Þjóðviljinn - 09.02.1977, Side 8
8 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi6vikudagur 9. febrúar 1977.
150 AR FRA
Bærínn Kambur er til hægri á myndinni. Fjær sést Hróarsholt. Þangað komst Hjörturbóndi með bundnar hendur og nakinn til að skýra frá ránfnu. Til vinstri og nær, þar
sem stendur sfmastaur, eru tóttirnar af GráklettLen þangað komust þær Gróa ráðskona og Guðrún vinnukona um nóttina, vosaðar mjög.
Aðfararnótt 9. febrúar
1827 var óveður í Flóa og
niðamyrkur á. Or alfara-
leið skammt sunnan við
Hraunshverfi á Eyrar-
bakka þar sem heitir
Hraunstekkur komu sam-
an fjórir skuggalegir
menn, allir vel búnir. Þrír
þeirra voru skinnklæddir
frá hvirfli til ilja.Einn hafði
með sér járntein, hamar og
fleyg, annar pál og hinn
þriðji hníf. Sá f jórði latti til
farar sem nú var í vænd-
um.
Eitt
viðamesta
glæpamál
síðari alda
Glæpaalda á Islandi
Og hver var sú ferð? Henni var
heitiö að Kambi i Flóa og átti eftir
að draga langan dilk á eftir sér. A
þrtöja áratugi siðustu aldar var
timabil stórfelldra glæpamála og
náðu þau hámarki meö moröum i
Húnavatnssýslu og Kambsráni i
Arnessýslu sem nú veröur frá
greint. I annarri blaöagrein, á
sunnudag, veröur leitast viö aö
lýsa ránsmönnum og þjóðfélags-
bakgrunni þeirra. Aðalheimildin
er hin stórmerka bók Brynjólfs
Jónssonar á Minna-Núpi, Sagan
af Þuröiöi formanni og
Kambsránsmönnum, sem birtist
upphaflega neöanmáls i Þjóöólfi
á siöustu öld, en hefur siöan kom-
iö út oftar en einu sinni.
Þögulir ösluðu þeir
mýrarnar
Þögulir ösluöu þessir ógæfu- og
uppreisnarmenn rennvotar
mýrarnar og forðuöust bæi. Segir
ekki af ferð þeirra fyrr en þeir
komu aö Kambi. Fóru þeir fyrst í
fjósið, bundu fyrir andlit sln,
skiptu meö sér verkum og eggj-
uðu hver annan.
Lögöu hendur á fólkið
Gengu þeir nú aö bæjardyrum
og sá þeirra sem meö pálinn var
braut þær upp. Inni fyrir var fernt
i heimili, Hjörtur Jónsson bóndi,
nirfill, og miðlungi vinsæll af ná-
grönnum , Gróa Ketilsdóttir ráös-
kona hans, Guðrún Björnsdóttir
vinnukona og sveinn 5 ára, er
Andrés hét Andrésson. Aökomu-
menn lögöu þegar hendur á fólkiö
þar sem þaö lá nakiö I rúmum
sinum og áttj sér ekki ills von.
Tóku þeir fyrst Hjört bónda og
Gróu ráöskonu og bundu hendur
þeirra og fætur, lögöu hana á
grúfu á gólfiö og Hjört ofan á og
dysjuöu síöan I rúmfötum og settu
kistu, skrinu, kvarnarstokk og
fleira upp á hrúguna.
Við erum ofan að
Guörún var og bundin en fékk
komiö fyrir sig oröum og spuröi
hverjir þeir væru, hvort heldur
menn eöa djöflar. Sá er hana tók
svaraði: „Viöerum ofan aö og er-
um sendir aö sækja peninga
Hjörts; segöu okkur hvar þeir
eru”. Hún sagöist eigi vita þaö.
„Segöu til þeirra,” sagöi hann,
„þá held ég við drepum þig ekki”.
