Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 20
DJOBVIUINN Þriðjudagur 15. mars 1977 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa timaer hægtaðná f blaöamenn og aðra starfs- menn blaðsins f þessum sfmum*. Hitstjórn 81382, 81527, 31257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sfma starfsmanna undir nafni Þjóöviíjans f sima- skrá. Loðnuveiðin: Sigurdur enn á Raforkuvinnsla með olíu minnkaði um 26% á s.l. ári toppnum — en Börkur og Guðmundur RE fylgja fast á eftir Þrjú skip skera sig algerlega úr hvað aflamagn snertir á þessari loönuvertið. Þetta eru stærstu skip flotans, Sigurður RE meö 16.979 lestir, Börkur NK meö 16.367 lestir og Guðmudnur RE með 16.030 lestir. Þessar töiur eru miðaðar við sl. laugardagskvöld, og geta þvi hafa breyst yfir helg- ina, og f gær. Skipið sem er i 4. sæti er Gisli Arni með 13.393 lestir, 5. sæti Pét- ur Jónsson RE 13.131 lestir, 6. Grindvikingur GK 12.695, 7. sæti Súlan EA 12.361 lestir, 8. sæti örn KR 11.059 lestir, 9. sæti Hilmir SU 10.940 lestir og i 10 s æti e r Eldborg GK meö 10.800 lestir. A þessu sést aö nokkuö mikill munur er á 3. og 4. aflahæsta skipinu og liggur munurinn fyrst og fremst i þvi, aö þessi 3 afla- hæstu skip eru buröarmeiri en hin. Þegar þessi aflaskýrsla var gerð, sl. laugardagskvöld, höföu borist á land 464. 653 lestir og hafði þáveriölandað mestum afla i Vestmannaeyjum, eða samtals 70.802 lestum, og næst kom svo Seyðisfjörður með 56.545 lestir og i 3. sæti Neskaupstaður með 40.899 lestir. Nú siðustu dagana hefur miklu magni af ioðnu verið landað á Faxaflóahöfnum og ekki óliklegt að Reykjavik sæki fast á þessa staði þegar lengra liöur framá. —S.dór Sigurður RE 9 félög stofnuöu Alþýðusamband Vesturlands: ASV verði sterkt afl innan hreyfingarinnar A stofnþingi Alþýðusambands Vesturlands, sem haldið var á laugardaginn i Borgarnesi, var lýst einróma stuðningi við kröf- ur Alþýðusambands tsiands I þeim kjarasamningum, sem nú eru hafnir. Aðildarfélögin niu hétu þvi að standa sem órofa heild, að þvi að fullur árangur næð!st. Jafnframt vítti stofn- þingið harðlega þá kjaraskerð- ingarstefnu sem núverandi rikisstjórn hefurrekið gagnvart öllum launþegum i iandinu. Þingið hét á samninganefnd ASt að halda fast á kröfunni um 100 þúsund kr. lágmarkslaun og fullar visitölubætur. A stofnþinginu rikti mikill einhugur um aö gera Alþýðu- samband Vesturlands aö sterku afli innan verkalýöshreyfingar- innar. Fulltrúar niu aöildar- félaga voru mættir á stofn- þingið. Verkalýösfélag Akra- ness hefur aðild enn til athug- unar, en var hvetjandi þess aö sambandið yröi stofnaö. Jón Agnar Eggertsson, formaöur Verkalýösfélags Borgarness, setti þingið á Hótel Borgarnesi á laugardag. Þvinæst flutti Björn Jónsson, forseti ASl, ávarp. Einar Karlsson, Stykkis- hólmi, var kjörinn forseti stofn- þingsins og Siguröur Lárusson, Grundarfiröi, varaformaöur. Ritarar voru Arndis L. Kristins- dóttir, Borgarnesi og Gisli Gunnlaugsson, Búöardal. Hinrik Konráðsson, formaöur undirbúningsnefndar, rakti að- dragandann að stofnun ASV og lög þess voru samþykkt. Stefán Gunnarsson, bankastjóri Alþýðubankans, flutti og ávarp á stofnþinginu. Framhald á bls. 18 jrnr Enn mok- veiði a loðnu Það var ekkert lát á loðnuveiö- unum i gær