Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 12
12 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. janúar 197T Sunnudagur 23. janúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA — 13 Rætt við GUÐMUND H. GUDMUNDSSON, sem var togarasjómaður í 52 ár 70ÁRLIÐIN FRÁ ÞVÍ TOGARINN JÓN FORSETI KOM TIL LANDSINS „Ef ég væri aftur orðinn tvitugur myndi ég velja sjómennskuna að ævistarfi, ekki nokkur vafi á þvi. Ég hef aldrei kunnað við mig annarsstaðar en á sjónum. Hér á árunum þegar siglt var á togurum með fiskinn og helmingur áhafnarinnar fékk fri i landi á meðan siglt var, var maður alltaf orðinn við- þolslaus að komast á sjóinn aftur, þegar togarinn kom heim. Nei, sjómennskuna mundi ég velja”. Það er Guðmundur H. Guðmundsson, sem verður niræður á þessu ári, sem þetta sagði, þegar við heimsóttum hann fyrir skömmu til að biðja hann að segja okkur dálítið frá fyrstu árum togaraútgerðar á Islandi, en Guðmundur hefur verið s jómaður i yfir 70 ár, þar af 52 ár á togurum. * Jón forseti. Já, þú spyrö um Jón forseta og andrúmsloftiö þegar hann kom til landsins. Ég man aö þaö var mik- ið talað um þennan fyrsta Is- lenska togara. Ég var þá enn fyrir vestan, en ég er fæddur og uppalinn vestur i Arnarfirði, á Hjallkarseyri, þar sem foreldrar minir bjuggu. En þrátt fyrir það að maöur væri fjarri Reykjavik bá. man ég vel hve mikiö var rætt um komu þessa fyrsta alíslenska togara. Þetta þóttu timamót. Enda hafði verið almennur áhugi fyrir þvi að landsmenn eignuðust togara á þessum árum. Fáeinir islendingar höfðu átt einhvern smá hlut i togurum áöur, en út- gerð þeirra flestra gékk illa og stóð stutt yfir. Ég hef áður sagt það, aö til- koma togaranna eyddi matar- skorti i Reykjavik, vist sagði ég dönskuslettum lika og þaö er rétt, en annaö jafn vont tók við, sem voru ensku sletturnar. Þær komu með togurunum enda kynntust is- lendingar togaraútgerð frá bret- um og flest um borð I togurunum var meö enskum nöfnum og sum- um þótti fint aö sletta enskum setningum. En hitt var meira um vert, að þessi skip eyddu matarskorti og hungri, sem þvi fylgdi. Og um það er ég sannfæröur, að það voru togararnir, sem gerðu Reykjavik aðþvl semhún varoger. Tilkoma þeirra gerbreytti öllu hér i Reykjavik. Upphefð að komast á togara. — Hvenær komst þú til Reykja- vlkur alfluttur? „Ætli það hafi ekki verið 1918. Ég var þó búinn aö koma hingaö fyrr, meðan ég var á skútum. Ég byr jaði hinsvegar ekki á togurum fyrr en 1920, þá á Snorra goða. — Varstu aldrei á Jóni forseta? „Tvo túra fórég á þeim togara. Það bar þannig til, að togarinn sem ég vará, þurfti aö fara I við- Snorri goði, fyrsti togarinn, sem Guðmundur H. Guðmundsson var á. gerð og var eina tvo mánuði i slipp og á meðan fór ég tvo túra á Jóni forseta. Hann þótti nú orðinn gamall þá og stóö nokkuö aö baki nýjustu togurunum, sem þá voru hér. Eins þótti hann aldrei veru- lega gott sjóskip. — Var erfitt aö komast á togara á þessum árum? „Já mjög erfitt. Það þótti upp- hefð fyrir sjómann að komast á togara á þeim árum, enda komust ekki nema úrvalsmenn á togara þá. Skipstjórarnir gátu valið úr mannskap. Og menn uxu i áliti við að komast á togara, það var virðingarstaða i augum fólks. En i raun var þaö ekki svo, þetta voru sannkallaðar