Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. Janúar 1977 DJOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfnfélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ctbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- ieifsson Auglýsingastjóri: Clfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. ...INN Á HVERT HEIMILI Alþingiskosningarnar sumarið 1946, fyrstu þingkosningar eftir heimsstyrjöld- ina siðari, voru mjög örlagarikar. Það stórmál sem þá var á dagskrá var krafa Bandarikjanna um varanlegar herstöðvar á Islandi, en Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur vildu alls ekki viðurkenna að það mál væri á dag- skrá, þvi hefði verið hafnað i eitt skipti fyrir öll haustið 1945. Og meginhluti þjóð- arinríar festi trúnað á þessa svardaga. Þvi urðu störf nýsköpunarstjórnarinnar meg- inefni kosningabaráttunnar, og sumir þeir sem gengið höfðu hvað nauðugastir til myndunar hennar, voru nú ötulastir mál- svarar hennar og lögðu áherslu á að hún yrði að halda áfram. Einn þeirra var þá- verandi formaður Alþýðuflokksins. Hann var i framboði i Eyjafirði og lagði i ræðum sinum réttilega mikla áherslu á það hvert stórvirki hefði verið unnið með endurnýj- un togaraflotans. Sú saga komst þá á kreik, hvort sem hún var sönn eða tilbúin, að hann hefði lokið einni lofgerðarræðu sinni um nýsköpunina með þrumandi kjörorði: Nýsköpunartogara inn á hvert heimili! Þessi saga var höfð að gamanmáli i mörg ár. En einn kemur öðrum meiri, einnig á sviði áróðurs og loforða. Gunnar Thoroddsen hefur nú verið iðnaðarráð- herra i rúm tvö ár. Störf hans hafa mótast af þeirri sérkennilegu tegund dugnaðar sem einkennt hefur feril hans alla ævi og reykvikingar kannast ekki sist við. Hann hefur stjakað til hliðar þeim stórfelldu verkefnum sem unnið var að i iðnaðar- ráðuneytinu, þegar hann tók við, stöðvað gerð rismikillar iðnþróunaráætlunar, taf- ið framkvæmdir i orkumálum og jafn- framt viðhaft ábyrgðarlausan glannaskap við Kröflu. Jákvæður áhugi hefur þvi að- eins komið fram hjá honum að erlendir aðilar hafi viljað nýta orkulindir okkar. Og nú telur hann greinilega komið að úr- slitastund. Hann hefur siðustu vikurnar látið stuðningsmenn sina boða til funda norðanlands, austan og sunnan til þess að bera fram kröfur um álbræðslur. Sjálfur er hann trúlega önnum kafinn við að semja sléttmálga ræðu sem ljúki með kjörorðinu: Álbræðsluinn á hvert heimili! Og hvað er þá orðið um fyrra met for- manns Alþýðuflokksins? Vist er þetta skoplegten það er ekki að- eins skoplegt.Gunnar Thoroddsen fer með mikil völd i þjóðfélaginu um þessar mund- ir, og hann beitir þeim þannig að hann starfar i laumi. Þegar fulltrúi Alþýðu- bandalagsins ljóstraði þvi upp á þingi i haust að Gunnar Thoroddsen hefði undir- ritað stefnuyfirlýsingu ásamt aðalfor- stjóra svissneska auðhringsins Alusuisse, þess efnis að stækka álbræðsluna um helming, koma upp erlendri súrálsverk- smiðju á Reykjanesi og veita auðhringn- um aðild að virkjunarrannsóknum á Aust- urlandi i þvi skyni að koma upp nýjum al- þjóðlegum auðhring, kom i ljós að sam- ráðherrar hans vissu ekkert um þessa undirskrift, né heldur félagar hans i þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Thor- oddsen litur stórt á sig. 1 tið siðustu vinstristjórnai" tókst að fá Framsóknarflokkinn til þess að fallast á ákveðna stefnumörkun, ef til þess kæmi að islendingar