Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. mars 1977. Umsjón: Guðjón Friðriksson Markús B. Þorgeirsson: Skrifið — eða hringið í síma 81333 Enn um Mánafoss og Múlafoss Fyrirspurn til Viggós Maacks skipaverkfræðings Eimskipa- félags íslands og Óttars Möllers forstjóra. Vinsamlegast birtið hluthöf- um i Eimskipafélagi lslands á sama hátt i fjölmiðlum: sjón- varpi, útvarpi og dagblöðum heildarfrásögn af sjórétti þeim, er fór fram i Danmörku vegna óhapps þess er m/s Múlafoss varð fyrir er hann lenti 1 árekstri við norska skipið Lis- point, þvi að i fréttum til fjöl- miðla af óhappinu var lýst yfir að Múlafoss væri i fullum rétti er óhappið varð, svo aö vitnaö sé i ummæli fréttamanns Þjóö- viljans, Sigurdórs Sigurdórs- sonar i þeim efnum. Hinsvegar hef ég nú i fórum minum upp- lýsingar um að komið hafi fram i sjórétti i Danmörku aö skipstjórinn á Múlafossi hafi ekki verið á stjórnpalli er óhappið átti sér stað, þrátt fyrir dimmviðri og litið skyggni þar Markiis Þorgeirsson af leiðandi á viökomandi stað skipanna og hvernig má það vera að skipstjóri sé ekki á stjórnpalli við slik veðurskilyrði á dönsku sundunum? Hvenær ná vænta þess að vakthafandi stýrimaður, GIsli Ingvarsson, sem var annar stýrimaður á Mánafossi 8. jan. 1975 sem alkunnugt er verði lát- inn mæta til réttar, gera grein fyrir störfum sinum á stjórn- palli i sambandi við óhappið,þar sem nú eru I dag liðin rösk tvö ár frá óhappinu og nefndur stýrimaður hefur ekki komið fyrir sjórétt enn þann dag i dag? Er hér farið að lögum? Það skal tekið fram að Magnús Friörik Sigurðsson, skipstjóri á Mánafossi er þegar orðinn tvisaga I framburði sin- um fyrir sjóréttum sem fram hafa fariö og þar með ómerkur orða sinna og gjörða samanber sjóréttargögn, sem ég hefi i höndum. Sama má einnig segja um Guðna Sigurþórsson, 1. stýrimann, er var sofandi er at- burðurinn átti sér stað og virðist nú þegar hafa mætt til réttar með skert minni svo ekki sé meira sagt. ALDARSPEGILL Úr íslenskum blöðum á 19. öld JÆSS \ EIiDUi; AD GETA SEM G.'t’ HT ER f-'ælverto ntí Sipny ! Vtgna ttllra kringtnnstæfa, )æt jeg þig vita, itíi jeg cr hreint frá því liorf.n, a& öDú leyti, ito taka samstn við þig, og niáitn l.afa liuga þinn livar þú vill ai niirstiii'ar en hjá injrr, og óska jeg þjer alls gó?s njútainli að \cria, fyir og scinna. F. S. Jcg bið að hc.ilí-a dóilnr minni. — jiessar fán líiiur, bið jeg )ðin' heiðiaii riisljóri að taka í biað yíar, liöuind'iiiun til virtingar. Signý I’jetursdóttir á litilcnn I Keyi jadal í jiiiigeyjaisýtln. Norðanfari 26. mars 1867 Nú er hægt að fara að skipuleggja! A laugardag var kveikt stórt bál i miðbænum. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru að horfa á enda var timinn ákaf- lega vel valinn. Sól skein i heiði og andvari lék um rjóða vanga reykvikinga. Bernhöftstorfan logaði svo að reykur stóð hátt til himins. A svona laugardagseftir- miðdegi er miðbærinn venju- lega lifvana, fáir á ferli og fólk heima hjá sér i leiðindum. Nú var lif og fjör. Litskrúðugur mannfjöldinn iðaði I hægri bylgjuhreyfingu og hvarvegna hittust kunningjar og tóku tal saman. Ungar stúlk- ur flögguðu jafnvel vorkjólum og margir voru gripnir þess konar kitlandi tilfinriingu sem einungis finnst á vorin. Þarna var hægt að sjá hvað Reykjavik gæti verið ef skipu- leggjendurnir væru ekki stein- klumpar. Sennilega hefur samt ekki vakað fyrir brennuvörgum að efna til karnivals. Ýmsar get- gátur voru á lofti um þá og jafn- vel nöfn nefnd. Kannski hafa j>eir veriö aðdáendur harðrar steypu, stáls og glers, fylgjándi Öla Jó, sem vill reisa þarna stóran stjórnarráðskassa. En þarna var altént hægt að sjá hversu miðbærinn gæti verið skemmtilegur ef eitthvað væri um að vera i honum um helgar. En það er bara eiginlega aldrei. Stórir bankakastalar hafa seigdrepið hann og dreifing al- mennrar þjónustu, svo sem verslana, kvikmyndahúsa, skemmtistaða út um allt, sem auðvitað hefur gerst samhliða einkabilaæðinu, hefur lika seig- drepið hann. Nú er ég að visu ekki að mæl- ast til að efnt verði til stórbruna um hverja helgi I miðbænum þó að slökkviliðsstjórinn sé vafa- laust þeirrar skoðunar að mjóg mörg hús séu þar hvort sem er ónýt og þess vegna bara gaman að sjá þau brenna og reyna að slökkva i þeim áöur en þau falla alveg saman. En ég mælist til að hleypt verði lifi i miðbæinn á þann hátt að lögreglan spilli ekki skemmtilegum uppákomum úti svo sem óvæntum ljóðalestri, hljóðfæraslætti, söng, mál- verkasýningum ofl. en ég hef margsinnis orðið vitni að þvi þarna i Kvosinni. Ég mælist einnig til að borgaryfirvöld stuðli beinlfnis að slikum skemmtunum og enn- fremur að nýttir verði aörir möguleikar sem fyrir hendi eru. Nú er til dæmis hópur fólks að reyna að fá Fjalaköttinn i Aðalstræti til fjölbreyttrar starfsemi sem mundi gjör- breyta andrúmi gamla miðbæjarins. Þetta fólk rekur sig á marga múrveggi. Og svo mælist ég lika til þess að Bernhöftstorfan verði gerð að lifandi stað. Gamla ibúðar- hús Bernhöfts bakara gæti orðið jafn vinsælt og hlýlegt kaffihús eins og Dillionshús i Arbæ en bara á miklu betri staö. Ég tala nú ekki um ef danski húsa- garðurinn sem visaði út að Bankastræti og eyðilagðist i brunanum yrði endurgeröur og þar yrðu útiveitingar. Anægjulegt var að heyra á tal fólksfjöldans á laugardag. Langflestir voru á þvi máli að eitt mætti ekki gera. Að reisa steinsteypubákn á þessari brekkubrún. Að visu fór hrollur um suma þegar þeir heyrðu skipulags- stjóra rikisins segja við Gunnar Thoroddsen þar sem þeir voru að virða fyrir sér Bernhöfts- torfuna brenna: Nú er hægt aö fara að skipu- leggja! —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.