Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. mars 1977. ÞJÓÐVILJXNN — SIÐA 13 7 'FIDE' GEIUS UNASUMUS Skákskýringar: Sævar Bjarnason Umsjón: Gunnar Steinn Polugajevskí braut alþjóðareglur: Dómarahneyksli í sögulegri jafnteflisskák! Eftir næturlangan fund var yfirdómarinn í Sviss rekinn frá störfum Tiunda einvlgisskák þeirra Meckings og Polugajevski varö æði söguleg, en hún var tefld sl. laugardag. Mecking lenti I bull- andi timahraki og er hann átti aöeins eina minútu eftir fyrir fimm eða sex leiki, á meðan sá sovéski átti eftir um tuttugu minútur, geröi Polugajevski sig sekan um ljóta framkomu. Dómarinn geröi hins vegar enga athugasemd, og skákin fór i bið, talin unninn á svartan, þ.e. Polugajevski. Mecking kærði framkomu andstæðings sins, dómnefnd hélt næturlangan fund og rak síðan yfirdómarann fyrir vitaverð mistök. Enn er hins vegar ekki afráðið hvort skákin verði tefld að nýju, eða e.t.v. dæmd töpuð á Polugajevski. Þriðji tnöguleikinn er svo auðvit- að aö ekkert verði frekar gert I málinu og jafnteflisúrslitin, sem samið var um i biðskákinni, verði látin halda sér. Atburðarásin skal nú rakin. Þegar Mecking var orðinn veru- lega aðþrengdur af timaskorti, lék Polugajevski einum manna sinna flausturslega og fél) hann i borðið. Sá sovéski lét sem ekkert væri ýtti á klukkuna og lagaði svo manninn til á tima andstæðings- ins, sem ekki var þó til skiptanna. Athæfi Polugajevskis er algjör- lega ólöglegt, en yfirdómarinn, Alex Crisovan, lét sem ekkert væri. Skákin var tefld upp I 40 leiki og fór i bið. Mecking lagði þá fram skrifleg mótmæli sin, og krafðistþess að skákin yrði dæmd töpuð á Polugajewski. Benti brasiliumaðurinn á að hann hefði strax krafist vinningsins eftir að Polugajeveski braut af sér, en dómarinn hefði ekki sinnt þeim óskum sinum. Aðstoðarmaður Meckings, Valverde, og einn sovéskra að- stoðarmanna Polugajevskis, . Baturinsky, ræddu siðan við „áfrýjunardómstól” I heila nótt, og varð niðurstaðan sú, að Mecking féllst á að tefla biðskák- ina áfram, en ekki var þó tekin nein ákvöröun um hvernig úrslit- in skyldu dæmd. Polugajevski hefur hins vegar að öllum likindum skammast sin fyrir athæfið. Hringdi hann til Meckings að loknum næturfundi aðstoðarmanns sins meö dómnefndinni, og bauö jafntefli enda þótt hann hefði mun betri stööu. Mecking afþakkaði jafn- teflið, en þegar kapparnir mættu til leiks þráskákaði Polugajevski til að ná jafnteflinu. Voru biðskákarleikirnir tefldir á innan við einni minútu. Trúlega kemur nú til kasta alþjóðadómstóls að ákveða hvernig skuli taka á afbroti Polugajevskis. Getur það tekið einn eða jafnvel tvo daga að fá þann úrskurð, en þangað til verður teflt samkvæmt áætlun i Lucerne i Sviss. Hin sögulega skák tefldist þannig: Hvitt: Mecking Svart: Polugajevski Drottningar indversk vörn. 1. Rf3-Rf6 2. c4-b6 3. g3-Bb7 4. Bg2-e6 5. 0-0-Be7 6. RC3-0-0 7. d4-Re4 8. Bd2 (í fyrri skákum einvigisins var leikið 8. Dc2-Rxc3 9. Dxc3, en þar sem Mecking hafði ekkert fengið út úr þvi reynir hann nú að flækja tafliö). 8. ...Bf6 10. Dxd2-d6 9. Dc2-Rxd2 11. e4- (Með 8. leik sinum tryggði Mecking sér umráðarétt yfir e4 reitnum og hefur nú rýmra tafl). 11. ...Rd7 12. d5-ReS 16. Hacl-Dc7 13. b3-Rxf3+ 17. Í4-C6 14. Bxf3-g6 18. Hfel-Had8 15. Bg2-Bg7 19. Hcdl-Hfe8 (Báðir hafa iokið liðsskipan sinni og skákin einkennist nú af varfærnislegum stöðubaráttu- leikjum). 20. Khl-Dc7 23- a4'a6 21. He3-exd5 24- h3-Dd7 22. cxd5-c5 26- Re2-f5! (Jafnar taflið fyllilega). 