Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
CARILLO SVARAR
SPURNINGALISTA
Carillo (til vinstri): Viö vorum brautryðjendur.
Franski rithöfundurinn og
blaðamaðurinn Regis Debray
hefur hvað eftir annað leitað uppi
til viðtala ýmsa þá menn á
vinstra armi stjórnmála sem
hafa haft veruleg áhrif. Nafn
Debrays fór mjög viða þegar
hann um árið reyndi að ná tali af
Che Guevara i Boliviu, en það efni
var aldrei birt. Debray var hand-
tekinn og Che Guevara féll.
Nokkrum árum siðar birti
Debray viðtal við Allende forseta
Chile. Bókin Samtal við Allende
(á islensku Félagi forseti f kilju-
útgáfu Máls og menningar) varð
eitt þeirra verka sem best lýsti
pólitiskri afstöðu alþýðufylkingar
forsetans og orsökunum til þess
að hann var myrtur i september
1973.
„Við vorum fyrstir”
Siðasti viðmælandi Regis
Debray er spænski kommúnista-
foringinn Santiago Carillo. 1 bók-
inni „Spánn eftir daga Francos”
svarar Carillo löngum spurninga-
lista frá Debray og franska sagn-
fræðingnum Max Gallo. Einkum
er þar komið inn á afstöðu
spænska kommúnistaflokksins til
Sovétrikjanna, sem hefur verið
enn gagnrýnni en afstaða ítalskra
kommúnista.
Það kemur mjög greinilega
fram, að það er öðru fremur inn-
rásin i Tékkóslóvakiu 1968 sem
veldur vinslitum milli sovéska
kommúnistaflokksins . og hins
spænska. En allmikið af forystu-
liði hins spænska flokks var þá
einmitt i útlegð i Prag.
„Ef við hefðum verið við völd
og her frá sósiallsku landi hefði
farið yfir landamæri okkar, þá
hefði ég boðið hernum út án þess
að hugsa mig um tvisvar”, segir
Carillo. Hann rifjar upp átök i
flokksforystunni spænsku um
Tékkóslóvakiu, en þekktur her-
foringi frá borgarastyrjöldinni,
Enrico Lister, hafði þá orð fyrir
hópi manna sem stóð með sovét-
mönnum i málinu.
„Eftir langar umræður skildi
allur flokkurinn okkar málflutn-
ing og studdi okkur og ég get full-
yrt það nú, að að þvi er varöar þá
grundvallarreglu að við séum
sjálfstæðir, þá er um það full ein-
ing i flokknum. En það hefur
kostaðpólitiska baráttu. Lister og
hans hópur hélt að þeir ættu auð-
veldan leik, einkum vegna þess
að flokkurinn þurfti að starfa neð-
anjarðar á Spáni. En sem betur
fór komum við sterkari en áður út
úr þessum átökum og niðurstaðan
varð sú að við mörkuðum okkur
sérstöðu sem ekki á sinn lika”.
Carillo er nokkuð. drjúgur yfir
þvi i viðtalinu, að hann telur að
með þessu hafi spænskir
kommúnistar gefið öðrum flokk-
um i vestanverðri Evrópu for-
dæmi til aukins sjálfstæðis i
stefnumótun og telur að spán-
verjar hafi verið einskonar braut-
ryðjendur. „Það er altént stað-
reynd, segir hann,að sjálfstæðis-
hneigðir hafa reynst óafturkræfar
I evrópskum kommúnistaflokk-
um. Hér mætti þvi við bæta, að
sérstaða italska flokksins á sér
lengri sögu, og þótt italir hafi
yfirleitt orðað sina gagnrýni af
meiri varfærni er Carillo er hún
þeim mun áhrifameiri sem þeir
eru mjög fjölmennur flokkur I
stöðugri sókn.
Irmrásin
Carillo segir frá þvi, að all-
margir sovéskir kommúnistar,
sem höfðu búið i Tékkóslóvakiu
árum saman, hafi farið úr landí
eftir innrásina. Meðal þeirra
Modesto hershöfðingi, sem
stjórnaði Ebróhernum i borgara-
striðinu. Sjálfur var Carillo
staddur á Krim þegar innrásin
var gerð. Hann fór þá umsvifa-
laust til Moskvu. „Ég skoðaði
þetta plagg sem var birt i
Moskvu,” segir hann, ,,um að
meirihluti stjórnmálanefndar
tékkneska kommúnistaflokksins
hefði ákveðið að biðja um sovéskt
herlið vegna þess að sósialisminn
væri i hættu.
En þá hugsaði ég einmitt sem
svo: Þetta fær ekki staðist. Ef að
slikur meirihluti er fyrir hendi, til
hvers eru þeir þá að senda her á
vettvang? Tékkar hafa sjálfir
her, og lögreglu — skyldi það
ekki vera nóg...
Dubcek og Maó
Carillo leggur á það áherslu að
hann vilji taka sér til fyrirmynd-
ar sósialisma Dubceks með
„mannlegu yfirbragði”.
„Þær breytingar sem urðu I
Tékkóslóvakiu voru fyrst og
fremst fólgnar i þvi að þroska
raunverulegt lýðræði með átök-
um milli skoðana i flokknum.
Losna við forystu sem hafði
stjórnað með tilskipunum að of-
an. Þá var og um það að ræða að
gera allt þjóðlifið lýðræðislegt og
gefa fólki tækifæri til að taka þátt
i æ fleiri ákvörðunum.”
