Þjóðviljinn - 11.06.1977, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11 júní 1977
Erlendar
fréttlr
Lyf unnið úr laxi
handa nýrnayeikum
Rannsóknarnefnd viö háskól-
ann i Glasgow i Skotlandi undir
forustu Dr. James Dobbie upp-
götvaði nýlega aö breytingar
samkvæmt náttúrulögmáli á nýr-
um i laxi, verða þegar fiskurinn
gengur úr fersku vatni i sjó.
Rannsóknarmennirnir voru aö
Jóhann J.E. Kúld
fiskimé/
rannsaka lax sem var á leið til
sjávar og héldu fyrst ab hann
væri veikur af nýrnabólgu. Þeir
komust að raun
um að svo var ekki, heldur var að
gerast hér breyting á nýrum
fisksins samkvæmt náttúrulög-
máli, þegar hann skiftir um frá
fersku vatni til sjávar. I fersku
vatni þurfa nýru fisksins að vinna
meira en i sjó. Dr. Dobbie komst
að raun um, að þessari breytingu
stjórnuðu hormónar, sem finnast
hjá konum sem hafa börn á
brjósti.
Rannsóknarnefnd háskólans
vann nú þessa hormóna úr laxi og
voru þeir gefnir konu sem þjáöist
af nýrnaveiki. Aö stuttum tima
liðnum batnaði henni, og nýru
hennar fóru aftur að vinna eðli-
lega. Ráðstefnu nýrnasér-
fræðinga sem stóð yfir á Italiu
þegar þetta geröist, var tilkynnt
um niðurstöðu rannsóknanna og
þann árangur sem fékkst.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
Frá höfninni i Halifax.en þar verður alþjsðleg sjávarútvegssýning I sumar.
Sj ávar útvegssýning
í Halifax
Tilkynnt hefur verið nýlega að
alþjóðleg sjávarútvegssýning
verði haldin iHalifax dagana 31.
ágúst til 7. september" i ár.
Fjöldi þátttakenda i sýningunni
hafa þegar tilkynnt að þeir verði
þar með vörusýningar. Þátt-
tökufyrirtæki eru bæði frá
Bandarikjunum, Kanada svo og
mörgum strandrikjum Evrópu.
Borgin Halifax liggur á Nova
Scotia á austurströnd Kanada
og er talin höfuðborg fylkisins.
Borgin er talin hafa 180 þúsund
ibúa, en stutt frá henni er borgin
Dartmouth með 70 þúsund ibúa,
en alls eru i Nova Scotia fylki
taldir kvart miljón ibúa. 1 Dart-
mouth er merk rannsóknar-
stofnun sem rekin er af háskól-
anum i fylkinu og er rann-
sóknarsviðið sérstaklega hafið
og allt sem þvi viðkemur. 1
Halifax er lika rannsóknar-
stofnun Halifax Fisheries
Laboratory sem annast rann-
sóknir á sviöi fiskveiða og fisk-
iðnaðar. Sjávarútvegssýningin
verður i þremur stórum vöru-
skemmum við höfnina sem
þekja 6,400 ferm. Skemmur
þessar eru á meðfylgjandi
mynd merktar no. 20, 21 og 22.
Halifaxborg er byggð i fögru
umhverfi og var byrjað aö reisa
borgina á sautjándu öldinni. 1
hverfum frá þeim tima, eru til
gangstéttir úr eik eða voru
siðast þegar ég var þar f siðasta
heimsstriði. Þetta er ein aöal
hafnarborgin á austurströnd
Kanada. A Nova Scotia er viða
mjög mikil og sérkennileg nátt-
úrufegurð.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
I
Framtíðaráætlun norð-
manna um fiskveiöar
1 tilefni af útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar i 200 milur við Noregs-
strendur þá hefur nú fiskimála-
stjórnin, Fiskeridirektoratet
samið framtiðaráætlun um fisk-
veiðar norðmanna og er hún birt i
10. tölublaði af Fiskets Gang.
Áætlunin hefur nú verið send út til
umsagnar og athugunar til allra
fiskveiðisamtaka Noregs.
Samkvæmt þessu uppkasti að
framtiöaráætlun um fiskveiðar
norðmanna, þá er gert ráð fyrir
að heildarafli þeirra haldist svip-
aður i framtiðinni. Hinsvegar er
reiknað með að samsetning afl-
ans breytist, þannig að fiskveiðar
til mjöl- og lýsisvinnslu fari
smámsaman minnkandi, en að
sama skapi aukist framleiösla á
manneldisvörum. Með þessu á
verðmæti sjávarafurða að stór-
aukast þó heildarafli að smá-
lestatölu standi i staö. Búist er við
i þessu sambandi aö þorskafli,
ýsuafli og ufsaafli aukist mikið
frá þvi sem nú er. Gert er ráð
fyrir að fiskveiðar norðmanna á
fjarlægum miðum fari mikið
minnkandi á næstu árum, og
hverfi máske alveg að lokum.