Þá segir hún: „Þeir eru grafnir
niöur i gólfiö undir lömbunum”,
þau voru I öörum baöstofuenda.
Var þá vafin rekkjuvoö um höfuö
Guörúnar. Hjá henni i rúminu var
Andrés og batt þessi sami maður
hendur hans á bak aftur en fæt-
urnar batt hann eigi.Kollótta hufu
dró ræninginn niöur fyrir andlit
Andrésar.
Hjörtur var svo skelkaður
að hann kom ekki upp orði
Meðan þrir ræningjanna brutu
upp hirslur stóö einn þeirra yfir
Hirti bónda og hótaöi honum
kvölum og dauöa ef hann segöi
ekki til peninga sinna. En Hjörtur
var svo skelkaöur aö hann kom
ekki upp orði. Hinir ræningjarnir
sögöu aö ekki skyldi kvelja hann
eða drepa. Sá er yfir Hirti stóö lét
einnig þau orö falla er þeir fóru út
aö réttast væri aö kveikja I kotinu
en annar sagöi aö nóg væri aö
gert. Hurfu þeir siöan út I myrkr-
iö, storminn og regniö.
Allsnakin í illviðrinu
Eftir aö hætt var aö heyrast til
ránsmanna fékk Hjörtur velt af
sér kösinni, nælt sér I hnif og
skorið bönd af höndum Andrésar
þó aö hendúr hans sjálfs væru
bundnar. Baö hann siðan piltinn
aö leysa fætur sina en eigi hendur
og leggja rekkjuvoö yfir sig.
Þannig til reika fór hann út og
heim aö Hróarsholti, sem er þar
skamrnt frá. Var honum svo mik-
iö i hug aö hann fann ekki til
illveðursins. Hann kallar ákaf-
lega á glugga og segir hiö skjót-
asta frá tlðindum og biöur liðs aö
ná ræningjunum þvi aö ekki
muni þeir komnir langt i burtu.
Einar Brandsson bóndi i Hróars-
holti og vinnumenn hans komu nú
út til Hjartar. Þeir hlupu út I nær-
klæðum. Var Hjörtur þá svo ákaf-
ur að þeir uröu aö fara strax meö
honum aö sækja liö á næstu bæi.
Fengu þeir ekki næði til aö fara i
föt.
Andrés drengur leisti einnig fæt*
ur kvenna i Kambi og fóru þær
allsnaktar út I óveðrið meö
bundnar hendur eins og Hjörtur
og sveipaðar rekkjuvoöum.
Komustþærviö illar leik að koti
þar nærri sem heitir I Grákletti og
var þeimþar hjúkraö. Andrés sat
einn eftir I Kambi og var nú
hræddari en nokkru sinni fyrr.
Ekkert varð úr eftirför um nótt-
ina.enda vonlitið I niöamyrkri og
slagveðri.
Eftir hverju var að slægj-
ast?
En eftir hverju var aö slægjast
hjá smábóndanum Hirti Jóns-
syni? Var peningavon hjá slikum
manni árið 1827? Skemmst er frá
aö segja aö Hjörtur haföi þaö orö
á sér að hann tlmdi hvorki aö eta
né giftast, svo niskur væri hann,
og einnig höföu menn fyrir satt aö
hann ætti mikið peningasafn. Eft-
ir rániö kom I ljós aö ránsfengur-
inn var 1025 ríkisdalir og hefur
Hjörtur einhvern veginn nurlaö
þeim saman með nisku sinni og
aöhaldssemi. Erfitt er aö reikna
þetta fé til nútimaverölags, en
óhætt er aö fullyröa aö þaö hefur
skipt miljónum, tveimur eba
fleiri. Er þvi Kambsrán meö
meiri háttar ránum á siöari öld-
um.