26. Rc3-Bd4 30. Bxe4-He8 27. He2-Dg7 31. Dg2-De7 28. Rbl-fxe4 32. Rd2-Be3 29. Hxe4-Hxe4 33. Bf3-Bxd2 (Siðustu leikirnir einkennast af miklu timahraki, og þó einkum þeir leikir sem nú fara á eftir. Aætlun Polugajevski er að beina spjótum sinum sem mest að veika peðinu á d5). 34. Hxd2-Del + 35. Kh2-He3 36. He2-Dc3 (Svartur vinnur peð). 37. Bg4-Dxb3 38. Be6+-Kg7 (Svartur fellur ekki I timahraks- gildruna 38... Hxe6. 39. Bxd5- He8+ 40. Kf7-De2 og hvttur vinnur). 39. Hxe3-Dxe3 40. Db2-Dd4 41- Dxb6 (Hér fór skákin i bið og skák- fræðingar álitu almennt að svart ur væri með allt að þvi unnið tafl En e.t.v. var það vegna hegðunar sinnar I tímahraki Meckings, aö Polugajevski hringdi i Mecking áður en biðskákin var tefld, og bauð honum jafntefli, þar sem hann sagöist ætla að þráskáka. Mecking afþakkaði og krafðist þess að andstæðingur sinn mætti til leiks, og þráskákaði ef hann kærði sig um). 41. ...Dd2 (Biöleikur Polugajevskis) 42. Kgl-Del+ 46. Kgl-Bxd5 43. Kh2-Df2+ 47. Dc7+-Kh6 44. Khl-Del+ 48. Bxd5-Dxd5 45. Kh2-Dd2+ 4». De7-Ddl + ~W, fl§ 'm\■ i1“ ■ ■ mm- #H mL &■ ■ Bfi 5- jjjg Og hér bauð Polugajevskf jafn- tefli, þótt e.t.v. hefði átt búast við þvi aö hann tefldi áfram. Spasskí veiktist hastarlega og liggur nú á gjörgæsludeild Boris Spasskí veiktist fyrrkvöld mjög hastar- lega og var hann i gær- morgun fluttur á Lands- spitalann. Við fyrstu rannsókn fannst ekki nákvæmlega hvað ylli miklum innvortist verkj- um, en við frekari athug- un kom i Ijós að um bráða botnlangabólgu var að ræða. Var Spasskí sam- stundis lagður á skurðar- borðið og mun uppskurð- urinn hafa verið framkvæmdur á síðustu stundu. Lá Spasskí í nótt á gjörgæsludeild, en að- gerðin heppnaðist full- komleqa. Ljóst er þó, að Helgi tapaöi — Þetta gekk nú ekki vel á sunnudaginn, sagði Helgi ólafsson í samtali við Þjóðviljann frá Lone Pine i gær. — Ég tefldi við júgóslavneskan meistara, Sahovic og hafði enn einu sinni svart. Þetta var sjötta umferð mótsins og fimmta skák- in mín með svart, og það er skemmst frá þvi að segja að ég steinlá í þess- ari skák. Það er þó ekki öll nótt úti enn með þenn- an alþjóðlega titil, sagði Helgi, — til þess að ná honum þarf ég líklega ekki nema um 50% vinningshlutf a II úr siðustu þremur skákun- um, þ.e.a.s. ef ég held áfram að mæta stór- meisturum. Helgi sagðist hafa leikið illa af sér strax i upphafi skákarinnar gegn Sahovic. — Ég tapaði mörgum tempóum i byrjun og fékk mun lakari stöðu, sem ein- hvern veginn lagaðist þó smám saman. Ég missteig mig hins vegar aftur undir lokin og eftir það var ekki um annað að ræða en heiðarlega uppgjöf. Sovéski stórmeistarinn Bala- sjov leiðir nú mótið með 5 vinninga eftir sex umferðir, en jafnfætis honum stendur öllum á óvart bandariskur titillaus skákmaður, Peters að nafni. Hefur hann komið geysilega á óvart og skotið stórmeisturun- um ref fyrir rass. I öðru sæti eru þeir Benkö og Pannó frá Argentinu með 4.5 vinninga en þar á eftir kemur Browne ásamt fleiri köppum meö 3.5 vinninga. Helgi hefur hins vegar þrjá vinninga eftir umferðirnar sex. Mótinu i Lone Pine lýkur á fimmtudaginn en i þvi verða tefldar niu umferðir.Helgi tefldi þvi aftur i gær og áttunda um- ferðin verður tefld i dag. A morgun er fridagur, en niunda og siðasta umferð verður tefld á fimmtudag. Guðmundur í eistu sætum eftir vinning gegn Westerinen Friðrik með tapaða biðskák á móti Torre Guðmundur Sigurjónsson er nú i 1.