Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 29. mars 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 í fyrsta lagi má auka kaupmátt á kostnað atvinnurekenda, ef til hliðaraðgerða er gripið, sem hindra að þeir velti kauphækkuninni aftur yfir á launafólk. Þess vegna krefst ASÍ... Ásmundur Stefánsson hagfræðingur: Krafa um aukinn kaupmátt Fyrir stuttu sendi Vinnuveit- endasamband tslands frá sér álitsgerð, þar sem greint er frá mati atvinnurekenda á áhrifum 30% kauphækkunar. í álits- gerðinni er þvi haldið fram, að verðbólga muni magnast, þvi atvinnurekendur muni velta kauphækkuninni út í verðlagið og gengið muni falla um 15% í álitsgerðinni er algjörlega litið framhjá hinum viðtæku kröfum ASl um breytta efna- hagsstefnu. Eina pólitiska áð- gerðin, sem nefnd er i álitsgerð Vinnuveitendasambands Is- lands, er gengisfelling. Að þessu leyti er álitsgerðin i töluverðri andstöðu við fyrri yfirlýsingar atvinnurekenda, þar sem lýst er nauðsyn pólitiskra aðgeröa. Verkalýðshreyfingin gerir sér ljóst að kauphækkun ein saman tryggir ekki bætta afkomu launafólks. Með veröbólgu og skattahækkunum geta vald-. hafar hirt aftur það, sem ávinnst i samningum um kaupið. Þess vegna hefur Al- þýðusambandið sett fram itar- legar kröfur um breytta stefnu i efnahagsmálum. Ahrif krafna ASI verða ekki metin af viti, nema til þess sé tekið tillit. Alitsgerð Vinnuveitendasam- bandsins er þvi leikur að tölum. Ég vil af þessu tilefni rekja hér með það sem ég tel mestu máli skipta i pólitiskum kröfum ASI: I fyrsta 'lagi má auka kaupmátt á kostnað atvinnu- rekenda ef til hliðaraðgerða er gripið sem hindra að þeir velti kauphækkuninni aftur yfir á launafólk. Þess vegna krefst ASl aðgerða i verðlagsmálum og sérstakrar tryggingar af hálfu rikisvaldsins um verðlag búvöru og opinberrar þjónustu.. 1 öðru lagi má ná auknum hlut launafólki til handa með þvi aö beina aðgeröum að þvi að efla hagvöxt umfram það, sem annars væri. Þvi gerir ASI kröf- ur um aðgerðir á þessu sviði. 1 þriðja lagi má auka ráð- stöfunarfé almennings á kostnað hins opinbera og bland- ast fáum hugur um, að á þvi sviði má ná svigrúmi, án þess að það bitni á gæðum opinberr- ar þjónustu ef menn ganga i verkið af alvöru. ASI krefst full- kominnar opinberrar þjónustu en telur ótvirætt að mikið megi spara i opinberum rekstri, án þess að félagsleg þjónusta verði skert. 1 fjórða lagi má á hverj- um tima ná aukningu á kostnað fjárfestinga. Hvað fjarfesting- ar snertir er skipulagsleysið svo geigvænlegt, að enginn vafi er á, að meiri framleiösluaukningu má ná með minni fjárfestingu og bættu skipulagi, þannig að i dag ætti hér að vera hægt að ná svigrúmi til kauphækkunar án þess að ganga á hlut framtiðar- innar. Verði komið til móts við kröf- ur ASI um breytta efnahags- stefnu, má ná allt annarri og meiri aukningu kaupmáttar en gert er ráð fyrir i álitsgerð Vinnuveitendasambandsins, jafnframt þvi sem komast má hjá þeirri verðbólguhrollvekju, sem þar er búin til. Hættur af asbestnotkun Einn af fjórum sýna skerta lungnastarfsemi Nýlega gaf Heilbrigðis- eftirlit ríkisins út skýrslu um hættu á atvinnusjúk- dómum vegna mengunar i Kisiliðjunni við Mývatn. Kom þar m.a. fram að ef ekki verður þegar gripið til viðeigandi ráðstafana muni það óhjákvæmilega verða til þess að nýr sjúk- dómur heldur