Batt punginn fyrir vit sér
Til gamans má geta þess aö sá
sem þessa grein skrifar fór i reisu
um sögusióöir Kambsránsmanna
fyrir skemmstu og komst þá á
snoöir um aö enn eru lifandi sagn-
ir þar eystra varöandi þá menn
sem koma viö sögu. Arni
Magnússon hreppstjóri á Flögu,
sem er i næsta nágrenni Kambs,
sagöi t.d. þá sögu til marks um
nisku Hjartar bónda aö honum
heföi þótt gott neftóbak en ekki þó
timt að taka þaö I nefiö. Hann átti
tóbakspung og á kvöldin batt
hann punginn fyrir vit sér og sat
siöan og sogaði aö sér ilminn.
Fékk hann þannig svalaö þessari
nautn sinni án þess aö ganga á tó-
bakiö.
Mikil málaferli
Þórður Sveinbjörnsson var
sýslumaöur I Árnessýslu og rann-
sakaöi hann málið ásamt Jóni
Jónssyni lögsagnara aö Amóti.
Þóttu þeir ganga aö málinu af
mikilli röggsemi og fléttuðust inn
i þaö margs konar aörir þjófnaöir
og jafnvel morö i Arnesþingi. Aö-
ur en lauk voru 30 persónur undir
dóm dregnar og réttaö 57 sinnum
i málinu.
Þuríður formaður
En hvernig komst þá upp um
Arni Magnússon hreppstjóri I
Viliingaholtshreppi stendur hér
á þeim stað sem gamli bærinn
i Kambi stóð.
hina djarftæku Kambsránsmenn
og hverjir voru þeir? I Stokks-
eyrarhreppi bjó á þessum tima
sérkennileg kona, ein af frægustu
konum Islands. Hún var frekar
litil vexti og grönn, kvikleg og
ákveðin I fasi, svipur hennar ein-
beittur og augun snör og vökul,
skýr I svörum, stuttorð og gagn-
orö og setningar hennar meitlaö-
ar. En það sem furðulegast viö
þessa konu var að hún gekk 1
karlmannsbúningi. Þetta er
Þuribur formaöur, einn fremsti
og virtasti formaður austan
fjalls. Hún átti stóran þátt i aö
upp komst um Kambsránsmenn.
Sönnunargögnin
Fát nokkurt hefur veriö á ráns-
mönnum þegar Jjeir skildu viö
Kamb. Þeim varö á sú skyssa aö
gleyma eöa týna sönnunargögn-
um. Þar á meöal var járnteinn og
hattgarmur I bænum, vettlingur i
túni og skór i túnjaöri.
Sigurður Gottsvinsson
þótti fljótt líklegur
Fljótlega bárust bönd aö tveim-
ur mönnum. Annar þeirra var af
hinu skrýtna og kjarnmikla hyski
sem haföi flust ofan úr Eystri-
hreppi og niður I Flóann, og
mörgum stóö stuggur af. Veröur
nánar greint frá þvi i Þjóðviljan-
um á sunnudag. Siguröur Gotts-
vinsson hét þessi maöur, bóndi að
Leiöólfsstööum. Hann þótti skara
fram úr aö öllu atgervi, er svo
sagt aö hann hafi hlaupiö jafnfæt-
is á hestbak á sléttum velli meö
fulloröinn sauö I fanginu. Þótti
hann flótt vera liklegur for-
sprakki ránsins þvi ab hann
hræddist ekkert, sveifst einskis
og vildi veröa rikur eins og
Þuriöur formaöur komst að orði.
Skarpskyggni Þuríðar
Hinn maðurinn sem strax lék
grunur á var Jón Geirmundsson
bóndi á Stéttum i Hraunshverfi
Hann þótti greindur vel, hæglynd-
ur að jafnaði og brjóstgóöur og
nokkuö stórhuga, en ekki aö þvi
skapi kjarkmikill eða sjálfstæöur
i huga. Böndin bárust ab honum
vegna skósins og járnfleinsins.
Með skarpskyggni sinni átti
Þuriöur hlut ab þvi aö sanna ab
svo væri.