Framtiöar áætlunin byggir á
þeim stórauknu möguleikum til
fiskveiða útfrða norsku strönd-
inní sem á næstu. árum koma i
kjölfar útfærslunnar i 200 milur.
Aðal fiskimiöin sem hráefnið til
vinnslu verður sótt á verða þá
þessi: Grunninn frá norsku
ströndinni, Norðursjórinn, Bar-
entshaf og grunninn i kringum
Svalbarða.
Atvinnuleys-
isstyrkir
greiddur með
orlofsálagi
Norska rikisstjórnin hefur
ákveðið að leggja fyrir Stórþing-
ið, að héreftir komi orlofsfé á alla
atvinnuleysisstyrki I Noregi og að
þetta taki gildi á þvi orlofsári sem
byrjaði 1. mai s.l.
Orlofsgreiðslurnar verða þær
sömu og gilda hjá verkalýðsfélög-
unum, 10-11% ofan á#reidd laun.
Fiskútflutningur
fœreyinga fyrstu
4 mánuöi ársins
A fyrstu fjórum mánuðum
yfirstandandi árs flutti „Föroya
Fisksöla” út 18,219 tonn af fisk-
afurðum að verðmæti i dönsk-
um kr. 165,4 miljónir. Miðaö við
sama timabil ársins 1976 þá er
þettá 18,9% meiri útflutningur i
tonnum og verðmætisaukning
sem nemur 39% miðað við árið i
fyrra. Aðalfiskvörumarkaðir
færeyinga voru þessir: Salt-
fiskur, seldur til Spánar fyrir
d.kr. 29,4 milj. til Italiu d.kr.
22,3 miljónir, og til saltfiskverk-
unarstöðva i Noregi d.kr.
411,000. Freðfiskur á Banda-
rikjamarkáð þorskflök fyrir
d.kr. 17,6 miljónir og ýsuflök
fyrir d.kr. 27,9 miljónir.
Rækju útflutningurinn á þessu
timabili varö alls d.kr. 29,3
miljónir. Þar af fóru á sænskan
markað fyrir d.kr. 7,0 miljónir
og til Frakklands fyrir d.kr. 6,1
miljón.
Saltsild var seld til Póllands
fyrir d.kr. 2,7 miljónir og krydd-
sild til Danmerkur fyrir d.kr. 1,7
miljónir.
Breskir
togarar-
fundu auð-
ug blá-
löngumið
Breskir togarar fundu ný-
leg auðug blálöngumið á
hafssvæðinu milli Skotlands,
trlands og Rockall. Skuttog-
arinn Boston Blenheim kom
nýlega af þessum miðum
eftir stutta útivist með 106
tonn af blálöngu. Blálangan
er sögð hafa fengið frekar
góðar móttökur á breskum
markaði. Blálanga hefur að
undanförnu verið flutt inn
frá Frakklandi á fiskimark-
aö i Hull. Blálanga er talin
vera sérstaklega gott hráefni
i fiskibollur, þá er hún lika
eftirsótt reykt.
Aukín
áhersla á
framleiðslu
matsmjöls
úr fiski
Hið lögverndaða samvinnu-
félag norskra sjómanna, út-
gerðarmanna og verksmiöjueig-
enda um sölu á fiskimjöli og búk-
lýsi úr fiski, auglýsti nýlega eftir
framkvæmdastjóra sem á að
annast matarmjöls framleiðsluna
hjá Norsildmel.
Staðan mun verða veitt að lokn-
um sumarfrium. Ætlast er til að
hinn nýji framkvæmdastjóri hafi
yfirumsjón með allri matmjöls-
framleiðslu i Noregi svo og
kynningu og markaðsleit fyrir
mjölið bæði á eigin vegum og i
samvinnu við F.A.O. i Róm.
Norðmenn eru nú taldir standa i
allra fremstu röð matmjölsfram-
leiöenda úr fiski og hafa þeir
kostað miklu til að ná þessum
árangri. Hinsvegar hefur mat-
mjölsframleiðsla þeirra fram að
þessu aðeins numið litlu broti af
heildarframleiðslu fiskimjöls,
eða sem svarar 7000 tonnum á
móti 450.000 tonnum af fóðurmjöli
á árinu 1976. Norskt manneldis-
fiskimjöl hefur að undanförnu
verið selt i Nigeriu undir nafninu
„Joyfish” i neytendaumbúðum úr
plasti.
Þá er nú að hefjast markaös
kynning og auglýsinga herferð
um ágæti norsks manneldismjöls
i Ghana i Afriku en þar er nú að
byrja sala á mjölinu undir heitinu
„Easyfish”.
Frá Skotlandi — Noregi — Bretlandi — Feereyjum — Kanada — USA