Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. mars 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Stórkostlegur árangur júdómanna í Noregi Island á nú tvo N -landameistara! og að auki komu íslendingarnir heim með fjölda silfur- og bronsverðlauna GIsli Þorsteinsson kom glæsilega frá Norðuriandamótinu sem haidið var í Noregi. Hér hefur hann einn fslending undir fyrr í vetur. islensku júdómennirnir sem tóku þátt í Norður- landamótinu um síðustu helgi náði hreint út sagt frábærum árangri. Komu þeir heim í morgun með tvo Norðurlandameistara- titla auk tveggja silfur- verðlauna og bronsverð- launa i f lokkakeppninni. Og Gísli Þorsteinsson/ sem sigraði í sinum þyngdar- flokki/ kom einnig skemmtilega á óvart með þvi að hirða bronsverð- launin í opna flokknum, en gull og silfur féllu í skaut tveggja þungavigtar- manna. Það voru þeir Gisli Þorsteins- son og Halldór Guðbjörnsson sem færðu tslandi þessa glæsilegu sigra og Norðurlandameistara- titla. Þeir Svavar Carlsen og Viðar Guðjohnsen komust báðir I úrslitaglimu i sinum þyngdar- flokkum, en töpuðu. Hlutu þeir fyrir vikið silfurverðlaun, sem einnig er mikill fengur að. En það var GIsli Þorsteinsson sem var einkum I sviðljósinu. 1 úrslitaglimunni mætti hann dan- anum Gerd og lagði hann gullfal- lega á ippon eftir aðeins tuttugu sekúndna viöureign. Siðan kom hann mjög vel út úr keppni I opna flokknum, náði hann þriðja sæti og kærkomnum bronsverð- launum. Sigur Halldórs Guöbjörnssonar i sinum þyngdarflokki var óvæntur. Atti hann i úrslitaglim- unni i höggi viö finnskan andstæð- ing sem fyrirfram var álitinn mun sigurstranglegri. En finninn mætti ofjarli sinum. Halldór glimdi vel, náði þrisvar sinnum krók á finnann og vann þannig ör- uggiega á stigum. Svavar Carlsen tapaði sinni úr- slitaglimu á úrskurði dómara, en að viðureigninni við Erik Haker lokinni voru þeir báöir með jafn- mörg stig. Hnifjöfn keppni milli þeirra varð þvi ekki útkljáð með stigum, en dómarar dæmdu Haker sigurinn. Viðar Guðjohnsen mætti hins vegar ofjarli sinum i sinni úrslita- glimu. Var sá frá Sviþjóð og heitir Claes Hall. I sveitakeppninni gekk islend- ingum ekki eins vel. Þeir náðu að visu jöfnu á móti finnum, er hvor þjóð fékk þrjá vinninga og eitt jafntefli. Finnum var hins vegar dæmdur sigúrinn á betra stiga- hlutfalli og urðu finnarnir siðan Norðurlandameistarar i sveita- keppninni. Jóhannes Haraldsson meiddist i átökum viö finna, og varð tsland að gefa glimur hans það sem eftir var keppninnar. Engu að siður sigraði tsland norðmenn með 4-3, tapaði siðan fyrir dönum 3-4. Finnar urðu i efsta sæti, sviar i öðru, norðmenn þriðja, islendingar i f jórða sæti og danir i þvi fimmta. Hver siðustu þjóða fékk einn vinning, en norð- menn höfðu bestu stigaútkomuna. Eysteinn Þorvaldsson, for- maður Júdósambands tslands, sagði i samtali við Þjóðviljann að þessi glæsilegi árangur væri afar Valur marði Valsmenn mörðu sigur yfir Þrótti um helgina... en með mikl- um harmkvælum. Stóð vart steinn yfir steini i leik liðsins, og raunar beggja, og þarf vart að taka það fram að leikurinn varð fyrir vikið afskaplega slakur og litt spennandi á að horfa, þrátt fyrir litinn markamun. Lokatölur urðu 21:20 fyrir Val, en ileikhléi varstaðan jöfn, 11:11. Fyrir Val skoraði Jón Pétur mest, eða 8 mörk, en Konráð Jónsson varð drýgstur Þróttara meö 6 mörk, þar af tvo úr vitum. kærkominn, ekki sist vegna þess hve hart menn þurftu að leggja að sér til aö koma landsliðinu út til Noregs. Sagði Eysteinn kostnað- inn vera um eina miljón króna, og hefði peningum veriö safnað með hinum hefðbundnu betliaöferðum iþróttahreyfinganna. Sagði hann fjárhagsvandamálin geysilega mikil, og framundan væri mikil vandkvæði á að koma landsliðinu út til Þýskalands i Evrópukeppn- ina, en hún fer fram i mai. Næsta haust verður siðan heimsmeistamótið haldið. Fer það fram á Spáni og hafa islensku keppendurnir sannað að þangað eiga þeir skilyrðislaust erindi. Er vonandi að Júdósambandinu tak- ist að koma fullskipuöu landsliði á bæði þessi alþjóðlegu stórmót. Is- lenskir júdómenn eru i greinilegri sókn. —gsp Framarar að ná sér á strik Framarar áttu ekki i neinum erfiðleikum með IR-inga þegar liðin mættust i 1. deild karlahand- knattleiksins sl. laugardag. Loka- tölur urðu 