Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. mars 1977. WÓDVILJINN SIÐA 5 2. ráöstefna orlofs húsmæöra Ríkið hættir stuðningi við starfsemina Ráðstefna um orlof húsmæðra var haldin að Hótel Esju 19. og 20. mars, mættir voru 80 þátttak- endur hvaðanæfa af landinu, og var ráðstefnan hin myndar- legasta. Aðalmál ráðstefnunnar var breyting, sem gerð var á lögum um orlof húsmæðra, þ. 19. des, 1975. Með þeirri breytingu er rikið ekki lengur með fjárveitingu til starfseminnar — en sveit- arfélögunum einum ætlað að veita starfseminni fé. Annað á aðalmál fundarins var rekstur orlofsheimila og sumarstarfið 1977. Áhugi fyrir starfinu var mikill og fjörugar umræður. Stefnt er að aukinni samvinnu þannig að hinar fámennu byggðir fái aðstöðu og stuðning frá þeim fjölmennari og þá sérstaklega Reykjavík, sem rekur eigið orlofsheimili og verður það næsta sumar að Hrafnagili i Eyjafirði, en þar er glæsilegur skáli. 1 lok ráðstefnunnar var kosiö i Landsnefnd. Formaður er Steinunn Finnbogadóttir og stjórnaði hún ráðstefnunni. Aðrir i stjórn eru: Hulda Sigurðar- dóttir, gjaldkeri, Anna Sigurðar- dóttir, ritari. Meðstjórnendur eru: Sigrún Matthisen og Bryn- hildur Skeggjadóttir. Ræðumenn voru m.a. Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra. Sigriður Thorlacius, form. Kvenfélagasambands Islands, Magnús E. Guðjónsson, framkv.stj. Sambands islenskra sveitarfélaga, auk formanns sem flutti framsöguræðu. Félagsmálaráðherra gat þess i ræðu sinni, að hann teldi ekki aðeins ástæðu til þess að styðja orlof húsmæðra, hann vildi efla það og bæta starfsaðstöðu þess verulega. Á ráðstefnunni voru gerðar eftirfarandi samþykktir: 2. ráðstefna um orlof hús- mæðra, haldin i Reykjavik dagana 19. og 20. mars 1977, harmar þær lagabreytingar, sem gerðar voru á Alþingi 19. des. 1975 á lögum um orlof húsmæðra, þ.e.a.s. að fellt var niður framlag rikisins, en sveitarfélögunum einum ætlað að veita þvi fé. Ráðstefnan litur svo á, að með þessari lagabreytingu hafi verið stigið óheillaspor, og verði ekki snúið við hið bráðasta muni starf- semi orlofsins leggjast niður. Ráðstefnan telur eðlilegast og hagkvæmast, að fjárveitingin komi frá einum og sama aðila. Orlof húsmæðra er viðurkenning fyrir störf i þágu þjóðarheild- arinnar, og ætti rikið þvi að vera rétti greiðandinn, og leggur ráð- stefnan rika áherslu á mikilvægi þess. Ráðstefnan minnir á, að hver, sem veitir eða hefir veitt heimili forstöðu án sérstakrar greiðslu fyrir það starf, á rétt að sækja um orlof húsmæðra. Ráðstefnan vill benda á, að orlof húsmæðra er þvi i eðli sinu alls ekki sveitarstjórnarmálefni, enda eru framkvæmdir þess hvergi i höndum sveitarstjórna og hafa aldrei verið. Fram- kvæmdin er i höndum orlofs- nefnda, sem kosnar eru af héraðssamböndum innan Kven- félagasambands Islands, starfa þær sjálfstætt, en eru ólaunaðar. Ráðstefnan telur brýnt, að fjárveitingin til orlofs húsmæðra sé verðtryggð og fýlgi gildandi verðlagi á hverjum tima. Þar til endurskoðun laganna hefir farið fram, skuli fjárveitingin þvi eigi vera minni að verðgildi en hún var á fjárlögum 1973, árið eftir að lögin frá 1972 gengu i gildi. Ráðstefnan telur mikilvægt að skipting á fjárveitingu til hvers byggarlags miðist við ibúafjölda i árslok árið á undan, en fari ekki eftir fjölda húsmæðra, enda var framkvæmdin sú hjá félagsmála- ráðuneytinu á undanförnum árum. Ráðstefnan skorar á Alþingi og rikisstjórn að láta endurskoða lögin um orlof húsmæðra hið allra fyrsta, og að minnsta kosti tvær konur úr landsnefnd orlofs hús- mæðra verði kvaddar