Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 10
10 — SiDA — ÞJÓÐVIL.HNN Miðvikudagur 2. febrúar 1977. orkuþörf almenns markaðar á Norðurlandi fram yfir 1985,og sé bætt við öllum hugsanlegum markaði á Austurlandi skv. orku- spá og ofangreindum kaupendum afgangsorku, nægði orkan i sam- tengikerfinu Norðan- og Austan- lands til ársins 1981, og eftir væri veruleg afgangsgrunnorka eða sem nemur 100 Gwh árið 1985. Um rekstrarkostnað Kröflu- virkjunar og orkuverð þaðan hafa sést háar og hrikalegar tölur, og er gleggst yfirlit að finna i skýrsl- unni Norðurlandsvirkjun, sem unnin er af ráðgjafaþjónustu 1976). Miðað við að byggingar- kostnaður virkjunarinnar sé 6 miljarðar króna (verðlag í árslok 1975), afskriftatimi lána 25 ár á 12% vöxtum, er árlegur rekstrar- kostnaður áætlaður rúmlega 1 miljarðurkróna, og ekki mun það dæmi hafa lækkað siðan. Miðað við að hugsanleg Norðurlandsvirkjun selji raf- magn inn á samtengd orkuveitu- svæði Norður- og Austurlands á næstu árum (ca. 300 Gwh árið 1970) ogað auki komitil sala á af- gangsorku til verksmiðja SIS og KEA á Akureyri (20-40 Gwh), tel- ur Kjartan Jóhannsson heildsölu- verðið á raforku frá Norðurlands- virkjun verða ,,...að vera á bilinu kr. 4,00-6,80 á kWh næstu fimm árin til þess að standa undir út- gjöldum, ef lánin vegna Kröflu eru til 14 eða 15 ára og með 8-9 1/2Þ% vöxtum, en á bilinu 6,20- 9,25 kr/kWh, ef lánin eru til 7 ára með 9 1/2% vöxtum. Af þessu má ráða, að jafnvel við sömu lána- kjör og Landsvirkjun byr við verður verðið mjög hátt, nema til komi nýir markaðir umfram hug- myndirum sölu til Austfjarða ell- egar á svonefnda gufukatla.” Sjá einnig linurit (Dæmi 11 , úr sömu heimild). Hér sést greinilega við hvern fjárhagsvanda er að fást, og til samanburðar má benda á heild- söluverð frá Landsvirkjun, sem seldi raforku til almennra nota á kr. 2,30 á árinu 1975 þrátt fyrir hina óhagstæðu orkusölusamn- inga við álverið i Straumsvik. Náttúruhamfarir og viðbrögð við þeim Hinn jarðfræðilegi órói á Kröflusvæðinu hefur bætt gráu ofan á svart i þeim vanda, sem menn höfðu stofnað til áður en um hann var vitað og hér hefur verið gerður að umtalsefni. Viðbrögð við gosvirkni og jarðskjálftum verður að skoða í ljósi þeirrar miklu fjárfestingar, sem þegar .var bundin i mannvirkjum á svæðinu og i samningum um bún- aðtil virkjunarinnar. En þótt til- lit sé tekið til þess er það margra skoðun, að ekki hafi verið brugð- ist við þessum breyttu aðstæðum á réttan hátt i mörgum atriðum. NU eftir a sést hversu afdrifa- rikt reyndist, að ekki var fylgt áætlunOrkustofnunarum boruná 5 vinnsluholum til gufuöflunar á árinu 1975 vegna fjárskorts að fullyrt er á sama tima og aðrar framkvæmdir á svæðinu brunuðu áfram á hinum dýrustu lánum. Aðeins ein vinnsluhola var full- frágengin fyrir gosið 20. des. 1975 og vitneskja jarðvisindamanna um svæðið og þá miklu erfiðleika á gufuöflun, sem siðarhafa komið fram, var þvi mun takmarkaðri en ella hefði verið. 1 skýrslu Orkustofnunar um vinnsluboranir á árinu 1975, en hún kom út skömmu fyrir gosið i Leirhnjúk, sagði m.a.: Þannig er engin trygging fyrir þvi, að það gufumagn verði tilbúið I árslok 1976, sem nauðsynlegt er fyrir 30 'MW raforkuframleiöslu með öðr- um rafali virkjunarinnar.” t greinargerð Orkustofnunar mánuði siðar, þ.e. eftir eldgosið, sagði um sama atriði: „Likurnar á þvi að stöðin kunni að standa gufulaus eða gufulitil, ef upp- runalegri áætlun er haldið, verða nú að teljast meiri en áður...”