Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 6
S StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. mars 1977.
Þriggja ára ferill íhalds og Framsóknar
Fjárveitingin skorin
niður um helming
Stjórnarflokkunum hefur tekist
aö skera niöur framkvæmdafé til
nýrra þjóðvega i þeim mæli, að
fjárveiting i ár þyrfti aö hækka
um 2067 miljónir króna frá þvi,
sem gert er ráð fyrir nú eöa úr
2460 miljónum kr. i 4527 milj. kr„
til þess aö um sama raungildi
væri aö ræða og i vegaáætlun
fyrir árið 1974.
Fjárveiting til nýrra þjóðvega i
ár nemur þannig aö raungildi að-
þingsjé
eins 54,5% af fjárhæöinni i veg-
áætlun 1974 miöað viö vísitölu
vegagerðar 2094 stig i ágúst 1974
og 5804 stig i ágúst 1977.
— Þannig mælti Geir Gunnars-
aon á fundi sameinaös Alþingis i
gær, þegar þar fór fram siðari
umræða um vegaáætlun 1977-
1980.
Geir Gunnarsson vakti einnig
athygli á þvi, að á sama tima og
fjárveitingar til Vegasjóðs hækka
frá 1975-1977 aðeins um 594 milj-
ónir króna þá er gert ráð fyrir að
þær tekjur af umferðinni, sem
rikissjóður heldur eftir, hækki um
Yfirlýsing samgönguráðherra
við afgreiðslu vegáætlunar
Við umræðurnar um
vegáætlun á Alþingi í gær
gaf Halldór E. Sigurðsson,
samgönguráðherra yfir-
lýsingu á þessa leið fyrir
hönd rikisst jórnarinnar:
„Enda þótt vegáætlun sé gerð
til fjögurra ára og endurskoöun
samkvæmt vegalögum ekki ráö-
gerö fyrr en á Alþingi 1978-79,
hefur ríkisstjórnin ákveðið að
láta endurskoöa fjárframlög til
vegamála á Alþingi þegar á
næsta hausti. IVlun það gcrt i
tengslum við fjárlagagerð og
lánsfjáráætlun, þannig að það fé
sem til vegamála er ætlað árið
1978 verði aukið.
Kikisstjórnin mun einnig beita
sér fyrir þvi, að lögin um
happdrættislán vegna Norður-
vcgar og Austurvegar nái tilgangi
sinum, þótt nokkru seinna verði
en ætlað var. Upphæð útboðsins
skv. lögunum vcrður þvi hækkuð
sem svarar þvi fé, sem að láni
hefur verið tekið.
Verða samkvæmt þessari yfir-
lýsingu vegamálin tekin á ný til
afgreiðslu hér á háttvirtu Alþingi
á hausti komanda".
Yerkalýösfélagiö Baldur
Mánaöarlegar bætur á laun
Fundur Verkalýðsfélagsins
Baldurs haldinn 17.3. 1977, sam-
þykkir aö segja upp öllum
samningum félagsins við at-
vinnurekendur.
Fundurinn tekur undir kröfuna
um 10 þús. króna lágmarkslaun
og sömu krónutölu hækkun á
hærri launaflokka, en leggur
jafnframt áherslu á að samið
verði um öruggar verðlagsbætur
á laun með jafnri krónutölureglu.
Miðað við aðfarir stjórnvalda i
verðlagsmálum og skattheimtu
undanfarinn áratug telur fundur-
inn að mánaðarlegar verðbætur á
laun sé það eina sem tryggt geti
árangur i komandi samningum
og kallað geti á aðhald opinberra
aðila i efnahags og verðlagsmál-
um.
Fundurinn felur stjórn félags-
ins að leita eftir samstöðu verka-
lýðsfélaganna á Vestfjörðum um
sameiginlega samningagerð á
vegum Alþýðusambands Vest-
fjarða.
lL MORGUNTIMAR |
fl DAGTIMAR — KVÖLDTIMARU
3 UFA — LJÓS — KAFFI — NUDGfl
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR I SIMA 83?
ALLA VIRKA DAGA KL. 13-22
Júdódeild Armanns
Ármúla 32
■
m .
I
MEGRUN ARLEIKFIMI
:'0:>
Nýtt námsekiö
Vigtun — Mæling — Guf a — Ljós
— Kaffi — Nudd — Megrunar-
fæöa — Matseðill.
Innritun og upplýsingar í sima
83295 alla virka daga kl. 13-22.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
2811 miljónir króna, eða úr 3260
miljónum og i kr. 6071 miljón á
þessu ári.
