslan gengi hratt. Þar meö var einnig hafin þróun sem leiddi til oliuþrykksins og eftirprentana, sem lögöu gjörsamlega undir sig markaöinn. Samsetning lesenda- hópsins breyttist einnig á 19. öld- inni. Með aukinni leskunnáttu al- mennings minnkaöi markaöurinn fyrir þessa myndir handa full orönum. En útgefendurnir fundu brátt nýjan markaö þar sem voru börn og unglingar og i mörgum barna- og unglingabókum færöu menn sér i nyt hina einföldu frá- sögn tréristunnar. Ræningja- og striössögur sem eitt sinn voru sagöar ólæsum almenningi i myndum voru nú færöar i einfald- ara form fyrir börn. Ein af þess- um sögum er varö viöfræg var „Struwwelpeter”, eftir þýska lækninn Heinirch Hoffman, og haföi hann mikil áhrif á aöra teiknara og rithöfunda. Tvo aðra höfunda á 19. öldinni er vert aö minnast á, vegna mikilla áhrifa þeirra á nútima teikniseriur, þá Rodolphe Toeffer og þá ef til vill einkum þjóöverjann Wilhelm Busch.Sá siöarnefndi byggði myndir sinar á hinni þýsku tré- ristu og teiknihefð, og saga hans um uppátæki hinna brellnu drengja „Max og Morits”, hlaut mikla útbreiðslu og var i raun meira lesin af fullorönum en börnum. Einn þeirra sem kynnt- ist sögu Busch var Rudolph Dirks, sem siðar fluttist til Bandarikj- anna, þar sem hann i anda „Max og Morits”, skapaöi seriuna „Knold og Tot”, sem markar upphafið að nútima teikniserium. Um myndmál seríanna Nú mætti spyrja hvar sé aö finna meginforsendur þess mynd- máls, sem seriuteiknarar um aldamótin notuöu. 1 seriunni um „Knold og Tot” er skemmtilega teiknuö figúra, negrakóngurinn sem hefur eins og aörar persónur áberandi teiknuö augu, auk þess sem hann hefur griöarlega stórt hvitt nef með svörtum hnapp. 1 málverki frá u.þ.b. 1890 er ógerningur aö hugsa sér persónu meö slikt andlit — en samt gat höfundurinn Rudolph Dirks teikn- aö persónur sinar á þennan hátt án þess lesendur andmæltu. Ein meginforsendan fyrir þessu frelsi seriuteiknarans var myndhefö karikatúrlistarinnar. Karikatúr teikningar eiga sér langa forsögu allt frá Carracci á 16 öldinni, en á 19. öldinni hlutu satiriskar teikn- ingar mikla útbreiðslu bæöi i Evrópu og Ameriku. Svo aö enda þótt ekki væri aö finna áþekkar persónur i málverkum I lok 19. aldar og I seríum frá sama tima þá hafa þessar teikningar langa hefö að baki. 1 þessum skemmtiteikningum frá aldamótum er einnig aö finna ýmis myndræn tákn sem nú koma fyrir i næstum hverri skemmti- seriu, til aö mynda sá háttur aö teikna augu sem svarta punkta eöa stóra hringi eins og Dirks geröi i „Knold og Tot”. Ævintýrasériurnar sem nutu mikilla vinsælda á fjóröa ára- tugnum kröfðust aftur á móti annarra persónugeröa. Þaö var aö sjálfsögðu ekki trúveröugt i öllum tilvikum aö teikna hetju sem leit út eins og Andrés Ond eöa félagar hans. Fyrirmyndir aö mörgum þessara hetja I ævintýra- seriunum má raunar finna i hinni akademisku listhefö; t.d. sagðist Burna Hogarth, höfundur Tars ans, sækja áhrif til Michelangelo, en aðrir teiknarar notuðu gjarna andlit samtima kvikmynda-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.