Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. mars 1977. Þegar strákarnir urðu stórir Samkvæmt yfirlýsingu Gunn- ars Thoroddsens iðnaðarráð- herra á Alþingi i siöustu viku stefnir rikisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins nú einhuga að viðræðum við Alusuisse um byggingu þriðja kerskálans i Straumsvik og þar með stóraukinni framleiðslu ál- versins. Samstaða stjórnar- flokkanna i stóriðjumálum gef- ur tilefni til að hugleiða þá breytingu sem orðið hefur á Framsóknarflokknum frá þvi að hann snerist gegn samningn- um við Alusuisse 1966 og uns hann áratug siðar veitir Sjálf- stæðisflokknum dygga aðstoð við framkvæmd draumsýnar- innar um aukin itök erlendra auðhringa i islensku efnahags- lifi. Á fyrri hluta siðasta áratugs hélt nýr hópur manna innreið sina i forystusveit Framsóknar- flokksins. Þessir menn voru sprottnir úr öðrum jarðvegi en þeir leiðtogar sem á þriðja og fjórða áratug aldarinnar komu úr röðum bænda og samvinnu- manna. Hinn nýi efniviður hafði langskólagöngu að baki, vildi telja sig heimsborgara i hugs- unarhætti og hampaði skilningi á alþjóðlegum heimi fjármála og viðskipta sem væri framandi hinu gamla bændaliði. í þessum nýja hópi voru m.a. þingmenn- irnir Jón Skaftason og Einar Agústsson, báðir lögfræöingar að menntun, og verkfræðingur- inn Steingrimur Hermannsson, sem innan tiðar tók að erfðum þingsæti föður sins. Þessi friða sveit ungra manna varð æ meira áberandi á fyrri hluta siðasta áratugs og árið 1965 veitti þáverandi forsætisráö- herra, Bjarni Benediktsson, þeim sæmdarheitið: „puntu- drengirnir hans Eysteins”. Ýmsir áhrifamenn Sjálf- stæðisflokksins gerðu sér dælt við þessa væntanlegu arftaka gömlu fórystunnar i Fram- sóknarflokknum. Þeir töldu þá dygga stuðningsmenn aðildar að Atlantshafsbandalaginu og dvalar hersins enda höfðu margir þeirra veriö félagar i Varðbergi, æskulýðssamtökum hinna svonefndu vestrænu lýð- ræðissinna. Hugsjónin um er- lent fjármagn i islensku efna- hagslifi átti að dómi Sjálf- stæöisflokksforystunnar trausta stuöningsmenn i hinum ungu þingmönnum Framsóknar- flokksins og öörum framtiðar- innar leiðtogum i hinum gamla flokki bænda og ungmenna- félagshreyfingar. Trúnaðar- samböndin og samstaðan milli Sjálfstæðisflokksins og þessara forystuefna Framsóknarflokks- ins komu greinilega i ljós i um- ræðum um samninginn við Alusuisse 1965-1966. 99 Hólyröin og lofið um þessa bandamenn Sjálfstæðisflokks- ins voru ekki skorin við nögl: „Hyggnari og frjálslyndari hluti Framsóknarflokksins ger- ir sér ljóst að hagnýting vatns- aflsins til uppbyggingar nýjum atvinnugreinum er glæsilegt framfaramál, sem ekki verður stöðvað.” (Morgunblaöið 16. mars 1966). Morgunblaðið rifjaði upp að á fyrri hluta áratugsins hefði stuðningurinn við erlent fjár- magn i islensku efnahagslifi verið öflugur meðal hins „viö- sýnni” hluta Framsóknar- flokksins: „Flokkurinn hafði margitrek- að i stefnuyfirlýsingum sinum, að hann vildi samstarf við er- lent einkafjármagn og leitast við að laða þá hingað til lands. Ýmsir