Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 29. mars 1977. Þróttur mótmælir álögum á umferð Aöalfundur Vörubllstjóra- félagsins Þróttar Reykjavík var nýlega haldinn. Fundurinn var fiölmennur og rlkti mikil eining á honum. Eftirfarandi ályktun bor- in upp af stjórninni var samþykkt samhljóða: Aðalfundur Vörubílstjóra- félagsins Þróttar haldinn 17. mars, 1977, tekur undir þær kröf- ur sem kjaramálaráðstefna ASÍ hefur lagt fram. Fundurinn legg- ur áherslu á þann hluta krafnanna sem lýtur að lágmarkslaunum. 1 hönd farandi samningum verður að leggja megin-þungann á að sú kjarabót sem kann að nást, verði vernduð með raunhæfum aögeröum. Ennfremur voru eftirfarandi mótmæli samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Vörubllstjóra- félagsins Þróttar, haldinn 17. mars 1977, mótmælir harðlega þeim gifurlegu álögum, sem lagð- ar eru á umferðina I landinu en virðist ekki skila sér til veganna, þótt það sé látið i veðri vaka. Þessar álögur viröast þjóna þeim tilgangi einum að gera þjónustu atvinnubifreiðastjóra dýrari en þyrfti að vera, öllum til óhagræð- is. Atvinnuástand I akstri er nú langt frá þvi að vera nægilega öruggt og telja vörubifreiðastjór- ar að ástæðan sé ört vaxandi dýr- tiö og minnkandi kaupgeta.” 1 stjórn Vörubllstjórafélagsins Þróttar fyrir yfirstandandi ár voru kjörnir eftirtaldir menn, Guðmann Hannesson, formaður, Arni S. Snorrason varaformaður, Ragnar Eðvardsson ritari, Kristján Þ. ólafsson gjaidkeri, Hákon Hafliðason meðstjórnandi, Magnús Emilsson og Guðbjörn Hjartarson varamenn. Hungursneyö í Efri-Volta OUGADOUGOU, Efra-Volta 22/3 Reuter — Mikiir þurrkar valda nú hungursneyð i Vestur-Afrfku- rikinu Efra-Volta og segir sá rað- herra stjórnarinnar þar, sem fer með þróunarmál i landbúnaðin- um, að það hafi borið við að feðu: hafi framið sjálfsmorð i örvænt- ingu vegna þess, að þeir höfðu ekkert til þess að gefa börnum sinum að borða. Þurrkar ollu einnig mikilli neyð i Efra-Volta og fleiri Vestur-Afrikurikjum ár- in 1973-75. Landbúnaðarráðherrann, Augustin Wininga, sagði frétta- mönnum að uppskera þessa árs hafði orðið 55.000 smálestum of litil til þess að fæða landsmenn og búast mætti við að næsta ár vantaði 70.000 smálestir. Orsakirnar væru litið regn og jurtasjúkdómar. Verst leikin eru svæði i suðvesturhluta landsins, umhverfi borgina Diebougou. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KÓPAVOGSHÆLI: SÉRFRÆÐINGUR i barnalækning- um óskast til starfa á hælinu frá 1. mai 1977. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda stjórnar- nefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 25. april n.k. Reykjavik 28. mars 1977 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 Fulltrúaráö Alþýðubandalagsins I Reykjavík: Launabil og launajafnrétti Fulltrúaráðsfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn laugardaginn 2. april kl. 14 siðdegis.. Umræðuefni: Launajafnrétti — launabil. Framsögumenn Asmundur Stefánsson, hagfræðingur AStog Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands tsiands. Fulltrúaráðsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Stjórnin. Formannafundur félaganna á Norðurlandi vestra. Stjórn kjördæmisráðsins á Norðurlandi vestra boðar til fundar með stjo'rnum Alþýðubandalagsféiaga i kjördæminu og verður hann I Villa Nova á Sauðárkróki laugardaginn 2. april og hefst kl. 13.30. Sérstök áhersla er á það lögð, að formenn félaganna sjái sér fært að koma ásamt einum tii tveimur stjórnarmönnum öðrum. Ragnar Arnalds verður á fundinum. Rætt verður um flokksstarfið I kjördæminu, væntanlegt sumarferða- lag og undirbúning kjördæmisráðstefnu. Stjórn kjördæmisráösins. Skólastjóri Framhald af bls. 9 á flösku úr kassanum og enn- fremur fékkst nokkur ábending af umbúðum um sælgæti sem talið var að rænt hefði verið úr sömu gleymslu og áfengið var geymt i og fundust umbúðirnar innan marka skólans. Tekin voru fingraför af þeim, sem höfðu yfir að ráða lyklum að félagsheimil- inu Miðgarði og þar á meðal voru nokkrir kennarar. Vitað var og, að einhverjum skólanemendum höfðu verið lánaðir lyklar, auk þess sem nemendur gátu haft að- gang að þeim. Þvi var ákveðið, i samráði við skólastjóra, að taka fingraför af piltunum úr þremur efstu bekkjum skólans. Fór sú fingrafarataka fram með sam- þykki hlutaðeigenda, i skólahús- inu og að viðstöddum skólastjóra. Er þeim þætti rannsóknnarinnar ekki að fullu lokið. Ráðuneytisstjórinn i dóms- málaráðuneytinu kannast ekki við aðhafa gefið þær upplýsingar, sem talað er um viðvikjandi þvi að taka fingraför af börnum, enda barf engrar heimildar til sliks að leita hjá barnaverndarnefnd. Hér er aðeins verið að leita eftir þvi hvort ungmenni þessi geti verið viðriðin málið. Þótti, eftir atvik- um, vel séð fyrir öryggi þeirra þar sem skólastjórinn var viðstaddur og rannsókn þessi gerð innan veggja skólans. Sýslumaður telur það rétt eftir sér haft, sem segir i lok um- ræddrar fréttar, að hann telji að sættir hafi náðst og málið þar með verið felit niöur. 