. Þær óhagstæðu breytingar, sem. urðu á afli og efnasamsetn- ingu i vinnsluholum um og eftir gosið i Leirhnjúk og enn eru i gengi, hefðu átt að sannfæra menn um, að rétt væri að hægja á ferðinni og lofa Kröflu aö kyrrast, áður en meira fé yrði lagt undir i dýrar boranir og meiri verðmæt- BSAB skiptir um nafn Ákveðið hefur verið að skipta um nafn á Byggingar- samvinnufélagi atvinnu- bifreiðastjóra, sem skamm- stafað hefur verið BSAB og byggt hefur ibúðiri Reykjavik ium 30 ára skeið. Mun félagið hér eftir nefnast Byggingar- samvinnufélagið Aðaból og er það öllum opið, eins og BSAB hefur raunar verið undanfarin ár, þóttþað hafi verið atvinnu- bifreiðastjórar sem stofnuðu það og byggðu á vegum þess fyrstu árin. — S.dór. um safnaö inn á þetta virka hættusvæði. 1 skýrslu iðnaðarráðherra um Kröfluvirkjun á Alþingi 6. aprll 1976, þar sem hann tilkynnti þá niðurstöðu sina og rikisstjórnar- innar, að náttúruhamfarirnar gæfu ekki tilefni til að fresta virkjuninni, kom m.a. fram, að búið væri að verja til virkjunar- innar „...nokkru á annan miljarð króna...”. Þá voru þó ekki komn- ar vélar til landsins og miljarðarnir á Kröflusvæði hafa margfaldast siðan. Hámark for- herðingarinnar hjá þeim, sem fyrir Kröfluframkvæmdum standa, birtist siðan i þeirri dæmalausu ráðstöfun að flytja aflvél nr. 2 i stöðvarhúsið við Kröflu á siðasta hausti og ganga þarfrá henniog fylgibúnaði langt umfram það sem nauðsyn krafði vegna tengsla við fyrri vélasam- stæðuna. Aðvaranir jarð- vísindamanna Stöðugt fjölgar þeim jarðvis- indamönnum, sem kveða upp úr með aðvaranir vegna þróunar gosvirkni við Kröflu og gagnrýna ákvarðanir stjórnvalda, sumpart i ljósi siaukinnar vitneskju um hegðan og ástand jarðhitasvæðis- ins, sumpart af þvi þeim finnst mælirinn fullur eftirað hafa horft gagnrýnum augum en lengi vel þegjandi á það óráðsverklag, sem viðhaft hefur verið frá haustinu 1974 að- telja, þ.e. að byrja á öfugum enda. Þær upplýsingar sem Axel Björnssondregur samani skýrslu sinni „Gosvakt við Kröflu” (OS, nóv. 76), ekki sist varðandi tæringarhættu erhaft gætimjög alvarlegar afleiðingar. fyrir borholur, tæki og búnað virkj- unarinnar vegna sveiflna i efna- innihaldi og sýrustigi borholu- vökvans, ættu að geta sannfært jafnvel hina einsýnustu fram- kvæmdamenn um, að rétt sé nú að staldra við. Allar lfkur virðast á, að beint samhengi sé á milli þeirrar óvenjulegu eldvirkni, sem núer f Kröfluöskjunni og óstöðug- leika jarfíiitasvæðisins.. Vissu- lega er tap af þvi, skulum við ætla, að koma virkjuninni ekki i einhver not meö öruggu mótisem fyrst, en hálfu verra væri þó að skemma eða eyðileggja hinn verð- mæta búnað virkjunarinnar og ástæðulaust að hætta þar ein- hverju til fyrir nokkur megawött, sem auðvelt er að afla eftir öðrum leiðum. Viðbrögð við vanda Tvennt sýnist eðlilegt að gera um leið og ákveð- ið yrði að biða átekta með Kröflu- virkjun, uns henni hefur með skynsamlegumogöruggum hætti verið tryggt það gufuafl sem þarf: Annarsvegar að flýta lagn- ingu byggðalinu frá Geithálsi til Andakils, hins vegar að ljúka sem fyrst framkvæmdaundirbúningi vegna Bessastaðaárvirkjunar, með hagkvæman áfanga fyrir augum. Slik virkjun verður að risa á Austurlandi fyrr en seinna og tengja þarf orkuveitusvæði Austurlands við aðra landshluta, eins og þegar er ráðgert. Minnast ber þess, að það eru fleiri virkjanir og stærri áhættusvæöi en Kröfluvirkjun, og algjört óráð að ætla nú að bæta Hrauneyja- fossvirkjun við á gosbeltinu, á meðan ekki er komið upp öruggt varaafl I vatnsorkuverum utan eldvirknisvæða. Dýrkeypt