Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 2
2 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. febrúar 1977. Skrifiö eða hringið í síma 8-13-33 Fréttir úr Hólminum — Verið er nú að vinna að endurreisn kaupfélagsins hér i Hólminum, með aöstoð Sam- bandsins og raunar Búnaðar- bankans að einhverju leyti einn- ig. Er þá reiknað meö aö frysti- hús félagsins veröi endurbyggt, en það hefur ekki verið rekið nú lengi. Þannig fórust Halldóri S. Magnússyni, framkvæmda- stjóra i Stykkishólmi orð, er blaðiö ræddi við hánn s.l. föstu- dag. Leiddu þær viðræður einn- ig i ljós að i ráði er að Halldór S. Magnússon taki viö kaupfélag-. inu. Endurbætur á döfinni — Ég býst viö aö i framhaldi af þessu verði farið út i ýmsar endurbætur á rekstri félagsins, hélt Halldór S. Magnússon áfram, — teknir upp nýir hættir og e.t.v. að einhverju leyti nýjar verslunaraöferðir. Húsnæði fé- iagsins er óhagkvæmt en mögu- leikar kunna að vera á að bæta þá aðstöðu með tilfærslu milli húsa. Jafnframt lagfæringum á rekstrinum og fjárhagslegum aðgeröum þarf nú kannski einn- ig til að koma einhver hugar- farsbreyting hjá almenningi um viðhorf til samvinnuverslunar yfirleitt. Félagssvæðið hefur minnkað Verslunarsvæði félagsins er Stykkishólmur, Helgafellssveit og Skógarströnd. Hér áður fyrr var það mikið stærra. Þá var kaupfélagið með útibú i Grund- arfirði og á Vegamótum, sunn- an fjalls, Búðardal og sláturhús yfir á Skarðsströnd og Skógar- strönd en félagssvæðið hefur smátt og smátt dregist saman. Frá útgerðinni tltgerðin er nú að komast i fullan gang og sjómenn sem óðast að útbúa sig á vertið. Flestir bátanna eru ennþá á skelfiskveiðum en þeir byrja yf- irleitt með net svona um miöjan febrúar. Bátum hefur fjölgað hér um tvo nú á siðustu mánuðum og þaö eru nú orðnir hér einir 10 bátar, sem allir leggja hér upp. Tveir af þeim hafa að undan- förnu verið meö linu, Þórsnesin bæöi og stærra og nýrra er ný- búið að setja upp sjalfvirka linubeitingu og held ég aö þaö hafi gefist mjög vel. Fiskiri hefur verið sæmilegt og atvinna mjög góð. Þrjár fiskvinnslustöðvar Hér eru þrjár fiskvinnslu- stöövar: Hraðfrystihús Sigurö- ar Ágústssonar, Þórsnes með saltfiskverkun og svo er nýbúið að setja hér upp litla skelfisk- vinnslu, sem vinnur hörpudisk af tveimur bátum, sem eigend- ur vinnslunnar eiga sjálfir. Þarna er skelin handunnin að miklu leyti svo aö þetta skapar taisvert mikla atvinnu. Skelfiskveiðarnar hafa bara gengið vel en misjafnlega er greitt aðgöngu með aö selja skelina. Það hefur veriö lægö i útflutningi á henni nú um sinn, a.m.k. hjá frystihúsinu, en hún hefur hinsvegar farið nokkuð eftir hendinni frá litlu vinnsl- unni. Þáð er Sambandið sem kaupir af þvi fyrirtæki. Ég veit nú ekki um skýringu á þessu en þarna er náttúrlega um fremur litla framleiðslu að ræða svo um hana munar ekki mikið á mark- aðnum þótt hún sé tekin jafnóð- um. Sigurður Agústsson er hins- vegar meö mikla framleiöslu og þar hefur verið eitthvað tregara um afskipanir að mér skilst, nú i bili. Ég held það sé nú bara af þvi hversu mikið framboð er á skelinni um þessar mundir i Bandarikjunum. En þar er trú- lega aöeins um takmarkaöan tima aö ræða, þetta vill ganga svona dálitið i öldum. Nýr prestur Viö erum tiltölulega nýbúin að fá hingaö nýjan prest, sira Gísla Kolbeins, sem verið hefur á Melstað I Miðfirði undanfarin ár. Annars hefur verið prest- laust hér siðan sira Hjalti Guð- mundsson fór til Reykjavikur I haust. Aldarafmæli 1 byrjun þessa mánaðar, eöa 7. janúar, var haldið hér upp á 100 ára afmæli Franciskusar- reglunnar. Nunnurnar