þar til. Ráðstefnan heitir á Alþingi og rikisstjórn að bregðast skjótt og vel við þessari málaleitan. Alyktun Austfiröinga: Orkuna í þágu atyinnuveganna Stjórn MR og forstjóri: Jón M. Guðmundsson, Einar Tönsberg, Sigsteinn Pálsson, Leifur Guðmundsson, Ólafur Andrésson, Sigurður Sigurðsson. Mjóíkurfélag Reykja víkur hefur starfaö Þann 28. mars hefir Mjólkur- félag Reykjavlkur starfað i 60 ár. Félagið er óháð samvinnu- félag. Félagssvæðið nær yfir Reykjavik og nærsveitir, vestan Hellisheiðar og sunnan Skarðs- heiðar. Upphaflegur tilgangur félags- ins var að hafa með höndum sölu og dreifingu mjólkur fyrir framleiðendur i Reykjavik og nágrenni. Árið 1920 kom félagið á fót fyrstu mjólkurstöð á landinu. Keypt var húseign við Lindar- götu og þar settar upp mjög vandaöar vélar til mjólkur- vinnslu. Mjólkurlögin, sem sett voru 1934, orsökuðu að félagiö varð að híætta mjólkurstöövar- rekstri en hefur siðan starfaö i þágu landbúnaðari ns sem verslunarfélag og innflytjandi á komi og framleiöandi kjarn- fóöurs. Arið 1930 kom félagið á fót mjög fullkominni mjólkur- vinnslustöð við Snorrabraut með þvi að byggja hús það sem Osta og smjörsalan er til húsa i nú. Sama ár byggði félagið húsið Hafnarstærti 5. Þar var rekin um árabil umfangsmikil verslunarstarfsemi ásamt fóðurblöndunarstöð og korn- myllu. Arið 1964 hóf félagið byggingu á nýrri fóðurblöndunarstöö á samliggjandi lóð við Brautar- holt. Keyptar voru i þessu skyni mjög fullkomnar blöndunarvélar og hófst fóöur- blöndun þar árið 1965. Ari siöar byrjaöi félagið fyrst allra hér- lendis að framleiöa fóðurköggla sem þá var algör nýlunda hér. I framhaldi af þessu var komið upp kornmyllu og hafinn innflutningur korns ilausu. Sala á fóðurkögglum jókst mjög ört og árið 1969 keypti félagið korn- dælubil hinn fyrsta hérlendis og hóf sölu á lausu kjarnfóðri en i það fyrirkomulag hafði félagið ávallt stefnt. Árið 1969 hóf Mjólkurfélagið ásamt Fóður- blöndunni h/f og SIS undir- búning að byggingu Korn- hlööunnarh/f i Sundahöfn og er í 60 ár félagið eignaraðili að þvi fyrirtæki að 1/3. Kornhlaðan tók siðan til starfa i ágúst 1971 og bætti það aðstöðu félagsins til kjarnfóöur- vinnslu mjög verulega. 1 desmber 1971 hóf félagið byggingaframkvæmdir viö enn nýja fóðurblöndunarstöö viö hlið Kornhlöðunnar i Sunda- höfn. Þessa nýju blöndunarstöð tók félagið i notkun seint á árinu 1972. Voru blöndunarsamstæður og kornmylla fluttar frá verk- smiðju félagsins við Brautar- holt og þær settar upp i nýbygg- ingunni við Sundahöfn. Ýmsar nýjar vélar voru keyptar og verksmiðjan endurskipulögð. Enn er stöðugt unnið að endur- bótum og fullkomnun i tækja- búnaði. 1 fóðurblöndunarstöð MR viö Sundahöfn eru nú notaðar mjög fullkomnar og nákvæmar vélar til fóður- blöndunar. Gott fóður fæst ein- göngu með nákvæmri vigtun á þvi hráefni sem i blöndurnar er notað og góðri blöndun svo og með þvi að nota aðeins úrvals hráefni. MR kaupir allt þaö korn sem þaö notar i fóðrið beint frá korn- ræktarsvæðum i Evrópu og Bandarikjunum og flytur það laust til landsins. Þvi er dælt inn i Kornhlöðuna viö Sundahöf n, en siöan i vinnslugeyma verk- smiðjunnar. Þar er korniö malað og blandaö ýmsum efn- um og aö lokum flutt á eigin bil- um til viðskiptamanna Mr. 1 Sundahöfn er nú öll fóöur- vöruframleiösla félagsins og fóðurafgreiðsla. í húseign félagsins við Lauga- veg 164, eru skrifstofur og öll önnur starfsemi. Þar eru MR búöirnar sem selja giröingar- efni, fræblöndur og ýmis tæki til notkunar við landbúnað o.fl. svo og matvörur allskonar. Mjólkurfélagið er eins og