Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 12
12 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. febrúar 1977.
Stjórn Múrarafélags Rvikur frá v. ólafur, Helgi Steinar, Kristján E, Þórarinn og öli Kr
Orlofsheimili múrara f öndveröarnesi ásamt nýbyggöri sundlaug.
Múrarafélag Reykjavíkur 60 ára
Múrarafélag Reykjavikur er 60
ára i dag og minnist þessara
timamóta meö afmælishófi á
Hótel Sögu á föstudaginn. í tilefni
60 ára afmælisins kemur einnig út
framhald múrarasögu frá 1950-
1975 i samantekt Brynjólfs
Ámundasonar, múrara. Árið 1951
gaf félagið út Múrarasögu
Reykjavikur eftir dr. Björn
Sigfússon og 1967 gaf það út
Múraratal. Hér á eftir fara
nokkrir þættir úr sögu Múrara-
félags Reykjavikur I 60 ár, sem
stjórn félagsins hefur tekið
saman. Hana skipa nú: Kristján
E. Haraldsson, formaður, Helgi
Steinar Karlsson, varaformaður,
Þórarinn Hrólfsson, riU ri, Óli Kr.
Jónsson, gjaldkeri félagssjóðs, og
Ólafur Sigurðsson, gjaldkeri
styrktarsjóða.
Múr- og steinsmiðafélagiö
Fyrsta verkalýðsfélag 20.
aldarinnar á Islandi var Múr- og
steinsmiðafélag Reykjavikur
sem stofnað var 23. febrúar, 1901.
Stofnendur þess voru 52.
Forustumenn þess ætluðu þvi
fyrst og fremst það hlutverk að
knýja fram hærri og samræmdari
greiðslur fyrir vinnuna.
Timakaup var þá sett 20 aurar
á klst. Fannst mörgum það of
hátt, svo mikið var um niðurboö.
Á undirbúningsfundi að stofnun
félagsins 12. desember áriö 1900
var samþykkt verðskrá yfir alla
múr- og steinsmiði. Verðskráin
var svo endanlega samþykkt á
félagsfundi 15. aprfl 1903, og mun
hún elsta ákvæðisvinnuveröskrá
hér á landi.
Ekki náði þessi félagsstofnun
þeim megin tilgangi sinum að fá
félagsmenn til að standa saman
um verðskrá og vinnutima.
Margir unnu fyrir lægra kaupi en
samþykktir félagsins hljóðuðu
uppá. Rikti af þessum sökum frá
upphafi mikil sundrung og upp-
lausn i félaginu.
Það hætti raunverulega að
starfa sjö árum eftir stofnun þess.
Þvi var þó ekki löglega slitið fyrr
en 1912.
Múrarafélag
Reykjavíkur
Röskum fimm árum sfðar hinn
2. febrúar, 1917 stofna múrarar i
Reykjavik félag með sér að nýju
og nefndu það Múrarafélag
Reykjavikur. Það hefur nú
starfað samfellt I 60 ár.
Stofnendur þess voru 56 starfandi
múrarar i Reykjavik, 37 þeirra
höfðu áður verið félagsmenn i
Múr- og steinsmiðafélaginu.
Múrurum hafði, siðustu árin
fyrir stofnun félagsins, fjölgaö
verulega i Reykjavik. Bruninn
mikli 15. april, 1915 þegar 10
timburhús i miðbæ Reykjavikur
brunnu til grunna, varð þess
valdandi að bæjarstjórnin tak-
markaði húsbyggingar úr timbri.
Fjölgaði þá steinhúsabyggingum
og verkefni múrara fóru að
aukast.
Fyrsta húsið sem reist var á
rústum timburhúsanna var hús
Nathans & Olsen viö Pósthús-
stræti (nú Reykjavlkurapótek).
Þaö er jafnframt fyrsta stórhýsið
sem hér er byggt úr járnbentri
steinsteypu.
Það voru múrararnir sem unnu
við þetta hús sem höfðu forustu
um stofnun Múrarafélagsins. Var
félagsstofnunin að mestu undir-
búin á þessum vinnustað. Aöal-
hvatamenn voru þeir óli
Asmundsson, Kornelius
Sigmundsson og ólafur Jónsson.
Á stofnfundi félagsins sem
haldinn var i Bárubúð voru
samþykkt lög félagsins og fyrsta
stjórn þess kosin. Hana skipuðu:
Einar Finnsson formaður, en
hann gegndi þvi starfi i heilan
áratug. Ólafur Jónsson ritari og
Guðni Egilsson gjaldkeri. Tveim
dögum siðar er svo haldinn fram-
haldsstofnfundur, á þeim fundi
mættu 37. Kauptaxti var ákveðinn
85 aurar á klst. Þennan kauptaxta
urðu þó múrararnir að lækka um
10 aura, þegar trésmiðir höföu
samþykkt að vinna fyrir 75 aura
um timann.