þrælakistur. Það var engin upphefö i aö láta pina sig eins og gert var á togur- unum lengi framan af. Mér hefur oft orðiö hugsað til þess að þarna voru ágætir skip- stjórar, skynsamir menn, en samt voru þeir svo miklir kjánar aö halda að hægt væri aö láta menn vinna án svefns sólarhring- um saman. Þeir virtust aldrei taka eftir þvi að afköst manna voru oröin aö engu. Vinnan gekk ekki neitt. Það væri hægt að segja margar sögur af þvl hvernig menn hreinlega örmögnuöust. Ég man til að mynda eftir þvl að viö fórum eitt sinn út héðan frá Reykjavik á sunnudegi og kom- um að aftur eftir 10 daga, eöa þriðjudaginn i næstu viku á eftir. A þessum 10 sólarhringum höfðum fengið að sofa I 4 tlma. Og þá var þaö að ég horfði á báts- manninn, harðduglegan og hraustan mann, sofna við flatn- ingsboröiö og detta fram á það. Eins man ég að eitt sinn þegar viö vorum aö borða, maður fékk að skreppa inn og gleypa I sig, að ég sofnaði við borðið og höfuðið datt niöur i smjördiskinn. Eins kom það fyrir að menn urðu svo rugl- aðir við aðgerð að þeir hentu fisk- inum fyrir borð i stað þess að setjahanni stlur. Menn hreinlega vissu ekki hvað þeir gerðu. Halda menn svo aö þaö hafi verið einhver upphefö i að láta fara svona með sig? Þaö er nú öðru nær”. — Var meira uppúr þvi aö hafa að vera á togara en á skútu? „Nei, sennilega hefur það verið öfugt. Þeir sem voru sæmilega fisknir, höföu meira upp á skút- unum. Það sem gerði togara- sjómannsstarfið svo eftirsótt var aö þar var um stöðuga og jafna vinnu að ræöa allt áriö. En róörar á skútunum voru árstimabundnir og þótt menn hefðu meira upp, þá voru menn atvinnulausir á milli. t þessu lá munurinn. Vorum fyrstir að fá hvildartima. — Vökulögin hafa þá breytt miklu ' fyrir ykkur togara- sjómennina? „Blessaður vertu, því er ekki hægt að lýsa. Annars vorum við, sem vorum með Siguröi Guð- brandssyni skipstjóra, ég var meö honum 114 ár.fyrstir til að fá ákveðinn hvildartima. Þaö var löngu áöur en vökulögin komu til. Sigurður var nógu skynsamur til aðsjá hvaða vitleysa þetta var að láta menn vaka og þræla sólar- hringum saman án minnstu hvildar. Hann tók þaö þvl upp hjá sér að leyfa mönnum að hvíla sig i sex tima á sólarhring. Það var að visu ekki alveg fast, en alltaf fast I 4 tima og 6 ef mögulegt var. Þetta gerbreytti öllu. Afköst juk- ust og allt gekk mun betur. Og ég heyrði Sigurð einu sinni segja: „Mikill bölvaöurasnigat ég verið Guðmundur H. Guðmundsson, togarasjómaður i meira en hálfa öld og hætti ekki á togara fyrr en hann var orðinn 84 ára gamall. (Ljósm. S.dór) Þau afnámu hungur og danskan framburö á íslandi segja aldnir menn um fyrstu togskipin sem komu til íslands að taka þetta fyrirkomulag ekki upp fyrr, ég hef aldrei gert neitt viturlegra.” Og þetta er áreiðan lega rétt, það margborgaði sig aö leyfa mönnum að hvíla sig i fá- eina tima á sólarhring”. — örmögnuðust menn aldrei alveg? „Það kom fyrir. Þetta var ekki, eins og ég sagði áðan, nema fyrir allra hörðustu menn að vera á togurum á þessum árum og það kom fyrir að menn fóru á togara, sem ekki þoldu það. Þeir hrein- lega örmögnuöust. Þeir urðu svo að hættaþegar i land kom, og ein- hver harðari aö taka viö. Þetta var einvalaliö á togurunum, áreiðanlega duglegustu sjómenn- irnir, sem létu fara