Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 15 Laurence Olivier i hlutverki pyntingameistarans Christian Szell. Það er skýrt tekið f ram í kynningu á þessari mync^ jólamynd Háskólabíós, að hún sé það sem engilsaxar kalla „thriller" — eða það sem íslendingar kalla á sínu ylhýra nútímamáli „krimmi". Með þessu slær leikstjórinn varnagla og firrir sig f rauninni allri ábyrgð. Nú þarf hann ekki að svara neinum spurning- um, krimmar eru bara krimmar og útrætt um það. Og ef við sættum okkur við þetta hljótum við að viður- kenna að Maraþon-maður- inn er fráfærlega vel gerður krimmi. Öhugnan- lega spennandi. Svo spenn- andi, að áhorfandinn hugs- ar Ijótt þegar hlé er gert á sýningunni til að selja neytendunum kók og spila f yrir þá vísnabókarplötuna (Aldrei var ég hrifin af þeirri plötu, en í hléinu í Háskólabíó var hún næst- um verri en mannsmorð — hver stjórnar þessu? Úr því kóksalarnir þurfa eridilega að fá sínu fram- gengt geta þá ekki áhorf- endur gert þá lágmarks- kröfu til plötusnúða kvik- myndhúsanna að þeir setji sig inní andrúmsloft viðkomandi myndar og velji ekki tónlist sem kem- ur manni úr jafnvægi, heldur sé í einhverju samræmi við það sem verið er að trufla fyrir manni? Eða er kannski verið að selja manni vísna- plötuna lika?) En þótt John Schlesinger vilji losna við spurningar vakna þær engu aö siður. Ég held það stafi af ákveðnu misræmi sem er milli efnisins og þeirrar meöferðar sem það hefur hlotið. Schlesinger er góður kvikmyndastjóri með næmt auga fyrir smáatriðum og dramatiskri uppbyggingu. Hann kann einnig mætavel að skapa þrúgandi andrúmsloft, það sáum viö sfðast i myndinni Dagur plág- unnar, sem Háskólabió sýndi i sumar. Dustin Hoffman er góöur leikari og „andhetja” af guös náð. Laurence Olivier er hafinn yfir gagnrýni. Svona mætti lengi telja. öllu þessu púöri er eytt á efni sem i raun og veru er vont. Þaö er þetta sem verið er aö af- saka með þvi að kalla myndina „thriller”. Mér þykir sú afsökun hrökkva skammt. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir: Maraþon- maöurinn Hversvegna er efnið vont? Komið er inn á mál sem eru meiri að vöxtum en svo að um þau verði fjallað á þennan hátt, að minu áliti. Sögulegum stað- reyndum er blandað saman við allskyns imyndanir og hugdettur og einhvernveginn fer þetta út fyrir ramma hins „hreina reyf- ara” — verður rassböguleg föls- un. Kannski stafa þessi viðbrögð áhorfandans af þvi að hann hefur þegar séð þess nokkur dæmi að hægter að gera góðan krimma og viðhafa um leið heiðarleg vinnu- brögð, koma að sögulegum og pólitiskum staðreyndum osfrv. Hér er hinsvegar einhver þoka yf- ir öllu. Auschwitz og McCarthy- timabilið renna saman i eitt. Aðalatriðið er ekki hvað gerðist, heldur hvernig það gerðist. Auschwitz kemur inn .i spilið af þeirri einu ástæðu að það var svo hrottalegt sem þar gerðist. öllu erfiðara er að sjá hvað það kemur aðalpersónunni, sem Dustin Hoff- man leikur, við. Ég skil heldur ekki hversvegna „yfirlæknirinn” i Auschwitz (Olivier) er að flækja Hoffman inn i sitt demantamál, þvi siður hversvegna hann sendir á hann kvenmann. Þessar efasemdir og spurning- ar hefðu ekki vaknað i huga min- um ef hér væri aðeins um miðlungskrimma að ræöa. Hins- vegar er ég þannig skapi farin aö mér sárnar þegar kvikmyndalist- in er notuð i illum tilgangi. T.d. þegar boðið er upp á pyntingar sem skemmtiatriði. Eða þegar vitsmunalifi áhorfenda er mis- boðið með þvi að færa harmleiki mannkynssögunnar niður á grýlu- og bolaplanið. Einkum finnst mér þó sárgrætilegt að hugsa til þeirrar kvikmyndar sem aðstandendur „Maraþon- mannsins” hefðu getað skapað, hefðu þeir sett sér annaö og mannúðlegra markmið en að kitla þessar frægu „lægstu hvat- ir.” Dustin Hoffman, andhetja Látið drauminn rœtast.. Tú, suðurs með SUNNU VETRARÁÆTLUN JAN. FEB. MARZ APRiL KANARlEYJAR 8. 15, 29. 5. 19, 26. 12, 19. 2. 6. 23. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Sunnufarþega. Áfangast./Brottfarard. APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPT. OKT. NÓV. DES. MALLORCA 3. 