Ákvæðisvinna og
skipting stéttarinnar
Þegar á fyrstu árum félagsins
var samin ákvæöisvinnuverðskrá
eftir sambærilegum verðskrám á
Norðurlöndum og hinni gömlu
verðskrá Múr- og steinsmiða-
félagsins.
Þegar i upphafi var það ætíun
félagsmanna að vinna eingöngu
eftir henni, þar sem þvi yrði við
komið. Sú framkvæmd dróst þó á
langinn i aldarfjóröung. A þeim
aldarfjórðungi var timavinnan
allsráðandi og sifellt baráttumál
félagsins að halda henni uppi.
Gekk þá á ýmsu i atvinnuleysi og
allsleysi launþeganna. En siðan
áriö 1942 hafa félagsmenn nær
eingöngu unnið eftir ákvæðis-
vinnuverðskránni. Mælingafull-
trúi var þá kosinn Ólafur Pálsson
og gegnir hann enn þvl starfi.
Ofthafa félagsmenn og félagið i
heild átt i vök að verjast vegna
ákvæðisvinnunnar bæði frá ein-
staklingum og rikisvaldi. Hefur
oft I þeim tilfellum veriö slegiö
fram einstæðum dæmum sem við
nánari eftirgrennslan hafa ekki
átt stoð i raunveruleikanum.
1 16 ár var Múrarafélagið sam-
eiginlegt fyrir sveina og
meistara. En með stofnun
Múrarameistarafélagsins 16.
mars 1933 verður þaö sveina-
félag. Við formannsstörfum i
Múrarafélaginu tók þá Siguröur
Pétursson, þáverandi bygginga-
fulltrúi i Reykjavik. Kom það i
hans hlut að greiöa farsællega úr
öllum ágreiningi vegna skipting-
ar stéttarinnar.
Fyrsti samningur við Múrara-
meistarafélagið var undirritaður
22. april 1933.
Frá árinu 1924 hafa innan
félagsins verið starfræktir ýmsir
styrktarsjóðir. Or þeim hafa
árlega verið veittir margir
styrkir til félagsmanna og
aðstandenda þeirra vegna veik-
indaj elli eða andláts.
A árinu 1975 voru greiddar út
bætur úr sjúkrasjóði félagsins að
upphæð kr. 2.251.380,00.
Eigið húsnæði — utan ASI
Það var lengi takmark Múrara-
félagsins að eignast sitt eigið hús-
næöi. Þvi takmarki var náð árið
1956 er félagið ásamt Félagi
islenskra rafvirkja keypti hús-
eignina Freyjugötu 27. Hefur
félagsheimilið veriö mikil lyfti-
stöng I hinum ýmsa félagsrekstri.
Arið 1943 gekk Múrarafélagið i
Alþýðusamband íslands. Atti það
ætiöslðan fulltrúa á þingum þess,
þar til á árinu 1972 aö seta
fulltrúa þess var talin ólögleg af
meirihluta þingfulltrúa vegna
skipulagsbreytinga sem gerðar
höföu verið innan ASf.
Hinn 8. júni 1973 stofnuöu
múrarar með sér landsamband,
sótti það þá þegar um aðild að
ASl. Umsókn þess fékk þó ekki
endanlega afgreiðslu fyrr en á
þingi ASÍI november sl. og var þá
Múrarasambandi íslands synjað
um inngöngu I þetta
launþegasamband. Um afstöðu
Múrarafélagsins til þessa máls
má nánar lesa um i sögu félagsins
sem kom nú út i tilefni 60 ára
afmæli félagsins.
Hinn 1. mai 1965 gekk i gildi
reglugerð fyrir Lifeyrissjóð
múrara. Þetta ver merkur áfangi
i sögu félagsins og vænta félags-
menn góös af honum þegar elli-
árin eða sjúkdómar ganga yfir.
Hann hefur einnig hingað til veitt
fasteignalán til félagsmanna,
eins og reglugerð hans frekast
heimilar.
Orlofsheimili
í Grímsnesinu
Hinn 1. mai 1968 keypti
Múrarafélagið ásamt Múrara-
meistarafélaginu jörðina
öndveröarnes I I Grimsnesi.
Hugmyndin með kaupunum var
m.a. sú að gefa félagsmönnum
kost á landi undir byggingu eigin
sumarhúsa, auk annarrar orlofs-
aðstöðu sem félögin hugöust gera
á jörðinni. Mikill áhugi hefur
verið hjá félagsmönnum aö nota
sér þá aðstöðu sem þarna er fyrir
hendi. Um 150 félagsmenn hafa
nú fengiö lóðir undir sumarhús. A
sl. ári var tekin i notkun sundlaug
sem félögin byggðu sameigin-
lega. Aður haföi verið geröur 9
holu golfvöllur hannaður af Þor-
valdi Asgeirssyni. Orlofsheimili
byggði Múrarafélagið árið 1973,
auk þess hefur ibúðarhúsið á
jörðinni verið nýtt sem orlofs-
heimili. Hafa þau að jafnaöi verið
fullsetin mánuöina júni-septem-
ber.
