Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Blaðsíða 14
14 — SÍÐA —, ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. febrúar 1977. Arshátið Alþýðubandalagsins i Kópavogi. Arshátlðin verður laugardaginn 5. febrUar i Þinghól og hefst kl. 19. Þorramatur á boröum. Leiktrió spilar fyrir dansi. Upplestur: HugrUn Gunnarsdóttir. Trió Bónus leikur og syngur. — Hver aögöngumiöi kost- ar kr. 2.500, en fyrir þá sem koma aö loknu boröhaldi kr. 1.000. örfáir miöar óseldir. Upplýsingar Isíma 41279 fyrir föstudag. Stjórn ABIKópavogi. Árshátið Alþýðubandalagsins i Reykjavik. Arshátiö Alþýöubandalagsins i Reykjavik veröur haldin I Vikingasal Hótel Loftleiða föstudaginn 11. febrUar. Merkið strax viö daginn. Upplýsingar og miöasala aö Grettisgöu 3. Slmi 28655. Alþýðubandalagið á Reyðarfirði. Almennur fundur verður hjá Alþýðubandalag- inu á Reyðarfirði föstudaginn 4. febrUar og hefst kl. 20.30 i Félagslundi. Dagskrá: Fundarefni: Sjálfstæðisbarátta samtimans. Frummælandi: Ólafur Ragnar Grimsson prófessor. Ólafur Ragnar Þjóðmálasvið Menntaskólans við Tjörnina — Kappræðufundur — Fimmtudaginn3. febrúar kl. 8.30 siðdegis fer fram i Menntaskólanum við Tjörnina (Vogaskóla) kappræðufundur um marx- isma og liberalisma. Ræðumenn eru Hannes Gissurarson og Pétur Tyrfingsson. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þjóðmálasvið M.T. Blaðberar vinsamlegast komið á afgreiðslu blaðsins og sækið rukkunarheftin. Þjóðviljinn Siðumúla 6 simi 81333 Alúðarþakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall Rikarðs Jónssonar. Vandamenn. Sigurður Lárusson fimmtugur Sigurður Lárusson, form. Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar i Grundarfirði, varð fimmtugur 31. jan. sl. Hann hefur verið form. verkalýðsfélagsins I 18 ár og situr nú annað kjörtimabil sitt i hreppsnefnd sem fulltrúi Alþýðubandalagsins Sigurður er fréttaritari Þjóðviljans i Grundarfirði. Þjóðviljinn árnar honum heilla á þessum tima- mótum. JjiP Sigurður Lárusson Skattavísa Maður nokkur sem neitar að láta nafns getið kveðst vera höfundur skattavisunnar sem gengur manna á meðal og birst hefur I bæjarpósti ekki alls fyrir löngu. Segir hann að þar hafi verið farið rangt með vis- una, hún sé að réttu lagi svo: Itikið heimtar skatt á skatt, skuldanetin þéttast. Heidur þyngist Matti Matt, meöan aðrir léttast. Ágreiningur Framhald af í. siðu. i heild eða að nokkru leyti og þá miðað við að um þær y rði að öðru leyti fjallað af gerðardómi. Veru- lega ber á milli i hlutaðeigandi ágreiningsefnum Landsvirkjunar ogEnergoprojekt, en meðan ekki er séð fyrir endann á yfirstand- andi samkomulagstilraunum verður ekki opinberlega gerð grein fyrir einstökum kröfuliðum eða fjárhæðum þeirra. Launamenn Framhald af 1. siðu. framkoma atvi'nnurekenda hefði oft valdið verkafólki veru- legum óþægindum, einkum kannski þegar menn skipta um vinnustað, þá kemur gjald- heimtan óðara á vettvang og vill ganga að vinnulaunum manns- ins I nýja staðnum. Vegna þess- arar hættu er nauösynlegt að verkamenn og aðrir launamenn haldi vandlega til haga öllum kvittunum fyrir skattgreiðslum