Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 5
Miövikudagur 2. febrúar 1977. ÞJÖDVILJINN — SÍÐA — 5 SOUDANl E T H I \ t T H I " " 1 P OUGANDAl TANZANIE Kort af Kenýa. Tansania. Eins og sjá má er Mbeya suftur undir landamærum Sambiu og Malawi. Samnorræn þróunaraðstoö Þrjú verkefni í Afríku i siðustu viku voru á fer hér á landi þrír norðurlandamenn sem hafa með að gera þróunaraðstoð Norðurlandanna við Kenýa og Tansaníu. Með þeim var kenýamaður sem er yfirmaður samvinnuhreyfingarinn- ar Kenýa og jafnframt embættismaður stjórnar- innar þar. Menn þessir voru hingaö komnir til viðræöna viö þá islendinga sem sótt höföu um stööur I Kenýa viö svonefnt samvinnuverkefni i Kenýa en það er heitiö á þróunaraöstoð Noröurlandanna. Einn Islend- ingur var ráöinn en ekki er útséö um að þeir veröi fleiri. Verða alls ráönir 11 noröur- landamenn aö þessu sinni. Tiu ár eru nú liöin slöan sam- vinnuverkefnið i Kenýa hófst. Arið ’67 náöust fyrst samningar um þessa aöstoö til fimm ára. Þeir samningar voru framlengdir um önnur fimm ár áriö 1972 og nú hafa þeir enn verið framlengdir um þrjú ár. Þátttaka Islands hófst fyrir þremur árum og slöan hafa 12 Islendingar veriö ráönir til starfa I Kenýa og Tansaníu en aðstoö viö siðarnefnda landiö hófst áriö 1968. Hér á eftir fer stutt lýsing á þessari þróunaraðstoö. Segja má aö hér sé um þrjú sjálfstæö verkefni aö ræöa: samvinnuverkefniö I Kenýa, samskonar verkefni i Tansanlu og landbúnaöarverkefniö i Mbeya i Tansaniu. Kenýa Samvinnuhreyfingin i Kenýa mun eiga sér rúmlega 30 ára sögu. Eftir aö landiö öölaöist sjálfstæöi hefur stjórnin lagt mikla áherslu á eflingu hennar og nú eru félagar hennar orönir um 700 þúsund talsins. Ef tekiö er mið af venjulegri fjölskyldu- stærö i Kenýa (5—7 manns) má áætla að um fjórar miljónir manna njóti þjónustu hreyf- ingarinnar en þaö er hartnær þriðjungur þjóðarinnar. Samvinnuhreyfingin i Kenýa er skipulögö á grundvelli uþb. 1.200 samvinnuþorpa sem aftur sameinast i svæöisdeildir. Þorpin eru mjög misstór og telja allt frá 10-20 fjölskyldum upp i 11 þúsund. Félagarnir eru bændur sem rækta kaffi, jaröhnetur, baömull, sykurreyr eöa reka mjólkurbúskap. Nú er einnig veriö aö auka starfsem- ina þannig aö hún nái til fiski- manna. Verkefni Norðurlandanna er tviþætt. Annars vegar starfa noröurlandamenn að fræöslu- málum i skóla samvinnuhreyf- ingarinnar og viö eflingu sam- vinnufræöslu úti um land. Hins vegar vinna þeir aö ýmiss konar skipulagningu fyrirtækja og leiöbeiningum um samvinnu- rekstur, bókhald, áætlanagerö oþh. á vegum rikisstjórnarinar. Tansanía. Samvinnuhreyfingin i Tansaniu er eldri en sú i Kenýa þvi þar var fyrsta samvinnu- félagið stofnaö af kaffi- framleiöendum áriö 1925. I fimm ára áætlun sem gerð var i landinu og gilti fyrir árin 1969—74 var efling samvinnu- rekstrar eitt þeirra markmiöa sem að skyldi keppt. Hins vegar áttu stjörnvöld erfitt um vik vegna skorts á sérfræöingum og tæknimönnum. Var þá leitaö til einstakra Norðurlanda um aöstoö. Danir og sviar voru þá reyndar þegar byrjaöir að veita slika aðstoð en árið 1972 bættust finnar og norðmenn i hópinn og var þá samið um aö aöstoö þessi skildi rekin á samnorrænum grundvelli. Islendingar tóku fyrst þátt i þessu verkefni áriö 1973. Samvinnuverkefnið i Tansaníu er mjög áþekkt þvi i Kenýa og er þvi engin ástæöa til aö lýsa þvi frekar. 