Þjóðviljinn - 23.01.1977, Page 11
Sunnudagur 23. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 11
ÞAÐ ER LANGT FRÁ RAUFARHÖFN TIL
REYKJAVÍKUR EN LENGRA ÞÓ TIL
BRUSSEL OG BONN
Þetta er ljósmynd af hluta einnar blaösíðu I áætlun „Integral”. — Þarna kemur fram aö i áformum
Alusuisse er gert ráö fyrir nokkurra biljón dollara f járfestingu.
i islensku atvinnulifi, 'þaö er sam-
tals i islenskum sjávarútvegi, is-
lenskum landbúnaöi, Islenskri
verslun og íslenskum iönaöi num-
g> rúmlega 246 miljöröum króna.
Þótt viö reiknum með vexti
þjóðarauös okkar Islendinga á ár-
inu 1976 (talinn vera um 4%) og
hækkum töluna i samræmi viö
verðbólguþróun á siðasta ári, þá
er niðurstaðan þessi:
Alusuisse áformar aö gangast
hér fyrir mun meiri fjárfestingu
en svarar öllum þeim auö, sem
bundinn er i isiensku atvinnulffi.
Þótt saman væri lagt verömæti
allra fiskiskipa og farskipa á
islandi, allra frystihúsa og fisk-
vinnslustööva ásamt vélabúnaöi,
allra bújaröa og búvéla, allra
iðjuvera og verkstæöa aö viö-
bættu þvi fjármagni, sem bundiö
er I verslun landsmanna, — þá
dygöi ekki slfkur sjóöur til aö
jafnast á viö þær upphæðir, sem
um er rætt i „Integral” áætlun
Aluisse aö fjárfesta á iandi hér.
Allar byggingar og
mannvirki opinberra
aðila 320 miljarðar -
Áætlun „Integral”
400-500 miljarðar
Þjóöhagsstofnun gefur okkur
einnig þær upplýsingar, að i árs-
lok 1975 hafi sá hluti þjóðarauðs
okkar íslendinga, sem bundinn er
i byggingum og mannvirkjum
opinberra aðila verið talinn nema
tæplega 244 miljörðum króna, eða
á núgildandi verðlagi nálægt 320
miljörðum. Þarna er um að ræða
öll orkuverin okkar, alla skólana,
öll sjúkrahúsin, allar hafnirnar,
alla flugvellina, o.s.frv., o.s.frv.
Samt er heildarverðmæti allra
þessara mannvirkja að dómi
Þjóðhagsstofnunar lægra, en
nemur þeirri upphæð, sem
álfurstarnir sækjast eftir að fjár-
festa hér i bróðurlegu helminga-
félagi við islenska rikið!
Allir einkafjármunir
okkar, þar með
íbúðir og bílar
300-350 miljarðar -
Áætlun ,,Integral”
400-500 miljarðar
Og okkar ágæta Þjóðhagsstofn-
un gefur okkur enn þær upplýs-
ingar, að I árslok 1975 hafi allir
einkafjármunir á tslandi verið
metnir á rúmlega 248 miljarða
króna, sem á verðlagi dagsins i
dag svarar einnig til um 320
miljarða. Þarna er um að ræða
allt Ibúðarhúsnæði á tslandi að
viðbættri m.a. allri bilaeign
landsmanna og öðrum persónu-
legum eigum okkur allra i föstu
og lausu.
Samt er heildarupphæöin hér
lika lægri en svarar til þess, sem
sá asni kiyfjaöur gulli ber, er ál-
furstarnir hafa nú um hriö, hvaö
eftir annaö leitt fyrir sjónir Gunn-
ars Thoroddsen og félaga til aö
leyfa þeim aö skoöa og klappa
dýrinu.
Það eru þessar tölur um þjóð-
hagsstærðir, sem hér hafa verið
raktar, er menn verða að hafa i
huga, til að skilja, hvað Gunnar
Thoroddsen er að ræða um við
Alusuisse.
Komdu og skoðaðu
í kistuna mína
Þegar sagt er, að tilmæli Alu-
suisse um 10 nýjar álverksmiðjur
og yfirtöku á islenskum orkulind-
um, hafi engar undirtektir fengið
hjá stjórnvöldum hér, — þá eru
það ekki annað en stórlygar.
