Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 11
Miövikudagur 2. febrúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 11 @ D[þP®ÖÍD[r@ D[þl7<s)®ðD „Engin ástæða til að hugsa um mig í bili” segir Árni Indriðason sem situr eftir vegna meiðsla í pressuleiknum — Það er engin ástæða til þess að hugsa neitt um mig í sambandi við lands- liðið/ sagði Árni Indriðason i samtali við Þjóðviliann i bær/ en hann meiddist sem kunnugt er í pressuleik er hann var um það bil að komast inn í landsliðshóp- inn. Landsliðsnefnd hafði iýst því yfir að Árni væri meira en lítið sjálfsagður í landsliðshópinn/ en hann gaf ekki kost á sér fyrr en að loknum prófum í Háskólanum. Er þeim var lokiðtók Árni þátt í pressu- leik og slasaðist svo illa, að ennþá er hann að mestu leyti frá öllum handbolta- æfingum. hryggjartindar viö mjóhrygginn, sagði Arni. — E)g er rétt aö byrja að æfa aftur núna með Gróttu og vonast til þess að geta leikið með félögum minum þar þegar B- keppninni er lokið, en að ég geti farið til Austurrikis með lands- liðinu er gjörsamlega útilokað. bað getur jú vel verið að ég verði nægilega brattur til heils- unnar, en ég sé engan grundvöll fyrir þvi að taka óæfðan mann eins og mig inn i landsliðshóp, sem orðinn er jafn vel samæfður og raun ber vitni. Jú, auðvitað er leiðinlegt að sitja svona eftir. Hins vegar leit ég aldrei svo á að ég væri kominn inn i landsliðið, heldur stæöi öllu frekar á þröskuldi þess. En maður getur alltaf átt von á meiðsluir og þvi er ekki um ann- aö að ræða en að sætta sig við orðinn hlut, sagði Arni að lokum. —gsp. — Það brotnuðu tveir Klammer tapaði aftur í bruninu Arni Indriöason meiddist i pressuleik og kemst ekki meö til Austur- rlkis. Fyrra tap brunkóngsins um síðustu helgi virðist hafa komið honum úr jafnvægi Austurrikismanninum Frans Klammer viröast nú skyndilega allar bjargir bannaöár i brun- inu, þar sem hann hefur veriö gjörsamlega ósigrandi undan- fariö. Kiammer tapaöi mjög óvænt brunkeppni um helgina og siðan aftur i fyrradag. Tvö töp i röö hafa nánast komiö i veg fyrir annars hugsanlegan sigur Klammers i heimsbikarnum og keppinautar hansisviginu segj- ast nú hafa náð taki á Klammer. — Við vorum alveg að gefast . upp fyrir Klammer og hugsuöum um þaö eitt aö sigra hann, en núna, þegar viö hugs- um um klukkuna og látum okk- ur nægja að keppa við hana, hefur allt gengið i haginn, er haft eftir keppinautum Klamm- ers, sem situr eftir meö sárt ennið. Klammer hefur orðið að láta sér lynda f jórða sætið i tveimur siðustu brunkeppnum. Russi frá Sviss stal efsta sætinu i fyrra skiptið. en i fyrrakvöld var það landi hans,Josef Walcher, sem sigraði. Hann hefur keppt i bruni heimsbikarsins i fimm ár og var þetta i fyrsta sinn sem hann fékk sigurverðlaun. Ingemar Stenmark hefur nú tekið forystu i heimsbikarnum, og góðar horfur virðast á þvi að svianum takist að verja titil sinn frá þvi i fyrra. —gsp Hleypurríkisstjórnin undir bagga meölandsliöinu? Stefnt aö tveimur hópæfingum á dag! auk séræfinga og annars þess háttar, segir Birgir Björnsson — Viö erum nú þegar farnir aö nota matartima strákanna undir margs konar séræfingar, en strax i næstu viku er stefnt aö þvi aö taka landsliöshópinn allan á tvær æfingar daglega, sagöi Birgir Björnsson landsliösnefndar- maöur er rætt var viö hann i gær. — Ef aðstæður breytast munum viö aö