innreið sína i landið: kísilveiki sem á er- lendum málum nefnistsili- cosis. Klsilveiki fellur undir þann flokk atvinnusjúkdóma sem nefnist ryklungu. I þeim flokki eru einnig sjúkdómar sem herja einkum á þá menn sem vinna i námum, við álvinnslu, ýmiskonar málmvinnslu og -bræðslu, með glerull og skylda hluti og með as- best. Hér á eftir verður einkum fjallað um síðastnefnda hlutinn, asbest, en samkvæmt nýlegri grein i Dagens Nyheter hafa sænskir sérfræðingar komist að viðtækum og skuggalegum af- leiðingum þess efnis á lungu þeirra sem meö efnið vinna. Námuvinna ekki hættuleg- ust I Sviþjóö vinna um 100 þúsund manns með asbest og er þá bæði átt við vinnslu á asbesti og þá sem vinna með þaö t.d. við einangrun húsa oþh. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á stórum vinnustöðum sýna að einn af hverjum fjórum á á hættu að fá litt þekktan sjúkdóm sem á læknamáli nefnist „pleura- plaque” en hann lýsir sér 1 kölkun og bólgumyndun i brjósthimn- unni. Að auki á einn af hverjum hundrað á hættu að veikjast af „asbestosis” sem er náskyld ídsilveikinni og mætti þvi nefna asbestveiki. Rannsóknir þessar eru ekki langt komnar i Sviþjóð en nýlega var þó haldin þar ráöstefna þar sem sérfræðingar þeir sem að rannsóknum þessum vinna báru saman bækur sinar og ráöfæröu sig við erlenda gesti. Lítt þekktur sjúkdómur útbreiddur meðal þeirra sem vinna með asbest A ráöstefnu þessari var greint frá helstu niðurstöðum rannsókn- anna og kom þar ma. fram að af 770 starfsmönnum sem rann- sakaöir voru á aðalverkstæðum sænsku járnbrautanna reyndust 257 hafa „pleuraplaque” og 8 „asbestosis”. I verksmiðju einni sem framleiðir byggingarefni reyndust 46 af 195 starfsmönnum vera haldnir af einhvers konar truflunum i starfsemi lungnanna. Það er einkum svonefnt blátt as- best sem kemur frá Suður-Afriku sem talið er hættulegt. Kanadiskur læknir sem sat ráðstefnuna og hefur fengist mik- ið viö rannsóknir á áhrifum as- bests á heilsufar manna staðhæfði að þeir sem ynnu i as- bestnámum væru i minni hættu heldur en þeir sem ynnu við ein- angrun skipa og húsnæðis. Sjúkdómurinn /,pleura- plaque" Það eru innan viö fimm ár siðan læknar fundu sjúkdómseinkenni „pleuraplaque” á röntgenmynd- um. 1 fyrstu heldu þeir aö sjúk- dómurinn hætti að herja á menn ef þeir hættu að vinna við asbest, þe. að lökunin hætti, en nú hefur þaö sýnt sig að sjúkdómur þessi hagar sér að þessu leyti alveg eins og kisilveiki og asbestveiki: sjúkdómseinkennin halda áfram að vaxa eftir að menn hætta að vinna með efniö. Sérfræðingar telja aö sjúkdóm- ur þessi veröi þannig til að asbesttref jar sem maðurinn andar að sér þröngvi sér i gegn- um lungun og setjist aö i brjóst- himnunni. Sjúkdómurinn þarf ekki að hafa áhrif á lungnaþoiiö, þe. öndunarhæfnina, en þó eru þess dæmi aö það hafi minnkað um 40%. Ekkert hefur enn komið fram við rannsóknir sem bendir til skyldleika „pleuraplaque” og lungnakrabba en vitað er að sjúk- dómsins veröur oftar vart hjá þeim sem reykja. Þeir sem ráð- stefnuna sátu treystu sér ekki til að gefa nein almenn heilræði tilþeirra sem vinna við asbest, til Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú stórar áhyggjur af áhrifum asbests á heilsufar þeirra sem vinna með það. Benda rannsóknir til þess að 1 af hverjum fjórum eigi á hættu að fá sjúkdóminn „pleuraplaque” sem