27:23 fyrir Fram, en i leikhléi var staðan 14:10. Hafa Framarar greinilega náð sér á strik frá þvi sem verið hefur og með þessum sigri gerðu þeir endanlega út um tslandsmeist- aravonir IR-inga. Pálmi Pálmason var drýgstur Frqmara við skorunina. Gerði hann 8 mörk, en Gústaf Björnsson 5. Hjá 1R skoraöi Brynjólfur Markússon 8 mörk en Agúst Svavarsson 6. Islandsmeistaratitillinn í sextánda sinn til ÍR Með öruggum sigri yfir ármenningum um helgina tryggðu IR-ingar sér sigur í Islandsmótinu í körfu- knattleik karla. Hlutu þeir þar með titilinn í sextánda sinn og er þetta svo. sannarlega glæsilegur ár- angur. Ekki síst er hann skemmtilegur vegna þess að IR-ingar halda um þessar mundir upp á sjötíu ára afmæli sitt. Vegleg af- mælisgjöf a-tarna. IR-ingar höfðu litið fyrir þvi að bera sigurorð af þáverandi Is- landsmeisturum, ármenningum. Urðu lokatölurnar 109-91 fyrir 1R, sem þar með hirti bikarinn af Ár- manni. Um helgina léku einnig KR og UMFN. Sigruðu þeir siðarnefndu með 92:89, en leikurinn fór fram i Njarðvikum. Naumur slgur Víkings yfir Gróttu 25:23 Hollenska landsliðið lofar góðu Hollenska knattspyrnulands- liöið lofar svo sannarlega góðu i sumar. Það sýndi hreint frá- bæran leik gegn belgum um helg- ina i undankeppni heims- meistarakeppninnar og sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Eru þeir þar meö nær öruggir um að komast I lokakeppnina i Argentinu að ári liðnu. Það var heldur litill glans yfir leik Gróttu og Vikings sl. sunnu- dag suður i Hafnarfiröi. Vikingar vanmátu Gróttu-liðið greinilega, voru búnið að vinna leikinn áöur en hann hófst.og I lokin lentu þeir i kröppum dansi gegn botnliöinu. Lokatölurnar urðu 25:23 sigur Vikings. 1 leikhléi var staðan 15:10 Vik- ingi I vil, en tvivegis náði Grótta að minnka muninn niður 12 mörk. Mörk Vikings: Björgvin 7, Viggó 6, Ólafur E. 5, Páll 3, Ólafur J. 2, Jón Sig. og Einar 1 mark hvor. Mörk Gróttu: Hörður Már 7, Björn 7, Axel 3, Georg 2, Gunnar Lúðviksson 2, Grétar og Þór 1 mark hvor. —S.dór. Haukamir þoldu ekki taugaálagið og FH seig framúr í lokin og sigraði 26:23 Eftir að leikur FH og Hauka i 1. deildarkeppninni I handknattleik, hafði staðið i járnum I 45 mlnútur, brotnuðu haukarnir niöur, þoldu ekki taugaálagið, og á siðustu 15 min. leiksins sigu FH-ingar fram- úr og sigruðu 26:23 ogvarsá sigur minni en efni stóðu til, þvi að mestur varð munurinn 6 mörk 26:20. Eftir að jafnt hafði veriö 5:5 i fyrri hálfleik var jafnt i öllum töl- um uppi 16:16. Þá var Þórarni Ragnarssyni visaö af leikvelli, FH-ingar þvi einum færri, en þá var eins og þeir tviefldust og breyttu stöðunni úr 17:16 i 19:16. og þaö var meira bil en haukarnir gátu brúað. 1 heild var leikurinn nokkuð leikinn, einkum sóknarleikurinn, en hitt er svo annað mál að varnarleikur islensku liðanna er að verða kapituli útaf fyrir sig. Það segir sina sögu um varnar- leikinn aö i nær hverjum einasta leik eru skoruö um 50 mörk. Það eru ekki mörg ár siðan aðeins voru skoruð 30 til 35 mörk i leik, en þá var varnarleikurinn lika góöur og markvarslan eftir þvi. Það er nefnilega ekki nóg að geta skoraö mörg mörk, ef liðin fá á sig yfir 20 mörk i leik. Gegn sterk- um erlendum liðum fer illa ef svo er. En hvað um það, þessi leikur var eins og áður segir oft á tiðum vel leikinn og skemmtilegur á að horfa. FH var betri aöilinn i leiknum með Janus Guðlaugsson sem besta mann i broddi fylking- ar. Janus er að verða einhver allra snjallasti handknattleiks- maður okkar og landsliðið blasir við honum ef svona heldur áfram. Geir og Viðar voru drjúgir aö vanda og Magnús ólafsson kom i markið um miðjan siöari hálfleik og átti sinn stórá þátt i sigri FH meö mjög góðri markvörslu Hörður Sigmarsson var i strangri gæslu og náöi sér aldrei á strik i leiknum. Sigurgeir Marteinsson var aö minum dómi besti maður Hauka-liðsins og hreint furðulegt hve honum var haldið lengi utan vallar i siöari hálfleik. Elias Jónsson, ólafur Ólafsson og Jón Hauksson komu allir vel frá leiknum sem og Ingi- mar Haraldsson. Mörk FH: Janus 7, Geir 7, Arni 4, Þórarinn 4, Viöar 2, Guömundur M. og Sæmundur 1 mark hvor. Mörk Hauka: Höröur 5 (3) Sigur- geir 3, Þorgeir 3, Elias 3, Jón Hauksson 3, Ólafur 2, Stefán 2, Ingimar 2. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.