svona með sig”. — Var ekki slysahætta mikil þegar menn voru orðnir svona þreyttir og vansvefta? „Vissulegá, var mikil slysa- hætta og það uröu lika slys á mönnum vegna þessa, stórslys meira að segja. Þeir sem voru i flatningu voru auövitaö skornir og skrámaðir, það þótti ekki til- tökumál, en önnur og alvarlegri slys, urðu, sem kenna má ein- göngu þvi að menn voru orðnir úrvinda af þreytu”. — Hvenær hættir þú svo á sjón- um Guðmundur? „Fyrir fimm árum. Ég var orö- inn 84ra ára og taldi kominn timi til að hætta”. — Varstu nokkuö á skuttogara? „Nei, þvi er nú verr, ég hef aldrei prófað það, en mig langar asskotimikiö tilað fara einn túr á skuttogara. Ég á nú marga vini i hópi togaraskipstjóra og þeir hafa nú verið að bjóöa mér að koma meö, ég er aö hugsa um aö slá til að fara einn túr, ég má til meö að prófa skuttogara lika — Dattþér aldrei i hug að fara i Stýrimannaskólann þegar þú varst ungur? „Jú, ég ætlaði mér aö fara á skólann, en það gerðist dálitið sem kom i veg fyrir það. Ég veit ekki hvort ég á að vera að segja frá þvi, fólk trúir þvi kannski ekki, og þó. Þannig var aö það orö lá á, að ekki mætti búa á Hjallkarseyri lengur en 16 ár i einu. Þessu tóku foreldrar minir ekki mark á. A 17. árinu sem þau bjuggu þarna, voru þá búin að eignast 10 börn, þá veiktust þrjú systkyni min og dóu. Þá geröist það og, að faðir minn átti 23 kindur. Það var venjan þegar hann lét þærút augnablik og gaf á garðann, að þær biöu viö dyrnar og ryddust inn, þegar hann opn- aði. En eitt sinn þegar hann opn- aði var enga kind að sjá. Og þær sáust aldrei framar, hvorki tang- ur né tetur af þeim. Heföu þær farið i sjóinn hefði eitthvað af þeim átt að reka, en svo var ekki. Það sást ekki svo mikið sem ullarlagður. Þá var þaö einnig svo, aö for- eldrar minir áttu tvær kýr, þær drápust báðar á þessu ári og einnig átti faðir minn ungan fola, mikið hestefni og hann festi sig i aleinustu keldunni sem til var i landareigninni og drapst.” — Þetta hefur ekki beygt þau þannig að þau flyttust á brott? „Nei það geröi þaö ekki. Móðir min vildi flytja en það var hægara sagt en gert, enga jörö aöra að fá ogekkilifvænlegtaöflytja meö 10 börn á mölina. En svo merkilegt sem það annars er, þá skeöu engin fleiri óhöpp hjá þeim eftir að þetta 17. ár var liðiö, aldrei nokkur skapaður hlutur, sem til óhappa má telja. — Að lokum Guðmundur, hefurðu oft lent I sjávarháska? , ,0, já, þaö hefur komiö fyrir. Togarinn Jón Baldvinsson sem ég var á strandaði fyrir sunnan Reykjanes I þungum sjó og eitt sinn tók mig út i vondu veðri, en ég náði að krafla mig að trollinu og halda mér uns þeim tókst aö draga mig innaftur. Það er svona sitt af hverju, sem fyrir mann hefur komið á langri æfi, o, já. —-S.dór. í dag/ 23. janúar eru liðin 70 ár frá því að fyrsti togarinn, sem var sérstak- lega smíðaður fyrir islend- inga, kom til landsins. Þetta var auðvitað stór stund í útgerðarsögu þjóðarinnar, sem hafði ekki verið stór í sniðum, né margbrotin fram til þess tíma. Og því hefur sennilega þótt vel við hæf i að skýra þennan fysta al- islenska togara því nafni, sem hæst ber í sjálfstæðis- vitund þjóðarinnar — Jón forseti — í æviminningum þess aldna sævíkings, Guð- mundar H. Guðmundsson- ar segir hann um þessi bernskuár íslenskrar