eru hér með mikla og góða starfsemi. Þær reka hér sjúkrahús, barna- heimili og prentsmiðju meira að segja lika og er mikill menning- arauki að starfi þeirra. hsm/mhg Styðjum mjólkur- búðakonurnar í verki A sinum tima flutti undirrit- aöur á fundi i Verkamannafé- laginu Dagsbrún tillögu þess efnis, að Dagsbrún veitti starfs- stúlkum i mjólkurbúðum, sem þá var búið aö ákveöa að svipta atvinnu, f'illan stuðning. SU til- laga var samþykkt, eins og Guðmundur J. sjálfsagt man, þvi að ég man ekki betur en að hann væri fundarstjóri á þess- um fundi. Nú á að loka siðustu mjólkur- búöinni á mánudaginn og enn hafa a.m.k. 60 starfsstúlkur segir Arni J. Jóhannsson mjólkurbúðanna ekki fengið nýja vinnu. Nú er þvi komiö aö þvi, að staðið sé viö fyrirheitin um stuðning viö mjólkurbúða- stúlkurnar. Þar á að koma til kasta Dagsbrúnar og annarra verkalýðsfélaga á Reykjavikur- svæöinu. 1 þessu máli verður Dagsbrún aö sýna og sanna aö hún sé ekki pappirstigrisdýr. Hún má ekki láta deigan siga i þessu máli og bregðast mjólkurbúðakonunum á elleftu’ stundu. Þessar konur hafa gegnt störfum sinum meö miklum sóma, sumar i allt að 30 ár, að mér er tjáð. Það væri verka- lýöshreyfingunni til mikiliar skammar ef ekki yröi brugðið viö til hjálpar þessum konum. Við eigum að láta til skarar skríða og þaö eftirminnilega. Það segir sig sjálft, aö marg- ar mjólkurbúöakvennanna eru komnar á þann aldur, aö þær geta ekki farið i hvaða starf sem er. Agúst Þorvaldsson, formaö- ur stjórnar Mjólkurbús Flóa- manna, sagði á sinum tima I blaðaviðtali, að tsland væri svo mikið velferöarriki, aö engin vandræöi ættu að veröa meö þaö að Utvega konunum vinnu. En nú er komið aö skuldadögunum. Reyndarmætti minna Agúst á þaö, að I Þjóðviljanum i gær var kona að kvarta undan atvinnu- leysi á Selfossi, i kjördæmi Agústs, vegna þess aö verið var að loka prjónastofu. Svo aö Agúst mætti lita sér nær, til að tryggja að ísland kafni ekki undir nafni sem velferðarrfki. Það má aldrei ske, að þessar konur séu reknar út á guð og gaddinn. A siðasta þingi Alþýðusambands tslands, þvi 33. I röðinni, var samþykktur fullur stuöningur viö þær. Það er þvi skylda Björns Jónssonar og annara forustumanna ASl að veita mjólkurbúðakonunum fullan stuðning, og það ekki ein- ungis i oröum, heldur og með at- höfnum. Og við félaga mina i Dagsbrún vil ég segja þaö, aö við megum ekki láta þá skömm spyrjast, aö félag okkar, með 4- 5000 félagsmönnum, láti ekki til skarar skriða i þessu máli, til stuðnings fólki i ööru verkalýðs- félagi, sem við að sjálfsögöu eigum fulla samleið með i kjarabaráttunni. Reykjavik, 25. jan. 1977 Arni J. Jóhannsson Skíma skrifar Þaö hefur löngum verið skemmtan hagyröinga er þeir koma saman, tveir eða fleiri, aö einn kastar fram fyrri parti af visu og annar botnar-, skiptir þá mestu að láta ekki standa á svari. Eftirfarandi visur eru þannig tilkomnar: A. kveður: Réttlætið sveiflar sverði svindlara ótti lamar. B. botnar: Einar sem greiöa gerði gerir það ekki framar. A. kveður: Battar og Bogasynir brallandi margt i leynum. B. botnar: Kraftaverkanna vinir verja þá öllum skeinum. A. kveöur: Grjótjötunn grefur i sandinn grænar baunir og spira. B. botnar: Tekur að vaxa vandinn, vélráð landinu stýra. Hjor með auglýsi jeg undirskrifaður, að jeg skuldtind mig hjer með til að neyta einskis áfengis hjer eptir, og er genginn i æíilangt bindindi upp frá þessum degi. Dagvarðarnesi 27. des. 1895. Þórður H. Þórðarson. Vottar: ói. Ólafsson. Siggeir Sigurðsson. ísafold 23. janúar 1896 tlandshornið >n

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.