mannleg mistök hafa orðið I orkumálum okkar siðustu áratugi viðar en við Kröflu, þótt þar taki steininn úr að margra dómi. Þau eru ekki sist til komin vegna þess sundurvirka skipu- lags sem við búum við á sviði orkumála, ófullkomins undirbún- ings og vöntunar á samhæfandi yfirstjórn ráðuneyta og pólitiskr- ar stefnumörkunar. Þýðingarmesti lærdómurinn sem draga þarf af mistökunum við Kröflu er að koma hið fyrsta á traustri skipan orkumála i land- inu, eins og Alþýðubandalagið hefur eitt flokka gert ákveðnar og rökstuddar tillögur um. Neskaupstað i þorrabyrjun 1977 Hjörleifur Guttormsson Blokkin viö Engjasel I Breiðholti, sem BSAB hefur byggt og selur 113 ferm. ibúðir fuiibúnar á 6,3 milj. kr. BSAB afhendir nýjar íbúðir í Seljahverfi: Verð rúmar 6 miljónir fyrir 117 fermetra íbúð fullgerða Nokkrir af forráðamönnum BSAB.f.v. Bjarni Axelsson, Arni Gunnarsson, Sigurður Flosason og óskar Jónsson framkvæmdastjóri. Byggingarsamvinnu- félag atvinnu- bif reiðastjóra/ BSAB, verður 30 ára í næsta mán- uði. ( tilefni af þessum tímamótum hélt félagið blaðamannaf und fyrir skömmu, þar sem blaða- mönnum voru sýndar ibúðir, sem f élagið er nú að afhenda við Engjasel í Breiðholti. Þær ibúðir eru 113 ferm. að grunnfleti, 4ra herbergja, og er þeim skilað til kaupenda alger- lega fullbyggðum, auk þess sem sameign og lóð eru frágengin. Verð þessara 113 ferm. ibúða er 6,3 milj. kr. Byrjað var að byggja þessar blokkir fyrir 2 árum síðan. Verðið er þvi næstum ævintýra- lega lágt. Þess má geta til sam- anburðar að i Seljahverfinu eru nú til sölu ibúðir af svipaðri stærð og kosta þær rúmar 7 milj. kr. til- búnar undir tréverk. Þær ibúðir byggja einkaaðilar. Verðmismunurinn er þvi i raun uppundir 3 miljónir kr. Sem kunnugt er reisti BSAB 198 ibúðir við Asparfell i Breiðholti, sem I búa nú um eitt þúsund manns. 1 þessum byggingum hef- ur félagið komið upp barna- heimili, sem ibúarnir reka af miklum myndarskap, auk þess sem i húsinu er heilsugæslustöð. Varðandi þær ibúðir, sem félag- ið er nú að afhenda viö Engjasel og verð þeirra, 6,2 milj. kr. fyrir 113 ferm. ibúðir skal það tekið fram, að BSAB tekur i útreikningi sinum meðaltal byggingarvisi- tölu á byggingartimanum, en ekki aðeins hvað visitalan er þegar ibúðir, sem verið hafa i smiðum i 2 ár, eru afhentar, eins og margir aðrir gera. Ibúðirnar við Engjasel eru full- byggðar, eins og áður segir. Allar innréttingar fylgja með, skápar og eldhúsinnréttingar, eldavél og hreinlætistæki. Þess má einnig geta, að fullbyggö 107 ferm. ibúð hjá félaginu kostar 6 milj. kr.,70 ferm. ibúð 4 millj. kr. og 33ja ferm. ibúð 2 milj. kr. Forráðamenn BSAB bentu á að félagið hafi alla tið reist ódýrara húsnæði, en almennt hefur verið til sölu á frjálsum markaði. Þá hefur félagið lika ávalít tekið mið af félagslegum þörfum ibúa og má benda á i þvi sambandi á Asparfell 2—12, sem þar sem barnaheimilið og heilsugæslu- stöðin eru. Lóöaskortur. Mikil eftirspurn er eftir ibúðum hjá félaginu, en þvi miður verður félagið að svara þeim öllum neit- andi, þar sem félagið hefur enga lóð fengið hjá Reykjavikurborg, til áframhaldandi byggingar- starfsemi. Forráðamenn BSAB segjast’ekki hafa þjakað Reykja- vikurborg með lóðaumsóknum, en nú muni það hefja harða sókn fyrir þvi að fá lóð til áframhald- andi starfsemi. Félagið hefur reist 127 þúsund fermetra ibúðar- húsnæði og það er bjargföst trú forráðamanna þess, að þörf sé fyrir a.m.k. eitt byggingarsam- vinnuféiag i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.