562 fórust Framhaldaf bls. 1 flugslysinu til spænskra yfir- valda. Rannsóknarmenn frá Hollandi voru komnir til Santa Cruz i dag og bandariskir kollegar þeirra voru á leiðinni. Flugveilinum i Santa Cruz var þegar i stað lokað enda dreifðist brak úr vélunum yfir svæði sem er um 400 metrar i þvermál. Eins og áður segir er þetta lang- fórnfrekasta flugslys sem orðið hefur frá upphafi flugsam- gangna. Aður höfðu flestir farist i slysi sem varð þegar tyrknesk flugvél af gerðinni DC-10 fórst við Paris fyrir þremur árum, en þá létust 364. SKIPAÚTGCRB RiKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik þriðjudag 5. aprii austur um land i hringferð. Vörumóftaka: fimmtudag, föstudag og mánudag tii Vestmanna- eyja, Austfjarðahaf na, Þórshafnar, Rauf arhafnar, Húsavikur og Akureyrar. 30. mars í Suður-Þing- eyjarsýslu Herstöðvaandstæðingar i Suður-Þingeyjarsýslu eru boðaðir til fundar að Breiðu- mýri miðvikudaginn 30. mars kl. 21. Það er starfs- hópur herstöðvaandstæðinga i Mývatnssveit sem efnir til samkomunnar. Þar verða fluttar tvær ræður og eru Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli og Jónas Jóns- son frá Ystafelli ræðumenn. A samkomunni koma félagar úr Alþýðuleikhúsinu fram, og einnig verður upplestur og söngur. Spasskí Framhald af bls. 13. Skáksamband íslands mun hafa farið þess á leit við dómnefndina að hún kæmi sam- an i gær, en af þvi mun ekki hafa orðið. 1 dag verður hins vegar þingað um málið. Hugsanleg endalok einvigis- ins eru fjölmörg. Vafalaust ósk- ar Smyslov þess að ákvörðun verði frestað þar til hann veit vilja Spasskis, sem i gær var eðlilega ekki i ástandi til þess að gera grein fyrir sinum tillögum eða óskum. Ekki er heldur óliklegt að dómnefndin visi málinu til umsagnar eða ákvarðanatöku alþjóðadómstóls FIDE. En hvað sem verður ofan á að loknum öllum þeim fundum og þingum sem nú blasa við má ganga út frá þvi sem nokkuð visu að um frekari taflmennsku á íslandi verði ekki að ræða i bráð. Skák- sambandið er þegar byrjað að taka niður allan sinn útbúnað á Loftleiðahóteli, einviginu þar er lokið með jafntefli. ÞJÓÐLEIKHÚSID GULLNA HLIÐIÐ i kvöld kl. 20. fimmtudag kl. 20. LÉR KONUNGUR 6. sýning miðvikudag kl. 20. SÓLARFERÐ föstudag kl. 20 iaugardag kl. 20 Siðasta sinn. DÝRIN 1 HALSASKÓGI laugardag kl. 15. Litla sviðið: ENDATAFL miðvikudag kl. 21. Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200 ----— LEIKFÉLAG 2(2 ^REYKþWlKUR SAUMASTOFAN i kvöld kl. 20,30 föstudag kl. 20,30. STRAUMROF 5. sýn. miðvikudag, uppselt. Gul kort gilda. 6. sýn. laugardag, uppselt. Græn kort gilda. SKJALDHAMRAR fimmtudag kl. 20.30, sunnudag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30. Simi 16620. M/s Baldur fcr frá Reykjavik fimmtu- daginn 31. þ.m., til Breiða- fjarðarhafna. Vörumóttaka: miðvikudag og til hádegis á fimmtudag. EBE-leiötogar hugga hver annan RÓM 25/3 Reuter — Leiðtogar rikja Efnahagsbandaiags Evrópu hófu i dag tveggja daga ráðstefnu i tilefni þess, að 20 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Haft er eftir háttsettum sendiráðsmanni að aðalverkefni leiötoganna á ráðstefnunni verði að hughreysta hver annan, enda standa stjórnir flestra rikjanna nú veikum fót- um. Núverandi rikisstjórn Hollands situr aðeins til bráðabirgða, breska stjórnin varð nýverið að fá stuðning Frjálslynda flokksins þar I landi til þess að verjast falli, i Italiu og Danmörku eru minni- hlutastjórnir og stjórnir Frakk- lands og Vestur-Þýskalands eru veikar á svellinu eftir siðustu kosningar þar i landi. David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins breska — flestar rlkis- stjórnir EBE-ianda standa á brauðfótum. Laus stada Laus er til umsóknar staða heilbrigðis- ráðunauts við Heilbrigðiseftirlit rikisins. Umsækjendur skulu hafa verkfræði- eða tæknifræðimenntun eða aðra hliðstæða undirbúningsmenntun, sem ráðherra metur gilda. Störf viðkomandi verða m.a. fólgin i skipulagningu og framkvæmd mengunar- mælinga og er þvi æskilegt að umsækjendur hafi reynslu i meðferð mælitækja. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 26. april n.k. Staðan veitist frá 15. mai n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 28. mars 1977

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.