Fyrir liggur, að þegar Alu-
suisse stingur upp á helmingafé-
lagium risavirkjun á Austurlandi
og álframleiöslu i þvi sambandi á
borö við 7 Straumsvikurverk-
smiöur, — þá er svariö hjá helsta
samningamanni Gunnars Thor-
oddsen, formanni Viöræðunefnd-
ar um orkufrekan iönaö, þaö, aö
bjóöa Alusuisse sérstaka aöild aö
umfangsmiklum virkjunarrann-
sóknum á Austurlandi, þótt þang-
að til hafi það verið föst regla, að
slikar rannsóknir væru alfarið i
höndum innlendra aðila. Þessar
rannsóknir eru nú þegar hafnar
með þátttöku Alusuisse, og Þjóð-
viljinn hefur undir höndum
skýrslu um niðurstöður fyrsta á-
fanga þeirra, þar sem m.a. kem-
ur fram að gert er ráð fyrir að
virkjunarframkvæmdirnar
spanni yfir 4000 ferkilómetra
svæði, en þaö samsvarar stærö
hálfs Vatnajökuls. Sem sagt ál-
furstarnir bjóba upp á helminga-
félag um „several billion U.S.
dollars” og svar fulltrúa Gunnars
Thoroddsen er ekki ncitun heldur
þvert á móti uppástunga um aö
fulltrúar auðhringsins komi og
geri úttekt á dýrustu gullkistu
okkar islendinga.
Sama sagan er uppi, hvaö varð-
ar fyrirhugaða súrálverksmiöju á
Reykjanesi, þvi fer viðs fjarri að
þeirrihugmynd hafi verið hafnað.
Þvert á móti hefur málið verið ýt-
arlega rætt á fjölmörgum fund-
um, og Þjóðviljinn hefur undir
höndum sérstaka skýrslu, sem
samin var af sendinefnd er fór til
Sviss á vegum Gunnars Thorodd-
sen til aö ræöa þaö mál sérstak-
lega. Náttúruverndarráð hefur
hins vegar mælt eindregið gegn
þvi að slik verksmiðja verði reist,
enda mengunarhætta talin mun
meiri en af venjulegu álveri.
Þjóðviljinn hefur birt fundar-
gerð frá fundi fulltrúa islensku
rikisstjórnarinnar og Alusuisse,
sem haldinn var i Reykjavik 4. og
5. nóvember s.l. 1 þeirri fundar-
gerð segir skýrum störfum:
„aöilar munu halda áfram aö
rannsaka möguleika á þvf aö
setja upp súrálsverksmiöju i
grennd viö Straumsvik, er fái
jarðvarmaorku.”
Hérer svo sannarlega um mjög
jákvæðar undirtektir að ræða af
hálfu islensku rikisstjórnarinnar,
bæði hvað varðar heljarstökkið á
Austurlandi og súrálsverksmiöju
á Reykjanesi, þótt mál hafi að
sjálfsögðu enn ekki verið af-
greidd.
Varðandi væntanlega stækkun
álversins I Straumsvik um einn til
tvo kerskála, þarf svo ekki annað
en vitna til ummæla Gunnars
Thoroddsen sjálfs i sjúvarspþætti
fyrr i þessum mánuði er hann var
spurður, hvað gera ætti við ork-
una frá Hrauneyjafossvirkjun.
Þetta eru
alvarlegustu tilmæli
erlends valds í allri
sögu okkar
Nái „Integral” hernaðaráætlun
Alusuisse fram að ganga má
staðhæfa, að I reynd væri Island
þar meö orðið hjálenda auð-
hringsins, honum algerlega háð
i smáu og stóru, hvað sem form-
legu sjálfstæði liði. Við höfum
mörg dæmin I veröldinni um
þjóðir I heljarklóm fjölþjóðlegra
auðhringa, hálfnýlendur þar sem
innlend stjórnvöld hafa I raun litil
sem engin tök á atvinnulifi og
auðlindum lands sins. Þessi dæmi
verða ekki rakin hér nú.