þegar við höfðum samband við loðnuncfnd siðdegis. Þá höfðu 10 bátar tilkynnt um afla, samtais 4600 lestir,og var þá heildaraflinn kominn i rúm 490 þúsund lestir og má allt eins gera ráð fyrir að hann fari yfir hálfa miljón lesta i dag. Aðal-veiðisvæðin eru nú tvö, undan Jökli og útaf Vestmanna- eyjum. A báðum svæðunum hefur veriðágæt veiði alla sfðustu helgi. Loðnan sem komin er vestur undir Jökul er alveg komin að hrygningu, ensúsem ervið Eyjar á lengra i að hrygna. s dór Heildarraforkuvinnslan jókst 5,5% í yfiriiti frá Orkustofnun fyrir raforkuver og rafveitur á tslandi 1976 kemur ma. fram að raforku- vinnsla orkuvera landsins i fyrra varð alis 2.421 GWh og hafði auk- ist um 5,5 prs. frá fyrra ári. Orku- vinnsia vatnsaflsstöðva jókst um 6,5 prs. og vinnsla jarðvarma- stöðva um 3,6% en vinnsla oliu- stöðva minnkaði hins vegar um 26 prs. Mest er aukning á raforku- vinnslu á Vestfjörðum eöa 24,9 prs. og Austfjörðum um 14,5 prs. Nær helmingur af allri raforku landsmanna fór til álversins eða 46,3 prs. Uppsett afl i orkuverum lands- ins var i árslok 1976 502.684 kW, þar af 391.874 vatnsafl, 2.625 kW jarövarmi og 108.185 kW oliu- stöövar. Þrátt fyrir svona mikiö uppsett afl l ollustöðvum, voru þær litiö notaöar. Aöeins 2;2 prs. af heildarraforkuvinnslunni fór fram i þeim. Stærsta orkuver landsins er Búrfellmeö um helming alls upp- setts afls i landinu, eöa um 240.000 kW. Hins vegar kemur myndin til meö aö breytast verulega á þessu ári þar'sem gert er ráö fyrir að bæöi Sigölduvirkjun (150.000 kW) og Kröfluvirkjun (60.000 kW) taki til starfa að hluta i ár. —GFr A Iþýðubandalagið: Góður fundur á Akureyri um orkumál Alþýðubandalagið á Akureyri héltá sunnudag fund um orkumái og sóttu hann um 60 manns. Fundurinn var haldinn á Hótel KEA og stóð frá 2-6. Framsögu- menn voru þeir Hjörleifur Guttormsson liffræðingur og lngólfur Arnason rafveitustjóri. Að loknum framsöguerindum þeirra spunnust umræður. Snérust þær að mikiu leyti um stóriðju i tengslum við orkumál- in. Það vakti athygli að Ingólfur lýsti sig þeirrar skoðunar, að ef stjórnvöld leyfðu annað álver ættu eyfirðingar ekki að segja nei við henni. Ekki mun þessi skoðun hafa fengið hljómgrunn á fundin- um. —GFr SVONA ER KIARASKERÐINGIN Við birtum i dag 35. dæmið um kjaraskerðinguna siðustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áður verkamaður er nú aö vinna fyrir sama magni af vörum. Viö tökum eina vörutegund á dag. Upplýsingar um vöruverðið höfum við frá Hagstofu Islands, en upplýsingar um kaupið frá Verkamannafélag- inu Dagsbrún og er miðað við byrjunariaun samkvæmt 6. taxta Dagsbrúnar. 35. dœmi Kindakótelettur 1 kg. Verð Kaup Febrúarl974. kr. 298 kr. 166,30 Maí 1974.... kr. 380 kr. 205,40 idagmars'77 kr. 947 kr. 425,20 NIÐURSTAÐA: Niðurstaða: 1. í febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaður 108 mínútur að vinna fyrir kilói af kinda- kótelettum. 2. I maí 1974 var verkamaður 111 mínútur að vinna fyrir kílóinu. 3. I dag, 9. mars 1977, er verkamaður hins vegar 134 mínútur að vinna fyrir sama magni af kótelettum. Vinnutiminn hefur lengst um 26 mfnútur eða 24% sé miöað við febrúar 1974, en um 23 minútur eða 21% sé miðað við mai 1974.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.