Þjóðviljinn - 11.06.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.06.1977, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11 júnl 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýdshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóbviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meb sunnudagsblabi: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóbsson. Ritstjórn, afgreibsla, auglýsingar: Slbumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blabaprent hf. Hótunum svamð Þannig og aðeins þannig verður hægt að knýja fram sigursæla lausn i vinnudeil- unni. k. meö auðmýkt yVi/ þarf enn Flestir fjölmiðlar á Islandi aðrir en Þjóðviljinn láta nú mjög að þvi liggja að kjarasamningar verkalýðsfélaganna séu að kalla komnir i höfn. Það er mjög rík á- stæða til að vara verkafólk alvarlega við þessum áróðri. Þótt i meginatriðum hafi verið gengið frá sérkröfum og visitölu- málum, og fleiri málaflokkar þokist i átt- ina, — þá er enn algerlega eftir að semja um það, hver sjálf kauphækkunin eigi að vera. Krafa verkalýðshreyfingarinnar er sú, að lægsta kaup hækki i rúmlega 113 þús. krónur. „Hugmynd” sáttanefndar gerir ráð fyr- ir 85 þús. kr. lágmarkslaunum, og svo 6 þús. króna hækkun um áramót. Atvinnu- rekendur hafa ekki einu sinni viljað sam- þykkja „hugmynd” sáttanefndar, svo að hér ber enn ákaflega mikið á milli. Krafan um verðtryggð 100 þús. króna lágmarkslaun miðað við verðlag i nóvem- ber á almennan hljómgrunn. Verkalýðs- hreyfingin berst fyrir þeirri kröfu. Starfs- greinaverkföll hafa verið boðuð frá 13.-20. júni og eins dags allsherjarverkfall um allt land þann 21. júni. Þeir sem telja úrslit samninganna þeg- ar ráðin spyrja, hvort ekki sé ástæðulaust að efna til þessara verkfalla. — En úrslit samninganna eru langt frá því að liggja fyrir. Þess vegna þarf verkalýðshreyfing- in nú að herða aðgerðir sinar, og boða sem fyrst hvað taki við eftir 21. júni. I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I harðari aðgerðir Þeir Gundelach hinn danski og breski aðstoðarutanrikisráðherrann Frank Judd, sem hingað komu i vikunni á fund islensku rikisstjórnarinnar fóru sannarlega ekki bónleiðir til búðar islensku rikisstjórnar- innar. Það stóð aldrei til, að þær viðræður sem fram fóru i Reykjavik i fyrradag milli is- lenskra ráðherra og þessara sendimanna Efnahagsbandalagsins yrðu eiginlegar samningaviðræður. Erindi þeirra Gunde- lach og Judd var hins vegar að tryggja, að slikar beinar samningaviðræður yrðu teknar upp á næstunni, og að tengja sam- an fiskveiðimál og almenn viðskiptamál með það i huga, að beita islendinga við- skiptaþvingunum til að knýja fram veiði- réttindi á ný fyrir togara frá Bretlandi og fleiri rikjum Efnahagsbandalagsins. Það kom fram á blaðamannafundinum, sem haldinn var i fyrradag að viðræðum loknum, að sendimenn EBE höfðu fengið fram allt það, sem að var stefnt af þeirra hálfu. Þvi var lýst yfir, að eiginlegar samn- ingaviðræður yrðu teknar upp strax i haust og að þessar væntanlegu samn- ingaviðræður myndu fara fram ,,á grund- velli þeirra sameiginlegu hagsmuna sem ísland og Efnahagsbandalagið ættu á mörgum sviðum”. Allir vita, að áhugamál Efnahags- bandalagsins i þessum efnum er það eitt að knýja fram veiðiréttindi fyrir erlenda togara i islenskri fiskveiðilandhelgi. íslenska rikisstjórnin hafði áður marg- oft lýst þvi yfir, að ekki kæmi til mála að blanda saman fiskveiðimálum, og al- mennum viðskiptamálum, eða gera ein- hver hrossakaup i þeim efnum. Nú er hins vegar allt í einu talað um það að taka upp samningaviðræður á grundvelli „sameig- inlegra hagsmuna á mörgum sviðum”. Hér hefur blaðinu greinilega verið snúið við, og látið undan ósvifnum hótunum Efnahagsbandalagsins i okkar garð. Rétt er að rifja upp að ferð Gundelachs og Judd til Reykjavikur nú var ákveðin á fundi utanrikisráðherra rikja Efnahags- bandalagsins fyrir röskum tveimur mán- uðum. Samkvæmt fréttastofufregnum Reuters þann5. april s.l. hafði Gundelach lýst þvi yfir á utanrikisráðherrafundinum, að núverandi ástand væri „óþolandi” og sýna yrði islendingum fram á pólitískar og efnahagsiegar afleiðingar þess, ef ekki yrði samið! Samkvæmt sömu reutersfrétt var einnig haft eftir embættismönnum EBE, að Gundelach hafi á utanrikisráðherrafund- inum sagt að hugsanlegt væri að EBE gripi til þess að takmarka þau réttindi, sem islendingar hafa nú vegna friverslun- arsamnings við Efnahagsbandalagið. Undir þessum hótunum ákveður ríkis- stjórn íslands að ganga til eiginlegra samningaviðræðna við EBE nú i haust, um fiskveiðar og viðskipti, og er sú af- staða islenskra stjórnvalda með öllu for- dæmanleg. Mestri furðu gegnir, að