togaraútgerðar m.a.: Trollari var hámark alls framtaks og maður sagði við sjálfan sig: Að hugsa sér að íslendingar skuli eiga svona dýr skip. í raun og veru eru það þau, sem afnámu hungur og dansk- an framburð á íslandi." Átök Þótt — Jón forseti — væri fyrsti togarinn, sem var sérsmiöaður fyrir islendinga og af flestum tal- inn betra skip en aðrir togarar, sem smiðaðir voru i Englandi á sama tima sökum þess að hann var styrktur til siglinga á norö- lægum slóðum, þá var hann ekki fyrsti togarinn sem islendingar áttu hlut i. Uppúr 1890 hófu englendingar veiðar hér við land á gufuknúnum togurum og þótti mörgum land- anum sárt að sjá þessi stórtæku veiðitæki moka upp fiski alveg upp viö landsteina, eða eins og sagt var i gamni á þessum árum „að þeir köstuðu alveg uppi kál- garða”. Það gefur hinsvegar auga leið aö stórhuga menn hafa farið aö hugsa um þörfina fyrir þvi að Islendingar eignuðust sjálfir svona togara. Það var skáldiö Einar Benediktsson, sem fyrstur manna hóf máls á þvi hér á landi að islendingar ættu að veiða með botnvörpu. Árið 1896 ritaði Einar grein um þetta mál, sem birtist i Þjóöólfi 13. júni þ.á. Þar ræðir hann nauösyn þess að islendingar eignist togara og seg- ist varpa þessari hugmynd fram til þess að menn taki hana til um- hugsunar og láti i ljós skoðanir slnar. Eins og svo oft áður og siöar voru til menn sem ekki sáu nauö- syn þess að framfarir ættu sér staö og þess vegna upphófust harðar deilur um þetta mál, bæði I blöðum og eins á alþingi og stóðu deilur yfir i nokkur ár með eðlilegum hléum. Það var Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, sem barðist af hvað mestum krafti gegn hugmynd Einars Benedikts- sonar um togarakaup islendinga. En enginn stöðvar timans rás og togveiðar voru það sem koma skyldi og þvi hlaut aö koma að þvi aö Islendingar hæfu togaraút- gerð, þótt I byrjun væri aöeins um að ræöa litinn eignarhlut i erlend- um hlutafélögum sem hug höfðu á að gera út togara frá tslandi. Togarinn Thor Togarinn Thor, sem siðar varð hið fræga varðskip Vestmanna- eyja-Þór, mun vera fyrsti togar- inn sem islendingar eiga hlut i. Hann var geröur út af Geirs- eyrarverslun frá Patreksfirði. Geirseyrarverslun var danskt verslunar og útgerðarfyrirtæki, en þó munu þeir Björn Sigurös- son, fyrrum kaupmaður I Flatey og Hjálmar Jónsson úr Flatey, hafa átt hlut I þessu félagi. Togar- inn Thor var gerður út af Geirs- eyrarverslun i ein tvö ár, en sú út- gerð gekk illa. Thor var þvi seld- ur dönsku stjórninni, sem gerði hann aö hafrannsóknarskipi I mörg ár og siöar aö varðskipi. Útgerö togarans mun ekki hafa gengið sem skyldi. Togarinn var Einar Benediktsson skáld, varð fyrstur til aö hefja umræður um að islendingar þyrftu að eignast togara. 205 rúmlestir að stærð og þótti vel útbúinn að þeirra tima mæli- kvarða. Þá er aö geta ensks manns, sem hét Ward, fiskkaupmaöur frá Teignmouth I Englandi. Arið 1899 réðst hann i að kaupa togara, til að sannprófa nýja saltfisk- verkunaraðferð, sem hann var upphafsmaöur aö. Hann ákvað að gera út frá tslandi, og þess vegna tók hann sér bólfestu hér á landi, aö nafninu til og hóf útgerð togar- ans Utopia. Ward gerði út frá Hafnarfirði frá 1. mars 1899 en i september um haustið hætti hann henni. Útgerðin þótti