Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. febrúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 7
kDAGSKR&
Athugasemd við
bænaskrá úrMýrdal
Tiðkast nú mjög hin breiðu
spjótin, varö manni nokkrum aö
oröi til forna um leið og hann
var lagður geiri;eins má segja
nú á dögum bænaskránna; aö
visu er banalagiö ekki á næsta
leiti, en verið aö undirbúa þaö.
Hvert sveitarfélagið af öðru
hripar niöur bænaskrár og gerir
út sendinefndir á fund iðnaðar-
ráðherra, að biðja hann
auðmjúklegast að útvega sér
svo sem eitt stykki álverk-
smiöju, ásamt höfn o.fl. Iðn-
aðarráðherra tekur öllu sliku af
mjúkri kurteisi og kveðst munu
koma ósk þar um út fyrir land-
steinana. Gunnari Thoroddsen
og hans fylgifiskum eru þessar
bænaskrár kærkomnari en flest
annað, þvi nú fær hann upp á
yfirborðið alla þá einstaklinga
sem fylgjandi eru álverum og
getur þvi haldið áfram að berja
niður andstööuna i stjórnar-
flokkunum og stefnt markviss
aö landsöluáformum sinum i
stórum stil.
t Vik i Mýrdal eru fáeinir
framsóknarmenn handgengnir
iðnaðarráðherra, og aðrir fá-'
kænir menn, sem gleypa agn
um leið og i sjó kemur, eins og
alæta sú er marhnútur kallast.
I kjölfar Mýrdalsbænaskrár-
innar fylgdu margar eins og
ætlast var til.
1 Vik I Mýrdal var haldinn
fundur og á hann boðið völdu
fólki. A þessum fundi var kosin
nefnd til að bera bænaskrána,
og biðja um álver.
Sendinefndin tekur sér umboð
til að segja iðnaðarráöherra að
heimamenn óski eftir þvi að
byggt verði álver við Dyrhóla-
ey. Þetta umboð hafði nefndin
ekki frá fundinum. Vitavert er
að gera slika nefnd út, áður en
almenningi er gerð grein fyrir
málum.
Algjör stefnubreyting hefur
átt sér stað i hafnarmálum við
Dyrhólaey og i þvi sambandi
ekki haft samráð við hafnar-
nefnd.
Engin almenn umræða hefur
fariö fram i héraði um málið.
Þessi vinnubrögð eru vitaverð
og einkum það umboð, sem
sveitarstjórnarmenn og ein-
stakir oddvitar taka sér, fyrir
neðan allar hellur og þekkist
hvergi nema i einræöisrikjum
utan íslands.
Ekki er þaö vist, að ráðherra
sé meðmæltur álversbyggingu
við Dýrhólaey, heldur sé aö not-
færa sér sérstakt ástand I Vik til
að framkalla alla þá aðila um
land allt sem vilja álver, enda
lætur það ekki á sér standa.
Þeirri fullyrðingu að Norsk
Hydro hafi sennilega litinn
áhuga á Dyrhólaey er aö finna
stað i þeirra eigin skrifum um
valkostina Húsavik, Reyöar-
fjörður, Akureyri; þar segir
m.a.: Akureyri og nágrenni hef-
ur það marga ibúa að gera má
ráö fyrir aö þoli álagiö, sem
fylgir stofnun stóriðjufyrirtæk-
is. Um Reyðarfjörð segir:....
Reyðarfjörður hefur nánast
enga reynslu a sviði iðnaðar.
Svæðið hefur mjög fáa ibúa i
hlutfalli við nýtt fyrirtæki með
um 600 starfsmenn. Öski menn
að styrkja iðnaðinn erum við
þeirrar skoðunar (sérfræðingar
Hydro sem tala) að það eigi að
byggjá minni einingar, áður en
stærri eining er sett inn á svæð-
ið... Hið litla samfélag á
Reyðarfiröi mun verða alger-
lega á valdi verksmiðjunnar,
andstætt þvi sem gerist i Eyja-
firði.