Þeir Sigurður og Jón voru þvi
handteknir og hafðir siðan lengi i
járnum eða i þrjú ár þangað til
þeir voru fluttir á Brimarhólm til
fangelsisvistar. Segir margt af
þvi og m.a. strauk Sigurður
þrisvar, svo sem frægt er.
Gáfumenn og skáld/ en
hneigðir fyrir gróða
Bræður tveir voru hásetar hjá
Þuriöi formanni um þær mundir.
Þetta voru þeir Jón og Hafliði
Kolbeinssynir. Sagan segir aö Jón
hafi verið framúrskarandi gáfu-
maður og skáld gott og Hafliði
einnig skáld og gáfaöur vel. Voru
þeir vel þokkaðir af öllum, en
hneigðir fyrir gróba. Báöir þessir
kotbóndasynir fengu rikt kvon-
fang. Jón bjó á Brú,en Hafliöi á
Stóra Hrauni.
Jón Geirmundsson bugað-
ist og meðkenndi
Þuriöi grunaöi Jón vegna
ógætilegra ummæla hans og fékk
þvi aö lokum komið til leiöar að
hann var handtekinn. Jón Geir-
mundsson hafði veriö i haldi hjá
Jónsson lögsagnara i Armóti og
sætt þar harðræöi og ekki meö-
gengið fremur en hinir. Hann var
nú svo yfirkominn af angist aö
hann bugaðist og játaöi glæpinn
og sagöi til hinna. Var þá Hafliöi
tekinn, en hann haföi ekki veriö
grunaöur ábur.
Á ég þá svona mikla pen-
inga?
Ránsféö komst til skila aö
mestu, og er svo sagt aö Hjörtur
hafi komiö gangandi að vitja pen-
inganna þvi hann timdi eigi aö
riða; ætlaði hann aö bera pening-
ana i poka á öxlinni. Sýslumaöur
lyfti sjálfur á hann pokanum og
heldur snarplega,þvi hann var vel
sterkur.en gat ekki meö öllu var-
ist þvi aö henda gaman aö karli.
Hjörtur haföi aldrei veriö sterk-
ur, en var nú hingnandi; var byrö-
in bæöi þyngri og harðari viö-
komu en hann haföi búist viö, og
féll hann við, þegar sýslumaður
sleppti pokanum. Þá sagöi Hjört-
ur þegar hann stóö upp: „A ég þá
svona mikla peninga, aö ég get
ekki borið þá?” Tók hann nú þaö
ráö að bibja sýslumann aö geyma
alla hinna smærri og veröminni
Miövikudagur 9. febrúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 9
1 fótspor Kambsránsmanna. Bærinn kemur I ljós.og nú þurfti að eggja til dáða.
1 Hraunstekk báru þeir saman ráð sln og bjuggust til ránsferöarinnar
Cr þessari vör reri leynilögreglumaöurinn Þurlður formaður I nokkur ár
og er ekki vitað til aö ahnar hafi gert þaö. Þar sem mennirnir standa
heitir Þuriöarhella. Knarrarósviti I baksýn.
Þar sem heitir Hraunstekkur höföu þeir mælt sér mót. Svona lltur hann núna út.
peninga, þvi i þeim voru þyngslin
mest, en silfur allt haföi hann
heim með sér.
Dómurinn
Lokadómur i málinu gekk i
hæstarétti i Kaupmannahöfn 15.
júni 1829. Sigurður Gottsvinsson
skyldi hýðast við staur og erfiöa
ævilangt i rasphúsinu i Kaup-
mannahöfn,en þar var ill vist sem
fáir þoldu. Hinir skyldu og hýöast
og erfiöa ævilangt i festingu i
Kaupmannahöfn.
örlög Kambsránsmanna
A vorskipum 1830 voru þeir
fluttir frá Reykjavik til Kaup-
mannahafnar. Sigurður Gotts-
vinsson reyndist nokkuð baldinn i
tugthúsvistinni og lauk svo, aö
hann réöst á fangavörð ogstakk
hann meö hnifi, og var dæmdur af
lifi og hálshöggvinn i mars 1834.