af áhrifamönnum flokksins höföu margrætt um nauðsyn stóriðju og þar á meöal alúminbræöslu, og flokkurinn tilnefndi menn I þing- mannanefnd til að fylgja eftir álmálinu,” (Morgunblaðið 23. april 1966). Þessi upprifjun er itrekuð með tilvitnun i ræðu Jóns Skaftasonar sem flutt var á Ak- ureyri 1961. (Dagur6. mai 1961) 1 þessari ræðu sagði hinn nýi forystuefniviður Framsóknar- flokksins m.a.: „Leiðin, sem faraá tilþessað nýta þessar orkulindir og leysa fjárhagsspursmálið er sú, aö laöa hingaö erlent áhættufjár- magn, leyfa útlendingum aö festa hér fé i atvinnurekstri að uppfylltum ýmsum skilyrðum, sem íslenzk stjórnarvöld myndu ákveða....” „Við verðum þvi aö hefjast handa i þessum efnum strax, áöurenalltverðurum seinan og vinna kerfisbundiö aö þvi aö laöa hingaö erlent fjármagn.” ,,..ég er sannfærður um, að viö getum með engu ööru móti tryggt not sumra auðlinda landsins i stórum stil og búið landsmönnum þau lifskjör, sem þeir verða að fá.” Morgunblaðið flutti lesendum sinum fjölmargar aörar stað- festingar á tilvist þessara bandamanna innan Fram- sóknarflokksins. 17. desember 1965 sagði blaðið m.a.: „Vitað er, að ýmsir hinna yngri manna Framsóknar- flokksins eru málinu hlynntir, og sumir þeirra hafa barizt fyrir þvi, aö erlent einkafjármagn yröi fengiö til framkvæmda hér á landi i fjölda ára. Enda hefur það berlega komið i ljós i skrif- um hinna yngri Framsóknar- manna i málgagni flokks þeirra undanfarna mánuði, að þeir hafa siöur en svo veriö andvigir byggingu alúminverksmiðju hér á landi.” Þeir hafa barizt fyrir því” Morgunblaðið tók snemma að minna á að hugsjónin um bræðralag erlends fjármagns og islenskra atvinnurekenda ætti öruggan liðskost i Framsóknar- flokknum. Tilvist þessara sam- herja Sjálfstæöisflokksins innan Framsóknarflokksins var itrek- uð hvað eftir annað. 29. febrúar 1966 sagði Morgunblaöið m.a.: „Innan Framsóknarflokksins eru margir þeir menn, sem lengst og mest hafa barizt fyrir þvi, aö tslendingar reyni aö laöa erlent áhættufjármagn hingaö til landsins til uppbyggingar is- lenskra atvinnuvega.” „Einstakt hugleysi 99 En forystutimi þessara ungu liðsmanna Sjálfstæðisflokksins var enn ekki kominn. Hinn gamli leiðtogahópur bænda, samvinnumanna og ungmenna- félaga hafði enn sterk tök á Framsóknarflokknum þótt hann ætti eftir að missa þau innan fárra ára. Þessi hópur sem Morgunblaðið kaiiaði „gamla afturhaldsseggi”, var ekki reiðubúinn að gleypa stór- iðjuhugsjónina og einkafjár- magnsboðskapinn sem yngra þinglið Framsóknarflokksins aðhylltist. Innan flokksins hóf- ust þvi á siðustu mánuðum árs- ins 1965 harðsvíraöar deilur. Lýsing Morgunblaðsins er eink- ar hnitmiðuð (6. janúar 1966): „1 desember urðu svo geysi- harðar deilur innan þingflokks Framsóknarflokksins um af- stöðuna til alúminmálsins, og þar barði Eysteinn Jónsson i gegn hina afturhaldssömu af- stöðu flokksins til þess máls, þrátt fyrir eindregna andstööu nokkurra þingmanna, sem sið- an hafa ekki látið til sin heyra.” Þegar hinir ungu bandamenn Sjálfstæðisflokksins innan