ekki hag- kvæm. Næst er aö geta Vldalinsútgerð- ar, sem var stærst i sniöum, þeirra útgeröarfyrirtækja, sem stofnuð voru með erlendu fjár- magni 1899. Fyrirtækíö er kennt við Jón Vidalin konsúl. Þaö voru bæöi enskir og danskir aðilar, sem stóðu að fyrirtækinu meö Jóni en það nefndist á dönsku — Fiskeri og Handels Aktiesel- skabet, þótt það væri nefnt Vldalinsútgerðin hérlendis. Og það var hátt hugsaö hjá þessu fyrirtæki, útgeröin hófst með 6 togurum. Skipstjórar voru allir danskir, en fiskilóðsar enskir. Ct- gerðin gekk vægast sagt misjafn- lega og henni væri hætt á út- mánuðum árið 1900. Þriðja félagiö, sem hóf togara- útgerð 1899 var útgeröarfélagið Garðar, eða Garðarsfélagið, sem hafði aðsetur á Seyðisfirði. Þarna var um alútlenskt fyrirtæki að ræða, The Deep Sea Fishing Company I Englandi, en það haföi leppa fyrir sig hér á landi, svo hægt væri að gera héðan út. Félagið gerði út kúttera og 3 tog- ara, Snæfell, Esbjerg, og Nord- fjörd. Aðeins Snæfell var skráður sem islensk eign. Útgerðin stóö ekki lengi, 13. apríl 1901 var félag- inu formlega slitiö. Seglatogari A árunum 1901 til 1902 var gerö- ur út frá Reykjavik seglatogari, og er það sérstakur kapituli I sögu togaraútgerðar á Islandi. Þaö var Valgarö Ólafsson Breiðfjörö, sem geröi togarann út og stóö einn að útgerðinni. Þetta skip hét Anna Breiðf jörð og var fyrsta togskipið, sem var algerlega islensk eign. Frá þvi um miðja 19. öld, höföu englend- ingar gert út seglatogara viö Is- land og veitt meö svo nefndri bjálkavörpu og var útbúnaður önnu Breiöfjörð svipaður þeim útbúnaöi. Skipið var tréskip, 91 brúttólest að stærð. A þvi var enskur fiskiskipstjóri, en islensk- ur skipstjóri. Mun áhugi hans á þessum veiöiaðferöum hafa veriö litill, en sá enski kunni ekki aö veiða annað en flatfisk, sem var sá fiskur sem bretar höfðu þá mestan áhuga fyrir aö veiða. Útgerð skipsins gékk afar illa, lltill sem enginn afli og árið 1902 var útgerð önnu Breiðfjörð hætt sem togskips og fariö á handfæra- veiöar á skipinu en þaö var svo siðar selt og nefnt Valtýr. tslenskt útgeröarfélag Þaö er svo ekki fyrr en árið 1904 að stofnað er allslenskt útgerðar- félag, —Fiskveiðahluta- félag Faxaflóa —- Var stofnfé þess 25 þús. krónur, sem skiptist állt i 5Ö0 kr. hluti. Agúst Flygenring var kosinn formaður bráða- birgðastjórnar og var lögheimili félagsins I Hafnarfiröi. 1 ársbyrj- un 1905 var tekin ákvöröun um að kaupa togarann Coot frá Skot- landi og kostaði hann 35.000 kr. en við bættist viðgerðarkostnaöur sem nam 7.000 kr. Coot kom til heimahafnar 6. mars 1905. Útgerð skipsins gekk heldur illa i fyrstu, en fór batnandi eftir þvi sem á leið og árið 1907 er talið að hún hafi gengiö mjög vel, en Coot strandaði 8. desember 1908 við Keilisnes og náðist ekki aftur á flot. Coot var eini togarinn sem Fiskveiöihlutafélag Faxaflóa átti og þaö réðst ekki i að kaupa ann- aö skip I staðinn og var siöasti aðalfundur þess haldinn 1909 og þá ákveðið að slita félaginu. Tveir kaupmenn i Reykjavik, Benedikt Stefánsson, Eyjólfur Ófeigsson, og Bjarnhéðinn Jóns- son járnsmiður og Guömundur Einarsson járnsmiður, tóku sig saman um að hef ja togaraútgerö, þótt enginn þeirra hefði komiö nálægt sllku áður. Þeir fengu Jón Bach Jónsson til að fara fyrir sig til