Þjóðviljinn - 23.01.1977, Side 6
6 SIÐA ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. janúar 1977
TRYGGVI
ÓLAFSSON
SKRIFAR
UM
MYNDLIST
Moderna museet bauö upp á
margar athyglisv^eröar sýningar
á myndlistl lok ársins. Viö vorum
þar á ferö, fjórir málarar, vegna
þátttöku i stórri norrænni sýn-
ingu, sem nefndist: „Augliti til
auglitis”. Viö vissum aö nútima-
safniö haföi veriö lokaö um hriö
vegna breytinga og átti nú aö
hafa opnaö aftur. En okkur brá
heldur I brún að sjá safniö nærri
þvi helmingi stærra og glæsilegra
en fyrr. Þrjár allstórar sýningar
voru á döfinni, á sama tima, en
engu aö siöur virtist enn rýmra
um þau verk sem fyrir voru i eigu
safnsins. Tilefni þessara hug-
leiöinga er sýning á verkum
tveggja ungra svia, en verk
þeirra voru fyrir margra hluta
sakir mjög óvenjuleg.
Þeir Peter Tillberg og Lars
Kleen sýndu 5 verk i stórum sal, 3
skúlptúra og tvö málverk Þetta
hljómar ekki mikilfenglega, en
verkin voru bæöi stór i sniöum og
mikiö i þau lagt I alla staöi. Mál-
verk Tillbergs voru 3x5 m. að
stærö og skúlptúr Kleens frá 2,5 m
og upp i 7m á hliö. Veggir sýn-
ingarsalsins voru klæddir veöruö-
um segldúk, likt og notaöur er til
þess aö breiöa yfir saltfisk. Fljótt
á litið virtist verkunum hafa veriö
komið fyrir i tómlegri vöru-
skemmu.
Tillberg og grjótið
Tillberg er tregablandinn i sýn
sinni á framtiðina. Honum og
Kleen er reyndar sameiginleg
einhverskonar tortryggni, þeir
vilja vita hvaö verið er aö gera i
þjóöfélaginu og hvert stefnir
gagnvart náttúrunni;hvert er
tækniþróunin aö halda? Sem fyrr
segir, sýnir Tillberg aöeins tvö
málverk. Annaö þeirra er af
þrotlausri framsókn höfuöstaðar-
ins, neöanjarðar. Veriö er aö
sprengja göng fyrir járnbraut
borgarinnar, I landi granitkletta
og föðurlandi dýnamitsins.
Myndin sýnir vinnuhlé I greftrin-
um, tveir ryögaöir grjótflutn-
ingabflar speglast i lygnum, leir-
lituöum forarpolli. Bert grjótiö
kemur fram i birtu ijóskastar-
anna. Málverkið nefnir Tillberg
„Klapparhvelfingu” Myridin er
máluö meö tviráöum huga, stór-
gert grjótiö er ótryggt sviö,
iskyggileg leiktjöld. Grjótiö i sári
jaröarinnar er málaö meö ein-
földum meöulum, — ef til vill eru
opnir steinarnir örlitiö hörunds-
kenndir á yfirboröinu? Tillberg
hefur fengist mikið við aö mála
skrýtnar „landslagsmyndir” og
honum er iagiö aö fá sérkennileg-
an heim út úr grjóti. Hin myndin,
„Himinhvolf”, er einnig sér-
kennilega máiuö, opinn geimur
sem er grunsamlegur I efnis-
kennd sinni. Tillberg er ekki aö
gera kröfur um fegurð til náttúr-
unnar, hann er aö nota hana til
þess aö spyrja spurningar á þjóö-
félagslegum grundvelli: hvert
eruö þiö aö fara gegn um alla
þessa kletta? Áhrif myndanna
magnast af þvi, hve mikil þögn
rikir i þeim og einnig af þvi,
hvernig þær hanga hlið viö hliö.
Tillberg tekst aö ýta viö uppruna-
legri náttúrutilfinningu áhorfand-
ans. Þögull áhorfandi frammi
fyrir þögninni og kyrrðinni i
klapparhvelfingunni litur til him-
ins á hinni myndinni.
GÖMDA RUM En utstállning av Lars Kleen och Peter Tillberg 1976
Anglýsingaplakat af sýningu svlanna.