Framsóknarflokksins höfðu lát- ið undan siga — að visu aðeins um sinn — hlutu þeir að launum mikið háð og spott frá leiðtogun- um við Aðalstræti. Það voru naprar kveðjur sem Morgun- blaðið sendi til þeirra sjö þing- manna Framsóknarflokksins sem voru i hjarta stuðnings- menn álstefnunnar, en höfðu ekki haft „manndóm” til að standa við sannfæringu sina: „Enn hafa þeir þingmenn Framsóknarflokksins, sem hlynntir hafa verið byggingu alúminverksmiðju á íslandi og notkun erlends einkafjármagns til atvinnuuppbyggingar hér á landi ekkert látið til sin heyra eftir að Eysteinn Jónsson og hinir afturhaldssömu þingmenn Framsóknarflokksins kúguðu þá til hlýðni og undirgefni afturhaldsstef nu Fram- sóknarflokksins i alúmin- og virkjunarmálunum. Verður þvi þó vart trúað fyrr en á verður tekið, að hinir yngri þingmenn Framsóknarflokksins láti þaö um sig spyrjast, aö þeir séu ekki menn til þess aö halda skoðun sinni á þessu mikilsveröa máli, þótt afturhaldssöm og gamal- dags forustá þeirra hafi snúizt á þann veg, sem raun ber vitni um.” (Morgunblaðið 22. desem- ber 1965). Og Morgunblaðið hellti meira salti I sárin: „Ahvorn veginn sem litið erá þetta mál, veröur ekki annað sagt en að afstaöa hinna yngri manna Framsóknarflokksins sýni einstakt hugleysi. Þeir virðast haldnir slikum ræfil- dómi.að þeir þora ekki að rlsa gegn afturhaldssinnum Ey- steins Jónssonar, taka sjálf- stæöa afstööu i þessu mikla framfaramáli tslenzkrar þjóð- ar. Skömm þeirra mun lengi verða uppi.” (Morgunblaöið 18. desember 1965) Steingrimi þakkað — Jóni hælt” En það voru ekki allir hinna ungu stóriöjufullhuga Fram- sóknarflokksins sem áttu skilið að fá kaldar kveðjur um „ræfil- dóm” og „hugleysi” frá rit- stjórum Morgunblaðsins. Blaðið gerði sér skýra grein fyrir þvi að einstakir bandamenn höfðu ekki brugðist trúnaðartraust- inu. 1 leiðara 29. mars 1966 var Steingrimi Hermannssyni sér- staklega þakkað fyrir dyggileg- an stuðning við álstefnuna: „Og þótt Morgunblaöið flytji þær þakkir nú, er hitt áreiöan- legt, að það eru ekki síður Framsóknarmenn, sem þakka þaö i framtiöinni, að úr þeirra röðum kom þó einn maöur, sem dyggilega vann að þvi að tryggja hagsmuni Islendinga i þessu mikilvæga máli, þótt þeir kunni að láta Steingrim gjalda þess nú.” r , Einar Agústsson Steingrfmur Hermannsson Jón Skaftason Og Morgunblaðiö hefur haft spádómsgáfu hvað snertir framtið Steingrims Hermanns- sonar. Þessi dyggi þjónn ál- stefnu Viðreisnarstjórnarinnar er nú orðinn hægri hönd Gunn- ars Thoroddsens og Jóhannes- ar Nordal i samningum við Alusuisse. Hann flýgur með þeim til Zurich og situr alla samningafundi um siaukin um- svif Alusuisse á Islandi — enda er hann nú kominn i húsbænda- sveit á framsóknarbænum: rit- ari flokksins og þingmaður. Framsóknarmenn virðast þvi i reynd hafa „þakkað það i fram- tiöinni að úr þeirra röðum kom þó einn maður sem dyggilega vann” að framgangi álstefn- unnar svo notað sé orðalagiö úr hinum tólf ára gamla spádóms- leiðara Morgunblaðsins. Þessi sami Steingrimur er nefnilega orðinn eins konar