Geir Gunnarsson benti sérstak-
lega á, að árið 1974 hafi þingmenn
Sjálfstæðisflokksins talið fjár-
veitingar til nýrra þjóðvega alltof
lágar. Nú hefði Sjálfstæðisflokk-
urinn haft stjórnarforystu i tæp
þrjú ár og niðurstaðan væri þessi:
Nær helmings niðurskurður á
raungildi framkvæmdafjár til
nýrra þjóðvega.
bá benti Geir Gunnarsson einn-
ig á, að þegar ákveðin var á
Alþingi sérstök fjáröflun til
Norður- og Austurvegar upp á 500
miljónir króna á ári i fjögur ár, þá
var eindregið út frá þvi gengið, að
hér væri um viðbótarfjármagn að
ræða við almennt vegafé. Nú er
hins vegar ráð fyrir þvi gert, að
þetta fé verði tekið af almennum
framlögum, og er þvi niður-
skurðurinn til annarra fram-
kvæmda i raun mun meiri, en sá
nær helmings niðurskurður, sem
heildartölurnar gefa til kynna, og
getið var hér að ofan.
1 tillögum meirihluta fjárveit-
inganefndar, sem sjö stjórnar-
þingmenn standa að, er ekki gert
ráð fyrir neinum umtalsverðum
breytingum frá vegáætluninni
eins og hún var lögð fram. Þar er
aðeins ráð fyrir þvi gert að i ár
verði 200 miljónir króna færðar
frá viðhaldi og verkfræðilegum
undirbúningi og yfir til nýrra
þjóðvega, — miðað við það sem
gert var ráð fyrir á upphaflegri
Vegáætlun, sem lögð var fram
fyrr i vetur, og að veitt verði
heimild til 400 miljón króna
bráðabirgðalántöku, er gangi til
nýrra þjóðvega.
Samkvæmt tillögum meirihlut-
ans er gert ráð fyrir að heildar-
upphæó framkvæmdafjár á
vegáætlun að lánsheimildum
meðtöldum verði kr. 3204 miljónir
á árinu 1977.
Frá ræðum nefndaráliti og ein-
stökum tillögum greinum við
nánar siðar.
Gelr Gnnnartion.
Helgi F. Seljan
Sjómenn
halda
kjaramála-
ráðstefnu
Nú hafa aðildarfélög
Sjómannasambands islands, að
undanskildum Vestfjarðafélög-
unum, sagt upp þeim samningum
um kaup og kjör sjómanna sem
staðfestir voru með lögum þann 6.
september s I ða $ tl iðin n .
Samningarnir falla þvi úr gildi 15.
mai næstkomandi.
Með tilliti til góðrar samstöðu
sjómannastéttarinnar hefur sam-
bandsstjórn Sjómannasambands-
ms boðað til kjaramálaráðstefnu
sjómanna, þar sem endanlega
verður gengið frá þeim kröfum
sem sjómenn munu berjast fyrir
og standa sameiginlega að i
næstu samningaviðræðum.
Ráðstefnan verður haldin
sunnudaginn 3. april á Hótel Sögu
og hefst kl. 10.00.
Verkalýðsfélög í Reykjavík og á Akranesi:
SKORA A ALÞINGI
AÐ SAMÞYKKJA
FRUMVARP
SVOVU
Tvö vcrkalýðsfélög hafa sam-
þykkt áskoranir á Alþingi þess
efnis að samþykkja framkomið
frumvarp Svövu Jakobsdóttur
um afnám skerðingarákvæða i
lögum um atvinnuleysis-
tryggingasjóö. Eru þaö kvenna-
deild Verkalýðsfélags Akraness
og Starfsmannafélagið Sókn.
Alyktanirnar voru samþykktar
samhljóða á fjölmennum fundum
i báðum félögunum og eru á þessa
leið:
„Fundur haldinn i kvennadeild
Verkalýðsfél. Akraness, haldinn
23. mars 1977,skorar á Alþingi að
samþykkja frumvarp þaö til laga,
sem Svava Jakobsdóttir alþingis-
maður hefur lagt fram til
breytinga á lögum um atvinnu-
leysistryggingasjóð. Breytingin
elur i sér afnám skerðingar-
ákvæða vegna hámarkstekna
maka. Skerðing þessi hefur nær
eingöngu beinst gegn konum
varðandi atvinnuleysisbætur og
fæðingarorlof. Telja konur rétt
sinn hafa verið fyrir borð borinn
vegna þessara ákvæða og vænta
þess að alþingismenn leiðrétti
þetta nú og afnemi skeröingar-
ákvæðin i báðum tilvikum.”
Og ályktun Sóknar er svona:
„Fundur i Starfsmannafélag-
inu Sókn haldinn i Hreyfilshús-
inu 22. mars 1977 skorar á Alþingi
að samþykkja framkomið frum-
varp Svövu Jakobsdóttur um að
afnema skerðingarákvæði i lög-
um um atvinnuleysistrygginga-
sjóð, þar sem þau ákvæði bitna
nær eingöngu á konum.
Verkakonur á Akranesi lýstu
einnig á fyrrgreindum fundi yfir
fyllsta stuðningi við takmark
verkalýöshreyfingarinnar i yfir-
standandi samningum um að
lægstu laun hækki i 100 þús. á
mán. og önnur laun fái sömu
krónutöluhækkun, og komi fullar
visitölubætur á laun sem reiknist
mánaðarlega.
1 lok ályktunarinnar segir:
„Þar sem kjör láglaunafólks eru
löngu orðin óviöunandi, má ekki
undir neinum kringumstæðum
hvika frá þessu marki.1*
—hs.