—3. sæti á atþjóðlega skákmótinu i Sviss, eftir að hafa unnið Torre i 3. u.mferð. Er Guðmundur með tvo vinn- inga ásamt Þeim Pakman og sovétmanninum Dzinditza- schwili. 1 gær tefldi Friðrik ólafsson hins vegar við Torre og er með tapaða biðskák, scm tefld verður áfram i dag. Tólf þátttakendur í landsliðsflokki á Skákþingi íslands Skáksamband tslands hefur nú útnefnt tólf menn til þátt- töku i landsliðsflokki á Skák- þingi islands árið 1977. Hefst það núna um mánaðamótin og eru landsliðsflokksmennirnir eftirtaldir, (stigin i svigum) Hclgi Ólafsson (2440) Haukur Angantýsson (2390) Jón L. Arnason (2385) Björgvin Viglundsson (2370) Margeir Pétursson (2340) Július Friðjónsson (2320) Björn Þorsteinsson (2300) Kristján Guðmundsson (2300) Asgeir Þ. Arnason (2285) Gunnar Gunnarsson (2225) Gunnar Finnlaugsson (2225) Þröstur Bergmann (2215) sovéski stórmeistarinn teflir ekki skák næsta mánuðinn, og þykja raun- ar hverfandi likur á því að hann taki upp þráðinn að nýju í einvíginu við Hort að þeim tima liðn- um. Einvigið er því óútkljáð ennþá, og enginn treystir sér til þess að spá um framvindu mála. 1 gær ræddi Þjv. við yfir- dómara mótsins, Guðmund Arnlaugsson. Sagðist hann ekk- ert geta sagt um hvað gert yrði; um það myndi dómnefnd þurfa að fjalla. Um það er þó alls ekki að ræða að hlutkesti ráði úrslit- unum, og sú kenning að Hort muni vinna einvigið vegna yfir- burða á Elo-stigum fær heldur ekki staðist. Dómnefndin, sem fjalla mun um þennan einstæða atburð i sögu áskorendaeinvigjanna, er skipuð þeim Guömundi Arnlaugssyni yfirdómara móts- ins, Gunnari Gunnarssyni aðstoðardómara, Baldri Möller ráðuneytisstjóra, Smyslov aðstoðarmanni Spasskis og loks Alster, aðstoðarmanni Horts. Framhald á bls. 18. Urslit i 3. umferðinni urðu þessi: Guðmundur-Westerinen 1-0. Friðrik-Torre biðsk. Liberson-Larsen biðsk. Pakman-Byrne 1/2-1/2 Hooge-Anderson 1/2-1/2 Dzinditzaschwili-Ivok 1/2-1/2 Sosonko-Timman 1/2-1/2 ljJag e*- frl hjá keppendum I Genf, utan hvað biðskákir veröa tefldar. V erður Hort dæmdur sigur- vegari? Seint i gærkvöldi sagði Ein- ar S. Einarsson, forseti Skák- sambands Islands, að likur væru á þvi að dómnefndin kæmi saman i hádeginu idag. Einar sagði aö einkum mætti hugsa sér þá niðurstöðu að einviginu lyki með jafntefli ef Spasski gæti ekki mætt til leiks innan u.þ.b. tiu daga, en Hort yrði hins vegar dæmdur réttur til þess að haida áfram yfir i næsta einvigi. Einar sagði hó að reglum um þetta atriði væri ábótavant og báðir keppendur gætu áfrýjað niðurstöðum dómnefndar og ákvörðunum Skáksambands- ins til alþjóðadómstóls FIDE. — En það er ekkert hægt að fullyrða um það ennþá hvað gerist, sagði Einar. — Við get- um ekki einu sinni gengið út frá þvi sem visu ennþá að Spasski verði óvigur eftir hálf- an mánuð. En það eru ýmis vandkvæði á þvi að fresta keppninni lengi Næsta einvigi á að faía fram i júni, og fyrir það verðui sigurvegarinn á tslandi að fá tima til undirbúnings. Einar sagði að Skák- sambandið myndi nú fara að svipast um eftir öðru húsnæði undir framhald einvigisins ef af þvi yrði. Um verðlaunaféð, sem samtals nemur tveimur og hálfri miljón islenskra króna, er það eitt að segja að ljúki einvlginu með yfirlýstu jafntefli, hlýtur þvi að verða skipt' jafnt, tólf hundruð og fimmtiu þúsund á hvorn keppanda. En einnig það er þó ekki ákveðið. Menn verða að biða og sjá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.