herjar á brjösthimnuna. I tilefni af þessu haföi blaöið tal af Hrafni Friörikssyni forstöðu- manni Heilbrigðiseftirlits rikisins og spurði hann hversu tnargir þeir væru hér á landi sem vinna með asbest og hvort þessa nýja sjúkdóms hefði oröiö vart hér. Hann kvað mál þetta vera litt kannað og væri ekki vitaö með vissu hve margir vinna með asbest hér á landi. þess væru rannsóknir of stutt á veg komnar. Þó væri ráðlegt fyrir þá að hætta aö reykja. Ekki verið greint hér á landi Hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins fengum við þær upplýsingar að asbestnotkun hefði mikið veriö til umræðu á hinum Norðurlöndun- um, einkum eftir að fréttir birtust um það sumarið 1975 að asbest- vinna gæti valdjð krabbameini. —-Fyrir utan álverið er hættan mest hjá þeim sem vinna við einangrun með asbesti, einkum um borð i skipum þar sem að- staða er oft þröng og loftræsting litil. Mest er hættan þó þegar veriö er aö rifa asbesteinangrun úr skipunum, sagði Hrafn. Hann visaöi einnig til viðtals sem Morgunblaöið átti við hann fyrir skömmu. Þar segir hann að nú sé unnið aö könnun á notkun asbests i vatnslagnir hér á landi. Viða eru notaðar vatnslagnir úr asbestsementi eða öörum asbest- efnum og vill Heilbrigöiseftirlitiö ganga úr skugga um hvort hætta sé á þvi aö asbestnálar berist meö neysluvatni. Hrafn segir i viötal- Þótt það væri aldrei staðfest brugðust danir hart við og bönnuðu notkun efnisins en I Svi- þjóð var ein tegund þess bönnuð. Hrafn Friðriksson forstöðu- maður Heilbrigiöseftirlitsins sagði aö hann vissi ekki til þess að nein könnun hefði verið gerð á áhrifum asbests hér á landi og ekki gat hann sagt hversu margir ynnu með asbest hér. Blaðamaður spuröi hann um sjúkdóminn „pleuraplaque”, hvort hans heföi orðið vart hér á landi. — Nei, þessi sjúkdómur hefur ekki verið greindur hér á landi. Þaö kann að hafa sinar skýringar i þvi að hann hefur ekki verið kannaður sérstaklega. Einnig er hugsanlegt að menn hafi ekki greint hann frá eftirstöðvum berkla eða brjósthimnubólgu. Leifar af þessum sjúkdómum og jafnvel einnig lungnabólgu, geta lýst sér mjög svipaö og „pleura- plaque”, þe. sem þykkildi eða kölkun i brjósthimnunni. Þessir sjúkdómar voru algengir hér og þvi gæti verið að læknar hefðu ekki greint „pleuraplaque” frá þeim enda getur það verið erfitt. —ÞH inu að þessi könnun sé ekki gerð að gefnu tilefni, hins vegar sé vitað að tæring i vatnslögnum er mjög mikil hér á landi. Hefur eftirlitið i þessu sambandi óskaö eftir upplýsingum frá öðrum Norðurlöndum. Loks má nefna að i hinni frægu skýrslu sem Matthias Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra flutti á alþingi 1. mars sl. um mengunarhættu i álverinu i Straumsvik segir að fyrirtækinu hafi verið „gert að gera greih fyrir asbestnotkun sinni og gefin fyrirmæli um að draga úr þeirri notkunásamtað viöhafa sérstaka gát og varnir við sögun og aðra meðferð á efninu.” Kemur fram i skýrslunni að asbestnotkun ál- verins hefur numið 62.5 tonnum á ári miðað við framleiðslu á70 þús- und tonnum af áli og 100 fóöruö ker. Hefur fyrirtækið orðið við þessum fyrirmælum. —ÞH Asbestnotkun hættuleg heilsu manna Hefur ekki verið kannað hér á landi segir Heilbrigðiseftirlit ríkisins — Svíar hafa miklar áhyggjur af asbesti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.