stofnuðu orkufrekan iðnað i samvinnu við útlendinga. Meginskilyrðin væru þau að islenska rikið ætti meirihluta i slikum fyrirtækjum, þau lytu i öllu is- lenskum lögum, samstarfsaðilinn réði hvorki yfir aðföngum né markaði. Flokk- ar sem lýst hafa samþykki við slika stefnu hafa nú 30 fulltrúa á þingi, og vitað er að ýmsir þingmenn úr Alþýðuflokki og Sjálf- stæðisflokki eru sama sinnis. Gunnar Thoroddsen brýtur þvi jafnt pólitiskar og siðferðilegar reglur með athöfnum sinum og undirskriftum og það er háskalegt mannorði islenskra stjórnarvalda að leyfa honum að halda áfram á þeirri braut. Ráðamönnum framsóknar er sem kunn- ugt er illa við að standa i stórræðum. Þvi skal þeim bent á milda leið út úr vandan- um. Þeir ættu að beita sér fyrir þvi að gerð yrði stór litprentuð mynd af Gunnari Thoroddsen og send i gylltum ramma inn á hvert heimili i landinu. Þetta myndi full- nægja Gunnari enn meir en nýsköpunar- togari og álbræðsla, svo að ekki sé minnst á hagsmuni þjóðarinnar. —m. „Farið frá mér, þér AÐAöSm, bölvaðir...” Matt. 25.41. Það er nokkuð um liðið frá þeim tima, er námsmenn voru eftirlæti stjörnvalda á skerinu. Það var áður en búiö var að inn- ræta islendingum að námsmenn væru meðsekir að fyrirbærum einsog verðbólgu, kreppu og öðrum innanmeinum, þeirra einna hluta verðir, að menn ræddu um þá í sama tón og egyptar plágurnar forðum. A þeim dögum hvöttu stjórnvöld og „framsýnir” kapitalistar til aukinnar menntunar, i þeirri sælu trú, að hún byggöi þeim óbrotgjarnan grunn hagvaxtar- ins góða, lausnarorðsins sem átti um ókomna framtið að höggva á þá hnúta sem óreiðu- samt efnahagslif reið landsins börnum. Námsmenn voru á þeirri tið ’tengdir borgarastétt- inni blóðböndum að stórum hluta, og þorri þeirra byggði eina sæng með Ihaldsöflum landsins. En timarnir breyttust og viöhorfin uröu önnur. Náms- menn hristu af sér drungann, sveigöust til róttækni og brutu af sér forystu sem aldrei gekk lengra en tjóðurband móður- flokksins leyfði, hófu ábyrga stefnu til vegs. Þegar ráöamenn urðu þess visari, að námsmenn fýsti litt að sækja fóstur sitt til ihaldsaflanna framar, skipuö- ust veður og viðmótiö breyttist. Erlend reynsla færði þeim einn- ig heim sanninn um, að róttæk námsmannahreyfing er að vlsu ekki slikt afl, að hún geti knúið fram skjótar og gagngerar þjóö félagsbreytingar, en er þó undir vissum kringumstæðum fær um að ræsa fram ólgu I samfélag- inu, vekja til óstöðugleika sem reitt getur blóðlitlum stjórn- völdum harða pústra. Full ástæða var þvi til að hamla vexti slikrar hreyfingar. A sama tima og róttækni óx fiskur um hrygg meðal skóla- fólks, kviknuðu sóttir I holdi þjóðarllkamans. Crræði ráða- manna var sparnaður svo unnt væri að veita meiru fé til „upp- byggingar”, til hinn bókhalds- slyngu útgerðarmanna og fén- aöar af sama húsi. Sparnaöur- inn fólst I þvl að skera af fjár- veitingum til ýmissa þátta, sem hvorki gáfu beinan né skjótan gróöa, t.a.m. aldraöra, öryrkja og einnig námsmanna. Ollum þessum hópum er það sameig- inlegt, að þeir hafa enga þrýsti- möguleika, geta ekki stöövaö þjónustu eöa framleiðslu, sem gæfi kröfum þeirra slagkraft. En það var erfitt að réttlæta stórfellda skerðingu á námsaö- stoð, eftir að ráöamenn höfðu reytt af sér yfirlýsingar um fjárhagslegt jafnrétti til náms árin á undan, I slag slnum um atkvæöin. Ennfremur bar nauð- syn til að rýra þau áhrif, sem vinstri