Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 4
4 — SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. febrúar 1977. MOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍAUSMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblafti Arni Bergmann (Jtbreiftslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóftsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Síöumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaftaprent hf. 13 MIIJARÐA ÁLÖGUR, SEM HÆKKA ALMENOT YERÐLAG LM 10% A næstu mánuðum mun verkalýðs- hreyfingin á Islandi ganga til nýrrar or- ustu við gróðaöflin i þjóðfélagi okkar og rikisvald atvinnurekendastéttarinnar. 1 samræmi við samþykktir Alþýðu- sambandsþingsins, sem haldið var fyrir tveimur mánuðum, þá mun öflug sókn verða hafin og mætti samtakanna beitt til að knýja fram raunhæfar og ivaranlegar kjarabætur almenns launafólks. Sú sókn mun stefna að þvi marki að hefja lifskjör alþýðu, og þá sérstaklega hinna verst settu, upp úr þeim öldudal smánarlega lágra launa, sem kjaraskerðingarstefna núverandi rikisstjórnar hefur leitt yfir flest vinnandi fólk á Islandi. Verkalýðshreyfingin mun ekki láta sér nægja að heimta bara fleiri en æ verð- minni krónur i útborguð laun til verka- fólksins. Verkafólki duga engar falskjara- bætur. Verkalýðshreyfingin mun krefjast þess af meiri þunga en oftast áður, að þær kjarabætur, sem um verður samið, fái að standa i raun, en vöruverði ekki sam- stundis leyft að hækka til jafns við um- samda launahækkun, eða jafnvel meira. Til að tryggja lágmarksárangur i þess- um efnum þurfa að koma til margvislegar pólitiskar ráðstafanir, sem núverandi rikisstjórn er ekki likleg til að fallast á. Það er rikisstjórn Sjálfstæðisfíokksíns og Framsóknarflokksins, sem ber alla ábyrgð á kjaraskerðingu siðustu ára. Hún hefur haft alla forgöngu um flestar þær verðlagshækkanir, sem sárast bitna á lág- tekjufólkinu. 1 áramótagrein, sem Lúðvik Jósepsson, alþingismaður, skrifaði um siðustu áramót i blaðið Austurland, rekur hann nokkuð íeril rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar i sambandi við verðlagsþróunina. Þessi grein birtist siðar hér i Þjóðviljanum 9. janúar, en við teljum ástæðu til að taka hér enn upp nokkur mjög sláandi atriði úr grein Lúðviks. Þar segir: „Rikisstjórnin hefur blátt áfram notað hvert tækifæri, sem gefist hefur til hækk- unar á tekjum rikissjóðs og engu skeytt um, þó að nýjar álögur kæmu óhjákvæmi- lega fram i hækkuðu verðlagi. Þannig hóf ríkisstjórnin feril sinn með þvi að hækka söluskattinn um 2 prósentu- stig. Sú hækkun nemur i dag 3.400 miljón- um króna. — Þá notaði rikisstjórnin tæki- færið og tók i ríkissjóð 2% söluskatt, sem áður rann i Viðlagasjóð vegna gossins i Vestmannaeyjum og vegna snjóflóðanna i Neskaupstað. Þær tekjur nema á ári 3.400 miljónum króna. Og rétt fyrir áramótin samþykkti rikis- stjórnarliðið á Alþingi að hirða i rikissjóð eitt söluskattsstig, sem lagt hafði verið á til að draga nokkuð úr þeim mikla mun, sem á þvi er að hita upp ibúðarhúsnæði með annars vegar olíu og hins vegar jarð- hita. Með þeirri ráðstöfun á rikissjóður að taka til sin 1000 miljónir króna af gjaldinu, en áfram á að greiða 700 miljónir i oliu- styrk á næsta ári. Þá var nú samþykkt rétt fyrir jólaleyfi þingsins, að framlengja hið svonefnda „timabundna vörugjald”, sem nú er 18% út allt þetta ár. Sá gjaldstofn mun gefa rikissjóði 5.300 miljónir króna i tekjur ár- ið 1977. Aðeins þessar nýju álögur, sem her hafa verið nefndar, nema um 13.100 miljónum króna, 13,1 miljarði, á ári, en það mun nema almennri verðhækkun sem nemur um 10%. Við þessar álögur núverandi ríkisstjórn- ar er auðvelt að bæta mörgum enn, eins og t.d. sjúkragjaldinu, sem nemur 10% af álögðum útsvörum i landinu, hækkun fast- eignagjalda, hækkun bensinskatts og hækkun aukatekna rikissjóðs. Og ofan á alla þessa hækkunarenda- leysu kemur svo vaxtaokrið, sem nú er orðið 2 og 1/2% á mánuði i refsivexti eða 30% á ári, sem getur orðið um 36 — 37% með þvi að vextir eru reiknaðir ofan á vexti. Nú er orðið býsna algengt að vaxtaút- gjöld fyrirtækja séu orðin eins mikil og öll vinnulaun þeirra. Auðvitað velta þessir háu vextir áfram út i verðlagið. Þeir koma fram i verði landbúnaðarvara, i rafmagnsverði, i verði á innlendum fram- leiðsluvörum og i öllu vöruverði i sam- bandi við verslun landsmanna. Hjá rikissjóði og fyrirtækjum rikisins, þeim sem talin eru á f járlögum, eru áætl- uð vaxtaútgjöld á þessu ári 8,8 miljarðar króna, og hafa hækkað meir en öll önnur útgjöld rikisins.” Þetta voru sem sagt nokkur dæmi um hlut rikisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að þvi að tryggja nær þreföldun verðlags á Islandi á þremur árum og hrinda þannig fram þeirri kjara- skerðingu, sem verkafólk og allir almenn- ir launamenn hafa orðið fyrir að undan- förnu. —k. Þingmaður Ijóðar á Dýrlinginn °g Gylfd Framsóknarflokkurinn telur sig nú greinilega vera i stakk búinn til þess aö snúa vörn i sókn i dómsmálaumræftunni og er nú spjótunum beint aft for- kólfum Alþýftuflokksins. 