Húsavik dæma þeir úr leik
vegna erfiðra hafnarskilyröa.
Að ofanskráðu ættiað vera ljóst,
að Dyrhólaey er fjærst öllum
þessum stööum.
Það er eftirtektarvert hversu
þeir leggja mikið upp úr félags-
legum áhrifum sem þeir telja of
mikil á Reyðarfirði þ.m.t.
nágrannafirðirnir og Egilsstað-
ir.
Hér i Skaftafellssýslu yrði
ekki um neitt annað samfélag
að ræða en þá félagsgerö er
mótaöist eingöngu af verk-
smiðjunni.
Fólk verður lika að átta sig á
lifsafkomu þeirri sem svona at-
vinnufyrirtæki hefur upp á að
bjóða. A1 er háð alþjóölegum
markaði, verösveiflur eru tiðar
og oft þörf aö draga verulega úr
framleiðslu vegna sölu-
erfiðleika; þá fækkar starfs-
fólki, Hugsið ykkur þá hvemig
lif fólksins yrði!
i
Eftir Jón
Hjartarson,
skólastjóra
Kirkjubæjar-
klaustri
Er þaö verjandi að byggja
lifsafkomu 4—5 þús. manna
bæjar á svona óvissum grunni?
Jafnvel þótt við eigum 51% i
byggingunum sjálfum, þá ráð-
um við engu um hráefnið né
sölu. Ef við berum þetta saman
við fisksölumálokkar, þá höfum
við hráefnið á hendi, vinnsluna
eigum við sjálfir og sölufyrir-
tæki út um allan heim eigum viö
sjálfir, það skapar ekki svo litið
öryggi. Ekki er óliklegt að verið
sé að spila með fáeinar
veiklundaðar sálir, svo iðnaöar-
ráöherra og hans fylgifiskar
geti náð traustari tökum á land-
söluhugmyndum sinum, en
þessar hugmyndir eru i stuttu
máli á þessa leið:
Sölu á helmingi allrar virkj-
anlegrar orku á Islandi, þannig
aö erlendir auðhringar eigi 50%
i þeim virkjunum,byggingu 6-7
Straumsvikurálvera, og koma
þannig i framkvæmd hugmynd
Eykons um álverin 20.
Mér býður i hug að þessar
hugmyndir séu lengra komnar
en margan gruni, en þæreru svo
ógnandi og ógeðfelldar að ekki
þarf umhugsunar við þegar
minnst er á alver, þvi hvert ál-
ver er hlekkur i landsöluáætlun
þessra manna.
Atvinnumál Vikur i Mýrdal
eru ekkert öðruvisi en margra
annarra staða á tslandi bæði
fyrr og nú. Það sem til þarf er
aðstoð rikisins ásamtáætlun um
atvinnuuppbyggingu til langs
tima.
Til að byrja með þarf aö út-
vega 500—700 miljónir (eitt
togaraverð) i atvinnuuppbygg-
ingu og kveðja til sérfræðinga i
þeim málum. Þetta er
viðráðanlegt verkefni fyrir alla
aðila. Höfn við Dyrhólaey biöur
sins tima, hún verður byggð
þegar eðlileg þróun byggðar og
atvinnuvega hefir náöst. Rétt er
einnig að vekja athygliá þvi, að
Suðurland frá Hellisheiði hefur
verið nú i lengri tima i algjöru
fjármagnssvelti og þvi kominn
timi til að verði breyting þar á.
Góðir Mýrdælingar. Hyggið
að þvi sem ykkar er og þeim
þjóðlega arfi i menningu okkar
sem við þurfum að varðveita.
Hugsið einnig um þann lifsstil
sem þið kjósið að búa komandi
kynslóð.
Sú þjóðlega menning og sá
lifsstill sem einkennt hefur lif
okkar islendinga hefur
varðveist vegna þess aö þróunin
i öllum okkar málum hefur ver-
ið eðlileg og rökrétt, i flestum
tilvikum, og byggst á þjóðlegri
hefð og möguleikum islenskrar
náttúru og landkosta.
