Þjóðviljinn - 23.01.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. janúar 1977 Bókaútgáfa og lög- mál markaðarins Merkilegur fugl Svarthöfði i Visi. Þegar hann er sem indriða- legastur (og það er hann alltaf þegar talið berst að menningar málum) slær þvilikri þoku yfir dálka hans, að allt i einu finnst lesandanum að sjálfur Matthias Johannessen sé sem skært ljós skýrrar hugsunar og frjálslyndis. Samanburður er kannski ekki skynsamleg iðja, alltaf jafn freistandi þó. Mega bækur ekki seljast? A dögunum leggur Svarthöfði út af samtali sem ég átti i sjón- varpi við örlyg Hálfdánarson bókaútgefanda. Hann kemst að þeirri miðurstöðu, að Arni Bergmann boði ,,þá stefnu, að stórhættulegt sé að bækur seljist. Það á að hafa truflandi áhrif á hið menningarlega mat, eigi almenn- ingur að vera sjálfráða um það sem hann vil lesa”. Náttúrlega er þessi staðhæfing bull, en af þvi það bólar I henni á misskilningi, sem Svarthöfði er ekki einn um, er rétt að gera hér við athuga- semd. Það vita allir, að sumar miklar sölubækur eru ágæt verk og aðstandendum þeirra til sóma, aðrar sölubækur eru sómasamleg verk hver á slnu sviði, enn aörar vekja fyrst og fremst undrun yfir þvi hve margir menn geta verið litilþægir. Alla vega væri það ein- kennilegur gagnrýnandi, skrýtinn áhugamaCur um bækur, sem héldi þvi fram, aö saia béka eins og hún er beri vott um eitthvert eðlilegt og sjálfsagt ástand sem ekki geti öðruvisi verið, og sé allt að þvi skaðlegt og móðgandi fyrir háttvirtan almenning (og bókaút- gefendur) að gera nokkrar at- hugasemdir við það. Þaö sem fólkið vill 1 þessu sambandi er enn á ný komið að miklum ruglingi, sem er á kreiki um „frelsi” til að velja og hafna. Það er sagt: bóksalan endurspeglar það sem fólkiö vill. I vissum mæli já — en málið er hvergi nærri svona einfalt. Mönn- um hættir til að sleppa þvf alveg, að auðvitað fæðast menn ekki með ákveönar bóklestrarvenjur I kollinum. Þær mótast eins og allir vita af foreldrum, i skóla, af þeim bókum sem tiltækar eru á mótun- arskeiði manna. Og af þvi sem haldiö er að fólki. Islenskur ung- lingur fær ekki smekk fyrir ágæt- um erlendum höfundum okkar afdar eða þeirrar siðustu ef eng inn vil gefa þessa höfunda út á islensku. „Frelsi” hans er bundið við málakunnáttuna. Þvl skiptir val útgefenda auðvitað miklu máli. Og auglýsingar þeirra ekki siður, þótt menn vilji draga úr þvi. Hver hefur ekki margoft heyrt I bókaverslun fyrir jól setn- ingu sem þessa: „Ætli við tökum ekki þessa. Hún er svo mikið aug- lýst”. Og ætli það yrði mikill vandi að finna stóran hóp is- lenskra höfunda sem hefði orðið fyrir þvi, að bækur þeirra hefðu færst á kaf I hávaða af þeim bumbum sem barðar eru fyrir þeim bókum, sem eiga að ávaxta fjárfestinguna fljótt og vel. (Aöur eti lengra er haldið: • Svarthöfði getur á stundum verið fyndinn óvart. Hann segir að A.B. hafi þaö „trúboð” helst að mark- miði að „hver sá róttæklingur sem setji saman bók, sé um leiö kominn á æðra gáfnastig en vel- flestir landar hans”. Hinsvegar sé það vitað að „skáldskapar- framieiðslan sem tengd er vinnu- stað bókmenntagagnrýnandans (AB) er lltt gjaldgeng á al- mennum markaði” Þessvegna vill AB semsagt ekki aö bækur seljist. Ég bendi mönnum á til gamans, að meðal þeirra „rót- tæklinga” sem undirritaður hefur um fjallað sér til mestrar ánægju að undanförnu eru þeir Pétur Gunnarsson, Birgir Svan, Tryggvi Emilsson, Kristinn E. Andrésson, Laufey Jóhannesdótt- ir, Gunnar Benediktsson, Þór- bergur Þórðarson.) Vara meö annari vöru En víkjum aftur að fyrr- greindum sjónvarpsþætti. Þar gat ýmislegt farið milli mála, vegna þess aö um tima a.m.k töl- uðu viðmælendur um sinn hvorn hlutinn, báöir I einu. Bókaútgefandinn var með viss- um hætti tvískiptur eins og kol- legar hans hafa oftar en ekki ver- ið I umræðu. Annarsvegar segir hann.sem svoVið erum með einka fyrirtæki og berum okkar fjár- hagslega ábyrgð og verðum að haga útgáfu okkar eftir þvl. Hins- vegar minnir hann á hugmyndir bókaútgefenda um opinberan stuðning viö bókaútgáfu, sem komi þá fram I þvi að söluskattur á bókum sé felldur niður og sú til- laga mun þá byggja á þvl að bæk- ur séu ekki eins og hver annar varningur I einkaframleiðslu, heldur