sem atvinnurekandi hefur tekið við. Liggi þær kvittanir fyrir frá atvinnurekandanum gengur gjaldheimtan að launagreið- andanum. LEIKFÉLAG (*f* REYKJAVtKUR SKJALDHAMRAR I kvöld — Uppselt. Þriðjudag kl. 20,30. MAKBEÐ fimmtudag kl. 20,30. STÓRLAXAR föstudag kl. 20,30. Fáar sýningar eftir. ÆSKUVINIR föstudag kl. 20,30. Allra slðasta sinn. SAUMASTOFAN sunnudag kl. 20,30. Miðasala i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 1-66-20. Pípulagnir Nýlagnir/ breytingar hitaveitutenging.ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin) BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavik: Laufásveg Bólstaðarhlið Skúlagötu Lönguhlið 1 unin ÞJOÐVILJINN Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 Hús til sölu Snoturt timburhús, byggt 1920, i góðu standi, til sölu til flutnings. Einungis þarf að byggja grunn undir húsið i nágrenni Reykjavikur. Tilboð sendist blaðinu fyrir n.k. mánu- dagskvöld merkt „Timburhús”. Umræðufundir Alþýðubandalagsins í Reykjavík Lúðvfk Magnús Stefán Ragnar Þórunn Loftur Hörður AUÐYALD OG VERKALYÐSBARÁTTA 1. hluti: Undirstöðuatriði marxismans. a) 3. febrúar: Grundvallarhugtök marxismans. Frummælendur: Pét- ur Gunnarsson og Ævar Kjartansson. b) 7. febrúar: Launavinna og auðmagn. Frummælendur: örn Olafsson. c) 10.íebrúar: Andstæður auövaldsþjóðfélagsins. Frummælandi: Guð- mundur Agústsson. 2. hluti: Auðvaldsskipulagið á Islandi, verkalýðshreyfingin og sósíalísk barátta. a) 17. febrúar: Timabilið frá upphafi til 1942 Frummælandi: Olafur R. Einarsson. b) 21. febrúar: Timabilið frá 1942 til 1958. Frummælandi: Einar 01- geirsson. c) 24. febrúar: Timabilið frá 1958 til 1971. Frummælandi: Þröstur Ólafsson. 3. hluti: Starf og stefna Alþýðubandalagsins a) 3. mars: Sjávarútvegur. Frummælandi: Lúðvik Jósefsson. b) 7. mars: Landbúnaður — iðnaður. Frummælendur: Magnús Kjart- ansson og Stefán Sigfússon. c) 10. mars: Utanrikisviðskipti og erlent fjármagn. Frummælendur: Ragnar Arnalds og Þórunn Klemensdóttir. d) 14. mars: Menntamál. Frummælendur: Loftur Guttormsson og Hörður Bergmann. e) 17. mars: Starfshættir og skipulag Alþýðubandalagsins. f) 21. mars: Rikisvald og stjórnarþátttaka. AHir fundirnir eru haldnir að Grettisgötu 3 og hefjast kl. 20.30. Fyrsti fundurinn verður haldinn aö Grettisgötu 3 (uppi I risi) og hefst kl. 8.30 fimmtudaginn 3. febrúar. Bridgefélag stofnað í Breiðholti Stofnað hefur verið Bridgefélag i Breiðholti og ber þaö nafn hverfisins. I félaginu eru þegar um 50 manns. Formaður félags- ins er Sigurjón Tryggvason en aörir i stjórn Leifur Karlsson, Ólafur Tryggvason, Gunnar Mosty, Sigriður Blöndal og Guð- björg Jónsdóttir. Bridgefélag Breiðholts mun spila i vetur á þriðjudagskvöldum i húsi Kjöts og fisks I seljahverfi. Fyrsta keppni félagsins verður „febrúarmenningur” eða fjórir eins kvölds tvfmenningar. SKIPAUIt.tKO RÍKISENS M/s Esja fer frá Reykjavik þriðju- daginn 8. þ.m. vestur um land I hringferð. Vörumóttaka: fimmtudag, föstudag og til hádegis á mánudag til Vest- fjarðahafna, Norðurfjarðar, Siglufjarðar, ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.