Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 6
6 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. febrúar 1977. þeir Jon Armann HéOinsson, Gils Mynd þessi var tekin i þingsölum I gær. Fyrir miöju situr Stefán Jónsson en aðrir þingmenn sem sjást eru Guömundsson, Jón Sólnes, Helgi Seljan, Eðvarð Sigurðsson og Ingi Tryggvason (Ljósm.: eik)' Samstarf við norðmenn og fœreyinga um fiskveiðar og fisksölu: Hvað líður framkvœmd á samþykktum alþingis? alþingi 10. april 1972 um samstarf islendinga, norðmanna og færey- inga að fiskveiðum og fisksölu- málum?” Rekstrarféð a refsivöxtum Stefán Jónsson tók tilmáls á al- þingi i gær er rætt var um skipa- smiðar og skipaviðgerðir hér- lendis. Hann lagði áherslu á nauðsyn þess fyrir skipasmiða- stöðvar að hafa nýsmiði, þær væru fjárhagslegur grundvöllur viðgerðanna. Stefán hafði það eftir forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri að á si. ári hefði allt rekstrarfé stöðvarinnar verið á 24% refsivöxtum vegna þess að Fiskveiðisjóður stóð ekki i skilum og stöðin varð að sæta afar- kostum i lánakjörum til þess að afla sér rekstrarfjár með öðrum hætti. En þrátt fyrir þessa vexti skilaði Slippstöðin verkum á fylli- lega samkeppnisfæru verði við erlendar stöðvar. Sjávarútvegsráðherra viður- kenndi fjárhagsvandræði Fiski- veiðisjóðs sl. ár.en kvað nú unnið að lagfæringum. 10. april 1973 var samþykkt á alþingi þingsályktunartiliaga um samstarf islendinga, færeyinga og norðmanna um fiskvciðar og fisksölumál. Tillöguna fluttu þeir Stefán Jónsson og Jónas Arnason og varð ályktun alþingis skv. henni á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir viðræöum milli islendinga, fær- eyinga og norðmanna um sam- starf þessara þjóða að skynsam- legri hagnýtingu fiskimiðanna i Norð-Austuratlantshafi, verndun fiskistofna og fisksölumálum. Jafnframt verði athugað með hvaða hætti grænlendingar geti orðið aðilar að sliku samstarfi.” Stefán Jónsson hefur aú borið fram á alþingi fyrirspurn hvað liður framkvæmd tillögu þessar- ar. Fyrirspurnin var lögð fram á alþingi i gær og er á þessa leið: „Hvað liður framkvæmd þings- ályktunar er samþykkt var á Tveir þingmenn Suðurlands, þeir Ingólfur Jónsson og Garðar Sigurðsson,stinga saman nefjum (Ljósm.: eik). Helgi Seljan krefst úrbóta Jöfnun á hita- kostnaði aðeins til málamynda Nokkrar umræður urðu i efri deild Alþingis i fyrradag vegna frumvarps, sem ólafur Jóhannesson, viðskiptaráð- herra, mælti þá fyrir varðandi „oliustyrkinn”, — það er jöfnun á hitakostnaði milli þeirra landsmanna sem njóta .jaröhita og hinna. Helgi Seljan gagnrýndi harð- lega, að nú skyldi aðeins vera gert ráð fyrir að verja 700 miljónum i beinar greiðslur til þess fólks, sem hita verður hýbýli sin með oliu. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verja einu sölu- skattsstigi i þessu skyni, sem næmi nú 1700 miljónum króna, en rikisstjórnin stefndi að þl'i að ráðstafa alltof stórum hlula af þessum 1700 miljónum, það er heilum 1000 miljónum —, i ann- að, og þannig væri farið á svig við upphaflegan tilgang um jöfnun hitakostnaðar. Það væru reyndar engar 700 miljónir sagði Helgi, sem ibúar „köldu svæðanna” fengju i styrk, heldur rúmar 100 miljón- ir, þvi að af þeim 1700 miljón- um, sem söluskattsstigið gæfi, mætti gera ráð fyrir að það fólk, sem kynda verður hýbýli sin með oliu,greiddi um 550 miljón- ir. Hér er um mikið byggðamál að ræða, sagði Helgi Seljan og krafðist þess að gengið yrði lengra i átt til jöfnunar á hit- unarkostnaði. Þroskaþjálfaskóli íslands Matthias Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra mælti á fundi efri deildar Alþingis i fyrradag