sjálfsögöu breyta okkar æfingadagskrá, sagöi Birgir er hann var spurður um viöbrögö vegna hugsanlegrar aöstoöar frá rikinu. En þótt Birgir hafi verið fáorö- ur um væntanlegar breytingar á Víkingur og KR bitust um Örn! „Mikið var í boði” segja vestmannaeyingar Það voru einkum Vikingur og KR sem bitust um örn Óskars- son, sem innan skamms flyst til Reykjavikur og hyggst leika með 1. deildarliöi þar. örn mun hafa ákveðið að ganga I raðir KR-inga og vestmannaeyingar segja að mikið hafi verið i boði á þeim vig- stöðvum. KR-ingar bera af sér allar ásakanir um að hafa keypt mann I liðið, en Hermann Jónsson sagði I gær við Þjv. aö hann hefði fyrir ummælum sinum þar að lút- andi áreiðanlegar heimildir. Sagöist hann vita nákvæmlega hvað örn fékk fyrir vikið, en þær upplýsingar heföu verið gefnar I trúnaði sem hann myndi ekki brjóta. — Viö skiljum ákvörðun Arnar mjög vel og erum honum alls ekki Ríkisstjórnin hrædd við að gefa fordæmi? Rikisstjórn tslands ræddi i gærmorgun hugsanlega styrk- veitingu til handknattleiks- landsliösins, en tveir af ráð- herrum hennar hafa látið hafa þaö eftir sér 1 fjölmiðlum aö þeir séu reiðubúnir til aö styrkja landsliðið myndariega vegna þátttöku tslands- i B-keppni heimsmeistaramótsins. Var rætt um aö styrkurinn yröi i þvi formi, að landsliösmenn þyrftu ekki aö vinna fram aö B-keppn- inni, heldur gætu helgaö sig æf- ingum eingöngu. I gærmorgun mun máliö hafa veriö rætt, en þvi siðan visaö til menntamála- og fjármála- ráöuneytisins til frekari athug- unar. Fastmótaöri ákvöröun var þvi frestað, enda er ekki ótrúlegt að ráöherrarnir óttist aö þarna sé veriö aö gefa for- dæmi, sem hleypi stórri skriöu af staö. —gsp- örn Óskarsson gramir, sagöi Hermann. — örn fer frá okkur án nokkurra leiðinda, ep hinu er ekki að neita að okkur gremst það að manskapur skuli vera keyptur héðan með margs konar friðind- um. Formlega mun ekki ennþá hafa verið gengið frá félagaskiptum Arnar, en ljóst þykir þó að hverju stefnir. —gsp. högum landsliðsins er ekki að efa að aðstoð hins opinbera getur gjörbreytt öllum aðstæöum til undirbúnings og um leið árangri okkar i B-keppninni. Rikisstjórn- in ræddi á fundi sinum i gær þann möguleika að losa alla leikmenn islenska landsliðsins úr vinnu sinni fram að keppninni og opnast um leið stórkostlegir möguleikar á frekari undirbúningi. Komið hefur fram að kostnaður við undirbúning landsliðsins fyrir B-keppnina i Austurriki mun nema hátt i tuttugu miljónum króna og er það ærinn baggi fyrir HSl. Opinber aðstoð er þvi vel þegin og ekki sist er hún opnar enn frekari möguleika. 19 menn æfa nú með lands- liðinu, en 16 manna hópur hefur tekiö þátt i siðustu landsleikjum. Sagði Birgir Björnsson að ekki væri gert ráð fyrir þvi, að þeim 16 manna hópi yrði breytt neitt fyrir B-keppnina. —gsp Sundmót KR í kvöld Sundmót K.R. fer fram i Sundhöll Reykjavikur i kvöld miðvikudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Þetta erhið árlega sundmót félagsins. A þessu móti er keppt i 10 greinum karla og kvenna og er gert ráð fyrir geysiharöri keppni, ekki sist vegna þess að keppt er um 4 bikara á mótinu. Aðalfundur Aöalfundur frjálsiþróttadeildar Breiöabliks I Kópavogi veröur haldinn annaö kvöld, fimmtudag- inn 3. feb., i félagsheimilinu og hefst kl. 20.00. Venjuleg aöal- fundarstörf. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.