Þjóðviljinn - 16.04.1977, Page 5

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Page 5
Laugardagur 16. aprll 1977 WóÐVILJINN — StÐA 5 Eystelnn Jónsson vlð opnun kynningaryikunnar í gær: Eystcinn Jónsson flytur ávarp Frá setningu kynningarvikunnar Náttúruvernd stendur og fellur með því hverju hin ahnennu samtök fá orkað Þessa dagana stendur yfir i Norræna húsinu kynningarvika Sambands islenskra náttúru- verndarfélaga og Landverndar. Þar kynna félögin starfsemi sina og markmið með erinda- flutningi og umræðum og sýndur er mikill fjöldi mynda úr islensku náttúrulifi. En hver eru þá verkefni og markmið islenskra náttúru- verndarmanna? í sem stystu máli má segja, að þau séu i þvi fólgin að vernda náttúru lands- ins og nýta auðlindir þess af skynsemi og yfirvegun. Sam- tökin leitast við að koma i veg fyrir hverskonar spjöll á lands- lagi, gróðri og dýralifi og sporna við þeirri margháttuðu mengun, sem er hvimleiður fylgifiskur hins iðnvædda nútimaþjóð- félags. Þau vilja vinna að þvi að bæta sambúð manns og lands, bæta skipulag byggðar og landsnytja, að mannvirkjagerð samræmist sem best umhverf- inu, vernda sögulegar minjar. Fræðslustarfsemi Naumast fer milli mála, að náttúruspjöll hverskonar eru oft framin vegna vanþekkingar. Kæruleysi er þar ekki ávallt um að kenna þótt þess gæti oftar en skyldi. Fyrir þvi er fræðsla um náttúruvernd og þýðingu henn- ar mikilvægur þáttur i starfi náttúruverndarfélaganna. Sú fræðsla er ma. fólgin i útgáfu- starfsemi, sýningum og funda- höldum. Samtökin leggja sig fram um að afla vitneskju um þær framkvæmdir, sem fyrir- hugaðar eru á hverjum stað og leitast við að hafa hönd i bagga með að þær raski umhverfinu sem allra minnst. Friðlýsing Um allt land má finna ein- staka staði, sem framúrskar- andi eru að fegurð og fjöl- breytni eða fágætir af öðrum ástæðum. Náttúruverndarmenn beita sér fyrir varðveislu þess- ara dýrgripa i upprunalegri mynd þeirra og vinna að skrá- setningu þeirra. Hefur tekist um það áhrifarikt og ánægjulegt samstarf við Náttúruverndar- ráð. Margirslikir staþir hafa nú verið friðlýstir, i samráði við éigendur, — og mun þó betur mega ef duga skal. Hlutverk Sambandsins Samtök náttúruverndar- manna ná nú yfir landið allt, og hafa myndað með sér lands- samtök: Samband isl. náttúru- verndarfélaga. Hlutverk sam- bandsins er einkum það, að efla samstöðu félaganna, að skipu- leggja sameiginleg verkefni, að annast samskipti við önnur félög og stofnanir og að vera félögunum til ráðuneytis i ýms- um efnum. Stjórn Sambandsins er skipuð formönnum aðildarfélaganna, sem koma saman til árlegs aðalfundar og aukafunda er þurfa þykir. Forseti Sambands- íns er kosinn til eins árs i senn og er nú Helgi Hallgrimsson. Landshlutasamtökin eru aðilar að Landvernd. Þá hafa þau og samstarf við Náttúruverndar- ráð og náttúruverndarnefndir i bæjum og sýslufélögum. Tekið hefur verið upp samstarf við náttúruverndarsamtök á hinum Norðurlöndunum, i Bretlandi og Þýskalandi. Sambandið er aðili að Alþjóða náttúruverndarsam- bandinu, en það hefur aðsetur i Sviss. Spegilmynd náttúrunnar I kynningarbæklingi sem gef- inn hefur verið út um sýninguna komst Helgi Hallgrimsson, for- seti Sambands islenskra nátt- úruverndarmanna, m.a. svo að orði: — Hér hafa margir lagt hönd á plóginn til að sýningin mætti verða sem fullkomnust, miðað við aðstæður. Yðar gesta er að dæma um árangurinn. Efalaust ber sýningin þess merki að hönnuðir eru margir og hafa haft mismunandi sjónarmið og misjafnt fegurðarskyn. Þannig er sýningin lika spegilmynd náttúrunnar, með öllum sinum fjölbreytileik. Ollum, sem lagt hafa hönd á undirbúning sýningarinnar er hér með þakkað, en sérstaklega þó þeim Stefáni Erni Stefáns- syni og Hjörleifi Stefánssyni, sem höfðu yfirumsjón með gerð sýningarinnar og gerðu sitt besta til að gefa henni samræmt og kurteislegt yfirbragð. Við opnun kynningarvikunnar i gær fluttu ávörp Lára Odds- dóttir frá tsafirði, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála- ráðherra, Eysteinn Jónsson, formaður náttúruverndarráðs og Hákon Guðmundsson. —mhg Við biðium griða fyr- ir náttúru landsins J Forseti Islands, menntamála- ráðherra og aðrir gestir. Fyrir hönd Sambands islenskra náttúruverndarfélaga býð ég yður öll hjartanlega velkomin til upphafs þessarar kynningar- viku. Nú er vor i lofti og farfuglar óðum að koma. Við erum einnig hér staddir, nokkrir furðufuglar úr ýmsum byggðum landsins,og biðjum um áheyrn yöar. Við höfum boðið yður hingað af þvi að við þykjumst hafa ein- hvern boðskap að flytja, boð- skap sem aö visu er ekki nýr á nálinni, en þó ekki á allra vör- um. Við biðjum yður þvi að leggja við hlustirnar og leyfa augunum að sjá. Þaðsem við viljum segja er i stuttu máli þetta: — Við biðjumst griða fyrir náttúru landsins, móöurina miklu, sem hefur aliö okkur og fóstrað. Við biðjumst vægðar fyrir lifið i landinu, fyrir bræður okkar og systur meðal jurtanna og meðal dýranna, sem lif okkar byggist á, en er varnað máls og hafa enn mjög takmörkuð réttindi i okkar réttarriki. Við biðjumst vægðar fyrir okkur sjálf, börn landsins. Þetta er okkar erindi við yður og við alla þá, sem á okkur vilja hlýða eða horfa á það sem við höfum tilreitt hér. Viö höfum reynt að túlka þennan boðskap nánar i máli og myndum og gera hann hverjum manni að- gengilegan, svo sem við höfum vit til. Við biðjum yður að visa honum ekki á bug heldur hug- leiða hann. Það má ef til vill kallast djarft fyrirtæki af fámennum félögum úr hinum dreyfðu byggðum landsins, að efna til slikrar kynningar hér, i háborg gróðans og peningavaldsins. Við vonum þó, að meö þvi takist okkur að vekja ofurlitla athygli á við- fangsefnum okkar og þá er til- ganginum náð. Að lokum viljum við þakka öllum, sem lagt hafa hönd að undirbúningi sýningarinnar og dagskrárliðanna eða koma þar fram. Sérstaklega ber okkur að þakka Norræna húsinu fyrir þann skilning, sem það hefur sýnt málefnum okkar, með þvi að umbera okkur hér i heila viku og taka þátt i boði hins norska gests, sem hingað er væntanlegur innan fárra klukkustunda. Ég lýsi þvi svo yfir, að kynningarvika Sin hefur verið opnuð. Ávarp Láru Oddsdóttur við opnun kynningarvikunnar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.