Hins vegar skal enn á þaö
minnt, aö viö islendingar höfum
vegna fámennis okkar algera sér-
stööu í hópi þjóbanna. Þaö sem
margmiljóna þjóöir þola I sam-
skiptum viö fjölþjóölegt auövald,
þolum við ekki meö ncinu móti.
Af tvennu illu er betra fyrir
smáþjóð að eiga i höggi við rikis-
vald stórveldis, heldur en hitt að
sitja föst I arðránsklóm f jölþjóða-
hringa. Astæðan er sú, að rikis-
stjórnir stórvelda verða ærið oft
að taka nokkurt tillit til gagn-
rýnisradda, og þess sem e.t.v. má
kalla almennngsálitið i heimin-
um. Það er hins vegar grundvall-
arlögmál i starfsemi fjölþjóð-
legra auðhringa, að|þar er aldrei
spurt um neitt nemá eigin gróða,
þar verður engum siðferðilegum
mælikvörðum við komið hvorki af
þessu tagi né hinu.
Aætlun „Integral” hefur aö
geyma alvarlegustu tilmæli er-
lends valds, sem islenska þjóöin
hefur nokkru sinni i sögu sinni
staöið frammi fyrir, — alvarlegri
en beiönin um undirritun gamla
sáttmála 1262, alvarlegri en her-
stöövabeiöni Bandarikjanna 1945.
Enginn skyldi halda að svo al-
varleg beiðni sé sett fram svo
sem út i bláinn. Gæði jarðarinnar
eru takmörkuð, og mörg þeirra
ganga skjótt til þurrðar. Þjóðirn-
ar búa sig viða i'stakk til að hrista
af sér klafa auðhringanna, en hin-
ir alþjóðlegu fjármálamenn
með biljónirnar halda uppi æðis-
genginni leit um alla veröld að
nýjum auðlindum til að gjörnýta,
svo að arðrænskerfi þeirra fái
áfram að blómstra um sinn. Þeir
vita betur en margir okkar, að Is-
land er frá náttúrunnar hendi eitt
rikasta land i heimi að tiltölu við
fólksfjölda, og hingað verður þvi
fast sótt.
Fái Alusuisse á næstu árum og
áratugum komiö fram áformum
sinum, þá býður okkar rökrétt
innganga i Efnahagsbandalag
Evrópu, en þvi fyigir sem kunn-
ugt er frelsi fjölþjóölegra auö-
hringa til aö fjárfesta hér aö eigin
vild i öllum greinum. Enginn skal
láta sér detta i hug, að við héldum
til lengdar fiskimiðum og fiskiðn-
aði i okkar eigin höndum, þegar
svo væri komið. Hér leiðir eitt af
öðru.
Sérhvert skref
minnkar framtíð
okkar alla
Hvernig eigum við islendingar
aö bregðast við þeim aðstæðum
sem við blasa?
Sumir segja að sjálfsagt sé að
skoða alla valkosti, — skynsam-
legt kunni að vera að heimila er-
lendum aðilum að reisa hér
nokkrar álverksmiðjur i viðbót,
kannski þrjár, kannski fimm, en
tiu verksmiðjur sé nú of mikið.
En hér eru menn á ákaflega
hálum is. Hver er komin til með
Framhald á bls. 22
Laust starf
Staða bókara, karls eða konu, við bæjar-
fógetaembættið i Bolungarvík er laus til
umsóknar.
Laun eru skv. launakerfi starfsmanna
rikisins nú launafl. B14.
Krafist er bókhaldsmenntunar eða stað-
góðrar reynslu við bókhaldsstörf.
Umsóknir, sem greini aldur, menntun og
fyrri störf, ásamt meðmælum sendist
undirrituðum fyrir 1. mars. n.k.
Bolungarvik, 15. janúar 1977
Bæjarfógetinn.
UTGARÐUR
í Glæsibæ
Veislumatur,
hvaða nafni sem
hann nefnist:
Kaldir eða heita réttir,
Kalt borð, Kabarett,
Síldarréttir, Smurt brauð,
Snittur o.fl.
Sendum í heimahús
Leigjum út sali
fyrir mannfagnaði «« fundarhöld
Þorramaturinn okkar er góður
Ath.: Tökum niður pantanir í Þorramat,
með eöa án síldarréttanna okkar frægu.
ÚTGARÐUR
í Glæsibæ
86220