áður er getið samvinnufélag en hefur verulega verslun við utan- félagsmenn um land allt. Mark- mið félagsins er að selja viðskiptamönnum sinum fyrsta flokks vörur við sem hag- stæðustu verði og láta i té góða þjónustu öllum sem við það skipta hvar á landinu sem þeir búa. Æðsta stjórn félagsins er full- trúaráð sem 15 deildir félagsins kjósa og kýs það félagsstjórn og endurskoðendur. Stjórn félagsins skipa nú Ölafur Andrésson bóndi Sogni, formaður, Sigsteinn Pálsson bóndi Blikastöðum, varafor- maður, Sigurður Sigurðsson bóndi, Stóra Lambhaga, ritari Meöstjórnendur eru: Einar Tönsberg framkvæmdastjóri, Reykjavik og Jón M Guðmundsson bóndi Reykjum. Endurskoöendur eru nú Haraldur Jónsson Reykjavik og Magnús Blöndal Kópavogi Fyrsti formaöur og forstjóri félagsins var Jón Kristjánsson lagaprófessor en hann lést 1918. Siðan gegndi Eyjólfur Jóhanns- son frá Sveinatungu forstjóra- starfinu til ársins 1945. Þá tók við Oddur Jónsson og gegndi hann þvi til ársloka 1964, en siðan hefur Leifur Guðmunds- son starfað sem forstjóri félags- ins. Fulltrúi og skrifstofustjóri félagsins i yfir 40 ár var Yngvi Jóhannesson en þvi starfi gegnir nú Sigurður Eyjólfsson Starfsmenn Mjólkurfélagsins eru nú 35. Velgengni félagsins hefur byggst á mjög góðu og hæfu starfsfólki sem leggur sig fram við að láta i té góða þjón- ustu til hagsbóta fyrir félagið og viðskipamenn þess. Þegar að er gáð má glögglega sjá, að Mjólkurfélag Reykja- vikur hefur verið brautryöjandi i samfleytt 60 ár. Það hefur markað mörg og heillarik spor i verslunar- og atvinnusögu Reykjavikur, sem það heitir eft- ir. Att drjúgan þátt i að tengja landbúnaðarframleiðslu grannasveitanna við Reykjavik bændum og borgarbúum til hagsbóta. Alþýðubandalagið efndi til al- menns fundar um orkumál á Egilsstöðum sunnudaginn 20.3 . Frummælendur á fundinum voru Lúðvik Jósepsson, alþingismaður, og Hjörleifur Guttormsson, Iff- fræðingur. Fundurinn var vel sóttur. A fundinum var samþykkt ein- um rómi svohljóðandi ályktun: „Almennur fundur haldinn á Egilsstöðum 20. mars 1977, um orkumál, gerir eftirfarandi sam- þykkt: 1. Fundurinn gerir þá kröfu til rikisstjórnar og yfirvalda raf- orkumála, að tekin verði hið allra fyrsta ákvörðun um vatnsaflsvirkjun á Austurlandi, 20-60 MW að afli, þó að ákveðið hafi verið að leggja linu frá Kröflu til Austurlands. Valinn verði sá virkjunarkostur, sem talinn er öruggastur og sem þjónar best aðstööu I fjórð- ungnum. 2. Jafnhliöa nýrri virkjun verði skipulega unnið að endurbótum á aöal-dreifikerfi fjórðungsins og samtengingu Vopnafjaröar og Austur-Skaftafellssýslu við Lagarfosssvæðiö. 3. Gerð veröi hið fyrsta áætlun um endurbætur á innanbæjar- kerfum í þorpinu og kaupstöö- um og um styrkingu sveitalina, þannig að flutningskerfið geti annaö rafhitun húsa ásamt öðr- um raforkuþörfum. 4. Fundurinn krefst þess, að þeg- ar á þessu ári verði komið á fullkomnu jöfnunarverði á raf- orku um allt land. 5. Fundurinn lýsir andstööu sinni við þá stefnu I raforkumálum sem fyrst og fremst miöar við stórvikjanir fyrir erlenda stór- iðju, en vanrækir hagsmuni is- lenskra atvinnuvega og al- mennings i landinu.” hiensk M | matvælakynnins Opnuð í dag kl.2 e.h. í Iðnaðarhúsinu við Hallveigarslíg. 25 fyrirtœki sým: Kjötvðrur-lagmeti-mjólkurvörurþ.á.m. is, stnjöragosta brauðvörnr - smjörliki - dry>kkjarvörur - súpur - kex og sœlgati. Opið daglega kl. 12 - 22. Kyrmingtmni lýkur á swmudagskvöld. Gestahappdrœtti, dregið daglega. - Ókeypis aðgangur. Þér býðst að bragða á-ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.