Hinn 27. april, 1973 opnaði
félagið mælingastofu að Freykju-
götu 27. Hefur allur útreikningur
mælinga siöan farið þar fram.
Framhald Múrarasögu komiö út
Ólafur
Jónsson:
Það er ekki bara á Alþingi sem
kratarnir eru nú i harðri
samkeppni viö Framsókn um að
fá að vinna með thaldinu. t
sföasta tölublaöi Kópavogs, blaðs
Alþýðubandalagsins i Kópavogi
er frá þvi skýrt aö meirhluti
thalds og Framsóknar i bæjar-
stjórn sé i upplausn og fjármál
bæjarins i hóflausri óreiðu, en i
sama biaði er hörð ádeila á
bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins
fyrir að hafa á siðustu mánuöum
hlaupiö til samstarfs viö Sjálf-
stæðisflokkinn i bæjarmálum.
Ólafur Jónsson bæjarf ulitrúi
Alþýðubandalagsins birtir þar
óvenju harða ádeilúgrein á
bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins
fyrir að hafa brugðist öllum
málefnum vinstri manna og
gengið til liðs við ihaldiö.
Uppgjör ólafs Jónssonar viö
nafna sinn i Alþýðuflokknum er
svo hljóðandi:
Eftir siðustu bæjarstjórnar-
kosningar hófu vinstri flokkamir
Krati
i Köpavogi viðræöur um myndun
meirihluta i bæjarstjórn, enda
var Kópavogur eina sveitafélagið
á höfuðborgarsvæðinu þar sem
Ihaldið var i miklum minnihluta
meðal kjósenda. Þá beitti ég mér
fyrir þvi aö bæjarfulitrúa Alþýðu-
flokks var boðið að vera með i
þeim viðræðum þó að það væri
ekki nauðsynlegt til þess aö hafa
meirihluta i bæjarstjórn. Þessa
afstöðu tók ég vegna þess aö mér
var svo vel um það kunnugt að
flestir kjósendur Alþýðuflokksins
áttu fulla samstöðu með okkur
málefnalega I bæjarmálum.
Þegar Framsóknarflokkurinn
valdi þann kostinn að vinna meö
ihaldinu átti ég aftur hlut aö þvi
að fá fulltrúa Alþýðuflokksins
Ólaf Haraldsson til þess að vinna
með okkur bæjarf ulltrúum
Alþýðubandalagsins I minnihluta,
ásamt fulltrúa frjálslyndra. Meö
þessum 5fulltrúum minnihlutans
tókst góð og málefnaleg samstaða
gegn 6 bæjarfulltrúmum rikis-
stjórnarflokkanna. Stjórnarand-
kvaddur
staðan I bæjarstjórn var þannig
mjög sterk og haföi veruleg áhrif
á gang mála i bæjarstjórn. Hlutur
Alþýðuflokksins i þessu samstarfi
var góður. Flokkurinn fékk ýmsa
fulltrúa i starfsnefndir bæjarins
og ólafur Haraldsson var kosinn
af okkur i bæjarráð til 1 árs sem
hann átti annars ekki rétt til. '
Fljótlega fór að bera á þvi að
Ólafur Haraldsson átti skoðana-
lega samstööu meö ihaldinu I öll-
um félagslegum málum og tók
stundum þá afstöðu i bæjarstjórn
án minnsta samráðs við sina
flokksmenn eða okkur sem með
honum störfuöu i bæjarstjórn.
Þessa liðveislu kunnu bæjarfull-
trúar ihaldsins vel að meta, eink-
um eftir að samstarfið fór að
verða erfitt innan meirihlutans.
A siðastliðnu sumri tók svo
ihaldiö Ólaf Haraldsson bæjar-
fulltrúa Alþýöuflokksins sem
aukameölim inn i bæjarráð og sit-
ur hann þar nú á launum frá
bæjarsjóði sem aukafulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og er i öllum
málum ihaldssamari ai ihaldið.
Eitt nýjasta dæmið um þjónustu
ólafs við ihaldið var tillaga hans
um að skera niður framlag
bæjarins til Strætisvagna Kópa-
vogs og draga úr þjónustu þeirra.
Fjölmörg fleiri dæmi gæti ég
nefnt um afstööu Ólafs Haralds-
sonar til félagslegra mála sem
aðeins samrýmast stefnu ihalds-
ins.
Nú er ekki ástæða til blaöa-
skrifa þó einn krati sem maður
vildi hafa samstarf við, bregöist
þeim vonum sem við hann voru
bundnar. Ekki er heldur ástæða
til að harma það þó að einn
eiginhagsmunamaður og brask-
ari bætist i það grugguga liö sem
fyrir er i Sjálfstæðisflokknum,
hitt er fordæmanlegt og illt aö
þola þegar slikir fuglar eru að
villa á sér heimildir og bjóða sig
fram til starfa að bæjarmálum
fyrir heiðarlegt alþýðufólk og
launþega eins og flestir kjósendur
Alþýðuflokksins vissulega eru.