Jón Kolbeinsson dó ytra 1839 og
var ætlað að hann heföi svipt sig
lifi. Jón Geirmundsson og Hafliöi
voru náöabir og komu út eftir 14
ára vist og var þá margt á annan
veg en áöur. Þeir voru fjáðir vel
þegar þeir komu, og er af pening-
um Hafliöa sérstök saga sem siö-
ar veröur bift hér i blaöinu.
Hafliöi drukknaöi i sjóróöri 1846
og Jón dó á Jófriðarstöðum i
Hafnarfiröi 1851.
Fremur ógæfa en glæpa-
hneigð
Brynjólfur Jónsson lætur
Kambsránsmenn njóta sannmæl-
is i sögu sinni og viröir verk
þeirra fremur til ógæfu en glæpa-
hneigöar. Margt kemur fram um
skoöanir þeirra og trú og jafnvel
stéttarvitund sem gerir það girni-
legt aö rýna i aldarfarib og draga
ályktanir um þjóbfélag þeirra
tima. í næstu grein veröur gerö
ofurlitil tilraun til þess.
—GFr
ÚR BORGARSTJÓRN
Greiðiö aðeins
það sem
ykkur ber!
A næsta ári verður væntanlega
hægt að senda út fasteignagjald-
seðla, sem sýna i krónutölu
hversu háa upphæð hverjum ein-
stökum eiganda sambýiishúss, og
þá einnig húsa sem bæði eru not-
uð til atvinnustarfsemi og til
Ibúöar ber aö greiða.
Þetta kom fram i svari borgar-
stjóra, Birgis tsleifs Gunnarsson-
ar.viö fyrirsjiurn óddu Báru Sig-
fúsdóttur, borgarfulltrúa Alþýöu-
bandalagsins, er hún á siöasta
fundi borgarstjórnar lagöi fram
svofellda fyrirspurn:
Tilkynningar um fasteigna-
gjöld i Reykjavik, þar sem svo
hagar til, að bæði ibúöir og at-
vinnuhúsnæði eru I einu og sama
húsi, eru þannig úr garði gerðar,
að mjög torvelt er að komast að
raun um, hvað eigendur ibúða
eiga að greiða og hvað eigendur
atvinnuhúsnæðis eiga að greiða.
Veruleg hætta er á þvi, að þess-
ar óljósu upplýsingar geti valdiö
þvi, að ibúöareigendur greiði af
vangá hluta af þvi gjaldi, sem
eigendur atvinnuhúsnæðis eiga að
greiða einir
1 tilefni af þessu er spurt:
Telur borgarstjóri ekki
nauðsynlegt að birta auglýsingu,
sem felur I sér leiöbeiningu til
þeirra, sem eiga ibúðir eða at-
vinnuhúsæði i húsum, þar sem
um er að ræða misháa skattiagn-
ingu á húsnæði I einu og sama
húsi, og upplýsingar um það,
hvar hægt sé að fá gjöldin rétt
sundurliðuö?
Er ekki nauðsynlegt að fara
þess á leit við Gjaldheimtuna, að
starfsmenn þar reikni fyrir ein-
staka eigendur hlutdeild þeirra I
fasteignagjöldum þessara húsa
og gangi úr skugga um, að
Ibúöareigendur séu ekkiað greiöa
meira en þeim ber, þegar þeir
inna greiöslur sinar af hendi?