slikt loforð skuli gefið á sama tíma og íslenski sjávarútvegsráðherrann hefur við orð, að á þessu ári verði jafnvel að takmarka sókn islenskra veiðiskipa i fiskstofnana mjög verulega umfram það, sem þegur hefur verið gert. Það má aldrei verða að erlendum togur- um verði á ný hleypt i ofnýtta fiskstofna við íslandsstrendun nógu slæmt er að sitja uppi með þýsku togarana fram til 1. des. á þessu ári. k. Barnaþrœlkun á íslandi Dagblabib birti nýlega frétt um grein sem kom I Jyllands- posten um „barnaþrældóm” á Islandi. Frétt Dagblabsins var sem hér segir: „Hinn 24. maí sl. birtist grein í danska blaöinu Jyllandsposten, sem ber yfirskriftina: Börn á íslandi notub I þrælavinnu. I greininni segir siöan: 15 ára börn, sem vinna í frystihúsum frá kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin eru rekin ef þau mæta ekki aftur til vinnu kl. 8 um kvöldiö. Þetta er eins og tekiö upp úr skáldsögu Charles Dickens, en ekki islensku nútimasámfélagi. Island er hiö eins Noröurland- anna, sem ekki hefur bannaö bafnavinnu meö lögum. Þaö er ekki óalgengt aö börn á Islandi' vinnialltaö 12-14 tima á dag. Aö þvi er formaöur íslenska Al- þýöusambandsins, Björn Jóns- son,hefur sagt hefur þaö gerst aö atvinnurekendur hafa gengiö svo nærri börnum viö vinnif, aö þab hefir þurft ab leggja þau inn á sjúkrahús. tslensk lög frá 1966 settu þaö i verkahring barnaverndar- nefndar aö fylgjast meb því ef börn væru misnotuö eöa látin inna af hendi erfiða vinnu. En börnin eru eftir sem áöur látin vinna vinnu sem er þrælavinna aö mati verkalýössamtak- anna.” Þannig hljóöaöi land- kynningartexti Jyllandsposten i þýöingu Dagblaösins. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vir.nuveitendasam- bandsins og formabur barna- verndarrábs tslands. Hvað segir formaður barna~ verndarráðs? En hvaö skyldi barna- verndarráö tslands hafa gert I málinu? Ekki hefur spurst til aögeröa af þess hálfu. For- maöur þess er ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands tslands. Mætti gjarnan ræöa þaö i yfir- standandi kjarasamningum aö settar væru og haldnar reglur um þessi mál, barnavinnuna á tslandi. Auðhringar og umhverfisvernd Auöhringir hafa á undan- förnum árum lagt aukna áherslu á aö reyna aö gera sig dýrleg í augum almennings meö allskonar umhverfisverndar- starfi. Forráöamenn auö- hringanna halda ráöstefnur og gefa út rit um umhverfismál. Þar er yfirleitt reynt aö fjalla um málin mjög almennt, en með þvi móti er reynt aö dreifa huga almennings frá staö- bundnum vandamálum. Oft eru ráöstefnur þessar engu aö siöur hinar athyglisveröustu, þvi þar er meðal þátttakenda oft aö finna merka visindamenn, sem eru svo sjálfstæöir i hugsun og rannsóknarstarfi aö þeir myndu aldrei láta auöhringa eöa for- stjóra þeirra segja sér fyrir verkum. Tilgangur auöhringanna meö þessu starfi og meö þvi aö leggja stórfé I slika starfsemi er margþættur, en megin til- gangurinn er þó aö reyna aö dreþa málunum á dreif og aö reyna aö hafa áhrif á niður- stööurnar þannig ab þær veröi kapitalismanum ekki í óhag. Eölilegust niöurstaöa allrar umhverfismálaumræöu er nefnilega sú aö gera beri öll fyrirtækin almenniningseign, þannig aö þau hliti lýöræöislegri ákvaröanatöku I þágu al- mennings, en ekki I þágu einka- gróöa fámennra hópa. Þetta þýðir meö öðrum orðum aö um- hverfisvandamál veröa aöeins leyst að takmörkuöu leyti nema I sóslalisku, lýöræöislegu, sam- félagi. Af fyrrgreindum ástæöum er þaö sem til dæmis auö- hringurinn Alusuisse leggur fram fé til ráöstefna um um- hverfismál, og fyrirlesara eins og á ráðstefnunni sem hér hefur veriö haldin undanfarna daga. Forráöamenn þeirrar ráöstefnu hafa veriö tregir til þess aö svara spurningum um þaö hverjir kosti hana, en þögnin vekur tortryggni margra sem vonlegt er. Einskonar leiðrétting Úr þvi aö minnst er á um- hverfismálaráöstefnuna skal þess aö lokum getiö aö eitt orö féll út úr texta þessa þáttar I fyrradag. Þar var sagt eitthvaö á þá leiö aö útlendingar heföu undrast erindaflutninginn um mengun á íslandi. Hér var ein- göngu átt viö þau erindi sem áalfurstarnir tveir fluttu I um- ræöunum. Austin, Ford og Volkswagen Visir greinir frá þvl i gær aö kjörin hafi veriö stjórn Reykja- prentshf. sem gefur blaöiö út. 1 stjórninni eru fimm menn og eru allir fuiltrúar auöfélaga hér i höfuðstaðnum. Meirihluti stjórnarinnar er skipaður bila- innflytjendum: Ingimundi SigfUssyni, Heklu, Sigfúsi Sig- fússyni, P. Stefánsson, og Þóri Jónssyni, Fordumboðinu. Þaö er skiljanlegt aö Vísir skuli berjast fyrir svokölluöu verslunarfrelsi; hann er mál- gagn heildsala og innflytjenda,. bilablaöiö. — s.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.