fyrir stjórnarfrumvarpi um breyting á lögum um fávitastofnanir. Með frumvarpinu er lagt til, aö breytt verði 15. grein núgildandi laga um fávitastofnanir og skal hún hljóða svo samkvæmt frumvarpinu: „Rikið skal stárfrækja skóla, Þroskaþjálfaskóla Islands. Hlut- verka skólans er að mennta fólk til að gegna uppeldi, umönnun og þjálfun þroskaheftra. Skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Islands skal hafa lokið háskóla- prófi i uppeldis- og sálarfræði eða hafa lokið sérkennaraprófi frá viðurkenndum háskóla. Skóla- stjóri skal einnig hafa staðgóða þekkingu á uppeldi og umönnun fólks með sérþarfir. Um stjórn skólans, starfslið, námstima, námsefni, inntöku- skilyrði og annað, er varðar starfsemi hans, skal ákveðið i reglugerð.” I núgildándi lögum eru ákvæði um að sérmenntun fólks til fávitagæslu skuli fara fram við „aðalfávitahæli rikisins”, og að forstöðumaður aðalfávitahælisins skuli jafnframt vera skólastjóri þess skóla, sem menntar fólk til fávitagæslu. Samkvæmt hinu nýja frumvarpi verða þessi ákvæði afnumin og 15. greinin orðuð svo sem hér að ofan greindi. Helgi Seljanfagnaði frumvarp- inu, og kvaðst hiklaust telja það til mikilla bóta. Hann ræddi um hvernig hentast væri að fella nám þroskaþjálfa inn i menntakerfið. Sjálfsagt væri að losa sérstök tengsl skólans við þetta eina hæli, þar sem slik hæli væru nú orðin mörg. Þingmaðurinn taldi, að lögin um fávitastofnanir væru orðin Rœtt umlaga- breytingu úrelt, hvað varðar mörg fleiri atriði, og fleiri breytingar við þessi lög þyrftu þvi að koma til, m.a. væri nafn laganna ,,Lög um fávitastofnanir” ákaflega óheppi- legt. Þegar þessi lög voru sett fyrir nokkrum árum þá rikti enn sú stefna, að safna öllu þessu fólki helst saman á eitt hæli, — þetta varinnilokunarstefna. Lögin bera merki þessarar stefnu, sem þá var nær allsráðandi. Nú eru allt önnur og manneskjulegri viðhorf að ryðja sér til rúms i þessum efnum. Flutt hefur verið tillaga þing- manna úr öllum flokkum um samræmda heildarlöggjöf um þessi mál i anda nýrra viðhorfa. Helgi Seljan kvaðst vilja vona að slik löggjöf yrði sett sem fyrst. Þingmaðurinn drap siðan á það ákvæði frumvarpsins, að um inn- tökuskilyrði i Þroskaþjálfaskðl- ann slcyldi kveðið á i reglugerö. Taldi Helgi mjög óheppilegt, að það virtist nú færast i vöxt að hafa ný lög óljós, en siðan ættu embættismenn að setja reglu- gerðir um allt mögulegt. I sam- bandi viö Þroskaþjálfaskólann muni fólk með stúdentsmenntun hafa notið nokkurs forgangs við inntöku i skólann. Þetta væri ekki alltaf heppilegt.I þessu sambandi rakti Helgi dæmi, sem hann sjálf- ur hafði kynni af og sagöi: Ég get sagt hér litla sögu af þessu. Stúlka úr minni heimabyggð, sem á tvær vangefnar systur, sem hún hefur annast af mikilli prýði ásamt móðursinni,fórfram á það, aöég hjálpaði henni til að komast i þroskaþjálfanám. Hún hafði ágætt gagnfræðapróf og framhaldspróf til viðbótar, 5. bekkjar próf i uppeldisfræðum. Og til viðbótar þvi hafði hún unnið á Kópavogshælinu. En aðsókn stúdenta i þennan blessaða skóla var þaö mikil, að auðvitað kom svona litt menntuð stúlka þrátt fyrir allt ekki til greina og henni var neitað um skólavist i tvigang þrátt fyrir það, að ég veitti henni min bestu meðmæli og segði þar i öllum greinum satt og rétt frá hennar mikla áhuga einmitt á þessu, og ástæðunum til þess, að hún hafði þetta mikinn áhuga á að læra þetta. Síðan gerist það aftur i sumar, að frændi minn einn ætlar að fara i þennan sama skóla og ég þurfti varla að orða þetta.Hann flaug inn, enda var hann stúdent. Ég held, að þetta þurfi sem sagt vel að athuga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.