Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 9
8 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. febrúar 1977. Miðvikudagur 2. febrúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA — 9 • Hjörleifur Guttormsson: Frá tindi Kröflu, horft til norövesturs yfir Vítiog Leirhnjúkssprunguna. Gæsafjöll I baksýn. (Myndirnar frá Kröflusvæöinu tók greinarhöfundur, Hjörleifur Guttormsson í september 1968.) ..Lýöveldishverinn”!Hveragiii viö Kröflu. Hann er talinn hafa myndast sumariö 1944. Hveragil, horft til suövesturs. Hliöarfjall ber yfir gilbarminn I baksýn til hægri. Staldra ber við og læra af dýrkeyptri reynslu Umræöum um Kröfluvirkjun linnir ekki. Þaö er eölilegt, eins og staöiö hefur verið aö fram- kvæmdum þarnyðra og þegar viö bætast náttúruhamf arir á virkjunarsvæðinu. Brátt hafa verið fjárfestir alltaö 8 miljarðar króna i mannvirkjum og rann- sóknum á virkjunarstaö, en full- komin óvissa rikir um, hvenær teljandi orkuframleiösla getur hafist og stöðugt vofir yfir eyöi- legging verðmæta þarna og i Mý- vatnssveit. Deilt er um fortiðina og viö- brögö við rikjandi óvissuástandi, og inn i myndina hljóta einnig aö koma aðrar hugsanlegar aögeröir til orkuöflunar fyrir Noröur- og Austurland. Grein þessi er rituð fyrst og fremst til að benda á nokkra lærdóma, sem ég tel tlma- bært að draga af meðferð og stööu Kröflumála. I þvi sambandi verö- ur ekki hjá þvi komist aö setja fram staöhæfingar um nokkur þau mistök, sem orðið hafa, en rúm í blaðagrein leyfir ekki itar- lega umfjöllun eöa rökstuðning sem skyldi. Vegna starfa á vegum Náttúru- verndarráðs hef ég fylgst nokkuö meö undirbúningi Kröfluvirkjun- ar, en meðferð frárennslisvatns frá Kröfluveitu svo og allt jarð- rask og mannvirkjagerö á þessu svæði snertir verksvið ráösins. Um þá þætti verður þó ekki rætt hér sérstaklega, þóttsumtsé þar umræðuvert. Við mat á málum Kröfluvirkj- unar er nauðsynlegt að greina á mi'.'.i þeirra aðstæðna sem riktu annars vegar fyrir 20. desember 1975 þ.e. áöur en jarðeldur sýndi sig viðLeirhnjúk, og þess ástands sem breytthefur myndinni siðan. Hafa ber i huga, að ef allt hefði gengið að óískum uiti öflun nýtan- legrar gufu við Kröflu, væri virkjunin eflaust ekki i þeim há- mælum sem raun ber vitni, en "engu að siður væri við erfiðleika að glima, ekki sist fjárhagslega vegná litils markaöar fyrir orku frá virkjuninni um árabil. Vinnubrögöin við undirbúning þessarar virkjunar hafa verið röng i ýmsum grundvallaratriö- um og þaö er af þeim mistökum, sem þarf að læra. Þar tengist Krafla vissulega miklu stærra dæmi, sem er óstjórnin og skipu- lagsleysið i orkumálum lands okkar á heildina litið, en það ástand bitnaralveg sérstaklega á fólki utan við orkuveitusvæði Landsvirkjunar. Hér á eftir verða nefnd nokkur atriði af mörgum, sem augljós- lega hefur verið rangt staðið að við Kröfluvirkjun og hverjar ályktanir má af þeim mistökum draga. Ófullnægjandi rannsóknir Flestum mun nú ljóst, að ófull- nægjandi vitneskja lá fyrir um jarðhitasvæöið við Kröflu, er ráðist var þar i virkjunarfram- kvæmdir. Umsögn