t svari borgarstjóra kom fram
aö margir leita ár hvert til
fasteignagjaldadeildarinnar aö
Skúlatúni 2 til þess aö láta reikna
út fyrir sig hvaö hverjum greiða
beraf fasteignagjöldum húsnæöis
sem jöfnum höndum er atvinnu-
húsnæöi og ibúbarhúsnæbi. Hing-
aö til hefur starfsfólk Gjald-
heimtunnar ekki reiknaö út fyrir
einstaka ibúa sliks húsnæöis hvaö
þeim beri aö greiöa, en borgar-
stjóri kvaöst hafa fariðþess á leit
viö gjaldheimtustjóra aö starfs-
fólk Gjaldheimtunnar liðsinnti
fólki viö þessa útreikninga eftir
að fyrirspurn öddu kom fram, og
heföi hann tekib mjög vel i þaö, og
kvaö þvi ekki ástæöu til þess aö
birta sérstaka auglýsingu um þaö
hvar Ibúöaeigendur geti fengið
upplýsingar um útreiknings-
kúnstirnar, nema þess væri sér-
staklega óskaö.
Adda Bára sagöist hafa vitaö,
aö þetta stæöi tii bóta á næsta ári,
en þaö nægöi ekki til þess aö laga
þaö sem bæri aö laga þetta áriö,
enþaö væri einmitt þaö, sem hún
óskaöi eftir aö gert yröi nú.
Adda sagöi: „Þaö er viröingar-
leysi viö skattgreiöendur aö
senda út sllka seöla, sem nú eru
sendir út. í sambýlishúsum fær
aöeins einn aöili sllkan
álagningarseöill, og ýmsir halda
aö þeir eigi aö greiöa sinn
prósentuhluta af álagningunni
miöaö viö eignarhluta i fasteign-
inni og gera þaö. En það á ekki að
gera. Það á að vara fólk við,
þannig að það greiöi ekki eftir
eignaskiptaprósentunni, og vil ég
þvl hvetja fólk til að leita sér liö-
sinnis við útreikning til fasteigna-
gjaldadeildarinnar að Skúlatúni 2
á sinum hluta af gjöldum af sllku
blönduðu húsnæði. En aö minu
mati kæmi þaö sér best fyrir
Adda Bára Sigfúsdóttir.
gjaldendur, aö formúlan fyrir út-
reikningi fasteignagjalda sliks
húsnæöis veröi birt opinberiega.”
___________-dþ
Skólahald
nœsta vetur
Fræösluráö hefur ákveöiö
eftirfarandi tilhögun i skól-
um borgarinnar vestan
Kringlumýrarbrautar, i
noröausturhluta borgarinnar
og i Arbæ; og skal sú skipan
gilda næsta vetur:
1.-6. bekkur ásamt for-
skóla starfi i Melaskóla,
Vesturbæjarskóla og
Laugarnesskóla.
7.-9. bekkur starfi I Haga-
skóla og Laugalækjarskóla.
1.-9. bekkur ásamt for-
skóla starfi i Austurbæjar-
skóla, Hliöaskóla, Æfinga-
skóla K.H.t. Langholtsskóla,
Vogaskóla og Arbæjarskóla.
Ákvarðanir um tilhögun
grunnskólahalds i hverfun-
um austan Kringlumýrar-
brautar, sunnan Suöurlands-
brautar svo og i Breiðholts-
hverfum veröa teknar á
næstunni.
Lóða-
brask
Björgvin Guðmundsson
(A) hvatti borgarstjórann I
Reykjavik til þess að brýna
fyrir embættismönnum
borgarinnar að fylgjast vel
með þvl hvort braskað væri
með lóðir sem úthlutað hefur
verið, en nýverið hefur
borgarráö afturkallað lóöa-
úthlutun vegna þess, að sá
er lóöina fékk hafði hafið
brask með hana.
Þessi brýning BjörgvinS
kom fram á siöasta borgar-
stjórnarfundi, en þar skýröi
Björgvin frá þvi, að Edvard
Skúlason, sá er haföi fengið
lóöina aö Giljastekk 3 þann
11. mai sl. heföi sett hana i
sölu, en þaö er þeim sem
lóöir fá óheimilt. Auk þess
uröu vanskil á gjöldum af
lóöinni til þess aö hún var
tekin af fyrrgreindum
manni, aö sögn Björgvins.
-úþ