Carillo er meðal annars spurö-
ur um afstöðu flokks sins til maó-
ismans og Kina. Honum finnst að
maóisminn sé fyrst og fremst
marxismi lagaður að kinverskum
aðstæðum. „Mér sýnist að Maó
hafi reynt að taka tillit til raun-
verulegs vanda sem Marx hefur
skrifað um ágætlega; til þess að
byltingin verði stöðugt að hverfa
aftur til sjálfrar sin.. Þegar ég
segi þetta vil.ég ekki blanda maó-
isma saman við vissa tegund af
„vinstriróttækni” sem nú hefur
tekið sér hans nafn. Ég tel að
menningarbyltingin hafi i raun
verið tilraun til að fá alþýðu aftur
þau völd, sem ákveðinn hluti
flokksins hafði sölsað undir sig að
meira eða minna leyti. Allavega
sýnir hin kinverska þróun, að
einnig I sósialisku riki geta orðið
breytingar á hinu pólitiska
stjórnarfari.”
Á Spáni
Santiago Carillo hóf feril sinn i
sósialistaflokkinum spænska,
PSOE, var um tima leiðtogi
ungra sósialista en gekk svo i lið
með kommúnistum. Vonir hans
standa til þess að Spánn verði
þegar fram liða stundir sósialiskt
riki margra flokka.
Hann telur að þróun til
sósíalisma á Spáni verði löng lýð-
ræðisleg barátta gegn fámennis-
völdum og forréttindaklikum. Og
þegar vikið er að lærdómum þeim
sem draga megi fyrir Spán af
valdaráninu gegn Allende i Chile
segir Carillo:
„Þegar menn reyna að gera
sósialisma að veruleika á lýð-
ræðislegan hátt og hafa ekki til
þess stuðning meirihlutans, þá
verða menn að hafa rænu á að
vikja úr stjórn á réttum tima áður
enspennan brýst fram i borgara-
styrjöld og bera valkosti fram til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Og draga
sig i hlé ef þörf krefur til að snúa
aftur sterkari siðar.” Information
Ambut
oirpot
MASSHAll
(SIANOS
MCIFIC OCEAM
GH8ERT
Equolor
Téianos
GUINEA<cS^ k SOIOMON
^ < Si OSIANDS
NEW '
HÍBRIOESý
I WOr.
AUSTRAUA
TlM£ Mop by i, PugIímo
miiiíiiiitiíiiíiiiií
Forseti agnarlítils
ríkiser fallinn
ur af Ástralíu. Þegnar
þessa ríkis eru ekki nema
um 4000 og stærð eyjar-
innar aðeins um 14 fer-
kflómetrar.
Naúru var um tima þýsk ný-
lenda, en siðan 1920 fór Ástralla
með umboðsstjórn á eyjunni.
1968 varð Naúru sjálfstætt riki.
Auðlindir eyjarinnar eru ekki
margar, en það munar um það
sem þær eru. Griðarlega mikil
fosfatnáma gefur af sér svo
miklar tekjur að hver naúru
maður hafði sem svarar f jórum
miljónum króna i tekjur I fyrra.
Hammer De Roburt, fyrrum
skólakennari, hafði verið helsta
sjálfstæðishetja naúrumanna,
og var hann kosinn fyrsti forseti
landsins. En nú um áramót
gerðist það, að 18 manna þing
eyjarinnar vék forsetanum frá
með fyllilega lögmætum hætti —
með 9 atkvæðum gegn sjö. Við
tók þritugur forstjóri kaupfé-
laga á eynni, Bernard
Dowiyogo. Hann segir þá helsta
ástæðu fyrir „uppreisninni” að
De Roburt hafi stjórnað að geð-
þótta án þess að spyrja einu
sinni ráðgjafa sina; vilji hin
nýja stjórn (en i henni eru miklu
yngri menn) stunda „opinn
Fyrir skömmu var
steypt með friðsamlegum
hætti forseta einhvers
minnsta rikis heims/ eyj-
arinnar Naúru/ sem er
einum 2000 km norðaust-
hæða skrifstofubyggingu i Mel-
bourne. Hann hefur byggt upp
fjárfestingarsjóð, sem á aö
nema um hálfri miljón dollara á
hvern naúrumann árið 1995, en
þá er gert ráð fyrir að þeir verði
orðnir 6000 talsins. Það er
meðferð á þessum mikla sjóöi
sem hinir yngri naúrumenn
vilja nú láta til sin taka um i
auknum mæli.
Frá strönd Naðru og hinn nýi forseti
stjórnarstil” — segja fólki hvað
er á seyði og hvers vegna.
Vandamál naúrumanna eru
mjög sérstæð. Þeir hafa miklar
tekjur og þurfa reyndar ekki
einu sinni að vinna við fosfat-
námuna, það gera aðfluttir
menn af öðrum Kyrrahafseyj-
um. En þetta Edensástand get-
ur ekki staðið nema til aldamóta
— það er auðvelt að reikna það
út, að um það leyti verða fosfötin
búin.
De Roburt forseti hafði reynt
að búa landsmenn undir það
sem koma skal með sinum
hætti. Hann hefur stofnað flug-
félag sem stundar Kyrrahafs-
samgöngur, skipafélag, og reist
fyrir opinbert fé heljarmikla 53