Orkustofnunar þess efnis, að svæðiö „standi und- ir 50-60 MW gufuvirkjun og hugsanlegri stækkun siðar” (febrúarskýrsla OS 1975!) byggði á yfirborösrannsóknum og tveim- ur 1100-1200 metra djúpum rann- sóknarholum, sem boraðar voru siðari hluta árs 1974, en engar vinnsluholur eða holur af fyrir- hugaöri vinnsludýpt fyrir gufuöfl- un lágu þá fyrir. „Borunum lauk fyrstu dagana i desember (1974) og timi til rannsókna á holunum hefur verið helzt til naumur, eink- um hvaö snertir seinni holuna. Engu að siður teljum viö nægi- lega miklar upplýsingar liggja fyrir til að gefa jákvæða umsögn um Kröflusvæðið”, segir i inn- gangi þessarar skýrslu. 1 bréfi Orkustofnunar, sem fylgdi með skýrslunni til Iðnaöarráðuneytis og Kröflunefndar i mars 1975, var geröur fyrirvari um þá áhættu, sem tekin væri með þvi að ráðast i framkvæmdir. Óvissa væri um eiginleikaþeirrar gufu, sem aflaö yröi og hversu langan tima tæki að ná henni upp, en gert var ráö fyrirborun á 5 vinnsluholum á ár- inu 1975. Það væri hins vegar framkvæmdaaðila að meta, hvort taka ætti þá áhættu sem leiddi af ófullnægjandi vitneskju um jarö- hitasvæðið. Nú mun það þykja góð regla við rannsókn vegna virkjunar há- hitasvæða,að a.m.k. 50% þeirrar orku sem beisla á séu tiltæk 1-2 árum áður en vélbunaður og önn- ur mannvirki eru fullhönnuð og stefnu i þá átter að finna i skýrslu Orkustofnunar: „Aætlun um rannsókn háhitasvæða” frá árinu 1969. Við Kröflu hafði hins vegar engin vinnsluhola verið boruð, er samningar um vélakaup og gufu- veitu voru undirritaðir og rann- sóknarholur voru þá aöeins nokk- urra mánaða gamlar. Það veröur að teljast undarlegt, ekki slst i ljósi siðari yfirlýsinga ýmissa jarövísindamanna á Orkustofn- un, að ekki skyldu gerðir skýrari fyrirvarar um takmarkað upp- lýsingagildi rannsóknarborana i þessari skýrslu, þar eð vart hefur farið fram hjá stofnuninni, hver skriður var á framkvæmdaundir- búningi þegar um áramótin 1974- 75. Hér kemur fram tilfinnanleg vöntun á upplýsingastreymi og túlkun upplýsinga, sem er algeng á þessu sviði sem öðrum, og reynst getur afdrifarik, ekki síst þegar um ný rannsóknasvið og hagnýtingu er að ræða. Afdrifarík stefnubreyting t lögum nr. 21//1974 um jarð- gufuvirkjun við Kröflu eða viö Námafjall með „...allt aö 55 megawatta afli...” var rlkis- Hjörleifur Guttormsson. stjórninni heimilaö að fela „...væntanlegri Norðurlands- virkjun...eöa öðrum aðila...” aö reisa og reka gufuaflsstöðina og leggja frá henni aðalorkuveitur. Umrædd Norðurlandsvirkjun hefur enn ekki komist af hug- myndastigi og til að brúa bilið skipaði Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra vinstri stjórnar- innar, sérstaka Kröflunefnd I júni 1974 og var skipun hennar endu- nýjuð af Gunnari Thoroddsen i nóvembersama ár og Jón G. Sól- nes þá skipaður formaður I stað Páls Lúðvíkssonar. Jafnframt var þá lögð rík áhersla á, að nefndin hraðaði undirbúningi og framkvæmdum viö virkjunina eftir þvi sem frekast væri unnt. Við stjórnarskiptin varð stefnu- breyting varðandi Kröfluvirkjun, eins og á flestum öðrum sviðum