Tveir svíar
smlðaöur fyrir tveim árum I til-
efni kvikmyndatöku, hrollvekju,
sem sýnir aðferöir þær sem tiök-
uöust á siöustu öld, er verið var
að lækna geðsjúklinga. Sjúkling-
urinn er bundinn fastur i stól og
snúiö i hring af miklum hraöa uns
hann róast!! Auövelt er aö
imynda sér þá pyntingu sem felst
i miöflóttaaflinu. „Einangrunar-
klefi” er byggöur á ekki óskyldri
hugmynd sem tiökast I veruleik-
anum, nefnilega hjá glæpalög-
reglunni i Stokkhólmi, nú á
dögum. Ef gæslufangi þjáist af
innilokunarkennd, þá er hann
settur I sérstakan klefa, spenntur
fastur við rúmiö, þar til næst I
lækni. Ct frá þessari óvenjulegu
venju hefur Kleen smfðað litiö
fangarúm meö spenniólum:
klefinn er settur I húsalyftu i eðli-
legri stærð (2x4 m.) en lyftan
hefur stansaö á milli hæöa. Bæöi
verkin sýna á ógnvekjandi hátt,
hvernig veriö er aö reyna aö úti-
loka vitund manneskjunnar frá
tima og rúmi. Hér er hann farinn
að nálgast Tillberg, sama þrúg-
andi kennd fyrir innilokun og
óvissu.
Moby Dick
Sennilega er þriöja verk Kleens
þaö magnaöasta af þeim öllum,
hann kallar myndina „Leikslok”.
Hún er ein heljarstór sjávaralda,
(4,5 m á hæð og 7 m á br.),bára
sem komin er aö þvi aö brotna af
miklu afli. Hún er smlðuö úr járni
og tré, barin út i járnplötur, sem
hvila á sterklegri trégrind, á
einum staö örlar á horni á
skipskáetu I brimflóöinu. Báran
er Iskyggileg, stórt grunsamlegt
hugboö, en hún er ekki alveg án
vonar. Ef til vill er einhver andi
frá Moby Dick yfir öllu verkinu?
Verk svianna hafa m.a. þaö sam-
eiginlegt aö þau eru eins
og tröllvaxnar myndskreytingar
við texta sem áhorfandinnþekkir.
Sú heilbrigða skynsemi og aöferö
viö uppsetningu sem þeir velja
sér, gerir þaö aö verkum að
myndirnar eru auöskildar.
Stóri bróöir
Listamennirnir tveir lifa i þjóð
félagi sem stendur nálægt heims-
metinu i aö fullnægja þörfum ein
staklingsins, — og sannarlega
fjallar mikill hluti menningarinn-
ar hjá þjóðinni um meiri fullnæg-
ingu á fleiri nýjum „þörfum”.
Ovissa og efasemdir Tillbergs og
Kleens hljóta m.a. aö stafa af þvi,
hve erfitt er fyrir einstaklinginn
að skapa sér yfirsýn yfir mý-
marga frumparta þjóölifsins.
Eins konar vanmáttur gagnvart
vélrænu kerfi sem er önnum kafiö
viö aö stjórna sjálfu sér. Eins og
einhver haföi á oröi: Hér vakir
„Stóri bróöir” yfir þér, dag og
nótt, en þú sérð aðeins vini hans,
sjónvarpsvélarnar og vaktmenn-
ina meö labb-rabbtækin.
Þá Tillberg og Kleen langar
sjálfsagt til þess sama og allan
almenning, að taka þátt I þvi sem
fram fer I þjóðfélaginu og lifa I
góöum félagsskap, en þeim leiöist
makkiö á „Stóra bróöur”. 1 ljósi
þess arna eru verk svianna eins
konar sjúkdómseinkenni, þau
segja áhorfandanum eins mikið
um samfélagiö eins og dagblöö,
útvarp og sjónvarp, — þó á annan
hátt sé!
Jótlandi, des. ’76
Skúlptúrar Kleens
Lars Kleen er náskyldur Till-
berg i hugsunarhætti, þó þeir fari
afskaplega ólikar leiöir. Áöur
voru myndir hans uppfullar af
táknum, en á siöari árum er eins
og hann hafi hreinsað til I mynd-
hugsuninni og hnitmiðað verkin i
vaxandi mæli. Skuröpunktur hug-
myndarinnar og efnisins er orö-
inn nákvæmari og agi i vinnu-
brögöum meiri. „Sveiflustóll” er
„Endalok” eftir Lars Kleen.hlutiaf verkinu. Nærmynd tekin 1975 meöan verkiö varenn Ismföum.