Jón H jartarson, skólastjóri
Kirkjubæjarklaustri.
Lágmarksverð á hörpudiski
og fiski til mjölvinnslu
Verðlagsráð sjávarútvegsins
hefur ákveöiö eftirfarandi lá-
marksverð á hörpudiski frá 1.
janúar til 31. mai 1977.
Hörpudiskur i vinnsluhæfu
ástandi:
a) 7 cm á hæð og yfir,
hvert kg................kr. 32.0(
b) 6 cm. að 7 cm. á hæð,
hvert kg................kr. 25.0(
Verðið er miðað viö, að seljend-
ur skili hörpudiski á flutningstæki
viö hliö veiöiskips, og skal hörpu-
diskurinn veginn á bilvog af lög-
giltum vigtarmanni á vinnslustað
og þess gætt, að sjór fylgi ekki
með.
Verið miðast viö gæða- og
stærðarmat Framleiðslueftirlits
sjávarafurða og fari gæða- og
stærðarflokkun fram á vinnslu-
stað.
Ýfirnefnd Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins hefur ákveöið eftirfar-
andi lámarksverð á fiskbeinum,
fiskslógi og heilum fiski til mjöl-
vinnslu frá 1. janúar til 30. júni
1977.
a) Þegar selt er frá fiskvinnslu-
stöövum til fiskim jölsverk-
smiöja: Fiskbein og heill fiskur,
annar en sild, loðna, karfi og
steinbitur, hvert kg. kr. 7.30
Karfabein og heill karfi. hvert
kg.... kr. 9,50. Steinbitsbein og
heillsteinbitur, hvert kg... kr. 4.75
Fiskslóg, hvert kg.... kr. 3.30.
b) Þegar heill fiskur er seldur
beint frá fiskiskipum til fiski-
mjölsverksmiöja: Fiskur annar
en sild, loðna, karfi og steinbitur,
hvert kg....kr. 6.64 Karfi, hvert
kg....kr. 8.64 Steinbitur, hvert
kg.... kr. 4.32.
Verðið er uppsegjanlegt frá og
með 1. april og siðar með viku
fyrirvara.
Verðið er miðaö viö aö seljend-
ur skili framangreindu hráefni i
verksmiðjuþró.
Karfabeinum skal haldið að-
skildum.
Verðið var ákveðiö af odda-
manni og fulltrúum seljenda gegn
atkvæöum fulltrúa kaupenda. I
yfirnefndinni áttu sæti: Olafur
Daviðsson, sem var oddamaður
nefndarinnar. Ingimar Einarsson
og Ingólfur Ingólfsson af hálfu
seljenda og Guömundur Kr. Jóns-
son og Gunnar Ólafsson af hálfu
kaupenda.
Sími
Þjóöviljans er
81333
Fjárhagsáætlun Seltjarnarness
Slitlag og
heilsu-
gæslus töð
Afundi bæjarstjórnar Seltjarn
arness 19. janúar s.l. var sam
þýkkt f járhagsáætlun ársins 1977
Niðurstöðutölur eru 277 m. kr.
eða um 33% hækkun frá siðasta
ári.
Hæstu tekjurliöir eru:
Útsvör, 159 m. kr. Fasteigna-
gjöld, 34 m.kr., Jöfnunarsjóður,
34m. kr., Gatnageröargjöld25 m.
kr.
Hæstu gjaldaliðir:
Til verklegra framkvæmda, 70 m.
kr., (gatnagerð- slitlag — ný
býggingar) Fræöslumál, 48, m.
kr., Heilbrigðis og tryggingamái
27 m. kr., Eignabreytingar 50 m.
kr.
A árinu er fyrirhguað að ljúka
við lögn slitlags og gangstétta við
flestar ófrágengnar götur i bæn-
um, ennfremur er fyrirhugað aö
ljúka að mestu smiði Valhúsa-
skóla og hefja byggingu heilsu-
gæslustöðvar.