orkumála. Iðnaðarráöherra vinstri stjórnarinnar hafði lagt áherslu á framkvæmdir við byggðalinu sem fyrsta skref til að bæta stöðu orkumála á Norður- landi, og voru framkvæmdir við hana ráðgerðar þegar haustið 1974. Næsta skref skyldi vera áfangi i Kröfluvirkjun, sem kæmi I gagnið á árinu 1978. Ljóst er einnig af greinargerð með laga- frumvarpinu um Kröfluvirkjun, að haga ætti stærö virkjunarinn- ar eftir markaðsaðstæðum, en um þetta segir orðrétt i greinar- geröinni: „Gert er ráð fyrir að stærð jarðgufuaflstöðvar við Kröf lu eða Námafjall geti orðið allt að 55 MW, en hún yrði byggð I tveim áföngum, þannig að I upphafi yrði byggt allt það, sem er sam- eiginlegt fullri stærð stöðvarinn- ar, en túrbinur, rafalar, borholur og ýmiss búnaður yrði gerður i tveim áföngum. Þetta hefur þann kost I för með sér, að hægt er að haga byggingunni nokkuö eftir markaösþörfinni og eins er meira rekstraröryggi af þvi að stöðin sé rekin með tveimur rekstrarein- ingum.” Frá þessari stefnu var vikið I veigamiklum og afdrifaríkum atriðum eftir stjórnarskiptin. Frestað var öllum framkvæmd- um við byggðalinu, en þess I stað knúið á um framkvæmdahraða við Kröfluvirkjun „...eftir þvi sem frekast væri unnt...”, svo notuö séu orð formanns Kröflu- nefndar i fróðlegri þingræðu 6. april 1976, en þar sagði einnig: „Vegna tilfinnanlegs raforku- skorts á Norðurlandi lagði Kröflunefnd rika áherslu á það við ráðgjafafyrirtækin að fram- kvæmdum yrði hraöaö svo sem kostur væri”, þ.e. i nóvember 1974. Strax þann 7. febrúar 1975 ákveður nefndin kaup á tveimur 30 MW aflvélum frá Japan og undirritaði samninga þar aö lút- andi við framleiðendur vélanna þann 10. april 1975 að fengnu sam- þykki rikisstjórnarinnar. Um þetta sagði Jón Sdlnes i nefndri þingræðu: „1 samningun- um við vélaframleiðendur tókst að semja um það stuttan af- greiðslufrest að sá möguleiki opnaðist að raforkuframleiðsla gæti hafist siðla árs 1976. Kröflu- nefnd ákvað aö stefna aö þvi marki og skyldu framkvæmdir við það miðaðar.” — Vert er að gefa þvi gaum, aö formaðurinn talar hér um ákvörðun Kröflu- nefndar, þótt auövitaö væri það iðnaðarráðuneytisins að taka slika ákvörðun og sjálfsagt hefur það skrifað upp á hana eftir á. Hér kemur hins vegar fram sú vöntun á yfirstjórn og samtengj- andi forystu af hálfu ráðuneytis- ins, sem einkennt hefur meðferð Kröflumálsins, en sérstaklega var knýjandi þar eð enginn ábyrgur rekstraraðili var til stað- ar til að annast um virkjunar- framkvæmdina. Þannig skapaö- ist það sambandsleysi milli rann- sóknaraðilans (orkustofnunar) og framkvæmdaaöilans (Kröflu- nefndar), sem loks var reynt aö bæta úr eftir að i defni var komið með myndun samstarfsnefndar á vegum ráðuneytisins sumarið 1976. Meginrök talsmanna Kröflu- nefndar fyrir þessari miklu hröð- un framkvæmda, hafa verið lit- rikar staðhæfingar um „orku- sveltið” á Norðurlandi, og viröist sem þeir sjálfir hafi ekki gert sér neina skýra grein fyrir stærö þess vanda. Ljóst er aö ástand orku- mála á Norðurlandi hefur veriö oviðúnandi um skeið og vandinn fer vaxandi meö stækkandi markaði. Einkum hefur verið verulegur aflskortur á svæöinu, sem mæta hefur þurft með keyrslu disilvéla. Nam hann 13.3 MW á árinu 1975 eða um 35% af JÍ Norðurlandi GV/h .