1 áöurnefndri fimm ára áætl- un var ráögert aö koma á fót rannsóknar- og fræöslustofnun- um fyrir landbúnaöinn viös- vegar um Tansaniu. Ein þess- -ara stofnana er i Mbeya sem er héraöshöfuðborg i suðvestur- hluta landsins. Eftir samninga- viðræður tóku Noröurlöndin aö sér aö kosta stofnun og rekstur þessarar stofnunar aö 80 hundraöshlutum og var samið um þetta snemma árs 1972. Starfsemi þessarar stofnunar er þriþætt. 1 fyrsta lagi er rekin þar tilraunastarfsemi sem miðast aö þvi aö auka framleiöslu i landbúnaöi. 1 ööru lagi er um aö ræöa skóla þar sem kennd eru búvisindi, hús- mæðrafræðsla og dýralækn- ingar. A sá skóli að geta útskrif- að 280 manns árlega i fræöum þessum þegar hann er kominn i fulla notkun. Loks er rekið þarna einskonar fyrirmyndarbú á 900 hektara landrými. Þar er stunduö tilraunastarfsemi i samvinnu við rannsóknadeild stofnunarinnar, nemendur i búfræði fá þar hagnýta þjálfun og einnig er gert ráö fyrir þvi að afrakstur þessa búrekstrar geti að nokkru staöiö undir kostnaöi við stofnunina. Norrænt samstarf. Yfirstjón þessara verkefna er skipt á milli landa. Danska þró- unarstofnunin Danida stjórnar báöum samvinnuverkefnunum en finnar hafa með landbún- aöarverkefniö að gera. Frá þvi þátttaka íslands I þessum verkefnum hófst fyrir þremur árum hafa 12manns veriö ráön- ir héöan til þessara starfa og eru þeir allir aö störfum enn aö tveimur undanskilum. Sjö manns starfa I Kenýa og þrir i Tansaniu, þar af einn i Mbeya. ísland tekur einnig fullan þátt i fjármögnun verkefnanna. Norrænt samstarf um aðstoð við þróunarlöndin hófst I upphafi sjöunda áratugarins og var þá gerður bráðabirgða- samningur um þaö. Ariö 1968 þótti mönnum þessi bráöa- birgöasamningur ekki hæfa lengur svo nýr samningur var gerbur i Osló i júli það ár. tsland varö svo aðili aö samstarfinu árið 1973. Þessi þrjú verkefni Gamti borgarhlutinn I Mom- basa, helstu hafnarborg Kenýa, en þar verður starfsvettvangur Tómasar Sveinssonar við- skiptafræöings sem boöið var starf þar nú um siðustu helgi. sem greint er frá hér aö ofan eru þau einu sem öll löndin eiga aðild að en auk þeirra starfa tvö eða fleiri Norðurlönd saman aö ýmsum verkefnum. Islendingar eiga þó ekki aðild að neinu sliku verkefni og stafar þaö af þvi að fjárveitingar til aðstobarinnar hafa ekki gert meira en að nægja fyrir verkefnunum i Kenýa og Tansaniu. Ekki er þó loku fyrir það skotið að slik aöstoö hefjist nú þar sem alþingismenn sýndu þann rausnarskap við afgreiðslu fjárlaga nú i desember aö tvöfalda fjárveitinguna til Aðstoðar Islands viö þróunar- löndin — úr 12.5 miljónum i 25. Meðal Norðurlandanna hefur veriö rætt um að stofna til fleiri verkefna þar sem öll löndin væru með. Hefur þá einkum komið til tals að hefjast handa i hinu nýfrjálsa Mósambik á svipuðum grundvelli og i Kenýa. og Tansaniu. Hin Norðurlöndin