yfirsölustjóri Framsóknarflokksins hvað snertir samninga við erlenda auðhringi. Það hól sem borið var á Stein- grim Hermannsson freistaði ýmissa annarra bandamanna Sjálfstæðisflokksins i þingliði Framsóknar. Viö atkvæða- greiðslu um álsamninginn á Al- þingi mánuði siöar braut Jón Skaftason handjárnin til að vinna sig á ný I álit hjá ráðaöfl- um Sjálfstæðisflokksins og öðr- um boðendum álstefnunnar. Morgunblaðið fagnaði Jóni eins og týndum syni og gerði dáð hans að forsiðuefni — stak- steinalof og leiðarahól fylgdu svo i kjölfarið. Kannske myndu hinir ungu stóriðjufullhugar i þingliði Framsóknarflokksins eftir allt saman sýna að hið upphaflega traust sem Sjálfstæðisfiokkur- inn bar til þeirra hafi verið á rökum reist. Sú tið væri ef til vill skammt undan að Framsóknar- mönnum yrði ljóst ,,aö þeir hafa um langt skeið ekki gert eins stórkostlega póiitiska skyssu og með afstööu sinni til alúmin- málsins” svo að vitnað sé til hugleiðinga staksteinahöfund- ar. Svo tóku þeir við forystunni Stuðningsmenn álstefnunnar i hópi foringjaefna Framsóknar- flokksins höfðu greinilega full- vissað trúnaðarvini sina i Sjálf- stæðisfl. um það að innan fárra ára myndu „hinir gömlu afturhaldsseggir” sem and- mæltu álsamningnum hverfa af sjónarsviðinu. Boðendur ál- hugsjónarinnar tækju þá við stjórnartaumunum i flokknum. Morgunblaðið flutti lesendum sinum i desember 1965 þá hugg- un aö liðsmenn Sjálfstæöis- flokksins meðal yngri foringja- efna Framsóknar séu aðeins að beita klókindum. Þeir ætli „að láta Eystein leika þennan fáránlega leik á enda i trausti þess, aðþar meö hafihann rekið endahnútinn á formennsku sina I Framsóknarflokknum. Má raunar búast við, að eftir fram- ferði hans i þessu máli, eigi hann ekki mikla framtið fyrir sér sem formaður þessa stjórn- málaflokks, og vist er, að I hópi þingmanna Framsóknarflokks- ins og flokksmanna almennt, eru margir, sem ekki munu gráta hvarf hans úr þeirri stöðu sem hann gegnir nú innan flokks sins.” Rás sögunnar hefur vissulega gert ætlanir hinna ungu stór- iftjufullhuga i Framsóknar- flokknum að veruleika. Morgunblaðið getur nú litið draumsýn sina I framkvæmd. Andstæðingar álstefnunnar eru horfnir úr forysturöðum Fram- sóknarflokksins og trúnaðar- menn Stjálfstæöisflokksins frá árunum 1965-1966 eru sestir i leiðtogasætin. Hinir „ungu” stuðningsmenn álstefnunnar á siðasta áratug eru nú orðnir „miðaldra” stjórnendur á framkvæmd hennar. Hitt hefði svo sjálfsagt fáa grunað aö ummæli Morgun- blaðsins i leiðara 16. mars 1966 væru búin jafnrikulegu spá- sagnareðli og raun hefur borið vitni. Þessi ellefu ára gamla spásögn sýnir að stjórnendur Sjálfstæðisflokksins vissu full- vel aö þeir gætu í framtiftinni gert Framsóknarflokkinn aft bandamanni i áframhaldandi framkvæmd álstefnunnar. Spá- sögn leiðarans var þannig: „Um þaö þarf heldur enginn aö fara i grafgötur, aö ef Fram- sóknarflokkurinn heföi veriö i rikisstjórn i dag, mundi hann hafa léö fylgi sitt viö byggingu alúmihverksmiöiu...”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.