í Austurlandi (sajntengd veita) GV/h 1977 224 19 1978 237 31 1979 250 42 1980 266 54 1981 283 66 1982 300 79 1983 318 92 1984 338 106 1985 358 120 1986 378 135 1987 400 150 1988 423 166 1989 446 1990 470 Hugsanlegur raforkumarkaður „Norðurlandsvirkjunar” samkvæmt orkuspá Orkustofnunar og Harlk. HEILOSÖL'JVERD K^KWh NOROURLANDSVmXJUN AÆTLAO HEILOSÖLUVERÐ RAFGRKU 1970 aikadur 1976 • Gidukallar mar .adur 1978 •Auiturl.-Grimtárv. '30 • Auslurlandskarli NLV - 80 • Austulandskarll • Gulukatlar NLV- 80 • 200 GWh vidbótar :av- 8 , Framleidsla GWh/Ár Skýringar viö linuritið: Miðað er við verðlag I árslok 1975. Helstu for- sendur eru: Yfirteknar skuidir Laxárvirkjunar og Rarlk.innuitet 9.5% vextir I 12 ár. Yfirteknar skuldir Kröfluvirkjunar reiknaðar sem annuitetslán ineð 99,5% vöxtum i 15 ár. Skuld viö Laxárvirkjun og Rarik annuitet I 15 ár meö fyrstu greiöslu 31. desember 1990, vextir 0% fyrstu 5 árin, 3% næstu 5 árin og 6% eftir þaö. Heimild: Noröuriands- virkjun. Skýrsla Ráögjafarþjónustu Kjartans Jóhannssonar, júlf 1976. Hjörleifur Guttormsson heildaraflþörfinni og á þvi ári voru framl. 18,6 Gwh eð'a um 9% af orkuframleiðslunni á sam- tengisvæðinu í oliustöðvum. Hömlur hafa verið á rafhitun húsa, auk timabundinna vand- ræða vegna rekstrartruflana aö vetrarlagi hjá Laxárvirkjun. Stærð þessa vanda er þó ekki meiri en svo, að veruleg bót er að þeim takmarkaöa orkuflutningi, sem miðla má um samtengisvæð- iðum þann hluta byggðalinu, sem kominn eri gagnið, en hann svar- ar til um 4 MW flutningsgetu til Akureyrar. Orkumarkaður og virkjunarstærð Orkuvinnsla á öllu Norðurlandi áárinu 1975nam 216 Gwh og upp- sett afl var þar 51 MW, þar af 28 MW í vatnsafli og jarðvarma. Astimplað afl véla Kröfluvirkjun- er 60 MW (2x30 MW), en talið aö þær skiliallt að 70 MW afli viö há- marksafköst og orkuvinnslugetan nema um 550 Gwh, sé nægilegt varaafl til staðar. 1 meöfylgjandi töflu er að finna orkuspá Orku- stofnunar frá árinu 1976 fyrir Norður- og Austurland til ársins 1990. Eins og þar kemur fram gæti Kröfluvirkjun ein séð öllu Norðurlandi fyrir orku fram til ársins 1990 eða lengur, ef ekki kæmi til viðbótarmarkaður, sem fást mun m.a. með samtenginu við Austurland, á meðan ekki hef- ur verið virkjað þar sem nemur þörf landshlutans. Fyrir liggur, að engin skipuleg könnun var gerö á markaði Kröfluvirkjunar á vegum þeirra aðila, sem ákvörðun töku um stærð virkjunarinnar og að kaupa tvær 30 MW vélasamstæður sam- timis. Ýmsu hefur verið boriö viö eftir á til aö réttlæta þessa ákvörðun, eftir að sýnt var hver áhrif hún hefði á afkomu og raf- orkuverð frá virkjuninni eða þeim aðila, sem tæki við rekstri hennar. Þar hafa m.a. verið nefnd atriði eins og hitaveita i stað rafhitunar á Akureyri (áætl- uð orkuþörf um 90 Gwh árið 1980), hagstætt innkaupsverð véla og rekstraröryggi. Ekkert af þess- um viðbárum er vitastætt við nánari skoðun. 