17. 1. 22. 6. 19. 3. 24. 31. 7. 14. 21. 28. 4. 11, 18. 25. 2. 16. 30. 12. 3, 18, COSTA BRAVA 3, 17. 1, 22. 6, 19. 3. 24, 31. 1. 15, 29. 12. COSTA DEL SOL 1, 17. 6, 20. 3, 17. 8, 29. 5, 12, 19, 26. 2. 9. 16, 30. KANARÍEYJAR 2, 6, 23. 14. 2, 16. 7. 28. 11. 25. 8, 22. 8, 22. 12. 3, 17, 23. GRIKKLAND 5. 19. 10. 24. 7, 21. 5, 19. 2,9,16. 23. 30. 6. 13, 20. 27. 11, 25. MALLORCA dagflug é sunnud. Eftirsóttasta paradís Evrópu. Sjórinn, sól- sklnið og skemmtanallflð eins og fólk vill hafa það. Tvær Sunnuskrifstofur, og hópur af íslensku starfsfólki. barnagæsla og leikskóli. Bestu og eftirsóttustu hótel og íbúðir, sem hægt er að fá, svo sem: Royal Magaluf, Porto Nova, Antillas Barbados, Guadalupe, Helios og Hotel 33 fyrir unga fólklð (Klubb 32). paradísareyjar I vetrarsól. Hóflegur hiti, góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtana- lif. Kanarieyjar eru frihöfn með tollfrjálsa verslun. Hægt að velja um dvöl á vinsælustu og bestu hótelum og ibúðum á Gran Canaria og Tenerife svo sem: Koka, Corona Blanca, Corona Roja, Los Salmones, Hotel Waikiki og Tenerife Playa. Sunnu skrifstofa með islensku starfsfólki nú opin allan ársins hring. COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum— mánudögum. Lloret de Mar, eftirsótt- asti skemmtiferðastaðurinn á hinni fögru Costa Brava strönd. Við bjóðum glæsilegar og friðsælar fjölskyldu íbúðir Trimaran, rétt við Fanals baðströndina. einnig hið vinsæla Hotel Carolina og sérstakt unglingahótel i miðbænum. skammt frá baðströndinni. Fjöldi möguleika á fjölbreyttum skoðunarferðum, til fríríkisins Andorra, Barcelona, Frakklands, siglingar með ströndinni. Óvenju lit- skrúðugt skemmtanalíf. Sunnu skrifstofa með þjálfuðu starfsfólki á staðnum. COSTA DEL SOL dagflug á föstud. Heillandi sumarleyfisstaður, náttúrufeg- urð. góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtanallf og litrlkt þjóðlíf Andalusiu. Margt um skoðunar og skemmtiferðir, til Afriku, Granada, Sevilla. Nú bjóðum við eftirsóttustu lúxusibúðirnar við ströndina I Torremolinos Playa Mar, með glæsilegum útivistarsvæðum, sundlaugum og leikvöllum, loftkældar lúxus- ibúðir. Einnig Las Estrellas, Hotel Don Pablo, Hotel Palma Sol og Hotel Equvador fyrir unga fólkið. Eigin skrifstofa Sunnú i Torremolinos með þjálfuðu starfsfólki. Bamagæsla og leikskóll. KANARkEYJAR vetur, sumar, vor og haust, dagflug á laugardögum-fimmtudög- um. Sólskinsparadís allan ársins hring. Nú fá íslendingar í fyrsta sinn tækifæri til sumarleyfisdvalar á Kanaríeyjum. Fúsundir þekkja af eigin reynslu þessar GRIKKLAND dagflug á þriðjud. Nýr og heillandi sumarleyfisstaður íslend- inga. í fyrsta sinn beint flug frá íslandi til Grikklands, á rúmum 5 klst. Óviðjafn- anleg náttúrufegurð og sögustaðir sem heilla. Góðar baðstrendur í fögru um- hverfi í baðstrandarbæjum 15-25 km frá Aþenu. Fjölbreytt skemmtanalíf. Ný glæsileg hótel og íbúðir. Einnig hægt að dvelja á hóteli og smáhýsahverfi á eynni KRÍT. Reyndir íslenskir fararstjórar Sunnu á stöðunum. KAUPMANNAHÖFN Tvisvar i mánuði janúar — april. Einu sinni i viku mai — október. íslensk skrifstofa Sunnu opin i Kaupmannahöfn í Júni — september, til þjónustu við Sunnufarþega. LONDON Vikulega allan ársins hring. AUSTtJRRlKI skiðaferðir.Til Kitzbuhel eða St. Anton.Brottför alla þriðjudaga janúar—febrúar og mars, 7 eða 14 daga. KANADA í samvinnu við vestur íslendinga getur Sunna boðið upp á 3 mjög hagstæðar flugferðir til Winnipeg. Brottfarardagar: 27. maí, 4 vikur. 26. júní, 3 vikur. 15. júli, 3 vikur. Áætlað flugfargjald 54.800. Efnt verður til ferða ís- lendinga i sambandi við flugferðirnar um islendingabyggðir nýja íslands, Banda- ríkjanna, Calgary, og Kyrrahafsstranda. F>eim se'm óska útveguð dvöl á islenskum heimilum vestra. Ceymið auglýsinguna. FERflASKRIFSTOFAN SUNNA LffKJARGOTU 2 SIMAR 16400 12070

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.