sérstakur varningur og menningarlegur. Ég minnti þá á hugsanlegar mótbárur i þá veru, að niðurfelling söluskatts vekur upp einmitt spurningar um það, hvort bókaútgáfan I heild sé þess virði að hún eigi slika fyrir- greiðslu skilda. Þetta tal hristist svo saman við það sem rétt áður hafði verið nefnt: hugmyndir um opinberan stuðning við viss út- gáfuáform, sem útgefendur sæktu um með ákveðnum rök- stuðningi. Örlygi Hálfdánarsyni fannst ég væri að halda þvi fram, að það mætti fella niður söluskatt af sumum bókum en öðrum ekki — þar með væri komin af stað einhverskonar ritskoðun; munaði minnstu að aðilar þáttarins væru komnir langleiðina til Siberlu. Eyöurnar Málið er öðruvisi vaxið, þótt það sé rétt, að spurt er um tvennskonar afskipti opinberra aðila af bókamarkaði. Niðurfell- ing söluskatts á bókum yfir höfuð er mál út af fyrir sig.Hún hefur þann kost, að bækur verða ódýr- ari. Hitt er svo óvist, hvort sú verðlækkun hefur nokkur meiri- háttar áhrif á bókaútgáfu til hins betra. Það er I skemmstu máli sagt, spurt um tvennskonar stuðning viö bókaútgáfu. Allsherjar- stuðning (eins og niðurfelling söluskatts sem gengur jafnt yfir réttláta og rangláta) og stuðning eftir vali: það er metið hvað sé sérstök ástæða til að styðja við bakið á. Ef lögmál gróðavænlegrar f jár- festingar fengju ein að ráða i bókaútgáfu, þá mundu fyrr en varir koma i útgáfu —- ekki slst smáþjóðar — allstórar eyður, enn stærri en þær eyður sem við nú við búum. Ljóðabækur, innlend skáldverk eftir byrjendur ættu enn erfiðar uppdráttar en nú. Innlend barnabókagerð mundi hörfa enn lengra en hún hefur þegar gert fyrir alþjóðlegu lit- myndaprenti. Erlendar bókmenntir hafa á undanförnum árum varla komið út hjá öðrum en rlkisforlagi og bókafélögum. Aö trufla lögmálin Það er þvi ekki nema eðlilegt að menn spyrji með hvaða hætti sé skynsamlegast að vinna gegn þeim afleiðingum hins „frjálsa spils” markaðslögmála sem varhugaverðastar eru. Og þá er að muna eftir þvi, að þessi lögmál eru nú þegar „trufluö” með Bækur og lýöræði útjöfnun og þroski Hér fer á eftir hluti málflutnings Arturs Lundkvists fyrir þvi/ að vel sé vandað til vals þeirra bóka sem opinber- an útgáfustyrk hljóti: Til eru þeir sem mæla með al- mennum stuðningi við bókaút- gáfu og á móti stuðningi eftir vali. Þetta finnst mér byggt á rangsnúnum hugmyndum um lýöræði. Þaö mun aðeins gleðja þá sem vilja aö hvaða skrifelsi sem vera skal, skuli prenta og þvl dreift, ef menn i nafni blindrar réttvfsi gefa öllum dá- litiö en engum þann stuðning sem um munar. Ahættan er sú, aö yfir okkkur steypist flaumur af undirmáls- bókum, sem skapaði ringulreið með almenningi og verkaði e.t.v. kæfandi á skárri bækur. Ég held ekki að þetta veröi einu sinni til raunverulegra hagsbóta fyrir þá höfunda, sem þannig er ýtt fram. Það er einkennilegt að skoða þá einhliða vantrú og andúð á mati sem fram kemur i þessu samhengi. Því mat er nauðsyn- legt ef við eigum ekki að hafna I feni þar sem allt flýtur hvað innan um annað I villimannlegri blöndu. Annaö mál er að við get- um og eigum aödeila um mat og mælikvarða, ég skal verða fyrsti maður til að taka undir þáö. Það er óumdeilanlegt að einn hlutur er betri en annar, ekki sist innan bókmennta. Hjá þvl geta menn ekki komist með þvl að vlsa til þess að hver hafi sinn smekk. Það er ekki hægt að setja jafnaöarmerki milli af- þreytingarsögu sem ekki skiptir máli og meiriháttar bók- menntaverks, ekki heldur með tilliti til þeirra, sem þvl miður geta ekki lesið annað en fyrr- nefndu bókina. Gerum landið lýðræöisíegra! er vigorð sem nú er efst á baugi. Gott og vel — ef um sanna lýð- ræöisþróun er aö ræða, ekki út- jöfnun sem felur I sér skopstæl- ingu á lýðræði. I menningar- legu tilliti getur lýöræðisþróun aldrei þýtt lægsta samnefnar- ann, aldrei numið staöar við ákveðið stig I almennri neyslu. Sú viðleitni að koma mönnum smám saman til aukins þroska, hverjum eftir hans forsendum, hlýtur að vera lýðræðishugsjón i menningarmálum. Slíkri við- leitni má ekki mæta með mis notuðum glósum um „menn- ingarvita” . (Hér er orðið „elitism” látiö þýða „menningarvitar” af ásettu ráði).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.