1 ársbyrjun 1975 lá þannig fyrir, að stefnt yrði að hitaveitu fyrir Akureyri, jafnvel frá Hveravöllum i Reykjahverfi, ef ekki fengist nægur jarðvarmi nær, en þá lá fyrir rannsókna- áætlun um jarðhitaleit i Eyja- firði. Um þetta hlaut iðnaöar- ráðuneytinu og Kröflunefnd aö vera kunnugt, en i nefndinni eiga sæti tveir alþingismenn frá Norðurlandi eysfra. Hagstætt innkaupsverð á vélum, sem vart vega nema milli 20-30% af stofn- kostnaði, kemur fyrir litið ef ork- an sem þeim er ætlað að fram- leiða nýtist ekki fljótlega á mark- aði. Þá rak enginn nauður nefnd- ina til að kaupa 30 MW vélasam- stæður, þar eð völ er m.a. á 8, 12 og 16 MW vélum fyrir gufuafls- virkjanir, þótt þær hafi kannski ekki legið á lausu með jafn stutt- um fyrirvara og þær vélar sem keyptar voru. Ljóst er að 12-16 MW virkjunaráfangar hefðu fall- ið vel að markaðsaðstæðum norð- anlands, þar sem afiþörfin vex um 4-5 MW árlega út næsta ára- tug, nema orkufrekur iönaöur komitil.Tvær 16 MW samstæður heföu þegar útrýmt öllum orku- og aflskorti, og liklega ekki verið þörf á nema annarri þeirra til að byrja með, m.a. með hliðstjón af byggðalinu. Hyað öryggi viðkem- ur er vissulega kostur að hafa 2 vélar I stað einnar, ef ekki er kostur á ööru varafli. Slikt varafl er hins vegar til staðar á Norður- landi með tilkomu byggðalinu og raunar án hennar að sumarlagi, og þá hægt að stöðva Kröfluvirkj- un til að yfirfara vélbúnaö. Eiigin rök af þessu tagi réttlæta þannig ákvörðunina um kaup á báðum vélasamstæðunum samtimis, og stærð þeirra var auk þess langt umfram þarfir. — Kostur jarö- varmavirkjana i samanburöi viö vatnsaflsvirkjanirer ekki sist tal- inn sá, aö unnt er að byggja upp hagkvæma áfanga með hiiðsjón af markaði. Margt fleira hefði átt aö hvetja til hófs i vali véla, þar á meðal sú óvissa, sem fyrir lá um gufuöflun á svæðinu, jafnt magn hennar og eiginleika. Markaðsverð og orkuverð Eftir að það rann upp fyrir iðnaðarráðuneytinu og Kröflu- nefnd, að takmörkuö not yrðu fyr- ir orkuna frá Kröflu, var hafin markaösleit á Norðurlandi. Fundust 3 aðilar umfram þá, sem þegar var vitaö um og gert er ráö fyrir i orkuspá, sem komið gætu til álita sem kaupendur á raforku i stað oliu, ef sambærilegt verð yrði i boði. Um er að ræða verk- smiðjur SÍS og KEA á Akureyri (15 MW og 30 Gwh), 6 mjólkur- stöðvar (samtals 18 MW og 36 Gwh) og 3 grasmjölsverksmiðjur, sem allar eru á hugmyndastigi (sumarnotkun 15 MW og 36 Gwh). Eins og sést af þessari upptaln- ingu eru þetta ekki hagstæðir viö- skiptavinir, þar eð þeir binda mjög mikið afl (sem helst skortir á svæðinu), en nýta litla orku, og hlytu hvorttveggja að vera i formi skilyrðisbundinnar sölu, þ.e. að viðkomandi hefðu eigin oliustöðvar til vara. Jafnvel þótt gert væri ráð fyrir þessum hugsanlegu kaupendum sýna nýlegar athuganir á vegum Kröf lunefndar (Könnun á markaðshorfum fyrir raforku frá Kröfluvirkjun, júlí 1976), að sé miðað við að orkuvinnslugeta einnar vélasantstæðu við Kröflu (30 MW) sé 225 Gwh, sem er lágt reiknað, nægir sú viöbót fyrir Framhald á næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.