Englands og kaupa togara, en Jón hafði veriö á enskum togur- um og þekkti þvi vel til togskipa. Jón fór utan og keypti togara sem hét Seagull. Kaupverðið var 30.000 kr. Jón vildi fá 900 kr i þóknun fyrir starf sitt en fjór- menningarnir neituöu og lenti allt i málaferlum, þar sem Jón hafði betur, en fékk þó aldrei pening- ana vegna þess aö fjórmenn- ingarnir urðu gjaldþrota. Þorvaldur á Þorvaldseyri En útgerð Seagulls var ekki öll þótt fjórmenningarnir yrðu gjald- þrota. Til sögunnar kom sjötugur stórbóndi af Suöurlandi, Þorvald- ur Björnsson frá Þorvaldseyri, einn ríkasti bóndi landsins. Hann er sagður vera fyrirmyndin að Birni á Leirum i bók Halldórs Laxness — Paradisarheimt — . Þorvaldur gekk inni félagiö fyr- ir áeggjan Einars Benediktssonar og fluttist til Reykjavikur 1905, og 1. desember 1906 er hann talinn einn eigandi togarans Seagulls og hann á hann einn þar til 28. mal 1907 að Þorvaldur varö gjald- þrota á fyrirtækinu og hafði þá tapaö nær öllum sinum miklu eignum. Þess má til gamans geta að Þoraldur byggöi húsiö Bjarna- borg við Hverfisgötu i Reykjavik, sem ibúðarhús fyrir sig og hefur ekki verið neinn kotungsbragur á karli, eins og sjá má af stærð hússins, sem lengi hefur verið að- setur tuga manna. Endalok togarans Seagulls urðu þau, að hann var notaöur sem flutningaskip, allt þar til hann slitnaöi upp og skemmdist við Vestmannaeyjar 1907. Hann var svo seldur á nauöungarupp- boði þar sem hann lá i fjörunni i Vestmannaeyjum. Jón forseti Og þá er loks komið að fyrsta togaranum, sem var smiðaður sérstaklega fyrir islendinga, Jóni forseta. Það var útgerðarfyrir- tækiö Alliance, sem lét smiða skipið, en Alliance átti eftir að koma við sögu I útgerðarmálum islendinga i marga áratugi, eftir þetta. Þeir sem stofnuðu út- gerðarfyrirtækiö Alliance voru skútuskipstjórarnir 6, Jón Ólafsson, Magnús Magnússon, Jón Sigurðsson, Jafet ólafsson, Kolbeinn og Halldór Þorsteins- synir og svo Thor Jensen, sem þeir fengu i liö meö sér. Jón forseti, sem var talinn eins fullkominn togari og þá geröist best, kostaöi 135.000 krónur. Þar sem eigendurnir voru aðeins 7, gefur augaleið að þeir þurftu aö taka stór lán til þessara skipa- kaupa. Þaö gerðu þeir lika og þurftu aö setja allar eigur sinar auk skipsins aö veöi fyrir lánun- um. Islandsbanki lánaði 3.000 pund en Landsbankinn 16.000 kr. Fyrsti skipstjóri á Jóni forseta var Halldór Þorsteinsson, sem réð sig á enskan togara til að kynna sér togveiöar. Han tók svo við Jóni forseta, þegar hann var fullsmiðaöur i Bowlingsskipa- smiöastöðinni i Glasgow. Þaö var svo 23. janúar, sem Jón forseti kom til heimahafnar sinnar i Reykjavík. Þar með var lagður hornsteinn að gengi Reykjavikur, sem togaraútgeröarbæjar, þess mesta á landinu, sem borgin hef- ur veriðslöan. —S.dór tók saman. (Heimildir: Saga Islenskrar togaraútgerðar fram til 1917 eftir Heimi Þorleifsson) Togarinn Coot, var fyrsti togarinn, sem Islendingar áttu einir. Þorvaldur á Þorvaldseyri, einn rikasti bóndi landsins, varð öreigi á togaraútgerð. Haildór Þorsteinsson, einn af eig- Jón forseti, fyrsti togarinn, sem var smiöaöur sérstaklega fyrir Isiend- endum fyrsta fslenska togarans, inga. Jóns forseta og fyrsti skipstjóri hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.