sinnaöur námsmanna- meirihluti og aðgerðir hans, kynnu aö hafa á hæstvirta kjós- endur, enda hafði auðstéttin litla arðsvon af þvi að hampa námsmönnum sem vaxtar- broddum sinnar þjóðar, eftir aö þeir höfðu sagt upp vistinni. Þjóöinni var þvl innrætt ný mynd af skólafólki. Fjölmiðlar sem áður höfðu sungið þeim lof, brugðu þeim nú á spjót sin, og drógu upp skuggalega mynd af þeim. Mátti af henni ráða, að þar sem námsmenn færu, gæfi að lita húsgangslýð meö betlistaf I hönd, argasta pakk sem engu nennti nema láta sér vaxa hár og skegg og veröa sjálfum sér og öðrum til skammar. Aö þvi var látið liggja að þeir fengju námslán endalaust, en lægju á meltunni i stað þess að taka próf. Eða svo vitnað sé i siöustu syrpu i blaði allra stétta, friö- helg dekurbörn og betlibusar, sem eyða námslánum suður i sólarlöndum, meðan landslýð- urinn stritar. Á þennan hátt hafa fjölrniðlar og handhafar þeirra skapað viðhorf til náms- manna á meöal vinnandi fólks, að þvi verður best lýst með orð- um guðspjallamannsins sáluga” farið frá mér þér bölv- aðir.” Meö þvi að vekja til slíkra for- dóma og kveikja þá saman við óánægju alkennings með bág- borinn efnahag, hefur þeim tek- Eftir Össur Skarphéðinsson, formann Stúdentaráðs ist að brjóta þessari imynd tá- festu meðal manna, og með þaö að bakhjarli er rlkisvaldinu kleift að rýra kjör námsmanna i sibylju, draga úr samneyslu einsog þaö heitir á máli stjórn- valda. I kjölsogi slikra „sparnaðar- ráðstafana”, leynast margvis- legri ávinningar fyrir auðstétt- ina en sparnaöurinn einber. All- ur niöurskuröur leiðir til þess að skólafólk veröur að reiða sig æ meir á stuðning ættmenna, og kemur þvl haröast I koll þeim, sem eiga efnalitla að vanda- mönnum — eða enga. Þeir sem flosna frá námi vegna skertra eða slöbúinna lána eiga þvl flestir ættir aö rekja til þeirra sem minnst hafa milli handa, til vinnandi alþýðu. Þessir náms- menn eru einmitt þeir, sem vegna stéttaruppruna sins eru róttækastir, hafa gleggstan skilning á eðli auðvaldsþjóöfé- lagsins, og skipa þá sveit sem harðast berst fyrir samstöðu náms- og menntamanna með hreyfingu verkalýðsins. Skert námsaðstoð greiðir þvi götu auöstéttarinnar á tvennan hátt; hún minnkar útgjöld til mennta- mála, og brýtur um leið hvöss- ustu klær námsmannahreyfing- arinnar með þvi að hrekja frá námi þá menn, sem freklegast hneigjast til róttækni. Með þessu er þekkingarstreyminu einnig haldið fremur en ella inn- an vébanda efri þjóðfélagslag- anna, og i sama mæli er komið i veg fyrir að börn alþýðunnar nái að tileinka sér þekkingu, sem gæti reynst þeim skætt vopn i baráttunni siðar meir. Ennfremur er ljóst, aö þegar kjör námsmanna eru hert, eru þær heröingar i raun nýjar álög- ur á heröar margra foreldr- anna. Þvi flestir þeirra leggja metnað sinn i aö styðja við bök barna sinna þegar I harðbakka slær, enda er fólki vafalaust enn sárara að sjá sin eigin börn hrökklast frá námi, og geta þeim enga björg veitt af fátækt- ar sökum, en fara sjálft á mis viö þau gæði. Þeim greiðslum sem rikisvaldið neitar að inna af hendi er þvi i flestum tilvikum velt sem nýjum álögum á herð- ar foreldranna. En hversu lengi taka þau viö? Niðurskurður á námsaðstoð leiðir því ekki aöeins til „sparn- .aðar” heldur skeröir hann stór- lega möguleika lágtekjumanna til að mennta börn sin, veltir Framhald á bls. 22 (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.