1 Timanum i gær ritar Jón Sigurftsson niöangurslega grein um kratana Guftbjart Pálsson og Gylfa og „dauöastríö” Alþýftuflokksins, sem snúist hafi upp i „auglýsinga- mennsku”. Stefán Valgeirsson, alþingismaftur, bregftur hins vegar á þaft ráft aö yrkja heims- ósómakvæfti um Dýrlinginn, Gylfa og Gróu, og senda blööun- um til birtingar. Þegar annaft ekki dugar verftur Framsóknar- mönnum þaft helst fyrir, aö beita andstæöinga sfna sömu brögftum og þeir telja sig beitta. Og þar sem þaft er svo dæma- laust þjóftlegt aft þingmaöur skuli hefja dómsmála- umræftuna á kvæftastigift birtum viöhérkveöskapStefáns og lýsum þvi yfir, aft Gylfa Þ. Gislasyni, sem er ljómandi hag- mæltur eins og allir vita, verftur veitt sama rúm i þessum dálkum, þegar hann svarar Stefáni eins og skylt er í sam- ræmi vift allar vísnahefftir okk- ar íslendinga. Þér farisear eftir Stefán Valgeirsson, alþm. Blööunum öllum ég bréf þetta sendi til birtingar, siöar ég fleirum heiti ef ritsóðar endalaust hafa f hendi heildsalablöftin aö mestu leyti. Þar lygin er endalaust endurtekin ofsóknir líkt og hjá nasistum forftum. Hún Gróa áfram af Gylfa er rekin og gerir mál hans aft sinum orftum. Þau kaupa illgjarnar einfaldar sálir til óhæfu skrifa um menn, sem þau hræftast. Þó eru sumir þar hyggnir og hálir heiglar, sem kunna meft veggjum aft læöast. Hver er þaft helst, sem gjammar og geltir glefsar í menn á alfara leiöum, slóftir aft jafnaði endalaust eltir ánægju hefur af snuftri og veiftum? Hversvegna eru menn sólgnir f sorpift? Sighvatur Björgvins þaft veftur f hné. I Dagbláftift Vilmundur enn getur orpift þó eggift sé frjóvgaft af Kristjáni P. Er nú við hæfi að salla út sögum svívirfta þá, sem fremstir hér ganga, er þaft aft fara eftir landsins lögum aö leyna þvf sanna, hampa þvi ranga? Dýrlingur segist i höndunum hafa heifmikil gögn um annarra syndir. Eru menn ekki aft verfta I vafa um visku hans, hæfni, sögur og myndir? Hver hefur rétt til aft sakfella og segja sekur er þessi, aft Dýrlingsins mati? Fyrir þeim dómi sig bugta og beygja bæklaftar sálir og einstaka krati. A nú aft dæma þá saklausu seka setja þá frá, er trausts hafa notift? Viljift þift burtu allt réttlæti reka rógsiöjan hefur þá lýftræöift brotift. Lögreglumenn, sem I fjölmiftla fara meft flest sem þeir halda, en vita þó ekki i afbrotamálum þá ætti aö spara erlendis mundu þeir settir i hlekki. Er liklegt að þessháttar kjaftakindur kannist vift réttlæti, standi á verfti? Fyrir róginum margur reynst hefur blindur rifjaöu upp söguna af Valgarfti og Merfti. Var þaft af áhuga á aumingja Batta sem olli handtöku suftur i vikum, átti ekki frekar á ööru aft smjatta eftir gögnum og sterkustu likum? Rannsókn á mannshvarfi sett var á sviftift. Sáuft þift Dýrlinginn leysa þaö mál? Sjálfhól i dagblöftum lengi er liftift leiftin til frægftar er vanbúnum hál. Væri ekki réttara kjölinn aft kanna hversvegna leirmyndin villti öllum sýn? Var hún nú afreksverk afburftamanna ellegar blekking, ég höffta til þin. Eftirmálann ég seinna sendi mér sýnist nú mál aft brýna korftann og munda hann ennþá hærra i hendi vift hugsum nú þannig fyrir norftan. Dr. Gunnar höfðinu styttri Geirsklikan á Morgunblaftinu er hatrömm út i dr. Gunnar Thoroddsen og sólóspil hans i stjórnmálunum. Vafalitift vildi hún gera hann höfftinu styttri, I pólitiskri meiningu, og meftan þaft ekki tekst i innanflokks- baráttunni i Sjálfstæöis- flokknum er alltaf huggun i þvi aft geta svalaft kenndunum á siftum blaftsins eins og sést á meftfylgjandi mynd. Mynd- textinn sem fylgdi var þessi: Dr. Gunnar Thoroddsen, iönaöarráftherra, ávarpar fund um iftnaftarmál i gær. Vift boröift má sjá Davfft Scheving Thor- steinsson, Björgvin Sæmunds- son og Magnús Bjarnfreftsson. —ekh Stefán Valgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.