fjögur hafa öll tekiö jákvæða afstöðu til þessa verkefnis en ekki Isl. Akvörð- un hefur enn ekki veriö tekin um þetta og veldur það helst aö ekki er vitað hvaða óskir stjórnvöld i Mósambik hafa i þessum efn- um. Stjórn Aðstoðar Islands við þróunarlöndin er kosin af alþingi á fjögurra ára fresti og er hún þannig skipuö nú: formaöur er Ólafur Björnsson prófessor en aðrir i stjórn eru Gunnar G. Schram prófessor, Ólafur R. Einarsson mennta- skólakennari, Jón Kjartansson forstjóri og Pétur Einarsson laganemi. Starfsmaöur Aðstoðarinnar hefur veriö frá upphafi Björn Þorsteinsson menntaskóiakennari. — ÞH Skipun framkvæmdastjóra Sölunefndar varnarliðseigna Frestaövegna anna ráöherra Ekki verið ákveðið hvort nöfn umsækjenda verða birt Vakiö hefur athygli sá mikli fjöldi umsækjenda sem sótti um stööu framkvæmdastjóra Sölu- nefndar varnarliöseigna ( — þeir eru 32 —) og ennfremur sú leynd sem hvllir yfir nöfnum þeirra.Nú hefur ráöherra ákveöiö að biðja Helga Eyjólfsson aö gegna starf- inu áfram enn um hrlö. Páll As- geir Tryggvason, ambassador ts- lands á Miönesheiði og deildar- stjóri varnarmáladeildar utan- rikisráöuneytisins, sagöi Þjóövilj- anum I gær aö þessi ákvöröun væri komin til af þvi aö ráöherr- ann væri nýkominn frá Strass- borg og heföi ekki mátt vera aö þvi aö setja sig inn I málin enn. Páll sagöi ennfremur aö hann ætti eftir aö tala um þaö viö ráöherra hvort birta ætti nöfn umsækjenda en þaö léki vafi á þvi hvort laga- leg skylda bæri til þess. Skv. lögum er skylda aö láta viðurkennd starfsfélög vita um nöfn umsækjenda. en Páll Asgeir sagöi að ekki væri hægt aö ein- skoröa umrædda stööu við ákveðib starf. Margs konar menntun kæmi til greina i það, en þekking á f jármálum og viðskipt- um og eins á vörum væri nauðsynleg. Mikill hluti starfsins er fólginn i verðlagningu. Þjóöviljinn hringdi i Helga Eyjólfsson og spurði hann hvað það væri sem geröi starfið svona eftirsóknarvert. Helgi sagði aö mánaðarlaun sin væru núna 182 þús. krónur skv. launaflokki B-4. Aö auki fær hann bilastyrk upp á 21 þús. kr. á mánuöi, en starfinu fylgdu daglegar feröir milli Reykjavikur og Keflavikurflug- vallar. Engin önnur hlunnindi fylgja aö sögn Helga. Sölunefnd varnarliðseigna er opinbert fyrirtæki.og rennur allur hagnaður, en hann mun hafa orðið um 81 ipiljónir króna á siðasta ári, i rikissjóð. Að auki voru söluskattsgreiðslur um 30 miljónir. Reikningar eru i rikis- reikningum og öllum opnir. Þaö sem sölunefndin hefur á boðstólum er keypt suöur á Kefla- vikurflugvelli, bæði gamalt og nýtt og bæði af hernum og ein- staklingum. Vegna sparnaðar i rikiskerfinu á dögum vinstri stjórnar var þriggja manna stjórn sölu- nefndarinnar lögð niður og fyrir- tækiö gert aö sjálfstæöri rikis- stofnun sem heyrir beint undir utanrikisráöuneytið. Páll Asgeir sagöi i samtali viö blaöið i gær að útistandandi skuldir i vixlum næmu nú um 70- 80 miljónum og þyrfti aö hafa fulla aögát á þeim. Venja er að lána helming af andviröi stórra hluta til 1-3 mánaða og er sú skýringin á þessum skuldum. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.