Þjóðviljinn - 16.04.1977, Page 20
MOÐV/IMN
Laugardagur 16. aprll 1977
Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Útan þessa tima er hægt aö ná I blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins f þessum sfmuim Ritstjörn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
@81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans f sfma-
skrá.
Getur
nokkuð
gott komið
fráatvinnu-
rekendum?
Verið er að undirbúa breyting-
ar á vinnufyrirkomulagi við
ræstingar á barnaheimilum
borgarinnar svipaðar og urðu
fyrir nokkrum árum i skólunum.
Verður þá tckið upp svokallað
timamæit ákvæði i stað þess að
áður var greitt fyrir ákveðinn fcr-
metrafjölda. Til grundvallar
þessu tímamælda ákvæði liggja
útreikningar, sem verkfræði-
skrifstofa Helga Þórðarsonar
gerir og er þá allt skrifað upp og
mæit og fundin út ákveðin tima-
cining, sem fer i að vinna hvert
verk. Eftir þessa útreikninga er
svo ákveðið timakaup, sem er 677
kr. á timann.
Það eru samtök atvinnurek-
enda, sem fara fram á þessar
breytingar og á skrifstofu Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
fékk blaðið þær upplýsingar að
breytingarnar væru til bóta fyrir
verkakonurnar, sem vinna þessi
verk.
Ef þær færu eftir þeirri verk-
lýsingu, sem þær fá i hendur eftir
að hafa lært hin nýju vinnubrögð
ættu þær að hafa meira kaup eftir
en áður.
Hins vegar vildi verða mis-
brestur á að konurnar færu nógu
vel eftir verklýsingunni og gerðu
oft meira en til væri ætlast og
einnig gætu mælingarnar stund-
um ekki staðist en þá ættu þær að
kvarta við verkalýðsfélagið, og
yrði stykkið þá mælt að nýju.
Framsókn fer yfir alla út-
reikninga og leggur blessun sina
yfir þá áður en þeir koma til
framkvæmda.
Vonandi er það rétt að hér sé
um að ræða bættan hag ræstinga-
fólks, en einhvern veginn
hvarflar að manni það sem sagt'
var austur i Gyðingalandi forðum
daga: „Getur nokkuð gott komið
frá Nasaret?” —hs
Mesta
atvinnuleysi
eftir stríö
PARIS 15/4 Reuter — Atvinnu-
leysingjar i Frakklandi voru
rúmlega miljón talsins i mars,
samkvæmt skráningu, og hafa
aldrei verið fleiri þar i landi eftir
siðari heimsstyrjöld. 1 febrúar
voru rúmlega 972.000 frakkar
skráðir atvinnulausir. Þetta þýðir
að 4,6% vinnuaflsins i Frakklandi
eru nú án atvinnu.
Á morgun hefst að Kjar-
valsstöðum Brúðuleikhús-
vika, sem Félag áhuga-
fólks um brúðuleikhús
stendur að og verða f jórir
aðilar með leikbrúðuverk i
gangi alla vikuna.
Leikbrúðuland sýnir Meistara
Jakob, 10 litla negrastráka og
Fræið. Jón Guðmundsson og
Leikbrúðuland sýna Að skemmta
skrattanum, i leikgerð Helgu
Hjörvar.en efnið er sótt i þjóðsög-
ur. Þá kemur fram á sjónarsviöið
nýtt brúöuleikhús, sem hefur val-
Hallveig Thorlacius og Helga
Steffensen frá Leikbrúðulandi
með leikbrúður, scm vcrða á
sýningunni. Ljósm. gel.
ið sér nafnið Brúðuheimilið og
sýnir nýtt verk eftir Nínu Björk
Árnadóttur og nefnist það Steinn-
inn sem hló. Og einnig kemur i
heimsókn sænskt brúðuleikhús,
sem leikur hér gestaleik þrisvar
sinnum, nk. sunnudag, mánudag
og þriðjudag..
Þegar blaðam. leit inn á æfingu
i gær var verið að æfa Steinninn
sem hló. Leikarar eru 5.en leikur-
inn fjallar um litinn strák, Steina,
og móður hans, sem er að byggja
og vinnur þvi tvöfalda vinnu. Hún
hefur litinn tima til að sinna
Steina. en einu sinni þegar þau
fara niður i fjöru gerist nokkuð
merkilegt. Þau hitta hláturmild-
an stein og einnig sel, sem reynist
vera kennari Steina i álögum.
Ekki er vert að rekja efni leiksins
frekar, en óhætt mun að segja að
bæði börn og fullorðnir muni hafa
af honum gagn og gaman.
Hin verkin sem flutt verða á
Brúðuleikhúsvikunni eru einnig
hvert öðru vandaðra og i verkinu
Að skemmta skrattanum eru
fluttar rimur eftir Þorgrim
Starra.
Alla vikuna verður auk þess
sýning á leikbrúðum og verður
hún opnuð kl. 2 á morgun en
fyrsta leiksýningin hefst kl. 3 og
verður þá sýnt Að skemmta
skrattanum.
Sýningar verða siðan daglega
og oftar um helgar en vikunni
lýkur sunnudaginn 24. april. —hs
Frá æfingu á Stcininum sem hló. — Ljósm: gel
Bemhöftstorfan er tákn
fyrir húsafriðun abnennt
segja íslendingar í Lundi
Blaöinu hefur borist eftirfar-
andi fréttatiikynning frá samtök-
um islendinga I Lundi i Sviþjóð:
— Eins og kunnugt er hafa þau
tiðindi gerst að Bernhöftstorfan i
Reykjavik hefur orðið fyrir miklu
tjóni vegna ikveikju. Stjórnvöld
hafa látið húsin á torfunni drabb-
ast niður i óreiöu undanfarin ár
en Torfusamtökin hafa dyggilega
reynt að sporna við að þessi hús
og sögulegar minjar og menn-
ingarsvæði höfuðborgarinnar
yrðu hreinsunareldinum að bráö.
Samtökin hafa fengið miklu
áorkað i baráttunni og mótað
örugga stefnu i húsfriðunarmái-
um okkar islendinga.
Bernhöftstorfan hefur verið
tákn i baráttunni fyrir húsfriðun
almennt, fyrir manneskjulegu
umhverfi, gegn steinkassaæði og
kauphallarprjáli verslunarauð-
valdsins. Ætla má að kaupa-
héðnar Reykjavikur hyggi nú
gott til glóðarinnar að hrúga einni
stórversluninni enn á miðlægum
stað i borginni.
Við undirritaöir islendingar i
Lundi, sem styðjum endurbygg-
ingu húsanna i upprunalegri
mynd höfum ákveðið að leggja
fram 400 kr. sænskar sem gjöf til
Torfusamtakanna og viljum með
þvi hvetja fólk á Islandi til að
halda baráttunni áfram.
Oftvarþörf, en nú er nauðsyn.
Utanríkisráð-
herra írlands
í heimsókn
Utanrikisráðherra Irlands. dr.
Garrett Fitzgerald, kemur I opin-
bera heimsókn til Islands dagana
5. til 6. mai n.k. i boði Einars
Agústssonar. Dr. Fitzgerald ræð-
ir hér við starfsbróður sinn og
embættismenn utanrikisráðu-
neytisins og mun eiga viðræður
við forseta Islands og fleiri is-
lenska ráðamenn.
SÝNING Á
VEGGSPJÖLDUM
tJrval tillagna i veggspjaldasamkeppni Þjóð-
viljans verður sýnt i Þjóðviljahúsi, Siðumúla 6,
i dag kl. 10-6 og á morgun (sunnudag) kl. 2-6.